Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 2
FRÉTTIR
2 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgstu
með
nýjustu
fréttum
www.mbl.isVíkingar komnir á blað
í handboltanum/B3
Birgir Leifur Hafþórsson lék
á sex undir pari/B1
4 SÍÐUR16 SÍÐUR
Sérblöð í dag
VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS
S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands Ís-
lands lýsti í gær stuðningi sínum
við áform um byggingu álvers við
Reyðarfjörð og virkjanafram-
kvæmdir á Austurlandi. Í ályktun,
sem samþykkt var samhljóða á
fundi miðstjórnar ASÍ á Egilsstöð-
um, er lögð áhersla á, að þessi
framkvæmd sé afar mikilvæg fyrir
uppbyggingu atvinnu og lífskjara
launafólks bæði á Austurlandi og
um land allt.
Er þetta í fyrsta skipti sem ASÍ
ályktar um fyrirhugaðar stóriðju-
framkvæmdir á Austurlandi. Að
sögn Grétars Þorsteinssonar, for-
seta ASÍ, hefur þetta mál verið í
undirbúningi um skeið í atvinnu-
málanefnd sambandsins.
,,Við göngum líka út frá því að
ákvörðun, verði hún tekin, byggist
á gildandi lögum og leikreglum um
málið. Það er lykilatriði. Við bend-
um einnig á að verði af þessari
framkvæmd, þurfi menn að gæta
sín í sambandi við stöðu atvinnulífs-
ins að öðru leyti og hvernig haldið
verður á efnahagsmálunum,“ segir
Grétar.
Ákvörðun byggist á gildandi
lögum og leikreglum
Í ályktun miðstjórnar segir m.a.
að forsendur aukins hagvaxtar og
bættra lífskjara á næstu árum séu
stöðug og viðvarandi aukning út-
flutningstekna. ,,Til þess að svo
megi verða telur miðstjórn ASÍ
mikilvægt að nýta allar auðlindir til
lands og sjávar með skynsamlegum
hætti. Í samræmi við þessa grund-
vallarskoðun er mikilvægt að nýta
þá orku sem landsmenn búa að til
uppbyggingar á samkeppnishæfu
atvinnulífi.“
,,Miðstjórn ASÍ telur, að við mat
á umhverfisáhrifum virkjana- og
stóriðjukosta sé mikilvægt að fara
að lögum og leikreglum sem gilda
um slíkt mat. Augljóst er að allir
slíkir kostir munu með einum eða
öðrum hætti hafa áhrif á nátt-
úrufar, mannlíf og efnahagslíf. Því
er afar mikilvægt við undirbúning
slíkra framkvæmda að unnið sé
með opnum, faglegum og lýðræð-
islegum hætti að mati á þessum
þáttum, þar sem leitast sé við að
draga fram sem heildstæðasta
mynd af áhrifunum. Aðeins með
þeim hætti er hægt að leggja grunn
að sem víðtækastri sátt um nið-
urstöðuna.“
Afköst virkjana séu 10–15%
meiri en þarf vegna stóriðju
Í ályktuninni er einnig lögð
áhersla á að samhliða uppbyggingu
stóriðju á Austurlandi verði gert
ráð fyrir því við skipulagningu
virkjanakosta að afkastageta orku-
veranna sé 10–15% meiri en bein
þörf viðkomandi stóriðju. Þessari
viðbótarorku verði ráðstafað á al-
þjóðlega samkeppnishæfu verði til
uppbyggingar atvinnulífsins.
Miðstjórn ASÍ lýsir stuðningi við álver og virkjanir á Austurlandi
Mikilvæg framkvæmd fyrir
atvinnu og lífskjör launafólks
HÉR byrjaði vetur með vetri. Sums
staðar er snjór, en þó lítill. Suðvest-
anrok með krapahryðjum og eld-
ingum var hér á þriðja sólarhring,
nú eftir veturnætur.
Ekki kom það öllum á óvart að
veturinn kæmi samkvæmt alman-
akinu. Loðir enn nokkur forneskja
við hér í Skaftárhreppi, sem von er
til. Héraðið um langan aldur hið af-
skekktasta á Íslandi.
Hér er víða sendið land og mink-
urinn grefur upp músarholurnar,
svo músin verður að fela þær það
vel að þær eru varla finnanlegar.
Því er erfitt að spá eftir músarhol-
unum. Fóru þar með í súginn þau
einu hlunnindi sem hafa mátti af
músinni.
En garnaspádóma má þó enn
fremja og samkvæmt þeim verður
fyrri partur þessa vetrar slæmur,
en seinni hlutinn góður. Bót er í
máli að hversu sem til tekst munu
hey verða nóg.
Vetur byrj-
aði með vetri
Hnausum, Meðallandi. Morgunblaðið.
TILLÖGUR um að lengja kandíd-
atsár læknanema um þrjá til sex
mánuði, m.a. til að auðvelda ráðn-
ingu aðstoðarlækna á heilsugæslu-
stöðvum, eru nú til umræðu innan
læknadeildar Háskóla Íslands.
