Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 8
FRÉTTIR
8 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Íslensku gæðaverðlaunin 2001
Gera árangur-
inn sýnilegan
ÍSLENSKU gæðaverð-launin 2001 verða af-hent við hátíðlega at-
höfn í Ásmundarsafni í
dag klukkan 17.15 og mun
Valgerður Sverrisdóttir
afhenda þau. Verðlaunin
eru hvatning til að auka
samkeppnishæfni ís-
lenskra fyrirtækja. Arney
Einarsdóttir er verkefnis-
stjóri Íslensku gæða-
verðlaunanna og Morgun-
blaðið ræddi við hana í
tilefni dagsins.
– Segðu okkur fyrst frá
þessum verðlaunum, til-
urð, tilefni og fyrirmynd...
„Stofnað var til sam-
starfsins um Íslensku
gæðaverðlaunin árið 1996
og voru verðlaunin fyrst
afhent 13. nóvember árið
1997. Tilgangurinn með verðlaun-
unum er fyrst og fremst að skapa
hvatningu fyrir fyrirtæki og
starfsfólk þeirra um stöðugar um-
bætur og jafnframt að gera ár-
angur fyrirtækisins sýnilegan.
Verðlaunin byggjast á sjálfsmats-
líkani sem hannað er af European
Foundation for Quality Manage-
ment (EFQM) og eru verðlaunin
hliðstæð gæðaverðlaunum sem
veitt eru í öllum helstu iðnríkjum
og eru byggð á sömu aðferða-
fræði, þ.e.a.s. sjálfsmatslíkani.“
– Hvaða stofnanir standa að
baki Íslensku gæðaverðlaunun-
um?
„Íslensku gæðaverðlaunin eru
samstarfsverkefni forsætisráðu-
neytisins, Háskóla Íslands, Sam-
taka atvinnulífsins, Stjórnvísi
(áður Gæðastjórnunarfélags Ís-
lands), Verslunarmannafélags
Íslands og Viðskiptablaðsins.
Stjórn verðlaunanna skipa Guð-
rún Högnadóttir, ráðgjafi hjá
Deloitte&Touche, sem er formað-
ur stjórnar, Ari Edwald, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, Gunnar Páll Pálsson,
forstöðumaður hagdeildar VR,
Ari Arnalds, ráðgjafi hjá GSFÍ,
Ingjaldur Hannibalsson, prófess-
or við Háskóla Íslands, Ólafur
Davíðsson, ráðuneytisstjóri for-
sætisráðuneytisins, og Örn Valde-
marsson, framkvæmdastjóri Við-
skiptablaðsins.“
– Fyrir hvað eru verðlaunin
veitt?
„Í stuttu máli má segja að Ís-
lensku gæðaverðlaunin séu veitt
fyrir framúrskarandi gæði á sviði
reksturs og stjórnunar og að gera
megi ráð fyrir að þau fyrirtæki
sem hljóta verðlaunin hafi ástund-
að góða stjórnunarhætti, þ.m.t. á
sviði fjármála, starfsmanna-
stjórnunar, stefnumörkunar, for-
ystu og gæðamála til lengri tíma.“
– Hvaða þýðingu hafa verð-
launin fyrir þau fyrirtæki sem þau
hreppa?
„Það er von þeirra sem standa
að Íslensku gæðaverðlaununum
að þessi viðurkenning fyrir raun-
verulegan árangur á sviði rekst-
urs og stjórnunar verði þeim er
hana hljóta, sem og
öðrum fyrirtækjum og
stofnunum, hvatning
til að setja sér áfram
skýr markmið um að
verða betri og meta
reglulega stöðu sína. Einnig getur
opinber viðurkenning sem þessi
laðað að nýja viðskiptavini og
styrkt samkeppnisstöðu.“
– Eru þetta eftirsótt verðlaun,
þ.e.a.s. setja fyrirtæki inn í árs-
plön sín að að keppa að þeim?
„Stöðugt fleiri fyrirtæki byggja
stefnumörkun sína á sjálfsmats-
ferlinu og fara reglulega gegnum
sjálfsmat þó svo að þau sæki ekki
árlega um verðlaunin. Einnig má
geta þess að margir vinningshaf-
ar landsbundinna verðlauna líta á
það sem eðlilegt framhald að
sækja um Evrópsku verðlaunin
eftir að hafa hlotið landsbundin
verðlaun. Enn sem komið er hefur
þó ekkert íslenskt fyrirtæki sótt
um Evrópsku verðlaunin. Ég vil
því hvetja íslensk fyrirtæki til að
setja sér það markmið að fá fyrst
Íslensku gæðaverðlaunin og sem
lengri tíma markmið að hljóta
Evrópsku gæðaverðlaunin.“
– Eiga öll fyrirtæki möguleika
á að fá þessi verðlaun?
