Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 26
LISTIR
26 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ERU ÍSLENDINGAR
AÐ MISSA SJÁLFSTÆÐIÐ AFTUR?
Hálfri öld
eftir endurheimt
sjálfstæðisins
gengu Íslendingar
aftur í snöru
evrópsks
tilskipanavalds.
Hvað gleymdist?
Bókin 2000 ÁRUM EFTIR VÍNLANDSFUND
afhjúpar ástæðurnar fyrir því að hér getur þrifist sjálfstæð þjóð.
Fæst í bókabúðum
Útgefandi: Friðrik Daníelsson Pöntunarsími: 567 3389/567 3330
HESTAMENN -
BORGARFJÖRÐUR - MÝRAR
Ca 200 hektara jarðarhluti, skammt fyrir
vestan Borgarnes, 10 hesta hesthús og
hlutdeild í hlöðu til sölu.
Klukkutíma akstur úr Reykjavík.
Frábærar reiðleiðir til allra átta.
TILBOÐ, MERKT
„HESTABÚ - 11769“, SENDIST TIL
AUGLÝSINGADEILDAR MBL.
EÐA Á AUGL@MBL.IS
KAMMERSVEIT Reykjavíkur
heldur tónleika í Listasafni Íslands
annað kvöld kl. 20. Á efnisskrá eru
verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
sem spanna um
20 ár á tón-
skáldaferli hans.
Verkin sem leik-
in verða eru
Filigree fyrir
fiðlu, selló og
kammersveit;
Dulcinea fyrir
gítar og
strengjasveit;
Wiblo fyrir
horn, píanó og
strengjasveit; Umleikur fyrir fiðlu
og kammersveit og Af mönnum fyr-
ir kammerhóp. Einleikarar á tón-
leikunum verða Rut Ingólfsdóttir,
Sigurður Halldórsson, Guðmundur
Pétursson, Jósef Ognibene og Anna
Guðný Guðmundsdóttir. Stjórnandi
er Bernharður Wilkinson.
Leikur um strengi
Um verkin sín segir Þorkell í tón-
leikaprógrammi: „Umleikur var
saminn fyrir Kammersveit Reykja-
víkur og Rut Ingólfsdóttur haustið
1998. Hlutverk einleiksfiðlunnar er
auðvitað það að leika um strengi.
Hins vegar er það ekki svo mjög í
sviðsljósi, að það varpi skugga á hin-
ar raddirnar. Þetta er leikur um
tóna, sem annaðhvort hoppa upp um
heilar áttundir eins og í byrjun, eða
líða áfram, jafnvel „tipla á tánum“ í
lagrænum, misstórum skrefum.
Mér finnst næstum óhjákvæmi-
legt, að hugurinn leiti suður til
Spánar, þegar gítar ber á fingur-
góma. Spánn var svo lengi nærri því
eina heimkynni gítarsins. Þórúlfur
Stefánsson, gítarleikari í Svíþjóð,
bað mig um lítinn einþáttung fyrir
sig og strengjasveit, sem hægt væri
að spila hér og þar um sveitir næsta
sumar 1996. Eitthvað lá á, ekki
verkinu sjálfu, enda bara febrúar,
heldur heiti, sem mætti prenta í efn-
isskrá þessara sumartónleika, helst
strax. „Eigum við ekki bara að kalla
[ófætt verkið] Dulcineu?“ Og þar við
sat.“
Fyrir leikfélagann
á Freyjugöturóló
„Hugmyndir úr ýmsum áttum
rákust saman sumarið 1976: Gaman
væri að fá þá feðga, Wilhelm og Ib
Lanzky-Otto, hingað til lands. Rut
vildi að ég, gamall nemandi Wil-
helms og leikfélagi Ibs hér í Reykja-
vík á Freyjugöturóluvelli, fengi
tækifæri til að „heilsa þeim“ og
bjóða þá velkomna. Þessar hug-
myndir runnu saman og Wiblo varð
til.
Þegar Guðmundur Emilsson var
að skipuleggja tónleika með
strengjasveit í Grenoble í Frakk-
landi fyrir sumarið 1993, sem átti
síðan að endurtaka í Köln og Bonn,
vantaði óhjákvæmilega nokkur
hljóðfæri og jafnvel tónverk.
Franska strengjasveitin var ekki
með neinn píanista, né heldur ann-
ars konar utangarðsmenn, innan
borðs. „Auka“ hljóðfæraleikarar
komu því héðan frá Íslandi, og það
var ekkert „auka“ við þá. Þeir voru
leiðandi hér og þar. Þannig varð
þetta „víravirki“ til.
