Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.11.2001, Blaðsíða 20
LANDIÐ 20 FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SAUÐFJÁRSLÁTRUN lauk hjá Sölufélagi A-Húnvetninga (SAH) í þessari viku og var slátrað um 64.000 fjár, þar af um 62.000 dilkum. SAH hefur aukið mjög hlut sinn á slát- urmarkaðnum síðustu árin og er fyr- irtækið að sögn Sigurðar Jóhannes- sonar, framkvæmdastjóra SAH, orðið nærststærst á landinu á þessu sviði, aðeins Sláturfélag Suðurlands slátrar fleiri kindum. Í fyrra var slátrað um 52.000 kindum þannig að aukningin er um 23% á milli ára. Á síðastliðnum þremur árum hefur sauðfjárslátrun tvöfaldast hjá SAH. Meginhluti aukningarinnar er vegna innleggs bænda úr öðrum héruðum og viðbótin í haust er fyrst og fremst af Ströndum og Vestfjörðum, að sögn Sigurðar. Þeir aðilar sem sjá um flutning sláturfjárins hafa end- urnýjað bílaflotann til að mæta lengri flutningsleiðum og getur hver bíll flutt um 220 lömb í ferð. Sigurður Jóhannesson sagði að þessi stærð væri hagkvæm og flutningar hefðu gengið vel því þessir bílar væru snarir í snúningum og ættu auðvelt með að athafna sig við mismunandi aðstæður. Meðalfallþungi dilka var um 15,1 kg og er það 0,6 kg minna en var í fyrra. Fyrir fimm árum var lagt í veru- lega fjárfestingu í sláturhúsinu. Húsnæðið var lagfært og sett upp nýtt fláningskerfi. Í framhaldi af breytingunni fékk SAH leyfi til að flytja út kjöt til landa Evrópusam- bandsins og hefur einnig fengið leyfi til að slátra fyrir Bandaríkjamarkað. Sigurður Jóhannesson sagði að vel hefði gengið að manna sláturhúsið í haust og vinna um 60 manns hjá SAH í sláturtíð sem er helmingi færra en fyrir fimmtán til tuttugu árum. Starfsfólkið samanstendur af „gamalgrónum kjarna“ og auk þess vinna 16 útlendingar hjá SAH, mest Danir og Svíar, sumt af því fólk sem var líka í fyrra. Sigurður sagði það óhugsandi að reka svona „vertíða- vinnu“ í dag án vinnuafls frá útlönd- um. Reikna má með að um 900 tonn af dilkakjöti falli til í sláturtíðinni hjá SAH og hefur félagið þegar tryggt sölu á meginhluta þess kjöts sem fer á innanlandsmarkað. Félagið sjálft rekur litla kjötvinnslu en leggur höf- uðáherslu á að grófvinna kjötið. Þekktasta varan sem Sölufélagið framleiðir fyrir innanlandsmarkað- inn er sviðasultan og fara vinsældir hennar stöðugt vaxandi. Sigurður sagði að verulegur rekstrarbati hefði orðið í fyrra og þakkar það einkum aukinni slátrun. Hann hefur nokkrar áhyggjur af minnkandi innanlandssölu dilkakjöts sl. 12 mánuði en samdrátturinn nem- ur 4,1%. Sölufélag Austur-Húnvetninga Morgunblaðið/Jón Sig. Framkvæmdastjóri SAH, Sigurður Jóhannesson, og sláturhússtjórinn Gísli Garðarsson segja að vel hafi gengið að manna sláturhúsið. Sauðfjárslátrun hefur tvöfaldast á þremur árum Blönduós TALSVERÐ hálka myndaðist á götum Ólafsvíkur um helgina og margir bíleigendur voru ekki búnir undir þennan óvænta vetur og flestir illa útbúnir til aksturs. Snjóað hafði yfir klakann og lentu margir bíleigendur í tals- verðum ógöngum er þeir óku um götur bæjarins. Eins og þessi mynd sýnir lenti þessi bíll utan vegar á horni Mýrarholts og Skálholts og er talsvert skemmd- ur. Ökumaður slapp ómeiddur úr þessari svaðilför. Óhapp í hálkunni Ólafsvík NÝR skólastjóri tók við skólanum í haust sem er Trausti Steinsson. Hann flutti hingað í hreppinn frá Hveragerði og var áður kennari í Árborg, það er skólanum á Eyr- arbakka og Stokkseyri, þá nýsam- einaðir í sveitarfélagið Árborg. Hinn nýi skólastjóri kemur með fjölskyldu með sér í þessa fámennu sveit konu og tvö ung börn. Í viðtali við fréttaritara Morg- unblaðsins sagði Trausti að honum hefði þótt slæmt að geta ekki komið fyrr enn seinnipart september og sett skólann í haust vegna þess að hann byrjaði í barneignarfríi strax áður en skóli átti að byrja. „Og við vildum láta barnið verða um mán- aðar gamalt áður en við færum í svona langt ferðalag en það var tek- ið vel í þetta af skólanefnd hér í sveitinni.