Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 49

Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 49
Sumir ættu að halda sig frá því að ræða Kárahnjúkavirkjun. 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Db6 6. Rb3 Rc6 7. Be3 Dc7 8. a3 a6 9. Be2 d6 10. f4 b5 11. O-O Be7 12. Kh1 O-O 13. Bf3 Bb7 14. De1 Hac8 15. Dg3 Hfe8 16. e5 dxe5 17. fxe5 Rd7 18. Bf4 Rf8 Staðan kom upp í minningarmóti Jóhanns Þóris Jónssonar. Tómas Björnsson (2228) hafði hvítt gegn Gylfa Þórhallsyni (2279). 19. Rd5! exd5 Fléttumeistarinn úr Eyjafirði er vanari því að setja menn í opinn dauðann en að SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson þurfa að svara því þegar andstæðing- arnir gera það. Það sló hann kannski út af laginu þar sem 19...Dd8 hefði verið hyggilegra þótt hvítur standi þá betur. Í framhaldinu verður staða svarts vonlaus. 20. e6 Dd8 21. exf7+ Kh8 21...Kxf7 gekk ekki upp vegna 22. Bc7 Dxc7 23. Bxd5#. 22. fxe8=D Dxe8 23. Bxd5 Hd8 24. Had1 Bf6 25. Bg5 Rd7 26. Bxf6 Rxf6 27. Bf3 Bc8 28. Dc7 Hxd1 29. Hxd1 Bd7 30. Bxc6 og svartur gafst upp. Þessa dagana fer fram Evrópumót landsliða í Leon á Spáni. Ísland hefur lið í opnum flokki og kvennaflokki. Hægt er að fylgjast með gangi mála á skak.is. Hvítur á leik. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 49 DAGBÓK Sérmerkt handklæði 70x140 cmMargir litir Póstlistinn sími 557-1960 Íslenski www.postlistinn.is auðvelt - hringdu! Kr. 1.950 án afsl. magnafsláttur 5%, 10% eða 15% stighækkandi eftir magni LAGERSALAN TUNGUHÁLSI 7 HELDUR ÁFRAM Opið föstud. frá kl. 11-18, laugard. og sunnud. 11-17. Tökum bæði debet- og kreditkort. Tunguháls 7 er fyrir aftan Sælgætisgerðina Kólus. Sími okkar er 567 1210 HEILDVERSLUN MEÐ JÓLA- OG GJAFAVÖRUR Í 35 ÁR Ráðgjöf fyrir alkahólista í bata, aðstandendur og uppkomin börn. Hef flutt ráðgjafaþjónustu mína á Ránargötu 8A, Reykjavík. Ásta Kristrún Ólafsdóttir, BA, CCDP ráðgjafi, sími 552 7999. Einkaviðtöl - Námskeið - Fyrirlestrar - Hópar Lækningastofa Æðaskurðlækningar - almennar skurðlækningar Tímapantanir í síma 533 3131 á milli kl. 8.00 og 16.00 Dr. Karl Logason hefur opnað lækningastofu í Lækningu, Lágmúla 5  Ég þakka öllum sem glöddu mig á áttræðisaf- mælinu í september síðastliðinn. Ingólfur Kristjánsson, Ysta-Felli í Kinn. TÆKIFÆRISVÍSUR OG TEXTAR Upplýsingar í síma 687 4153 og 562 3687 Er stórafmæli, árshátíð eða annar fagnaður framundan og skemmtiatriði vantar? Tek að mér að semja gamanvísur og texta eftir þínum óskum og punktum til framsögu eða söngs. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake SPORÐDREKI Afmælisbarn dagsins: Þú þarft að hafa stjórn á öll- um hlutum í kringum þig og gengur því stundum of langt í því að ráðskast með aðra. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Sýndu varfærni á öllum svið- um, ekki síst í peningamálun- um því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mis- tök á því sviði. Brostu framan í heiminn. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú ættir að flýta þér hægt við að ákveða viðbrögðin við síð- asta bréfi. Svarið krefst kunn- áttu og íhygli en hugsunar- leysi skemmir allt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er engin ástæða til þess að fara á taugum þótt ein- hverjar breytingar verði á dagskránni. Sýndu bara ró og gakktu óhikað inn á nýjar leiðir. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er enginn heimsendir þótt þú fáir ekki allt það út úr samstarfsmönnum þínum sem þú vilt. Lærðu að meta þá sem sjálfstæða einstaklinga. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þetta er ekki rétti dagurinn til þess að hefja þrætur við aðra. Misskilningur getur verið hættulegur og því er betra að snúa sér bara að öðru. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þótt þér líki hlutirnir er ekki þar með sagt að allir aðrir séu sama sinnis. Þú þarft heldur ekkert að taka það óstinnt upp. Vertu sanngjarn. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er ekki hygginna manna háttur að leggja út í fjárfest- ingar án þess að reikna dæm- ið til enda. Þú hefur nógan tíma til þess að kynna þér all- ar hliðar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Láttu ekki einhvern annan valta yfir þig með orðaflaumi einum saman. Þegar þú finn- ur engan meðmælanda skaltu fara þér sérstaklega hægt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þegar þér er trúað fyrir leyndarmáli átt þú að fara með það eins og þú vilt að aðr- ir geymi þín leyndarmál. Lausmælgi er mikill löstur. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Flýttu þér hægt í að fara að ráðum annarra ef þú elur með þér einhverjar efasemdir. Það er skynsamlegt að treysta á eigin dómgreind. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Mundu að þú getur virkt fólk þótt þið séuð ekki á sama máli. Notaðu þá tækifærið til þess að sannfæra það um ágæti þitt og skoðana þinna. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þetta eru hreint ekki auðveld- ir dagar fyrir þig og þína en þú kemst miklu auðveldar í gegnum þá ef þú ert bjart- sýnn og sýnir nægan skilning og þolinmæði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. EKKI alls fyrir löngu greindi vinur þessara pistla mér frá því, að hann hefði í útvarpsviðtali heyrt mikinn og ágætan fjármálamann ræða við annan mann um viðskipti og afkomu fyrirtækja. Þá hafði hann komizt svo að orði eitthvað á þá leið, að það þyrfti að afla mikils fés til rekstrarins. Ekki verður því neitað, að þessi eignarfallsmynd heyrist á stundum í tali manna, einkum þegar orðið er notað eitt sér. Hún er samt alröng og fer ekki sízt illa í munni fjármála- manna, sem hafa mikið umleikis, eins og sagt er, og afla oft mikils fjár. Í no. fé eru einkum tvær merkingar í nútíðarmáli. Annars vegar er það haft um búfénað, einkum sauðfé og hins vegar um peninga, fjármuni. Fall- beygingin er engu að síð- ur him sama. Áður hefur verið vikið að no. fé og beygingu þess í þessum pistlum, en svo virðist sem enn sé þörf á að minna menn á orðið. Fall- beyging no. fé er annars þessi: fé, um fé, frá fé, til fjár, og með greini: féð, féð, fénu, fjárins. Sam- setningar af orðinu eru svo ýmist stofnsamsetn- ing eins og í lo. fésterkur (af þf. fé) eða laussam- setning (af ef.fjár), fjár- sterkur. Stundum getur verið merkingarmunur eftir samsetningum. Fég- löggur maður er nízkur eða aðsjáll maður, en fjár- glöggur mun einkum haft um þann, sem þekkir hæglega kindur hverja frá annarri. J.A.J. ORÐABÓKIN Fé – fjár Árnað heilla 80 ÁRA afmæli. Í dag,sunnudaginn 11. nóvember, er áttræð frú Jó- hanna Þórhallsdóttir, Hæð- argarði 35, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum í Fé- lagsmiðstöðinni í Hæðar- garði milli kl. 17 og 20. 