Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 18
Morgunblaðið/RAX EFTIR því sem Morgunblaðið kemst næst tóku tæplega 15 manns þátt í óspektunum um síðustu helgi. Um er að ræða unga menn á aldr- inum 18–25 ára en flestir eru þeir um tvítugt. Upphaf óspektanna má rekja til þess að á fimmtudag mættu nokkrir þeirra hjá sýslumanninum á Patreksfirði, ýmist sem sakborning- ar eða vitni vegna atviks sem varð í bænum um verslunarmannahelgina í fyrra. Um tugur félaga þeirra slóst með í för vestur. Eins og kunnugt er stóð þessi hópur fyrir talsverðum óspektum í bænum um helgina, braut m.a. nokkur umferðarskilti og mölvaði rúður í bifreið. Í kjölfarið var boðað til almenns borgarafundar en á hann mættu um 200 manns, tæp- lega þriðjungur bæjarbúa. Flestir þeirra sem tóku til máls á fundinum voru sammála um að for- varnir við slíkum atburðum byrjuðu á heimilinu. Nauðsynlegt væri að for- eldrar sæju til þess að börn og ung- lingar virtu útivistarreglur en á því hefði verið talsverður misbrestur. Nokkrir töldu að of mikið væri gert úr atburðum síðustu helgar. Aðrir bentuá að hin mikla mæting á borgarafundinn, um 200 manns, væri til marks um að bæjarbúar teldu fulla þörf á að ræða málin til hlítar. Viðvarandi vandamál Jón B.G. Jónsson, bæjarfulltrúi sagði að ástandið ætti sér ekki upp- haf um síðustu helgi. Þetta hefði ver- ið viðvarandi vandamál síðustu miss- eri. Hann sagði að á Patreksfirði væri tekið alltof létt á áfengisneyslu en það væri reyndar vandamál víða. „Það er ekkert náttúrulögmál að unglingar séu farnir að neyta áfengis löngu áður en sjálfræðisaldri er náð. Áfengið á mjög stóran þátt í þeim óspektum sem hér hafa verið síðustu misseri. Það er mjög mikið á ábyrgð okkar foreldranna. Forvarnastarfið þarf að fara fram inni á heimilunum.“ Haukur Már Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sagði að umræðuefni fundarins væri vandi nokkurra ungmenna sem því miður hefðu farið út af sporinu en væru ekki verr úr garði gerð en önnur ung- menni. Gerðir þeirra hafi hins vegar mikið verið ræddar og þung orð verið látin falla. „Gerendur í þessu máli eru í dag orðnir þolendur. Þeir eru orðnir þolendur umræðu sem er komin út fyrir eðlileg mörk. Við skul- um líka hafa það hugfast að þessir einstaklingar eiga sér aðstandendur sem hafa legið undir ámæli fyrir að eiga þessi börn.“ Haukur Már greindi frá því að skömmu fyrir fund- inn hafi einn þeirra sem tók þátt í óspektunum hringt í sig og beðið sig að koma á framfæri afsökunarbeiðni til íbúa Patreksfjarðar. Gerðir hans hafi verið óskiljanlegar og óafsakan- legar og að félögum hans liði illa yfir þessu. „Menn verða að sjá hlutina í réttu ljósi,“ sagði Þórólfur Halldórsson sýslumaður á Patreksfirði. Hér væri ekki um að ræða unglinga heldur unga menn. Lög hefðu verið brotin og eignir bæjarbúa skemmdar og það væri eðlilegt að íbúarnir væru uggandi yfir ástandinu. Varðandi af- sökunarbeiðni eins gerendanna sagðist hann fremur hafa kosið að þeir hefðu hringt í lögregluna og gef- ið sig fram og þannig hjálpað til við að upplýsa málið. Haukur Már sagði að sú staðreynd að umræddur piltur hefði hringt í sig en ekki lögregluna sýndi að trúnað- arbrestur væri milli lögreglunnar og þessara ungu manna. Drykkjulæti raska svefnfriði Á fundinum var því lýst hvernig drykkjulæti hefðu ítrekað raskað ró íbúanna og gesta á tjaldsvæðum bæj- arins. Erla Hafliðadóttir, sem rekið hefur gistihús í bænum í yfir tuttugu ár, sagði að síðastliðin tvö ár hefði það varla brugðist að um helgar væri svefnfriði gesta sinna raskað vegna drykkjuláta. Svefnfriður hefði verið eitt af því fáa sem hún hefði getað boðið gestum sínum upp á. Varðandi atburði síðustu helgar sagði hún að ekki dygði fyrir mennina að biðjast afsökunar og fyrirgefningar. „Það verður að komast inn hjá þeim að svo lengi er hægt að biðjast fyrirgefning- ar að hún missi gildi sitt,“ sagði hún. Margir þeirra sem hér væri verið að ræða um hefðu gerst margbrotlegir. Leif Halldórsson tók undir með Erlu og sagði að verið væri að ræða stóralvarlegt mál. „Ég keypti hérna lítið hús sem dóttir mín leigir fyrir hárgreiðslustofu. Það er búið að sparka þar niður hliði, rífa niður skilti og brjóta rennu. Maður hefur verið að reyna að skreyta bæinn fyrir jól, það var