Morgunblaðið - 06.10.2001, Qupperneq 47
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 47
✝ Jónína Gests-dóttir fæddist í
Flatey á Breiðafirði
17. desember 1940.
Hún lést 30. septem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Jakobína Helga Jak-
obsdóttir húsfreyja,
f. 5. marz 1902, d.
24. september 1987,
og Arelius Gestur
Sólbjartsson, útvegs-
bóndi í Hrappsey, f.
6. júní 1901, d. 13.
apríl 1991. Hún var
yngst 9 systkina sem
voru þessi, talin eftir aldri: Jak-
ob Kristinn, f. í Stykkishólmi
27.6. 1926, d. 1. nóvember 2000;
Bryndís Margrét, f. í Stykkis-
hólmi 29.8. 1927; Bergljót Guð-
björg, f. í Stykkishólmi 9.8. 1928;
d. 11. nóvember
1999; Ólafur Helgi,
f. í Stykkishólmi 1.
desember 1929;
Ingibjörg Charlotta,
f. í Stykkishólmi
14.8. 1931; Jósef
Berrent, f. í Reykja-
vík 30.12. 1932; Sól-
björt Sigríður, f. í
Flatey 11.2. 1934;
Bergsveinn Eyland,
f. í Svefneyjum 2.1.
1937. Einnig ætt-
leiddu foreldrar
hennar dótturson
sinn Helga Hafnar,
auk þess ólu þau upp frá blautu
barnsbeini annan dótturson sinn,
Gest Má Gunnarsson.
Útför Jónínu fer fram frá
Grundarfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Þegar Jóna fæðist búa foreldrar
hennar í Bjarneyjum á Breiðafirði en
1944 flytja þau í Hrappsey, Jóna er
heima meðan búið er í Hrappsey eða
til 1958, þá er flutt í Stykkishólm.
Undirritaður var þá sjö ára gamall,
og man aðeins eftir þessum tíma, þó
tíu ár væru á milli okkar Jónu var
með ólíkindum hvað hún nennti að
leika við strákorminn a tarna. Ým-
islegt afrekuðum við, þó ég væri ekki
hár í loftinu en ég hafði eitt lykilhlut-
verk, því ef okkur vantaði spýtu eða
nagla var nauðsynlegt að senda mig
til afa gamla og nafna því í flestum til-
fellum bar það árangur. Nú, eins og
aðrir krakkar til sveita í þá tíð var
snemma farið að taka til hendinni og
láta að sér kveða við ýmis verk sem
þó jukust með aldrinum og urðu um-
fangsmeiri. Skólaganga hennar var
með þeim hætti að hún var send frá
Hrappsey upp á Fellsströnd, þar var
börnunum safnað á einhvern bæ og
farandkennari sá um kennsluna, til að
dreifa kostnaði voru krakkarnir svo
færðir til milli bæja.
Eins og áður segir var flutt úr
Hrappsey til Stykkishólms haustið
1958, hún vann um tíma hjá Hrað-
frystihúsi Kaupfélags Stykkishólms
en í lok árs 1958 fer hún út í Eyr-
arsveit til Hallgríms Péturssonar og
Stellu systir sinnar að Naustum og er
þar við venjubundin störf fram á
sumar 1959, er hún tekur sig upp og
fer í vinnu til Áslaugar Pétursdóttur
og Sigurðar Helgasonar í Lárkoti og
er þar til 1960. Þarna á næsta bæ var
þú maður sem hún fann fljótt frið og
traust hjá. Anton Finnson fæddur
8.4. ’26, dáinn 9.3. ’96.
Toni eins og hann var alltaf kall-
aður og Jóna, hófu svo búskap saman
fyrst um stundarsakir í Grundarfirði
en seinna sama ár fluttu þau að Bú-
landshöfða og þar hefur hún verið síð-
an. Þau voru með hefðbundinn bú-
skap, kindur, nokkra hesta og kú.
Jóna var um margt mjög sérstæð
kona, hún ræktaði vel barnið í sjálfri
sér og naut þess, og því var líka oft
glatt á hjalla á Höfða, allmörg sumrin
voru krakkar hjá henni í sveit og
flestir komu þeir aftur og aftur þann-
ig að þeim leið greinilega vel þarna.
