Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 08.11.2001, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2001 35 TRÍÓ þeirra Jóels Pálssonar saxó- fónleikara, Hilmars Jenssonar gítar- leikara og Matthíasar Hemstocks slagverksleikara leikur í djass- klúbbnum Múlanum í Húsi málarans í kvöld kl. 21.30. Efnisskráin samanstendur af nýj- um verkum eftir þá félaga sem ekki hafa verið flutt áður opinberlega. Tríó á Múlanum GUÐNÝ Rósa Ingimarsdóttir opnar einkasýningu í dag hjá „Les témoins oculistes asbl.“ í Brussel. Sýningin er titluð „Panic 2“ og er sjálfstætt framhald sýningarinnar „Tognuð tunga“ hjá galleri@hlemmur.is í ágúst sem leið. Á sýningunni má m.a. finna verk sem fjallar um það að missa að hluta móðurmálið – sem jú oft hlýst af langdvölum ytra. Guðný Rósa hefur verið búsett í Belgíu frá árinu 1994 og stundað list sína þar ásamt því að sýna. Hún stundar nú framhaldsnám við HISK – Higher institute of fine arts Flandres í Antwerpen. Sýning til 16. desember 2001 opið föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 14 til 19. Sýnir í Brussel Í HAFNARFIRÐI stendur yfir fram á sunnudag listahátíð á vegum Ungra jafnaðarmanna og Samfylk- ingarinnar í Hafnarfirði. Í Alþýðu- húsinu er myndlistarsýning ungra myndlistarmanna opin frá kl. 13-17. Þá verða blústónleikar á Ásvöllum í kvöld kl. 21. Fram koma KK og Magnús Eiríksson ásamt Blúsþrjót- unum. Tónleikar fyrir unga fólkið verða í Bæjarbíói á morgun kl. 20. Hafnfirskar unglingahljómsveitir. Á Súfistanum verður söngskemmtun kl. 20 á laugardag. Listahátíðinni með ljóðakvöldi á Súfistanum á sunnudag kl. 20. Þá lesa hafnfirsk skáld úr verkum sínum. Listahátíð í Hafnarfirði ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ HALLDÓRA Ólafsdóttir, nemandi í LHÍ, opnar sýningu í Galleríi nema hvað annað kvöld kl. 20. Sýninguna nefnir hún „Éttu prófessorinn þinn“. Prófessor étinn JIM Cartwright skrifaði Bar Par, eða To eins og það kallast á frummálinu, fyrir tvo leikara sem fara með hlutverk hjónanna, sem reka krána þar sem verkið gerist, og allra gestanna. Þegar þeim leið- beiningum höfundarins er fylgt verður íþrótt leikaranna límið sem heldur sýningunni saman. Án þess verður verkið óneitanlega nokkuð sundurlaust og eini rauði þráður- inn, hin óuppgerða harmsaga í for- tíð bar-parsins, megnar ekki að skapa þá framvindu sem áhorfend- ur vænta í hefðbundnu leikverki. Þá stendur sýningin og fellur með frammistöðu einstakra leikenda og hvernig þeir skila hinum litríku „aríum“ og „dúettum“ sem verkið samanstendur af. Í uppfærslum ís- lenskra áhugaleikhópa á verkinu, sem orðnar eru nokkrar, hefur þessi leið að ég held alltaf verið farin. Óneitanlega koma þó nokkrir „þúsundkallasmiðir“ víðsvegar um landið upp í hugann sem gaman væri að sjá glíma við hina fyrri leið. Keflvíkingar fara bil beggja í sinni sýningu og nokkrir leikaranna eru í tveimur hlutverkum. Sýning Leikfélags Keflavíkur er afar vel heppnuð. Fagmannleg og falleg leikmynd Úlfs Grönvold heldur utan um hana og sem frum- raun Steins Ármanns í leikstjóra- stólnum er hún sigur. Vonandi eiga fleiri leikfélög eftir að njóta krafta hans. Sýningin er bæði kraftmikil og innlifuð og leikstjórinn kann þá list að spila á samband leikara við áhorfendur. Það er ómetanlegt í verki þar sem stór hluti textans eru eintöl þar sem persónurnar ávarpa viðstadda beint. Allt veltur þó á endanum á frammistöðu leikendanna, eins og fyrr sagði. Hún er í stórum drátt- um góð, og á köflum frábær. Ég verð að byrja á að nefna nokkur uppáhaldsatriði. Sterk mynd Höllu Sverrisdóttur af gamalli konu og enn sterkari mynd hennar af karl- inum sem beið hennar heima, rúm- liggjandi og upp á hana kominn með allar búksorgir. Hvað Tinna Kristjánsdóttir náði að verða ótrú- lega ófrýnileg af drykkju áður en hún hún lagði í að krefjast þess af viðhaldinu að hann veldi milli sín og konunnar sinnar. Víðir Guð- mundsson í báðum sínum hlutverk- um, sem kúgari og hinn kúgaði. Guðný Kristjánsdóttir og Ómar Ólafsson í óborganlegu Beck- ett-skotnu atriði um feita fólkið sem á hvert annað en hefur ekki al- mennilega komist yfir dauða Presl- eys. Hlutverk hjónanna, bar-parsins, eru líklega vandasömustu og van- þakklátustu hlutverk verksins. Ekki hjálpar að innkomur þeirra og útgöngur virka fremur tilvilj- anakenndar þegar verkið er leikið af mörgum leikendum, því ferð hjónanna gegnum verkið ræðst mikið til af þörfum fyrir tíma til skiptinga á búningum og gervum. Anna Þóra Þórhallsdóttir og Guð- mundur Hreinsson stóðu sig eftir þeim atvikum vel. Í heildina er sýningin vel leikin og til skila hald- ið af sterkum leikhópi. Þeim var verðskuldað klappað hraustlegt lof í lófa af frumsýningargestum í Frumleikhúsinu og hafa svo sann- arlega upp á að bjóða góða skemmtun fyrir Suðurnesjamenn og aðra næstu vikurnar. Skrautlegt kvöld á kránni Þorgeir Tryggvason LEIKLIST L e i k f é l a g K e f l a v í k u r Höfundur: Jim Cartwright. Þýðandi: Guðrún J. Bachmann. Leikstjóri: Steinn Ármann Magn- ússon. Leikmynd: Úlfur Grönvold. Lýsing: Sigurvald Ívar Helgason. Leikendur: Anna Þóra Þórhalls- dóttir, Atli Kristjánsson, Guð- mundur Hreinsson, Guðný Krist- jánsdóttir, Halla Sverrisdóttir, Hildur Hermannsdóttir, Ómar Ólafsson, Sólrún Steinsdóttir, Tinna Kristjánsdóttir, Víðir Guð- mundsson, Þóra Jónsdóttir o.fl. Frumleikhúsinu í Keflavík 2. nóvember 2001. BAR PAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.