Morgunblaðið - 08.11.2001, Síða 35
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 35
TRÍÓ þeirra Jóels Pálssonar saxó-
fónleikara, Hilmars Jenssonar gítar-
leikara og Matthíasar Hemstocks
slagverksleikara leikur í djass-
klúbbnum Múlanum í Húsi málarans
í kvöld kl. 21.30.
Efnisskráin samanstendur af nýj-
um verkum eftir þá félaga sem ekki
hafa verið flutt áður opinberlega.
Tríó á Múlanum
GUÐNÝ Rósa Ingimarsdóttir opnar
einkasýningu í dag hjá „Les témoins
oculistes asbl.“ í Brussel. Sýningin
er titluð „Panic 2“ og er sjálfstætt
framhald sýningarinnar „Tognuð
tunga“ hjá galleri@hlemmur.is í
ágúst sem leið.
Á sýningunni má m.a. finna verk
sem fjallar um það að missa að hluta
móðurmálið – sem jú oft hlýst af
langdvölum ytra.
Guðný Rósa hefur verið búsett í
Belgíu frá árinu 1994 og stundað list
sína þar ásamt því að sýna. Hún
stundar nú framhaldsnám við HISK
– Higher institute of fine arts
Flandres í Antwerpen.
Sýning til 16. desember 2001 opið
föstudaga, laugardaga og sunnudaga
frá kl. 14 til 19.
Sýnir í Brussel
Í HAFNARFIRÐI stendur yfir
fram á sunnudag listahátíð á vegum
Ungra jafnaðarmanna og Samfylk-
ingarinnar í Hafnarfirði. Í Alþýðu-
húsinu er myndlistarsýning ungra
myndlistarmanna opin frá kl. 13-17.
Þá verða blústónleikar á Ásvöllum í
kvöld kl. 21. Fram koma KK og
Magnús Eiríksson ásamt Blúsþrjót-
unum. Tónleikar fyrir unga fólkið
verða í Bæjarbíói á morgun kl. 20.
Hafnfirskar unglingahljómsveitir. Á
Súfistanum verður söngskemmtun
kl. 20 á laugardag. Listahátíðinni
með ljóðakvöldi á Súfistanum á
sunnudag kl. 20. Þá lesa hafnfirsk
skáld úr verkum sínum.
Listahátíð
í Hafnarfirði
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
HALLDÓRA Ólafsdóttir, nemandi í
LHÍ, opnar sýningu í Galleríi nema
hvað annað kvöld kl. 20. Sýninguna
nefnir hún „Éttu prófessorinn þinn“.
Prófessor étinn
JIM Cartwright skrifaði Bar
Par, eða To eins og það kallast á
frummálinu, fyrir tvo leikara sem
fara með hlutverk hjónanna, sem
reka krána þar sem verkið gerist,
og allra gestanna. Þegar þeim leið-
beiningum höfundarins er fylgt
verður íþrótt leikaranna límið sem
heldur sýningunni saman. Án þess
verður verkið óneitanlega nokkuð
sundurlaust og eini rauði þráður-
inn, hin óuppgerða harmsaga í for-
tíð bar-parsins, megnar ekki að
skapa þá framvindu sem áhorfend-
ur vænta í hefðbundnu leikverki.
Þá stendur sýningin og fellur með
frammistöðu einstakra leikenda og
hvernig þeir skila hinum litríku
„aríum“ og „dúettum“ sem verkið
samanstendur af. Í uppfærslum ís-
lenskra áhugaleikhópa á verkinu,
sem orðnar eru nokkrar, hefur
þessi leið að ég held alltaf verið
farin.
Óneitanlega koma þó nokkrir
„þúsundkallasmiðir“ víðsvegar um
landið upp í hugann sem gaman
væri að sjá glíma við hina fyrri leið.
Keflvíkingar fara bil beggja í sinni
sýningu og nokkrir leikaranna eru
í tveimur hlutverkum.
Sýning Leikfélags Keflavíkur er
afar vel heppnuð. Fagmannleg og
falleg leikmynd Úlfs Grönvold
heldur utan um hana og sem frum-
raun Steins Ármanns í leikstjóra-
stólnum er hún sigur. Vonandi eiga
fleiri leikfélög eftir að njóta krafta
hans. Sýningin er bæði kraftmikil
og innlifuð og leikstjórinn kann þá
list að spila á samband leikara við
áhorfendur. Það er ómetanlegt í
verki þar sem stór hluti textans
eru eintöl þar sem persónurnar
ávarpa viðstadda beint.
Allt veltur þó á endanum á
frammistöðu leikendanna, eins og
fyrr sagði. Hún er í stórum drátt-
um góð, og á köflum frábær. Ég
verð að byrja á að nefna nokkur
uppáhaldsatriði. Sterk mynd Höllu
Sverrisdóttur af gamalli konu og
enn sterkari mynd hennar af karl-
inum sem beið hennar heima, rúm-
liggjandi og upp á hana kominn
með allar búksorgir. Hvað Tinna
Kristjánsdóttir náði að verða ótrú-
lega ófrýnileg af drykkju áður en
hún hún lagði í að krefjast þess af
viðhaldinu að hann veldi milli sín
og konunnar sinnar. Víðir Guð-
mundsson í báðum sínum hlutverk-
um, sem kúgari og hinn kúgaði.
Guðný Kristjánsdóttir og Ómar
Ólafsson í óborganlegu Beck-
ett-skotnu atriði um feita fólkið
sem á hvert annað en hefur ekki al-
mennilega komist yfir dauða Presl-
eys.
Hlutverk hjónanna, bar-parsins,
eru líklega vandasömustu og van-
þakklátustu hlutverk verksins.
Ekki hjálpar að innkomur þeirra
og útgöngur virka fremur tilvilj-
anakenndar þegar verkið er leikið
af mörgum leikendum, því ferð
hjónanna gegnum verkið ræðst
mikið til af þörfum fyrir tíma til
skiptinga á búningum og gervum.
Anna Þóra Þórhallsdóttir og Guð-
mundur Hreinsson stóðu sig eftir
þeim atvikum vel. Í heildina er
sýningin vel leikin og til skila hald-
ið af sterkum leikhópi. Þeim var
verðskuldað klappað hraustlegt lof
í lófa af frumsýningargestum í
Frumleikhúsinu og hafa svo sann-
arlega upp á að bjóða góða
skemmtun fyrir Suðurnesjamenn
og aðra næstu vikurnar.
Skrautlegt kvöld á kránni
Þorgeir Tryggvason
LEIKLIST
L e i k f é l a g K e f l a v í k u r
Höfundur: Jim Cartwright.
Þýðandi: Guðrún J. Bachmann.
Leikstjóri: Steinn Ármann Magn-
ússon. Leikmynd: Úlfur Grönvold.
Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason.
Leikendur: Anna Þóra Þórhalls-
dóttir, Atli Kristjánsson, Guð-
mundur Hreinsson, Guðný Krist-
jánsdóttir, Halla Sverrisdóttir,
Hildur Hermannsdóttir, Ómar
Ólafsson, Sólrún Steinsdóttir,
Tinna Kristjánsdóttir, Víðir Guð-
mundsson, Þóra Jónsdóttir o.fl.
Frumleikhúsinu í Keflavík
2. nóvember 2001.
BAR PAR