Guðlaug biður um kveðju til Jónu,
einnig synir hennar Tryggvi og Ómar
og frændinn Valur og þakka alla Úti-
legumannaleikina og allt hitt. Þarna
leið þeim mjög vel. Ég var samtíma
þessum strákum þarna á Höfða því
ég var þarna hluta úr nokkrum sumr-
um við smalamennsku og rúningu,
einnig við heyskap. Mikið er mér
minnisstætt sumarið þegar Toni
gleymdi að láta gera við sturtarann á
Hannómakinum og það varð að bíða
til kl. hálf eitt þegar Fíi Hjartar kom
framhjá á mjólkurbílnum, þá var
spottinn klár í Hannó til að draga í
gang, og hægt að fara að heyja, á eftir
var farið í Útilegumannaleik því það
lá ekkert á að vakna í fyrramálið.
Samt sem áður gekk heyskapurinn
mjög vel því vinnuaflið var nóg, og
hratt unnið meðan verið var að. Þetta
þótti okkur krökkunum mjög gaman
og stundum komu krakkar gangandi
innan úr Grundarfirði til að taka þátt
í þessu, þarna var margt allt öðruvísi
en maður hafði kynnst annars staðar,
m.ö.o. ákveðinn Höfða stíll.
Þau Jóna og Toni giftu sig 1995. Þá
ættleiddu þau drenginn Róbert ,það
var mikill kærleikur með þeim, eftir
að Toni dó var Róbert henni allt.
Hann var mikið hjá mömmu sinni nú
síðast eftir að hún veiktist og til loka.
Alla tíð ræktaði Jóna vel sitt sam-
band við foreldra sína meðan þau
voru á lífi og átti margar ferðir inn í
Hólm eftir að þau Toni eignuðust bíl.
Eftir að Toni dó breyttust margir
hlutir á Höfða, Jóna hætti hefð-
bundnum búskap og sneri sér að því
að yrkja, einnig var hún að reyna fyr-
ir sér með ýmsu móti t.d. saumastofu,
sjoppurekstur og skemmtidagskrána
Halló Höfði sem hún hélt árvisst nú
síðustu árin ásamt mörgu fleiru sem
hún hafði brennandi áhuga á og vildi
gera að veruleika. Hún var ötul við að
gleðja og hjálpa gamla fólkinu í Fella-
skjóli og tel ég víst að þeir hafi misst
mikinn vin þar sem Jóna var. Á systk-
inamótunum var Jóna hrókur alls
fagnaðar og var meðal annars í næstu
skemmtinefnd og hlakkaði mikið til.
Vilja öll systkinin koma hér þakklæti
til hennar.
Á svona stundu reikar margt um
hugann og ósjálfrátt fer maður að
hugsa um fyrri samverustundir. Þá
kemur eitt öðru fremur upp í hugann,
hún Ingibjörg langamma mín, amma
Jónu, var henni mikil stoð og stytta
meðan hennar naut við og ég veit ekki
hvað Jóna hefði ekki gert fyrir ömmu
sína.
Elsku Jóna mín, svona endar þetta
víst hjá okkur öllum, þetta ráðum við
ekki við. Ég vil hér með þessum fá-
tæklegu orðum kveðja frænku bless-
aða sem nú er farin yfir móðuna
miklu. Að leiðarlokum kveðjum við
fjölskyldan Lágholti 16 hana Jónu
frænku með virðingu og þökk og árn-
um henni heilla á nýrri vegferð. Ég
veit að hún skilur eftir bjarta og fagra
minningu í huga allra sem þekktu
hana og áttu með henni samleið.
Elsku Róbert, við sendum þér ein-
lægar samúðarkveðjur og biðjum
góðan guð að styrkja þig á stund
sorgar og saknaðar.
Blessuð sé minning þín, Jóna mín.
Gestur Már Gunnarsson
og fjölskylda, Lágholti 16.
Núna þegar elsku Jónína mín er
farin, eru það ljúfar og innilegar
minningar frá uppvaxtarárum okkar
heima í Hrappsey sem uppúr standa.
Við heiðan og bjartan himininn og
fagurt sólarlag lékum við okkur öll í
grasinu og hólunum þar í kring. Þar
var margt við að vera og skemmti-
legt. Seinna þegar Jónína var flutt út
á Búlandshöfða með honum Tona sín-
um, eins og Anton var ævinlega kall-
aður, lá leið okkar þangað. Þar áttum
við öll ljúfar og skemmtilegar stundir
saman innan um dýrin úti í nátt-
úrunni, fjöllin umhverfis, huldustein-
arnir og hafið. Á jólunum spiluðum
við öll vist langt fram á nótt, þetta eru
ljúfar og sætar minningar.