rifið niður. Þetta er ákaf- lega þreytandi og kemur að því að bæjarbúar fái nóg,“ sagði Leif. Eitthvað að hjá yfirvaldinu Gunnar Bjarnason gerði virðing- arleysi sumra „stálpaðra skóla- barna“ fyrir umhverfi sínu að um- talsefni. Börnin kasti t.a.m. drasli í næsta húsagarð fremur en að setja það í ruslatunnu sem þó sé ekki langt undan. Þegar börnin eldist verði það bjórflöskurnar sem fljúgi út um bíl- gluggann. Á þessu yrði að taka og hann taldi lögregluna ekki alltaf hafa sýnt gott fordæmi. „Ég varð fyrir því í sumar að það var brotin rúða í bíln- um hjá mér. En ég ætla líka að taka það fram að það voru ekki þessir ungu menn sem voru þar á ferð. Þetta var einn einstaklingur, að- komumaður hér í bænum. Konan mín horfði á þetta gerast og hún vakti mig um leið og ég hringdi í lög- regluna og hún kom umsvifalaust á staðinn. Það var ekki nóg með að hann hefði brotið rúðu í bílnum hjá mér heldur henti hann líka garðstaur inn um elhúsgluggann á næsta húsi sem var sem betur fer mannlaust. Ég spurði af hverju þeir ætluðu ekki að taka manninn fastan. „Nei, þá mynd- um við ekki gera neitt annað í nótt,“ var svarið. Eru þetta lögin og reglan sem verið er að tala um hérna?“ sagði Gunnar og beindi spurningunni til Þórólfs sýslumanns. „Þeir sögðust ekki hafa mannskap í það. Þeir voru tveir á vakt og þurftu að fara á Tálknafjörð. Það vantaði einhvern til að sitja yfir honum. Átti þessi maður að halda áfram bara, brjóta fleiri rúð- ur. Það var boðið upp á það þarna.“ Börnin sjái síðan að menn geti kom- ist upp með afbrot. Þórólfur vildi ekki ræða störf lög- reglunnar í smáatriðum. Iðrun dugir ekki ef ólætin halda áfram Ofneysla áfengis, löggæsla, forvarnir og gildi fyr- irgefningarinnar var meðal þess sem bar á góma á borgarafundi á Patreksfirði á fimmtudagskvöld. Um 200 manns, tæplega þriðjungur bæjarbúa, mættu á fundinn og Rúnar Pálmason lagði við hlustir. Ungir sem gamlir mættu á borgarafundinn og Félagsheimili Patreksfjarðar var þéttskipað. runarp@mbl.is LANDIÐ 18 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málið á sér langa forsögu Þórður Steinar Árnason er faðir eins úr þeim hópi sem stóð fyrir ólát- unum um síðustu helgi. Hann segir að þessir piltar séu allir öðling- sdrengir en nokkrir þeirra verði erfiðir þeg- ar þeir neyta áfengis í óhófi. Að sjálfsögðu hefðu piltarnir gengið alltof langt um síðustu helgi og svona hegðun gengi ekki. Hann segir að atburðir helg- arinnar eigi sér langa forsögu og margt væri í kringum þetta. Málið væri angi af leiðindamáli sem kom upp í bænum um verslunarmanna- helgina í fyrra. Þá hafi þeir, eins og fleiri bæjarbúar, verið óánægðir með að ein gata bæjarins hafi verið gerð að einstefnugötu. Þess vegna hefðu þeir líklega skeytt skapi sínu á umferðarskiltunum. Ingibjörg Guðmundsdóttir segir mikilvægt að foreldrar hugi að uppeldi barna sinna ef koma eigi í veg fyrir að svipaðir hlutir og gerðust um síðustu helgi á Patreksfirði endurtaki sig. „Jafnvel ungum krökkum hefur liðist hér mjög mikið að vera úti langt fram eftir nóttu og jafnvel hafa ungir krakk- ar fengið að drekka áfengi án þess að á því væri tekið,“ segir hún. Það sé ábyrgðarleysi hjá mönn- um að segja að hér hafi úlfaldi verið gerður úr mýflugu. „Allur þessi fjöldi hefði varla mætt á þennan fund ef þetta væri skoðun bæjarbúa,“ segir Ingibjörg. „Það eru voðalega margir sem kenna lögreglunni um ástandið á svæð- inu. Það er auðvitað fáránlegt því það er ekki lögreglan sem skapar vandamálin.“ Ekki verið að gera úlfalda úr mýflugu Svipuð vandamál víða annars staðar Magnús Jónsson sagðist alls ekki vilja gera lítið úr því hversu alvarlegt þetta mál væri en áþekk mál hefðu komið upp víða um land án þess að þau hefðu verið blásin upp líkt og hér hefði gerst. Hann spyr hvort svip- aður atburður í Reykjavík hefði hlotið viðlíka athygli. Sjálfur þekkir hann marga af þeim sem tóku þátt í óspektunum um síðustu helgi og þetta séu allt góðir piltar. Sumir megi hins vegar alls ekki smakka áfengi. Hann sagðist viss um að fund- urinn myndi skila árangri. „Þetta snertir alla bæjarbúa og þeir verða að taka á þessu líka og láta þessa drengi finna fyrir því að það sé ekki æskilegt að haga sér svona,“ segir Magnús.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.