Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 57
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 57 Reykjavik Collection Valentiono Jeans Helmut Lang Day Bruuns Bazaar Calvin Klein Base Ahler Whistles Minus Reiss Jigsaw pom’dap fluxa Útsölumarkaður GK REYKJAVÍK er í fullum gangi á Skúlagötu 32 útsölumarkaðurinn verður opinn mánudaga til föstudaga frá kl. 12-18 laugardaga frá kl. 10-16 ,,KERAMIK fyrir alla“ er eins árs laugardaginn 6. október. Þá er lang- ur laugardagur í Reykjavík og fólki boðið sérstaklega að koma og kynna sér staðinn frá kl. 13-17. ,,Keramik fyrir alla“ var nýjung hér á landi í fyrra, segir í fréttatilkynningu. Staðurinn býður upp á allt sem þarf til að mála keramik á staðnum og persónulega ráðgjöf til að fólk geti strax hafist handa við að mála. Hægt er að líta inn hvenær sem er á afgreiðslutíma og fá sér hlut að mála. Hópar geta pantað aðstöðuna fyrir sig á kvöldin og um helgar. Á miðvikudagskvöldum er opið hús. Boðið er upp á námskeið á þriðju- dögum. Hópabókanir þurfa að berast sem fyrst, boðið er upp á 50% afslátt fyrir þá einstaklinga sem bóka ,,sinn hóp“. Keramik fyrir alla er opið mánu- daga til föstudaga kl. 11-18, laugar- daga kl. 13-17 og opið hús miðviku- dagskvöld kl. 20. Keramik fyrir alla kynnir þjónustuna Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA BORGARSTJÓRINN í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, mun opna formlega nýja World Class- heilsuræktarstöð í Spönginni í Graf- arvogi í dag, laugardag, kl. 14. Gefst fólki þar kostur á að kynna sér það sem í boði er. Að auki verður undirritaður sam- starfssamningur World Class og Borgarholtsskóla, en öll íþrótta- kennsla skólans mun fara fram í hinni nýju heilsuræktarstöð. Stöðin er rúmir 1.300 fm á stærð og rúmar 3.000 meðlimi. Í nýju stöð- inni verður boðið upp á margs konar leiðir til að bæta heilsuna, allt frá hlaupabrettum til kínverskra nála- stungna. „Það er fjölmargt sem mælir með því að þessar tvær greinar, heilsu- ræktin og læknisfræðin, vinni saman og sem dæmi má nefna að það er tal- ið ráðlegt fyrir fólk sem er að hefja heilsurækt eftir langt hlé að fara í góða læknisskoðun svo hægt sé að meta allar aðstæður rétt áður en haf- ist er handa,“ segir m.a. í fréttatil- kynningu. Ný heilsuræktarstöð opnuð í Spönginni ÚTIVIST fer sunnudaginn 7. októ- ber í síðustu göngu af 10 sem farnar hafa verið á árinu um Reykjaveginn, gönguleið um Reykjanesskaga til Þingvalla. Í þessum síðasta áfanga verður gengið frá Heiðarbæ við Þingvallavatn og vestan við vatnið til Þingvalla. Reiknað er með um 5 tíma göngu en brottför er frá BSÍ, miðar eru seldir í farmiðasölu BSÍ, en verð er kr. 1.500 fyrir félaga og kr. 1.700 fyrir aðra. Síðasti áfangi í göngu um Reykjaveg AÐ venju verður opið hús á Torginu, Hafnarstræti 20, hjá Vinstri hreyf- ingunni – grænu framboði nk. laug- ardag, 6. október, kl. 11-13. Ögmundur Jónasson formaður þingflokks Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs hefur framsögu og situr fyrir svörum um þinghaldið sem framundan er, helztu þingmál sem flokkurinn hefur nú þegar lagt fram og þau sem væntanleg eru. Guðmundur Magnússon stjórnar- maður í Reykjavíkurfélaginu stýrir fundi. Allir eru velkomnir á laugar- dagsfundina, segir í fréttatilkynn- ingu. Opið hús hjá VG ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar á Esjuna sunnudaginn 7. október. Að þessu sinni verður gengið á Kistufell að austanverðu, þaðan yfir á Hábungu, sem er hæsti tindur Esju og síðan niður Gunn- laugsskarð. Reiknað er með að gang- an taki allt að 5–7 klst. Brottför er frá BSÍ kl. 10.30 og komið við í Mörkinni 6. Verð 1.300 en 1.000 fyrir félaga FÍ. Fararstjóri verður Sigrún Huld Þorgrímsdóttir. Gengið á Esjuna KJÖRDÆMISFÉLÖG Vinstri- hreyfingarinnar-græns framboðs á Norðurlandi eystra og Austurlandi boða til aðalfunda sem haldnir verða samhliða á Hótel Mývatni og Skútu- stöðum í Mývatnssveit laugardaginn 6. október nk. kl. 13. Á dagskrá fundarins verða venju- leg aðalfundarstörf, kjör fulltrúa á landsfund Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs sem haldinn verður í Reykjavík 19.-21. október nk. Til- lögur um að félögin sameinist í nýju kjördæmisráði Norðausturkjör- dæmis. Að afloknum fundum kjördæmis- félaganna, um kl. 15.00-15.30, verður haldinn stofnfundur kjördæmis- félags eða kjördæmisráðs í hinu nýja Norðausturkjördæmi. Á dagskrá verður stofnun félagsins og síðan al- mennar umræður. Fundirnir eru opnir öllum fé- lagsmönnum Vinstrihreyfingarinn- ar-græns framboðs frá Siglufirði, Norðurlandi eystra og Austurlandi og nýir félagar eru boðnir velkomnir. Alþingismennirnir Árni Steinar Jóhannsson, Steingrímur J. Sigfús- son og Þuríður Backman mæta á fundina. Nýtt kjördæm- isfélag VG stofnað GENGI GJALDMIÐLA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.