Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 49

Morgunblaðið - 06.10.2001, Page 49
✝ Bergsveinn Sig-urðsson fæddist á Ísafirði 21. apríl 1936. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut 31. ágúst síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 10. sept- ember. Tengdafaðir minn, Bergsveinn Sigurðs- son, er látinn eftir snarpa baráttu við krabbamein. Hann barðist af æðruleysi meðan stætt var, eins og búast mátti við af honum, en sjúkdómurinn náði þó yfirhöndinni að lokum, og þessi stóri og sterki maður varð að játa sig sigraðan. Kynni mín af Berg- sveini og Ruth konu hans hófust fyrir um 25 árum þegar ég varð tengdasonur þeirra. Þau tóku mér einstaklega vel og buðu mig vel- kominn í fjölskylduna á Heiðvangi. Jón, tengdafaðir Bergsveins, bjó þá einnig þar og hafði innréttað sér litla íbúð í bílskúrnum. Það var honum mikils virði að eiga þarna BERGSVEINN SIGURÐSSON skjól hjá dóttur sinni og tengdasyni síðustu æviárin. Í minningum mínum um Bergsvein er hann rólegur og yfirvegað- ur, og fyrst og fremst var hann traustur og pottþéttur í öllu sem hann gerði eða tók að sér. Sennilega kom hann aldrei of seint á ævi sinni, hann kom á réttum tíma eða heldur fyrr til að vera viss. Bergsveinn var þó ekki alltaf alveg róleg- ur og yfirvegaður. Undantekningin var þegar hann fór á handboltaleiki að fylgjast með yngsta syni sínum, Bergsveini, með FH, Aftureldingu og landsliðinu. Þá fór hann stund- um mikinn og þurfti jafnvel aðeins að útskýra handboltareglurnar fyr- ir dómurunum. Hann fékk mikið út úr þessum leikjum og var einn dyggasti stuðningsmaður liðanna. Honum þótti líka gaman að bregða á leik og taka þátt í góðlát- legum hrekkjum. Hann sagði stundum frá slíkum uppátækjum frá þeim árum sem hann var strák- ur á Siglufirði. Meðal annars er mér minnisstæð frásögnin um kók- tappana, þegar hann kom þeirri sögu á kreik að Georg Fanndal kaupmaður keypti tappa á 10 aura og menn komu hlaðnir töppum og reyndu að nota þá sem gjaldmiðil í búðinni. Þetta breyttist lítið með árunum og mér er líka minnisstætt þegar öll fjölskyldan tók þátt í að gera Nonna syni hans grikk á 40 ára afmælinu í desember síðastliðn- um. Ég held að Bergsveinn hafi verið mest spenntur og skemmt sér manna best yfir því hve hrekkurinn tókst vel. Ég kveð Bergsvein tengdaföður minn með hlýjum huga og söknuði og geymi vel minninguna um hann. Hann fór auðvitað allt of snemma frá okkur, en ég vona að allar góðu minningarnar megi veita bæði Ruth tengdamóður minni og öllum öðrum nákomnum styrk í sorginni. Steindór Guðmundsson. þungbær. Hann missti Jónu sína 1999 og barðist við erfiðan sjúkdóm. Samt var hann alltaf hress og glaður þegar maður hitti hann og sótti opið hús eldri borgara í Brautarholti. Þar var spilað og spjallað og rifjaðir upp gamlir dagar – og Guðmundur var hrókur alls fagnaðar. Er mér minn- isstætt, þegar hann á samkomu í vet- ur rifjaði upp mannlífið á Húsatóft- um, þegar hann var að alast upp og lýsti því, hve fagurt og víðsýnt væri af Húsatóftaholti. Þaðan blöstu við Holtin og svo víðáttan mikla í suðri. Austar tæki við fjallahringurinn – Eyjafjallajökull – Þríhyrningur – Hekla, drottning íslenskra fjalla – Hreppafjöllin – Vörðufell í norðri en Laugardalsfjöllin – Hestfjall og Ing- ólfsfjall í vestri. Það