Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 12
12 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
JOHN Howard, forsætisráðherraÁstralíu, fór með sigur af hólmi íþingkosningunum, sem fram
fóru hér í Ástralíu í gær. How-
ard, sem verið hefur við völd frá 1996,
hafði í mörg horn að líta síðustu dag-
ana fyrir kosningarnar. Hann var
sakaður um að hafa blekkt þjóðina
vegna máls 200 flóttamanna, sem
hugðust leita hælis í landinu. Howard
boðaði einmitt til kosninganna í kjöl-
far aukinna vinsælda ríkisstjórnar
hans. Traustari staða forsætisráð-
herrans var rakin til þeirrar hörku, er
hann hefur sýnt vegna flóttamanna-
vandans.
Því var spáð að mjög mjótt yrði á
munum með þeim Howard og Kim
Beazley, leiðtoga Verkamannaflokks-
ins. Beazley sagði af sér í gær þegar
ljóst var að Howard og samstarfs-
flokkar hans hefðu haldið velli. Ætla
má að sigur Howards og hugsanlegt
samband þess árangurs og flótta-
mannavandans verði mjög til um-
ræðu hér á næstunni.
Kosningar í NT
Stjórnmálalífið í Ástralíu hefur því
verið sérlega líflegt á undanliðnum
mánuðum.
Það bar til mikilla tíðinda að kjós-
endur gengu að kjörborðinu á Norð-
ursvæðinu fyrir nokkrum vikum. Íbú-
ar á Norðursvæðinu eru um eitt
hundrað þúsund.
Þar eru töluð yfir 60 tungumál og
þarna búa margir ættbálkar frum-
byggja. Þingmenn fylkisins eru tutt-
ugu og fimm.
Dennis Burke hafði stjórnað Norð-
ursvæðinu í hvorki meira né minna en
26 ár með miklum meirihluta Frjáls-
lynda flokksins. En nú urðu Dennis
Burke á mistök. Hann veitti „Einnar
þjóðar flokknum“ (Pauline Hanson)
forgang á undan Verkamannaflokkn-
um á atkvæðaseðlinum en flestir
flokkar hafa þann flokk neðstan á
lista.
Þetta urðu afar spennandi kosning-
ar því mjótt var á mununum milli 12.
manns Verkamannaflokksins og 11.
manns Frjálslyndra. Munaði ekki
nema 60 eða 70 atkvæðum að lokum
og varð að bíða í marga daga eftir úr-
slitunum því atkvæðin voru margtal-
in. Margir sem allt sitt líf höfðu kosið
Frjálslynda flokkinn kusu nú Verka-
mannaflokkinn.
Leiðtogi Verkamannaflokksins er
Clare Martin og var hún furðu lostin
yfir sigrinum eins og aðrir en auðvit-
að himinglöð.
Clare, vel menntaður blaðamaður,
sem nú er orðin forsætisráðherra NT,
hefur aldrei setið á ráðherrastóli áð-
ur. Lítill vafi leikur á að persónuleiki
Clare á mikinn þátt í þessum sigri.
Clare hefur mikla persónutöfra, er
snillingur í samræðum, auk þess sem
henni hefur tekist að ná trausti frum-
byggjanna. Sýndi það best er hún
valdi nokkra frumbyggja í stjórn sína.
Hyggst Clare beita sér á sviði
mennta- og heilsugæslumála, auk
þess sem hún vill afnema hin óvin-
sælu lög Norðursvæðisins um að
varpa mönnum skilyrðislaust í fang-
elsi við þriðja brot en Dennis Burke
hefur barist einna heitast fyrir að
halda þessum lögum í gildi.
Eitt alræmdasta dæmið um fram-
kvæmd þessara laga er Johnny, 15
ára gamall frumbyggjapiltur, sem
hengdi sig í fangelsi í Darwin á Norð-
ursvæðinu í febrúar fyrir rúmu ári.
