Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/RAX Þess má vænta að ungir sem eldri muni leggja leið sína í Gamla sjúkrahúsið þegar það verður opnað á ný – og nú sem aðsetur bókasafns, skjalasafns og listasafns. Menningarhúsin á Ísafirði Menningunni er ekki í kot vísað á Ísafirði. Þar hefur verið unnið að endurbótum á þremur húsum með sögu og sál, svo þau fái hýst margvíslega menningarstarfsemi. Guðni Einarsson og Ragnar Axelsson skoðuðu Gamla sjúkrahúsið, sem mun hýsa bókasafn, skjala- safn og listasafn, og einkarekna menning- armiðstöð í Edinborg- arhúsi. Fyrrum hús- mæðraskóli á Ísafirði er nú tónlistarskóli og við hann nýbyggður tónleikasalur.  14 Sælkerar á sunnudegi Vitlaus í villibráð Rúnar Júlíusson með nýjan disk – „Leið yfir“. Prentsmiðja Morgunblaðsins Sunnudagur 11. nóvember 2001 B MORGUNBLAÐIÐ 11. NÓVEMBER 2001 259. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 10 Úrvalssveit bin Ladens Skjótt skipast stjórn- málaveður í lofti 12 Upprisan í litnum 18 SÁDI-arabíski hryðjuverkamaður- inn Osama bin Laden kveðst ráða yfir gjöreyðingarvopnum og segist tilbúinn að beita þeim gegn Banda- ríkjunum neyðist hann til þess. Þetta kemur fram í viðtali sem birt- ist í gær í Dawn, dagblaði sem gefið er út á ensku í Pakistan og þykir áreiðanlegt. Viðtalið tók Hamid nokkur Mir, þekktur ritstjóri í Pakistan, sem áð- ur hefur rætt við bin Laden. Menn bin Ladens sóttu ritstjórann til Kabúl, vöfðu laki um höfuð hans og óku í fimm klukkustundir um veg- arslóða. Á áfangastað var hann leiddur inn í herbergi þar sem bin Laden beið hans. Ritstjórinn kvaðst í gær ekki hafa hugmynd um hvert hefði verið ekið eða hvort samtalið hefði farið fram í húsi, byrgi eða helli. Hann tók fram að kaldara hefði verið á fundarstaðnum en í Kabúl. Viðtalið var tekið 7. þessa mán- aðar en Mir vinnur nú að ritun bók- ar um bin Laden. Í viðtalinu segir hryðjuverkafor- inginn að „sögulegt íslamskt stríð“ sé nú háð í Afganistan því öflugustu ríki heims hafi sameinast gegn múslimum. „Ég vil lýsa yfir því að noti Bandaríkjamenn efna- eða kjarnorkuvopn gegn okkur kann að fara svo að við svörum með efna- og kjarnorkuvopnum,“ segir bin Lad- en. „Við lítum svo á að vopn okkar gegni fælingarhlutverki,“ bætir hann við. Aðspurður vill bin Laden ekki greina nánar frá því vopnabúri sem hann kveðst ráða yfir og hann neit- ar að upplýsa hvar hann hafi komist yfir gereyðingarvopn. Bin Laden lýsir í viðtalinu enn yf- ir ánægju sinni vegna hryðjuverk- anna í Bandaríkjunum 11. septem- ber. Hann segir að Bandaríkjamenn séu ábyrgir fyrir þeim verknaði. „Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra eru að drepa okkur í Palest- ínu, Tsjetsníju, Kasmír og í Írak. Múslimar hafa rétt á að ráðast gegn Bandaríkjunum í hefndarskyni.“ Hann segir að óbreyttir borgarar, konur og börn, hafi ekki verið skot- mörkin 11. september. „Hin raun- verulegu skotmörk voru táknmynd- ir her- og efnahagsveldis Bandaríkjanna.“ Hann tekur fram, að engar sannanir séu fyrir því að hann beri ábyrgð á hryðjuverkunum en bætir við að Pervez Musharraf, forseta Pakistans, verði „refsað“ fyrir að hafa gengið til liðs við Bandaríkjamenn. Að sögn ritstjórans sem viðtalið tók var létt yfir bin Laden og hann virtist við ágæta heilsu. Tólf lífverð- ir voru viðstaddir og bar framkoma þeirra þess merki að þeir væru ekki styrkir á taugum. Talsmaður Bandaríkjaforseta vildi ekki tjá sig beinlínis um yf- irlýsingar bin Ladens en minnti á að ráðamenn vestra hefðu ítrekað skýrt frá því að hann hefði reynt að komast yfir gjöreyðingarvopn. Mikilvægur sigur Talsmenn talibanastjórnarinnar viðurkenndu í gær að Norðurbanda- lagið hefði náð borginni Mazar-e- Sharif í Norður-Afganistan á sitt vald á föstudag. Sögðu sérfræðingar að fall borgarinnar væri fyrsta al- varlega áfallið sem talibanar yrðu fyrir frá því