var auðheyrt hve honum voru heimahagarnir kær- ir – og í banalegunni á sjúkrahúsinu á Selfossi var hann með allan hugann við að komast heim að Húastóftum. Og nú er hann kominn heim. Aðstandendum hans votta ég sam- úð. Jón Eiríksson. Nú þegar vinur minn Guðmundur Eyjólfsson frá Húsatóftum á Skeið- um hefur yfirgefið þetta jarðlíf verða fyrirferðarmiklar í huga mínum minningar frá okkar 64 ára kynnum. Þau hófust á haustdögum 1937 þegar við vorum innritaðir í Búnaðarskól- ann á Hvanneyri og settir saman í herbergi, þar sem við áttum að búa á komandi vetri. Auðvitað var það til- viljun að við skyldum veljast saman, enda áttum við enga möguleika á að hafa áhrif á það val. Aftur á móti var aðra sögu að segja um seinni vetur- inn, þá var nemendum gefið leyfi til að velja sér herbergi og herbergis- félaga. Við nafni minn vorum fljótir að ákveða, bæði með herbergið og eins að búa áfram saman, slík var reynslan af sambúðinni á liðnum vetri. Eftir þessa tveggja vetra samveru voru kynni okkar orðin náin og við höfðum upplifað margt saman sem við síðar á lífsleiðinni tókum til um- ræðu, okkur til ómældrar ánægju. Eftir lokaprófin (búfræðipróf) vorið 1939 skildu leiðir. Ég hafði ákveðið að halda til Danmerkur þá um sum- arið til að kynna mér hvernig dansk- ur landbúnaður væri rekinn, en þá var talið að danskir bændur væru meðal bestu bænda í heimi. Helst hefði ég viljað hafa minn góða her- bergisfélaga með í þá ferð, en slíkt kom ekki til greina af hans hálfu. Hann var þá þess meðvitaður að ævi- starfið beið hans heima á Húsatóft- um og mátti engan tíma missa til að hefja það starf. Búfræðimenntunin frá Hvanneyri var gildur þáttur í undirbúningnum að því mikla starfi og farsæla búrekstri sem hann síðan stóð að alla starfsævi sína á Húsa- tóftum. Það gat ekki farið hjá því að maður með slíka hæfileika til starfa á félagsmálasviðinu sem hann þyrfti að sinna störfum á þeim vettvangi. Enda kölluðu sveitungar hans fljót- lega á hann til ábyrgðarstarfa, og var hann jafnan endurkjörinn til þeirra starfa í nokkra áratugi. Kom það mér ekki á óvart þar sem ég þekkti vel starfshæfni hans og samvisku- semi. Vegna mikillar fjarlægðar, sem jafnan hefur verið á milli okkar, hitt- umst við ekki eins oft og báðir hefðu viljað. Við bættum það að nokkru upp með því að hringja hvor til ann- ars, og urðu þau símtöl okkar stund- um töluvert löng. En þegar ég og Margrét kona mín komum í heim- sókn að Húsatóftum voru móttökur slíkar að ekki gleymist. Þá lifðum við sannarlega saman glaðar og góðar stundir með þeim hjónum. Guð- mundur Eyjólfsson var hamingju- maður í einkalífi sínu. Hans frábæra eiginkona, Jóna, stóð þétt við hlið hans jafnt í blíðu sem stríðu og sam- an leystu þau það sem upp kom af þeim mikla kærleika sem þau báru hvort til annars. Missti nafni minn mikils við fráfall hennar og undan- farandi veikindi. En mesta hamingja þeirra hjóna fólst í stóra barnahópn- um. Öll eru þau vel gefin, hæfileika- rík og dugleg og fyrir þau vildu þau hjónin líka fórna öllu því sem þau máttu. Við Margrét sendum þeim og öðr- um ástvinum Guðmundar Eyjólfs- sonar innilegar samúðarkveðjur vegna fráfalls hans og biðjum þeim öllum Guðs blessunar. Vininum mínum látna veit ég að mætir náðarfaðmur Guðs föður í því samfélagi sem hann er genginn