Hann var ekki orðinn 15 ára er hann
var dæmdur og hefði með réttu ekki
átt að sitja inni. En vegna þess að þá
sem fjölluðu um málið skorti reynslu,
var hann dæmdur í 28 daga fangelsi
fyrir að stela um það bil 5.000 kr.
verðmæti í kexi og öðru álíka.
Í stað þess að varpa fólki í fangelsi
fyrir að stela handklæði eða bjórdós
vill Clare uppræta þær þjóðfélags-
legu meinsemdir sem liggja að baki
þessum stuldum.
Clare segir: „Þessi lög hafa ekki
komið að gagni. Afbrotum fjölgar.
Það hefur verið brotist inn hjá mér
fimm sinnum á síðustu fimm árum.
Mér líkar það ekki heldur. En þessi
lög virka ekki rétt.“ Þetta margend-
urtók hún af sannfæringu í kosninga-
baráttunni.
Dennis Burke tók ósigrinum her-
mannlega enda fyrrverandi liðsfor-
ingi í hernum. Hét hann Verka-
mannaflokknum sterkri stjórnar-
andstöðu.
Clare er metnaðargjörn fyrir hönd
fylkisins. Hún vill þrefalda íbúatölu
Darwin – vantar um 300 þúsund íbúa
til viðbótar. Myndi slík fjölgun lækka
alls kyns kostnað. Og hvar ætlar
Clare að fá þetta fólk? Hún segir: „Ég
segi við alla að þeir skuli eignast fleiri
börn!“ Og Clare er líka til í að taka við
flóttamönnum.
Enginn vafi leikur þó á að hin nýja
ríkisstjórn þarf að leysa úr mörgum
erfiðum málum.
Nægir að nefna eiturlyfjavandann
en Frjálslyndi flokkurinn vildi ekki
einu sinni viðurkenna að sá vandi
væri til. Clare benti á að um 460 þús-
und fríar sprautur voru afhentar á
Norðursvæðinu á síðasta ári.
Eftir þennan ósigur vissi alríkis-
stjórnin í Canberra ekki sitt rjúkandi
ráð. Voru nú góð ráð dýr. Verka-
mannaflokkurinn sestur á valdastól í
flestum ríkjum Ástralíu.
Stöðugar árásir stjórnarandstöð-
unnar á frammistöðu Frjálslyndra og
Þjóðarflokksins í mennta- og heilsu-
gæslumálum fóru ekki fram hjá nein-
um og almenningur hlustaði.
En þá gerðist undrið.
Afleiðingar Tampa-málsins og
hættulegur innflytjandi…
Margir hafa spurt: Hvað eru Ástr-
alar eiginlega að hugsa í þessu máli?
Er rétt farið með þessar fréttir frá
Ástralíu o.s.frv.
Lesandanum ber að hafa í huga að
flokkur Pauline Hanson fékk um það
bil eina milljón atkvæða í síðustu al-
ríkiskosningum og það veltur á miklu
að næla sér í þau.
Um borð í norska flutningaskipinu
Tampa voru 433 flóttamenn. Eftir
mikið japl og jam og fuður voru þeir
fluttir um borð í ástralskt herskip auk
þess sem 237 til viðbótar voru teknir
upp af sökkvandi báti litlu síðar um
borð í sama herskip. Var þessum
tveimur hópum haldið aðskildum í
skipinu.
Alríkisstjórnin stóð á því fastar en
fótunum að þetta fólk stigi ekki fæti á
ástralska grund.
„Aldrei nokkurn tímann!“ Nú gilti
harkan ein. Engan undanslátt.
Engir fengu að tala við flóttafólkið,
hvorki blaðamenn né aðrir, meðan
stjórnvöld reyndu með öllum ráðum
að losna við þessa óvelkomnu gesti.
Keypti stjórnin sig síðan út úr vand-
ræðunum með því að borga yfirvöld-
um á eyjunni Nauru, Nýju-Gíneu og
Nýja-Sjálandi stórfé fyrir að vinna
verkið fyrir sig.
Siglt var til eyjarinnar Nauru. Lít-
ils gjaldþrota lýðveldis sem var fúst
til að hlaupa undir bagga gegn nokkr-
um tugum milljóna ástralskra doll-
ara.