Læknanemar hafa nokkrar áhyggj-
ur af þessum tillögum en engar
ákvarðanir hafa verið teknar og til-
lögurnar eru ekki ennþá komnar til
kasta heilbrigðis- og tryggingaráðu-
neytisins, sem tekur ákvörðun í
málinu að fenginni ráðgjöf land-
læknisembættisins.
Bjarni Þjóðleifsson, formaður
framhaldsmenntunarráðs lækna-
deildar, sem hefur tillögurnar til
umfjöllunar, segir að rætt sé um
þann möguleika að lengja kandíd-
atsárið um þrjá til sex mánuði, en
tillagan er komin frá framkvæmda-
stjóra kennslu og fræða á Landspít-
alanum sem skipuleggur stöður að-
stoðarlækna á Landspítalanum.
Mjög erfitt hefur reynst undanfarið
að ráða í stöður aðstoðarlækna og
var m.a. lýst yfir neyðarástandi sl.
vor vegna vöntunar á kandídötum
og aðstoðarlæknum til að fylla stöð-
ur.
Að sögn Bjarna útskrifast of fáir
læknar á meðan stöðunum hefur
fjölgað, frítökuréttur hafi aukist og
margt geri að verkum að erfiðara
er að halda uppi þessum þætti
þjónustunnar en áður. „Þess vegna
komu þessi hugmynd og þessi til-
laga fram,“ segir Bjarni.
Hann segir tillöguna einnig
komna fram til þess að auka vægi
verklegs náms hjá læknanemum,
enda hafi þungaviktin í læknanám-
inu færst meira yfir í nám á spítöl-
um og heilsugæslustöðvum. „Það er
því talið réttlætanlegt líka af
menntunarástæðum, að lengja tím-
ann.“
Gísli Engilbert Haraldsson, for-
maður Félags læknanema, segir að
læknanemar séu búnir að sjá þess-
ar tillögur og þeir hafi nokkrar
áhyggjur af málinu. Að sögn Gísla
er málið hins vegar ekki komið eins
langt og læknanemar hafi óttast í
fyrstu og þeir hafi fengið þær upp-
lýsingar í heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytinu að tillögurnar væru
ekki komnar til kasta ráðuneytisins.
„Sem stendur er hægt að segja
að við höfum miklar áhyggjur af
þessu. Læknanemar hafa komið til
mín og lýst yfir áhyggjum af því að
verið sé að lengja kandídatsnámið
og fyrir þá sem hafa áhuga á að
fara beint út eftir kandídatsárið
gæti þetta líklega tafið einhverja
um eitt ár í viðbót,“ segir Gísli.
Tillögur um að
lengja kandídats-
ár læknanema
VERÐ á ýsu hefur verið mjög
hátt að undanförnu. Í gær voru
alls seld á öllum fiskmörkuðum
landsins 45 tonn af ýsu fyrir ríf-
lega 13 milljónir króna og var
meðalverð 261 króna, en lægsta
verð 134. Hæst fór ýsuverðið á
Fiskmarkaði Suðurnesja í
Sandgerði, 630 krónur, og voru
ríflega 800 kíló að baki þeirrar
sölu.
Hátt verð var einnig á fisk-
markaði Breiðafjarðar, 536
krónur hæst. Á Dalvík fór ýsan
hæst á 400 krónur kílóið, sömu-
leiðis á Fiskmarkaði Suður-
lands og í Vestmannaeyjum.
Það eru yfirleitt þeir sem
vinna ýsu fyrir flug, sem greiða
hæsta verðið fyrir fiskinn og
þurfa stundum að fara hátt til
að fá það sem þeir þurfa til að
standa við gerða samninga.
Einnig getur komið til að
fiskbúðir og veitingahús borgi
mjög hátt verð, þegar þau bráð-
vantar soðninguna. Í sam-
keppni tveggja fiskbúða um
ýsu á Fiskmarkaði Vestfjarða
endaði verðið á einni ýsu í 895
krónum og er það Íslandsmet á
fiskmarkaði, jafnvel hærra en
ýsan kostar út úr búð.
Hátt verð
á ýsunni
Fiskmarkaðir/40
ÞAÐ VAR ævintýralegt um að litast
yfir Mýrdalnum í fyrrakvöld þegar
græn og blá norðurljósin æddu um
himinhvolfið í trylltum dansi við
tunglskinið og stjörnurnar. Er
óhætt að segja að mannskepnan
finni fyrir smæð sinni gagnvart
slíku sjónarspili náttúrunnar.
Norður-
ljósadans
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
FUNDUR sem haldinn var í
kjaradeilu Félags flugumferð-
arstjóra við ríkið hjá ríkissátta-
semjara í gær var árangurslaus
og hefur nýr fundur verið boð-
aður á morgun, föstudag.
Að sögn Þóris Einarssonar
ríkissáttasemjara þokaðist lítt í
samkomulagsátt á fundinum og
ennþá ber mikið á milli deilu-
aðila.
Árangurslaus
fundur með
flugumferð-
arstjórum
♦ ♦ ♦
Fjárfrekir gagnaflutningar? / C8
Saga Línu.Nets
Bjartari teikn á lofti / C13
Halldór Árnason um rækjusölu frá Kanada