til. Guðmundur Jónasson. Fallinn er til foldar einn af mínum bestu vinum, Guðmundur Eyjólfsson á Húsatóftum. Fráfall hans kom mér ekki á óvart þar sem heilsu hans var á þann veg háttað að kraftar voru á þrotum og hvíldin því góð. Hann var fæddur á Húsatóftum og ól þar allan aldur sinn utan þess að hann dvaldi tvo vetur við nám á Hvanneyri. Hann missti móður sína á unga aldri og kom það í hans hlut að aðstoða föður sinn við að halda heimilinu saman og sjá um búskap- inn með honum þar sem hann var elstur systkinanna. Snemma kom í ljós að hann var góðum gáfum gæddur og blandaði sér því snemma í félagsmál sveitar- innar, fyrst í Ungmennafélaginu og síðar í Búnaðarfélaginu. Í hrepps- nefnd var hann kosinn 1950 og starf- aði þar um árabil. Guðmundar á Húsatóftum verður ekki síst minnst í sambandi við Bún- aðarfélag Skeiðahrepps en þar gegndi hann stjórnarstöðu í yfir 40 ár og lengst sem formaður. Þar var sannarlega réttur maður á réttum stað, hann hóf Búnaðarfélagið úr eymdarstöðu í stórræði, margir töldu að Búnaðarfélag Skeiðahrepps væri best rekna búnaðarfélag á land- inu. Hann lagði mikla vinnu í þetta félag, það var mjög vel búið tækjum sem bændur höfðu aðgang að. Hann pantaði áburðinn fyrir bændur og grasfrag sem hann svo vigtaði allt í sundur heima fyrir af sinni alkunnu samviskusemi. Þá var Guðmundur lengi í stjórn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða sem óx hröðum skrefum í hans tíð og er nú orðið stórveldi. Með þessum orðum er ég að segja að Guðmundur var virkur þátttakandi í þeirri stór- felldu byltingu sem orðið hefur í bú- skaparháttum hér á Suðurlandi. Nú vík ég orðum mínum að per- sónunni Munda á Húsatóftum en svo kýs ég að nefna hann. Hann var fyrir margra hluta sakir mjög sérstakur persónuleiki og vakti athygli hvar sem hann kom. Hann var vel á sig kominn líkamlega, grannur og alltaf mjög fínn í tauinu, reistur í fram- komu og silfurgráhærður. Margir höfðu orð á því að hann væri óvenju- lega fallegur eldri maður. Hann var með afbrigðum góður dansmaður svo athygli vakti, ég man eftir því á böllunum í gamla daga að allar stelp- urnar mændu á Munda, hvort hann byði þeim nú ekki upp í dans. Þá kem ég að því sem Mundi var nú kannski þekktastur fyrir, hann var afburða góður ræðumaður og var þekktur fyrir það um allt Suðurland. Hann hafði sérstakan ræðustíl, talaði alltaf blaðalaust og tók ævinlega þátt í um- ræðum á fundum. Ég minnist þess nú á síðustu árum þegar Mundi sat í kaffihorninu í Kaupfélaginu og sóp- aði að sér fólki og hélt þrumandi ræður, þá naut hann sín vel. Að lokum kem ég að fjölskyldu- málum Munda. Hann var kvæntur mikilli ágætiskonu, Sólveigu Jónu Magnúsdóttur og átti með henni fimm börn. Alltaf þegar ég sagði við Munda hvað hann ætti myndarleg börn, sagði hann „Það er allt henni Jónu að þakka“, en þau blönduðust vel og máttu vera stolt af sínum börnum. Ég held að þessi fjölskylda hafi verið afskaplega náin og sam- hent. Síðustu árin heimsótti ég Munda reglulega og hafði mikið gaman af. Alltaf var á borðum kaffi, koníak og vindlar og mikil var gestrisnin. Við ræddum mest um gamla daga þegar við vorum ungir og hvað gaman var að lifa. Mér fannst hann hafa ótrú- legt minni, hann þuldi fyrir mig heilu ræðurnar sem hinir og aðrir karlar höfðu flutt á fundum. Svona var Mundi, hann leyndi á sér. Kæri vinur, ég sakna þín sárt en hlýt að gleðjast yfir lausninni. Þessu fylgja samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar frá fjölskyldunni í Reykjahlíð. Ingvar Þórðarson. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 49 Ekki grunaði mig að þetta yrði í síðasta sinn sem ég sæi Georg er hann heimsótti okkur í vor. Mig langar að minnast mágs míns og vinar í fáeinum orðum. Georg Rafn Hjartarson hafði sterk- an persónuleika. Hann lá ekki á skoðunum sínum um menn og mál- efni. Honum lá hátt rómur eins og fleirum í þeirri ætt og stóð fast á sinni sannfæringu. Georg var mikill hagleiksmaður og allt sem hann gerði vann hann af slíkri natni og ná- kvæmni að marga undraði. Ekki síð- ur vegna þess að fyrr á árum hafið hann misst framan af tveimur fingr- um. Hann var mikið snyrtimenni og hygg ég að fáir landsmenn hafið gengið á betur burstuðum skóm en hann. Hann var barngóður maður enda í miklu uppáhaldi hjá bróður- börnum sínum á Staðarbakka sem alltaf hlökkuðu til heimsókna hans og að hlusta á sögurnar hans. Allir sem þekktu Georg vissu hve frábær sögumaður hann var. Frásagnarlist- in var honum í blóð borin svo að venjuleg veiðiferð varð að hreinu ævintýri í frásögn hans. Georg var slyngur veiðimaður, stundaði bæði lax- og silungsveiði af list. Hann var einnig afburða skytta og var um tíma refa- og minkabani þeirra Skags- trendinga. Hann var mikill náttúru- unnandi og veitti eftirtekt á göngu- ferðum sínum mörgu því sem aðrir tóku ekki eftir. Eitt af áhugamálum Georgs var garðrækt og naut garð- urinn við Langholtsveg krafta hans. Þar ræktaði hann meðal annars jarð- arber með miklum og góðum ár- angri. Hann reyndi að kenna mág- konu sinni jarðarberjarækt og lagði á sig ómælt erfiði við að koma upp jarðarberjareit fyrir hana en því miður var árangurinn ekki í sam- ræmi við erfiðið. Að vísu komu jarð- arberin en fuglar og mýs átu afrakst- urinn. Úthald mágkonunnar var ekki mikið við jarðarberjaræktina. Hann talaði að vísu aldrei um það en mig GEORG RAFN HJARTARSON ✝ Georg RafnHjartarson fædd- ist í Bráðræði á Skagaströnd 27. maí 1923. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. septem- ber síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólaneskirkju á Skagaströnd 22. september. grunar að honum hafi ekki fallið í geð þessi uppgjöf mín. Það var ekki í hans anda að gef- ast upp. Ég vona samt að hann hafi fyrirgefið mér það. Eitt var það sem Georg hafði gaman af og það var tónlist. Hann spilaði bæði á orgel og gítar og eitt- hvað fékkst hann við að semja lög þó að það færi ekki hátt. Hann var góður söngmaður og starfaði í kirkjukór Skagastrandarkirkju ásamt mörgum systkinum sínum. Margt væri hægt að nefna úr ævi Georgs sem ekki verður nefnt hér. Við munum sakna góðs vinar eins og allir sem þekktu hann og megi góður Guð vera sálu hans náðugur og blessa minningu hans. Ég bið Guð um að styrkja Helenu, börn og aðra ástvini. Með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Georgi Rafni Hjartar- syni. Margrét Kjartansdóttir. Öll erum við þess meðvitandi að sá dagur kemur að við munum kveðja þennan heim. Í hvert sinn sem vinur eða samferðamaður fellur frá mætir andlátsfréttin okkur misjafnlega óvænt. Svo var einnig þegar mér barst fréttin um andlát föðurbróður míns, Georgs Rafns Hjartarsonar. Kæri frændi, ég vil þakka þér í örfá- um orðum fyrir þær stundir sem við systkinin á Staðarbakka áttum með þér. Ég minnist þín fyrst þegar ég var u.