Af mönnum var samið fyrir Hlíf
Svavarsdóttur og Íslenska dans-
flokkinn árið 1988. Sýningin þótti
takast allvel og fyrir hana hlaut Ís-
lenski dansflokkurinn norrænu Pet-
rúsjka-verðlaunin. Kveikjan í mín-
um huga skaust upp úr ljóðabók
Matthíasar Johannessens, Borgin
hló. Þar eru hendingar eins og
„Manstu, þegar borgin talaði við þig
og þú skildir hlátur götunnar og
gleði fólksins sem dansaði eftir
öskrandi básúnum og hjáróma fiðlu-
tónum.““
Kammersveitin leikur verk Þorkels Sigurbjörnssonar
Þorkell
Sigurbjörnsson
20 ár af ferli tónskáldsins
upp af reykingum í afþreyingar- og
auglýsingaiðnaði nútímans. „Í sumum
verkanna er leitast við að afhjúpa
þessar ímyndir sem finna má allt í
kringum okkur, þeim snúið á haus og
þær látnar vinna gegn sjálfum sér,“
segir Petrún.
Hins vegar bendir Petrún á að með
sýningunni sé saman komið nokkurs
konar „ólympíulið“ myndlistarmanna
sem látið hafa mjög til sín taka á lista-
vettvangi samtímans. „Nægir þar að
nefna nöfn á borð
við Stefano Arienti,
Miroslav Balka,
Dominique Gonza-
lez-Foerster, Ange
Leccia, Thomas
Ruff, Gavin Turk og
Not Vital,“ segir
Petrún. „Sá hópur
gesta sem sótt hef-
ur sýninguna fram
til þessa hefur því
verið mjög fjöl-
breyttur. Við höfum
fengið hingað allt
frá myndlistar-
áhugafólki sem
þekkir nöfnin sem
hér sýna til skóla-
barna sem eru sum hver að upplifa
list af þessu tagi í fyrsta sinn.“
Petrún segir titil sýningarinnar,
ListVerkun, vísa til þeirra breiðu
áhrifa sem sýningunni er ætlað að
hafa. Samhliða sýningunni voru til
dæmis prentuð veggspjöld í stóru
upplagi sem dreift hefur verið í lyfja-
verslanir og á læknastofur víða um
Evrópu. Veggspjöldin eru prýdd
myndum af verkum sýningarinnar
með yfirskriftinni „Leitaðu einfald-
lega aðstoðar ef þig langar að hætta
að reykja“. „Við sölu verkanna á upp-
boði hefur jafnframt safnast fé sem
renna mun aftur til Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar í baráttu hennar við
að stemma stigu við þeim ógnvænlega
fjölda dauðsfalla sem rekja má beint
til reykinga. Samkvæmt opinberu
mati stofnunarinnar eru þessi dauðs-
föll í kringum fjórar milljónir á ári en
áætlað er að þær nái tíu milljóna
markinu árið 2030 að ástandi
óbreyttu,“ segir Petrún.
Sýningunni ListVerkun lýkur í dag
og er Hafnarborg opin frá kl. 11 til 17.
ÞAÐ er ekki á hverjum degi sem ís-
lenskum listunnendum gefst færi á að
skoða samsýningu fjölmargra af um-
töluðustu myndlistarmönnum Evr-
ópu. Sýningunni ListVerkun, sem
staðið hefur yfir í Hafnarborg und-
anfarnar vikur og lýkur nú um
helgina, er ætlað að vekja fólk til vit-
undar um skaðleg áhrif reykinga, og
minna á ávinning þess að hætta reyk-
ingum. Það er Evrópudeild Alþjóða-
heilbrigðisstofnunarinnar (WHO)
sem efnir til sýn-
ingarinnar og hafa
tuttugu af fram-
sæknustu lista-
mönnum Evrópu
unnið verk á sýn-
ingunni þar sem
þættir á borð við
áhrif reykinga á
líkamann og hug-
myndafræðilegur
hernaður tóbaks-
fyrirtækja eru
túlkaðir með ólík-
um hætti. Sýning-
in hefur þegar far-
ið um Frakkland,
Þýskaland, Bret-
land og Pólland og
hefur gestum gefist kostur á að bjóða
í listaverkin og styrkja með því for-
varnastarf WHO.
Ólympíulið myndlistarmanna
Að sögn Petrúnar Pétursdóttur,
forstöðumanns safnsins, er sýningin
merkt innlegg í menningarlífið hér á
landi í tvennum skilningi. Annars veg-
ar er þar varpað ljósi á ákaflega brýnt
samfélagsmál með öðrum hætti en
margir eiga að venjast. Í stað „pre-
dikana“, sem margir reykingamenn
hafa lokað gersamlega á, er tekist á
við afleiðingar og orsakir þessa mikla
heilbrigðisvanda á táknrænan hátt.