80 ÁRA afmæli. Nk.miðvikudag, 14. nóv- ember, er áttræð Lovísa Jónsdóttir, Austurbrún 6, Reykjavík. Lovísa tekur á móti fjölskyldu og ættingj- um á afmælisdaginn á heim- ili dóttur sinnar á Öldugötu 48, Hafnarfirði. 60 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 12. nóvember, er sextug- ur Árni Guðjónsson, vél- virki í Hafnarfirði. Af því tilefni taka Árni og eigin- kona hans, Lilja Guðjóns- dóttir, sjúkraliði á móti ætt- ingjum og vinum í Íþróttahúsinu í Kaplakrika föstudaginn 16. nóvember frá kl. 20–23. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag- inn 12. nóvember, verður fimmtug Þóra Ólafsdóttir, Þrastarlundi 5, Garðabæ. Eiginmaður hennar er Aad Groeneweg. Þau verða stödd í Prag á afmælisdag- inn. KERFISSPEKINGAR þekkja fyrirbærið „stuðn- ingstökk“ eða það sem enskumælandi menn kalla „fit showing jump“. Í stuttu máli er það sagnaðferð þar sem stökk í nýjum lit við lit- arsögn makkers sýnir góðan stuðning við makker og sagð- an lit til hliðar. Þessi aðferð er talin auðvelda ákvarðanir í baráttustöðum. Alan Sontag varpaði algerlega nýju ljósi á þessa sagnaðferð í úrslitaleik Bandaríkjamanna og Norð- manna á HM í París: Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ 97642 ♥ 98 ♦ K987 ♣76 Vestur Austur ♠ G ♠ 105 ♥ ÁG752 ♥ KD1063 ♦ ÁG106 ♦ 32 ♣852 ♣G1094 Suður ♠ ÁKD83 ♥ 4 ♦ D54 ♣ÁKD3 Sontag var gjafari í austur og passaði í upphafi. Terje Aa vakti á sterku laufi og Peter Weichsel kom inn á eðlilegri hjartasögn. Glenn Grötheim doblaði til að sýna þrettán spil og röðin var aft- ur komin að Sontag: Vestur Norður Austur Suður Weichsel Grötheim Sontag Aa -- -- Pass 1 lauf * 1 hjarta Dobl * 2 spaðar ! Dobl * 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Dobl Allir pass „Hvað þýða tveir spaðar,“ spurði Aa? „Ég býst við að þetta sé stuðningssögn – sýni góðan hjartastuðning og spaða til hliðar,“ svaraði Weichsel og þannig var sögnin líka meint. Aa valdi þá að dobla tvo spaða til úttektar og þar með hafði blekking Sontags heppnast fullkomlega. AV keyptu samninginn í fjórum hjörtum og Grötheim gerði vel í því að dobla, þrátt fyrir að eiga aðeins einn kóng. En líklega hefur hann litið svo á að pass makkers yfir fjórum hjörtum væri krafa. Fjögur hjörtu fóru tvo niður, sem gaf NS 300. NS eiga ná- kvæmlega tíu slagi í spöðum og því virtist sem Banda- ríkjamenn myndu vinna á spilinu. En það fór á annan veg: Vestur Norður Austur Suður Sælensm- inde Stansby Brogeland Martel -- -- 2 hjörtu Dobl 3 tíglar Pass Pass 4 spaðar 5 hjörtu 5 spaðar Allir pass Norðmennirnir Brogeland og Sælensminde þurfa bara fjórlit til að hindra og Broge- land var því ekki feiminn við að byrja á veikum tveimur á fimmlit. Framhaldið var á til- finninganótum og Banda- ríkjamenn létu reka sig upp á fimmta þrep. Einn niður og 8 IMPar til Norðmanna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson. LJÓÐABROT VIÐLÖG Við skulum búa, blómarósin fríða, í þeim skóg, sem aldin stár og laufin vaxa á liljukvistum víða. Hjálminn ber þú höfði á og hlífarnar góðar fleiri. Í raunum muntu reiknast þá riddara hverjum meiri. GULLBRÚÐKAUP. Í dag, sunnudaginn 11. nóvember, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjón- in Björg Ó. Berndsen og Benedikt Ólafsson, Langagerði 114, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.