þ.b. fimm ára barn, þá komst þú í heimsókn og sagðir pabba að hann hefði átt að skíra þessa stelpu Kol- brúnu. Mér var lítið um þessa athuga- semd gefið og sátu þessi orð í barns- sálinni þó nokkurn tíma og var mér ekkert um þig gefið lengi á eftir. En það átti nú eftir að breytast þegar árin liðu og er nú löngu fyr- irgefið. Alltaf biðum við systkinin spennt eftir að þú kæmir í heimsókn með fjölskylduna, því oftast komstu á hverju sumri. Og alltaf komstu með eitthvert gotterí handa okkur krökk- unum. Ég minnist kvöldanna þegar þú sast við eldhúsborðið heima og sagð- ir okkur systkinunum sögur, þá að- allega veiðisögur, engan hef ég hitt sem sagði eins skemmtilega frá og af eins mikilli einlægni og innlifun, svo unun var á að hlýða. Oft var erfitt að koma okkur systkinunum í háttinn þau kvöld. Það fylgdi þér alltaf þessi kraftur og einlægni í samskiptum við fólk. Ég veit að almættið fagnar komu góðs manns sem hefur skilað sinni lífsgöngu af miklum heiðarleika og dugnaði hér á jörð. Ég og fjölskylda mín minnumst með ánægju allra okkar samverustunda. Eiginkonu, börnum og öðrum að- standendum vottum við samúð og virðingu. Guð blessi minningu þína. Ásta Sigurðardóttir. Georg frændi er fallinn í valinn. Þar fór góður maður sem ég kynntist eiginlega allt of seint. Mín persónu- legu kynni af honum urðu ekki fyrr en á allra síðustu árum þegar ég hóf nám í Háskóla Íslands og fór til Reykjavíkur. Þau kynni voru engu að síður gulls ígildi og vægast sagt hverrar mínútu virði. Georg frændi var alveg einstakur persónuleiki og frábær félagsskapur og var alltaf gaman að sækja þau Helenu heim. Það leið ekki á löngu frá því að mað- ur hafði stigið inn fyrir þröskuldinn hjá Georg að hann var kominn á fullt í frásögnum, útskýringum og lausn- um á öllum vandamálum heimsins. Georg hafði ráð við flestu á hrað- bergi, hafði sínar hugmyndir um það hvernig leysa ætti hlutina og frjótt ímyndunaraflið hreif mann með sér og heillaði mann. Og þessar hug- myndir og lausnir voru engan veginn út í bláinn og áttu fullt erindi við raunveruleikann. Frásagnargleðin var alveg einstök þegar hann leiddi mann inn í lífið og tilveruna á Skaga- strönd löngu áður en ég kom í þenn- an heim. Þetta var allt ljóslifandi fyr- ir honum og var eins og hann væri allt í einu staddur á Skagaströnd en ekki í Reykjavík enda fannst manni ætíð sem hugurinn væri þar. Sögur af uppátækjum og meinlausum prakkarastrikum í bland við veiði- sögur og ævintýraleiðangra flugu um loftið og birtust ljóslifandi fyrir manni í formi myndrænna útskýr- inga Georgs á aðstæðum þannig að eftir á fannst manni nánast sem maður hefði sjálfur verið viðstaddur atburðina. Þessar samverustundir okkar Georgs voru einstakar og mun ég minnast þeirra alla tíð. Ég kveð Georg með trega í huga en þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þessum einstaka manni og verið samvistum við hann. Guði sé hann falinn. Hjörtur Jónas Guðmundsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við með- allínubil og hæfilega línulengd – eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.