„Sem dæmi má nefna myndbands-
verk Heike Baranowsky sem sýnir
mjög óhreina vél sem verið er að
hreinsa. Upplifunina af þessari
„hreinsun“ má tengja mikilvægi þess
að halda líkamanum hreinum, svo að
hann fái starfað sem skyldi.“ Petrún
segir marga listamannanna jafnframt
vinna með menningarlegar orsakir
reykinga sem birtist m.a. í þeim
glæstu ímyndum sem dregnar eru
Ímyndir reyk-
inga afhjúpaðar
Skúlptúr pólska listamannsins
Miroslaw Balka á sýningunni
ber titilinn „Take Care“, eða
„Farðu varlega“.
Morgunblaðið/Þorkell
SKAÐVALDARNIR upp-
litsdjörfu, Karíus og Bak-
tus, munu láta í sér heyra á
frumsýningu í Smíðaverk-
stæði Þjóðlekhússins kl. 15
í dag. Um er að ræða hálf-
tímalanga leikuppfærslu á
hinni sígildu sögu Thor-
björns Egners um tann-
hrappana tvo sem nærast á
sætindum og lifa gnægtar-
lífi í tönnum lítils drengs
sem heitir Jens. Þar hafa
þeir nóg að bíta og brenna
og kunna Jens góðar þakkir
fyrir. En sælan er skamm-
vinn. Jens grípur til sinna
ráða og þá kemur annað hljóð í
strokk þeirra bræðra.
Þau Brynhildur Guðjónsdóttir og
Stefán Jónsson, sem fara með hlut-
verk Karíusar og Baktusar í leik-
þættinum, segja sýninguna vera við
hæfi bæði barna og fullorðinna,
enda þurfi allir að muna eftir að
bursta vel í sér tennurnar. „En
Karíus og Baktus eru líka svo
sterkar sögupersónur, að þeir eru
eflaust hverjum þeim sem kynnst
hefur sögunni sem barn, í fersku
minni. Það er því ekkert ólíklegt að
fullorðnir eigi eftir að vilja rifja upp
kynni sín af sögunni og taka börnin
sín með,“ segir Stefán. Hann minn-
ir einnig á að um sígilt verk sé að
ræða, líkt og önnur fræg verk Eg-
ners, og nægi þar að nefna Dýrin í
hálsaskógi og Kardimommubæinn.
„Eitt af því sem gerir verkið svo
eftirminnilegt eru þær skírskotanir
sem sagan hefur almennt til mann-
eskjunnar, til spurninga um upp-
byggingu og niðurrif, og það að
standa saman þegar á móti blæs,“
bætir Brynhildur við. „Það væri til
dæmis ómögulegt að leika Baktus á
móti leikara sem maður þekkti ekki
vel og treysti, svo ótrúlega innilegt
er nú samband þeirra Karíusar og
Baktusar. Þeir eru mjög uppi-
vöðslusamir og eiga það til að ríf-
ast, en þegar harðnar í ári, standa
þeir saman,“ segir Brynhildur og
brosir.
Hefðbundin umgjörð
Það er Hulda Valtýsdóttir sem
þýtt hefur leikþáttinn um Karíus og
Baktus. Leikstjóri er María Reyn-
dal en þetta er hennar fyrsta leik-
stjórnarverkefni hjá Þjóðleikhúsinu.
Um sviðsbúnað og búninga sér Þór-
unn Sigríður Þorgrímsdóttir og Jó-
hann G. Jóhannsson hefur
umsjón með tónlistinni.
Þau Brynhildur og
Stefán segja alla umgjörð
sýningarinnar vera með
mjög hefðbundnu sniði,
en þar sé leitast við að
skapa þá ímynd af þeim
Karíusi og Baktusi sem
svo margir hafi kynnst í
bók Egners sem út kom
árið 1945. „Við hönnun
búninganna tók Þórunn
til dæmis mið af uppruna-
legu myndskreytingunum
sem eru eftir Egner sjálf-
an. Tónlistin er líka alveg
eftir bókinni en margir muna ef-
laust vel eftir hinum ísmeygilegu og
glaðhlakkalegu tónum af hljómplöt-
unni,“ segir Stefán.
Karíus og Baktus verður á fjöl-
unum í Smíðaverkstæðinu að degi
til um helgar. Sýningin er jafnframt
sett upp sem nokkurs konar far-
andsýning og mun skólum gefast
kostur á að fá sýninguna til sín.
„Sýningar verða nánast um hverja
helgi fyrir jólin, og er leikritið, sem
aðeins tekur hálftíma í flutningi,
ekki síst hugsað sem kjörið tæki-
færi fyrir fjölskyldur til að hvíla lú-
in bein mitt í allri jólaösinni. Hálf-
tími ætti heldur ekki að vera
yngstu börnunum ofviða, og
kannski munu einhverjir foreldrar
ákveða að leyfa ungum börnum sín-
um að eiga sína fyrstu upplifun á sí-
gildu leikhúsverki á þessari sýn-
ingu,“ segir Stefán að lokum.
Í munninum á Jens
Karíus og Baktus í essinu sínu.
Morgunblaðið/Kristinn