“ Bjarnheiður Fossdal leiðbeinandi setti skólann 30. ágúst í haust ásamt Elfu Lilju Gísladóttur, tón- menntakennara úr Reykjavík, sem hefur kennt hér við skólann þessa grein undanfarin ár. Nemendur hafa aldrei verið færri í skólanum en nú á þessu ári eða fimm. Alltaf er heitur matur í há- deginu fyrir börnin sem Hrefna Þorvaldsdóttir matráðskona sér um. Þrír starfsmenn eru við skólann í fullu starfi eða hlutastarfi. Nýr skólastjóri við Finnbogastaðaskóla Ljósmynd/Jón G. Guðjónsson Trausti, sonurinn Adam Freyr og kona Trausta, María Wójcik. Árneshreppur LEIKSÝNINGIN Fróðárundur var sett á svið í þriðja sinn síðastliðinn laugardag í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Sýningin var öll hin lífleg- asta og bar þess engin merki að leik- arar hefðu tekið sér gott sumarfrí eða frá því í maí sl. þegar frumsýnt var. Ákveðið var að bjóða upp á tvær aukasýningar nú í haust á verkinu og verður hin síðari laugardaginn 10. nóvember. Leikritið Fróðárundur á uppruna sinn í samnefndum atburðum úr Eyrbyggju. Verkið er sett upp á gamansaman hátt, kryddað fjörugri tónlist úr smiðju Péturs Grétarsson- ar. Sagan fær þó að halda sér í meg- indráttum og áhorfandans er að túlka dulúðina sem að baki liggur, eins og bent er á í lokasöngnum: ,,En ykkar ykkar forvitni er máski vakin,/ áhorfendur, er þar frammi sitjið,/ upp þið kveðið dóm, því best þið vit- ið/ hvað þarna varð þá vetrardaga langa,/ veiki, tálsýn, draugar, aftur- ganga?“ Alls koma um 30 manns að upp- setningu Fróðárundra og þar af eru leikarar 12 talsins. Leikstjóri og höf- undur verksins er Jón Hjartarson sem er Snæfellingur að uppruna, fæddur og uppalinn á Hellissandi. Ljósmynd/Elín Una Sýningin Fróðárundur var vel heppnuð og hin líflegasta. Fróðár- undrin gerast enn Ólafsvík MIKIL fólksfækkun hefur orðið í Raufarhafnarhreppi á undanförnum árum. Á þessu ári hefur fækkað um 50 manns fyrstu 9 mánuði ársins og er íbúatalan því komin niður fyrir 300 manns. „Fækkun upp á 29% á þremur árum segir allt sem segja þarf,“ sagði Reynir Þorsteinsson sveitarstjóri í samtali við Morgun- blaðið um stöðu mála. Á sama tíma hafa útsvarstekjur dregist saman um 25%. Reynir hefur sent erindi til þing- manna Norðurlandskjördæmis eystra og óskað eftir því að þeir hafi milligöngu um fund með ráðamönn- um hreppsins og ríkisstjórn Íslands. Bréfið var sent til þingmanna fyrir tæpum hálfum mánuði en að sögn Reynis hefur enn ekkert svar borist. „Það er þrennt sem við höfum áhuga á að ræða við ráðamenn þjóð- arinnar. Það eru samgöngumál, en við erum búin að bíða í 22 ár eftir úrbótum í samgöngumálum og nú viljum við að eitthvað verði gert. Dýpkun hafnarinnar er annað mál, en við höfum misst af skipum inn til löndunar vegna þess að þau komast ekki hingað inn nema við sérstakar aðstæður. Þá viljum við fá 10 þús- und tonna byggðakvóta í loðnu. Við sjáum engan mun á því að Vestfirð- ingar fái þorsk og ýsu og að við fáum byggðakvóta í loðnu.“ Ríkistryggð búseta á höfuðborgarsvæðinu Reynir sagðist ekki hafa einhlíta skýringu á þessari fólksfækkun en þær væru vafalaust eins margar og fólkið sem hefði flutt í burtu. Hins vegar hafi fólk ekki farið vegna þess að það væri atvinnulaust. Atvinnu- ástandið væri ágætt og að á þessu tímabili sem fólk hefði flutt í burtu hafi komið fólk frá Póllandi, Finn- landi og Perú til þess að vinna í frystihúsinu og nú séu þar yfir 20 erlendir starfsmenn í vinnu. „Það er svo sem ekkert skrýtið að fólk vilji flytja á höfuðborgarsvæðið en þar er eina ríkistryggða búsetan í landinu. Ef horft er yfir farinn veg má sjá að allt sem sagt er og allt sem gert er hefur miðað að því halda fullum dampi á þessu svæði. Finnst engum það skrýtið að í fyrra- sumar hættu húseignir að seljast í Reykjavík vegna þess að ávöxtunar- krafa húsbréfa rauk upp í 20%? Þá keypti ríkissjóður húsbréf fyrir 5 milljarða og hreinsaði þau út af markaðnum. Þetta kallar fólk fyrir sunnan hagstjórn en ef fer ein ein- asta milljón út á land er það kallað sjóðasukk.“ Austfirskar þúfur allt í einu einhvers virði Reynir sagði það einnig skrýtið að flestir íbúar höfuðborgarsvæðisins hefðu á því skoðun hvort byggja ætti álver á Austurlandi. „Það er allt vitlaust í fjölmiðlum og einhverjar þúfur á austfirskum öræfum orðnar einhvers virði. Hins vegar kemur ekki hósti eða stuna varðandi hugs- anlega stækkun álversins í Straums- vík eða á Grundartanga.“ Reynir sagði það alveg ljóst að ráðamenn þjóðarinnar yrðu að fara gera upp hug sinn í málefnum lands- byggðarinnar og taka alvöru póli- tískar ákvarðanir. „Menn hafa ekki hikað við að gera það til þess að rétta hlutina við þarna suður í Reykjavík.“ Raufarhafnarhreppur vill fund með ríkisstjórninni Vilja 10 þúsund tonna byggðakvóta í loðnu Raufarhöfn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.