„Til að fyrirtæki og opinberar
stofnanir komi til greina við veit-
ingu verðlaunanna verða þau að
sækja um verðlaunin formlega og
leggja fram niðurstöður úr sjálfs-
matinu. Fyrirtækin þurfa þá að
meta eftirfarandi meginþætti:
forystu, starfsmannastjórnun,
stefnumörkun, samstarfsaðila og
innri þætti, ferli, ánægju starfs-
manna, ánægju viðskiptavina,
samfélagslegan árangur og
rekstrarárangur. Eftir að um-
sækjandi hefur sjálfur metið stöð-
una meta óháðir og sérstaklega
þjálfaðir matsmenn stöðu fyrir-
tækisins og gera samantekt á
helsta styrkleika og veikleika og
setja fram ábendingar um um-
bætur. Mörg fyrirtæki álíta að
umsókn um verðlaun sé því mjög
góð leið til að fá óháð
utanaðkomandi sér-
fræðimat á sanngjörnu
verði.“
– Hafa þessi verð-
laun þjónað tilgangi
sínum að þínu mati?
„Ég efast ekki um það að verð-
launin séu og verði áfram hvatn-
ing til íslenskra fyrirtækja, jafnt
einkarekinna fyrirtækja sem og
opinberra stofnana, um að gera
betur í dag en í gær og tileinka
sér nýjar aðferðir og betri stjórn-
unarhætti með það að leiðarljósi
að gæta hagsmuna viðskiptavina,
eigenda og starfsmanna sinna.“
Arney Einarsdóttir
Arney Einarsdóttir, verkefn-
isstjóri Íslensku gæðaverð-
launanna, fæddist í Reykjavík 8.
júní 1962. Hún er stúdent frá
Menntaskólanum í Hamrahlíð
1986, með BS-gráðu í hótel- og
veitingarekstri með við-
skiptafræði sem aukagrein frá
California State Polytechnic Uni-
versity í Los Angeles 1990. Arn-
ey var framkvæmdastjóri Gæða-
stjórnunarfélags Íslands frá
1995–1999 og er í dag m.a. verk-
efnisstjóri Íslensku gæðaverð-
launanna og kennari við Ferða-
málaskólann í Kópavogi.
Eiginmaður Arneyjar er Gísli
Gíslason og eiga þau þrjú börn,
Snæ, Sól Dís og Frey.
Skapa hvatn-
ingu fyrir
fyrirtæki
Það sést víðar þéttidúkur á flakki en á milli lands og eyja.
VILHJÁLMUR Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar, segir
að almennt væri mjög æskilegt ef
hægt væri að finna einhvers konar
félagsform sem gæti nýst fyrir er-
lenda aðila sem vildu fara með fé í
gegn hér á landi. Hins vegar þurfi að
gæta þess að um jafnræði sé að
ræða, en eins og þetta sé nú sé þetta
að ákveðnu leyti opið, þannig að það
sé ákveðin hætta á mismunun milli
innlendra aðila.
Í frumvarpi til laga um tekju- og
eignaskatt er samlagshlutafélögum
skipað á bekk með hlutafélögum
hvað skattskyldu varðar, en sam-
lagshlutafélög skera sig frá öðrum
hlutafélögum að því leyti að sumir
aðilar þar, að minnsta kosti einn,
bera ótakmarkaða ábyrgð, en aðrir í
samræmi við framlagt hlutafé, eins
og tíðkast í hlutafélögum. Ekkert
samlagshlutafélag er skráð hér á
landi en fram hefur komið að erlend-
ir aðilar hafa áhuga á þessu fé-
lagsformi vegna skattalegs hagræðis
sem því geti verið samfara og hafa
fjármálaráðgjafarfyrirtæki skrifað
efnahags- og viðskiptanefnd Alþing-
is af þessu tilefni þar sem þau telja
að boðaðar breytingar í frumvarpinu
taki eingöngu til innlendra aðila.
Baldur Guðlaugsson, ráðuneytis-
stjóri í fjármálaráðuneytinu, hefur
hins vegar sagt að engu máli skipti
hvort um innlenda eða erlenda aðila
sé að ræða, sömu skattareglur hljóti
að gilda um þetta félagsform og eig-
endur þess hvort sem þeir eru ís-
lenskir eða ekki.
„Æskilegt væri ef hægt væri að
tryggja þetta jafnræði inn á við, en
eyðileggja ekki samkeppnishæfni
hvað snertir möguleika á erlendu
fjármagni inn í landið,“ sagði Vil-
hjálmur.
Langstærstur hluti fjármagns-
tekna erlendra aðila skattfrjáls
Hann sagði að verið væri að fara
yfir þau atriði sem sneru að skatt-
skyldu erlendra aðila þegar þeir
tækju fjármagn út úr landinu og vita
hvort það væri hægt að finna ein-
hverjar leiðir þannig. Hann vakti
jafnframt athygli á því að lang-
stærsti hlutinn af fjármagnstekjum
erlendra aðila út úr landinu væri
skattfrjáls, þ.e.a.s. vaxtatekjur, og
það væri svo spurning af hverju ætti
ekki það sama gilda um annað, en
talið hefði verið að þar væri ekki rétt
að fara alveg niður í núll út af tví-
sköttunarsamningum og fleiru.
Hann bætti því við að eftir því sem
reglur væru opnari í þessum efnum
yrði meira fjármagn inni í landinu.
„Það þarf að fara yfir þessi mál og
vita hvort það er ekki hægt að finna
einhvern flöt á því að landið geti ver-
ið staðsetning fyrir fyrirtæki af þess-
um toga,“ sagði Vilhjálmur ennfrem-
ur.
Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Æskilegt að finna form
sem gæti nýst útlendingum