loftárásir bandamanna hófust. Ljóst væri að loftárásirnar síðustu daga hefðu gjörbreytt víg- stöðunni og fall Mazar-e-Sharif skapaði nýja möguleika á sviði land- hernaðar, liðs- og birgðaflutninga. Auðveldar aðstoð við sveltandi fólk Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að fall Mazar-e-Sharif hefði í för með sér að auðveldara yrði að koma hjálpargöngnum til sveltandi íbúa Afganistan. Hefði þetta komið fram á fundi sem Hall- dór og aðrir utanríkisráðherrar EFTA-ríkja áttu með starfsbræðr- um sínum úr Evrópsambandinu í New York á föstudagskvöld. „Það var greinlegt að mönnum var nokk- uð létt vegna þess að nú yrði hjálp- arstarf auðveldara,“ sagði utanrík- isráðherra. Sagði hann og að fram hefði komið í máli Jack Straw, utan- ríkisráðherra Bretlands, að fimm sprengjur hefðu misst marks í her- förinni í Afganistan. Straw hefði sagt að það væri fimm sprengjum of mikið en hins vegar hefði 7.000 slík- um nú verið varpað á skotmörk í landinu. Bin Laden kveðst ráða yfir gereyðingarvopnum Islamabad, Kabúl. AFP, AP. Talibanastjórnin staðfestir að Norður- bandalagið hafi náð Mazar-e-Sharif  Úrvalssveit bin Ladens/10 KJÓSENDUR greiða atkvæði á kjörstað á Bondi Beach í Sydney í gær, en þá gengu Ástralir að kjörborðinu. Stjórn Johns How- ards forsætisráðherra hafði sigur og jók meirihluta sinn í neðri deildinni, samkvæmt tölvuspá ástralska sjónvarpsins ABC. Þeg- ar búið var að telja 70% atkvæða hafði samsteypustjórn Howards bætt við sig tveim prósentum at- kvæða frá því sem hún fékk í síð- ustu kosningum. Samkvæmt spá ABC fær flokkur Howards, Frjáls- lyndi flokkurinn, 65 sæti og sam- starfsflokkar hans 13, samtals 78 sæti af 150 í neðri deildinni. Kosn- ingabaráttan snerist að mestu um málefni flóttafólks sem leitar hæl- is í Ástralíu. Kjósendum í landinu er skylt að greiða atkvæði og er þátttaka í kosningum þar yfirleitt um 96%. Með sigrinum tryggir Howard sér þriðja kjörtímabilið sem forsætisráðherra. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Kim Beazl- ey, formaður Verkamannaflokks- ins, viðurkenndi ósigur sinn: „Við höfum tapað í þessum kosningum. Á því leikur enginn vafi.“ Að svo mæltu sagði Beazley af sér for- mennsku í Verkamannaflokknum. Reuters Howard sigraði í Ástralíu  Skjótt skipast/12 FULLTRÚAR á umhverfisráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um Kyoto-bók- unina, sem fram fór í Marrakesh, náðu snemma í gærmorgun sam- komulagi sem gerir bókunina að sátt- mála. Umhverfisverndarsinnar voru bitrir vegna þeirra tilslakana sem gerðar voru að kröfu Ástrala, Kan- adamanna, Japana og Rússa, sem umhverfisverndarsinnar sögðu rekna áfram af eiginhagsmunasemi. „Með þessari eftirgjöf ... var verið að útvatna samninginn,“ segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra. Íslenska sérákvæðið hafi verið sam- þykkt við lokaafgreiðsluna. Gróðurhúsalofttegundir eru kolefni sem verða flest til sem aukaafurð við brennslu á olíu, bensíni og kolum. Á undanfarinni öld hefur iðnvæðing leitt til þess að milljarðar tonna af þessum efnum hafa verið losaðir út í andrúmsloftið með þeim afleiðingum að það er smám saman að hitna, þar eð þessi efni koma í veg fyrir að hluti sólarorkunnar sem berst til jarðar endurkastist út í geiminn. Kyoto-bókunin kveður á um að að- ildarríkin skuli á næstu tíu árum draga úr kolefnalosun sinni miðað við losun eins og hún var árið 1990. Rúss- ar fengu fram miklar tilslakanir í Marrakesh vegna skóga. Skóglendi og ræktarland hafa verið nefnd „kol- efnaniðurföll“ vegna þess að þau eyða miklu af gróðurhúsalofttegundum með ljóstillífun. Slíkt land kemur því ríkjum til góða því að þau geta teflt því fram til stækkunar á losunarkvóta sínum. Samkomulag um Kyoto-bókunina Umhverfis- sinnar bitrir Marrakesh í Marokkó. AP, AFP.  Stór stund/4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.