Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.10.2001, Blaðsíða 60
FÓLK Í FRÉTTUM 60 LAUGARDAGUR 6. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ KANGA-kvartettinn skipa tvenn- ar systur, Heiðrún og Ólöf Inger Kjartansdætur og Helga og Agla Marta Sigurjónsdætur. Allar hafa þær dvalið í Afríku í lengri eða skemmri tíma og þannig bjuggu þær Heiðrún og Ólöf Inger í hálft tólfta ár í Kenýa. Sálmarnir sem þær syngja á disknum eru frá Kenýa og Eþíópíu og ræðst lagavalið eflaust að einhverju leyti af því að á þeim slóð- um hafa íslenskir trúboðar verið að störfum, en eins og fram kemur í efnisskrá plötunnar eru íslenskir sálmar einnig á disknum. Kanga- kvartettinn er ríflega þriggja ára gamall, en Asante, sem þýðir víst, er fyrsta útgáfa kvartettsins og gefinn út til styrktar kristniboðsstarfi. Afrísk kristileg trúartónlist er talsvert frábrugðin vestrænni tónlist sem vonlegt er og hrífast margir af einlægninni og gleðinni sem greina má í gegnum tónlistina þó iðulega skorti mann þekkingu til að skilja hvað sungið er á amharísku, woolof, kiswahili, hausa eða fulani. Á diskn- um syngja þær stöllur ýmist á kiswa- hili, íslensku eða amharísku. Útsetningar Ásgeirs Óskarssonar eru afskaplega vel heppnaðar, en ekki mjög afrískar; taktur er ekki eins frjáls og heyra má í kristilegri afrískri trúartónlist sem tekin er upp og gefin út í Afríku. Ásgeir fer á kostum í spilamennsku sinni, leikur á grúa slagverkshljóðfæra og einnig á gítar og hljómborð og meira að segja skemmtilega fönkað orgel eins og heyra má til að mynda undir lok lagsins „Nimekombolewa“. Helsti galli á söng þeirra Kanga- stúlkna er hve átakalítill hann er. Það á betur við í íslensku sálmunum, en maður saknar þess óneitanlega að heyra meiri hrifningu, meiri gleði og meiri trúarhita í afrísku lögunum. Þær radda vel saman og víða tekst þeim býsna vel upp, til að mynda í öðru lagi diskins, „Bwana Yesu“. Einnig eru þær býsna fjörugar í „Kibir Yihun“ og „Shut de Do“, sem er reyndar bandarískur svertingja- sálmur. Í raun er Asante tvær plötur; ann- ars vegar plata með afrískum trúar- söngvum í vestrænum búningi og síðan plata með vestrænum sálmum. Útsetningar Óskars Einarssonar á sálmunum eru framúrskarandi og undirleikur fyrsta flokks, en betur hefði farið á því að mínu mati að gefa þá út á sérstökum disk með slíkri tónlist, svo stinga þeir í stúf við ann- að sem á plötunni er. Tónlist Kanga Asante Samband íslenskra kristniboðsfélaga Asante, safn íslenskra og afrískra sálma og trúarsöngva í flutningi söngkvartetts- ins Kanga. Kanga, sem dregur nafn sitt af afrísku klæði, skipa Heiðrún Kjart- ansdóttir, Ólöf Inger Kjartansdóttir, Agla Marta Sigurjónsdóttir og Helga Vilborg Sigurjónsdóttir. Hljóðfæraleikarar eru Sigurlaug Eðvaldsdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Þórunn Marinósdóttir, Sif Tul- inius, Páll E. Pálsson og Ásgeir Ósk- arsson sem lék á grúa slaghljóðfæra. Afr- ísku sönglögin útsetti Ásgeir Óskarsson en Óskar Einarsson íslensku sálmana. Samband íslenskra kristniboðsfélaga gefur diskinn út til styrktar starfi sam- bandsins í Afríku. Árni Matthíasson Ljósmynd/Kjartan Jónsson Kanga-söngkvartettinn á tónleikum fyrr á árinu. Tvær plötur í einni Í TENGSLUM við sýninguna Heim- ilið 2001 var efnt til netleiks á mbl.is. Mikil þátttaka var í leiknum enda margir góðir vinningar í boð- ið frá Símanum, Enjo, Bún- aðarbankanum, Hreyfingu, Sam- bíóunum, Vífilfelli og mbl.is. Það var Hanna Lísa Einarsdóttir sem datt í lukkupottinn og vann ferð fyrir tvo til Lundúna á frum- sýningu kvikmyndarinnar um Harry Potter og viskusteininn 4. nóvember næstkomandi. Markaðsdeild Morgunblaðsins þakkar öllum þeim sem tóku þátt. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Hér tekur Hanna Lísa við gjafabréfi úr hendi Robert Wesley frá Sam- bíóunum. Hrund Hjartardóttir frá Vífilfelli fylgist með. Vann miða á Harry Potter- frumsýningu í Lundúnum ÁSTRALSKI dúettinn Savage Garden, sem bræddi hjörtu ungra stúlkna með ballöðunni „Truly, Madly, Deeply“, hefur sungið sitt síðasta. Tíðindin koma þeim sem til þeirra Darren Hayes söngvara og Daniel Jones gítarleikara þekkja lít- ið á óvart því samband þeirra hefur verið stirt upp á síðkastið. Reyndar kom það í ljós mjög fljótlega eftir að Savage Garden sló í gegn með laginu „I Want You“ að þeir félagar sóttust eftir mjög ólíkum hlutum. Hayes baðaði sig í sviðsljósinu, skildi við eiginkonuna og flutti til New York á meðan Jones kunni athyglinni illa og kaus að búa áfram í heimaborg sinni Brisbane, fjarri þotuliðinu. Samstarfið þróaðist því í þá átt að þeir unnu seinni plötuna Affirmation nær alfarið í gegnum síma og Netið. Það aftraði þó ekki vinsældunum og þeir komu öðru lagi sínu, „I Knew I Loved You“ á topp bandaríska listans. En vinsældirnar breiddu ekki yfir ósættið og þeir félagar hafa því ákveðið að fara hvor í sína áttina. Hayes áformar að hefja sólóferil inn- an tíðar en Jones ætlar að taka það rólega heima fyrir og huga að því sem hann ann mest, hljóðsversvinnu og lagasmíðum. Á ekki lengri en fjögurra ára starfsferli afrekaði Savage Garden að selja yfir 20 milljónir hljómplatna um heim allan. Dúettsins verður því væntanlega sárt saknað. Sorgarfréttir frá andfætlingum Girt fyrir Garðinn grimma Þeir urðu aldrei neitt sérlega nánir, andfætlingar okkar í Savage Garden.                         !"#$%&'%#()$$*+()"$*, Í DAG, LAUGARDAG KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness í leikgerð Sveins Einarssonar 5. sýning lau 13. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 6. sýning su 14. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI 7. sýning fi 18. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 8. sýning fö 19. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 9. sýning lau 27. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI 10. sýning su 28. okt kl. 20 - NOKKUR SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Í kvöld kl. 20 - UPPSELT Fö 12. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 20. okt. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 26. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 3. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Frumsýning Su 14. okt kl. 17 - UPPSELT 2. sýn Lau 20. okt kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eva Ensler Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 11. okt kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 13. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Fi 18. okt kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 19. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI ÖNDVEGISKONUR e. Werner Schwab Í kvöld kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fim 11. okt. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 12. okt. 20 - LAUS SÆTI ATH. AÐEINS ÞESSAR SÝNINGAR Stóra svið Litla svið 3. hæðin Nýja sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is                                                                        ! "#$      %&&'()     *+,'-).    !   %&&'()      %&&'()   "   %&&'() "     *+,'-).    "*+,'-).     %&&'() / 0   # 10   2    3 0  2   45#1     47#1 183  45#10   9  3 9 0   /) 98  2  : #$ %%&    '  ( ) *% ( ) ) % & )  ) ( ) %    "' +  ( )  ':;<<=4>> ?1 38    1     1  @   #? A  @  1  )    B64C#1  2       FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.