Við söknum hennar Jónínu öll,
blessuð sé minning hennar.
Helgi Gestsson.
Hún Jónína Gestsdóttir, eða Jóna
eins og hún var kölluð, hefur kvatt
þetta jarðlíf eftir stutta en erfiða
sjúkdómslegu. Fyrir fjörutíu árum
hófu þau Jóna og Gunnlaugur Anton
Finnsson búskap á Höfða, ysta bæ
hér í Eyrarsveit. Þar undu þau glöð
við sitt með sínar kindur og önnur
húsdýr enda miklir dýravinir. Fóst-
ursonur þeirra er Róbert Antonsson.
Jóna tók virkan þátt í félagsstarfi
eldri borgara í Grundarfirði enda
mikil félagsvera. Hún átti það til að
semja vísur og flytja á fundum eða
spilakvöldum eða vera með gaman-
mál til að létta öðrum lundina. Hún
sagði það einhverju sinni við mig að
hún þyrfti sko engin hjálparmeðul
þegar hún kæmi svona fram. Á þorra-
blóti hjá félagi eldri borgara sl. vetur
söng hún vísur sem hún hafði samið
af þessu tilefni við góðar undirtektir.
Í nokkur ár stóð hún fyrir útifagn-
aðinum „Halló Höfði“ þar bauð hún
upp á skemmtiefni og veitti kaffi.
Fyrir rúmu ári gladdist hún yfir nýj-
um vegi yfir Búlandshöfða og 40 ára
búsetu sinni að Höfða með því að
bjóða til skemmtunar að Höfða. Hún
Jóna var barngóð og talaði hlýlega til
barna og um börn. Á sínum yngri ár-
um átti hún það til að bregða sér í
gervi jólasveins á aðfangadag og
dreifa jólapökkum til barna fyrir þá
sem það vildu. Þannig vildi hún koma
fólki í jólaskap.
Ég kom til Jónu á Sjúkrahúsið í
Stykkishólmi daginn áður en hún
lést, hún sagðist ætla að vinna bug á
þessum veikindum. Þó gat hún ekki
stigið í vinstri fótinn sem var stokk-
bólginn. Hún ætlaði heim að Höfða
sagði hún, sagðist ekki vera þar ein
því tryggur rakki biði hennar þó gam-
all væri. Hún fær að lifa svo lengi sem
hún gefur ekki upp öndina, sagði hún.
Ætli hundurinn hennar hún Dóra
verði ekki hvíldinni fegin þegar hún
fær ekki lengur klapp eða vinahót frá
húsbónda sínum. Það er mín skoðun
að margur hafi orðið ríkari af kynn-
um sínum af Jónu.
Ég votta Róbert og öðrum ættingj-
um samúð mína.
Blessuð sé minning hennar.
Pálína Gísladóttir.
JÓNÍNA
GESTSDÓTTIR
! "#" $
% & #
& & !
"
##
"$ %# ##
& !
& "'! () ##
''*! '''*
'$
$
&
+, -
./
!0
(
) $
* $ 1 .* !
! #
&
2&
! # *#3
+
)
,
* $
)
! )
- $ -.//
4$ / ##
/4 5 !
/ / !
1 5)
05
2 #"! 6 7
01
! $
,
$
89:
. ;81&< -
8# =
>/ "/
!
$ 2
3
-/ $ -/*/
!
2#"!## ##
>!##
.* ##
04 !
''*! '''*
01
! $
,
$
1
8.2
+ -
$5! #?
@ 5*0
- $
%$
-* $ -.//
/2# !
5 2 ##
A2 !
''*! '''*
4
1 #
#
&
&
,
1 $ $
"
B, @8+2 -
+ 0#
0!
* . !
$!
./
!
0&> 0 ##
@.* !
)/!#
&> 0
A
A-
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569
1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer
höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein
uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling
takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línu-
lengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í
sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru
beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar
um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir
ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru
nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect
einnig auðveld í úrvinnslu.
Birting afmælis- og
minningargreina