Stjórn Nýja-Sjálands ákvað að
taka við 150 flóttamönnum – aðallega
fjölskyldum – og eru þeir sennilega
hinir heppnustu af hópnum.
Hins vegar hundsaði forsætisráð-
herra Indónesíu símhringingar Johns
Howards – hún hafði öðrum mikil-
vægari málum að sinna en hafa
áhyggjur af nokkur hundruð flótta-
mönnum.
Inónesísk stjórnvöld eiga fullt í
fangi með sína eigin milljónir flótta-
manna auk alls kyns annarra vanda-
mála.
Smyglararnir sem komu flótta-
mönnunum á Tampa áleiðis hingað
voru fluttir í land á Jólaeyju, dæmdir í
fangelsi og sektir. Boð voru látin út
ganga í Indónesíu að flóttamanna biði
ekkert nema hörmungin ein og
smyglaranna strangir dómar. Allt
hefur komið fyrir ekki.
Þá gerist það að nokkrir lögfræð-
ingar í Melbourne, ásamt mannrétt-
indasamtökum taka sig saman og
höfða mál á hendur alríkisstjórninni í
Canberra fyrir hönd flóttamannanna
sem engum var leyft að tala við eða
nálgast. Tony North, dómari í Mel-
bourne, dæmdi að ólöglegt hefði verið
að flytja flóttamennina burt af Tampa
og um borð í herskipið. Ættu mál
þeirra að rannsakast í Ástralíu.
Dómnum var samstundis áfrýjað af
stjórninni og dæmt var – 2 á móti 1 –
að alríkisstjórnin hefði átt rétt á að
flytja flóttamennina burt.
Vegna nýrra afturvirkra laga sem
alríkisstjórnin hyggst setja næstu
daga er ekki unnt að áfrýja málinu til
hæstaréttar.
Og hvað gerist? Skoðanakannanir
snúa við blaðinu og John Howard
verður hetja áströlsku þjóðarinnar
vegna hörku sinnar í Tampa-málinu.
Svo mjög blöskrar mörgum af-
greiðslan á flóttamannavandamálinu
að Malcolm Fraser, fyrrverandi for-
sætisráðherra Frjálslyndra, hefur
gripið til pennans. Skrifar hann grein
í Sydney Morning Herald hinn 18.
september sl. Þar rekur hann söguna
og segir m.a.:
„Ef við hefðum spurt almenning
hvort hann vildi innflytjendur eftir
kreppuna eftir 1930 þá hefðu 80%
sagt nei. Nokkrum árum síðar var
ekki spurt hvort fólk vildi nokkur
hundruð þúsund Grikki eða Ítali.
Fólk hefði ekki viljað þá.
Ástralir voru ekki spurðir hvort
þeir vildu næstum tvö hundruð þús-
und Víetnama. Þeir komu og það var
tekið vel á móti þeim.
Ef farið er lengra aftur í tímann til
ársins 1920 og hin hvíta Ástralía hefði
verið spurð hvort hún vildi kaþólska
innflytjendur frá Írlandi þá hefði
svarið orðið nei því vandamálin milli
Englands og Írlands voru of mikil þá.
Nú eru allir þessir hópar runnir inn í
ástralskt þjóðfélag og hafa gert það
ríkara og betra. Tekin var örugg for-
ysta og Ástralar fylgdu henni.“
„Afleiðingar stefnu stjórnarinnar
eru m.a. að málflutningur okkar á al-
þjóðlegum vettvangi verður veikari
og í augum heimsins eru Ástralar
montnir, auðugir og sjálfselskir,“ seg-
ir Malcolm Fraser í sömu grein.
Mætti bæta því hér við að afar
óvinsæll innflytjandi laumaði sér inn í
Queensland fyrr á þessu ári og fjölgar
sér nú sem mest hann má. Ógnar
hann nú öllu útilífi fólks. Þetta er hinn
árásargjarni eldmaur (fire ant) sem
getur lagt heil héröð í auðn.
Vakinn upp draugur
Er nú búið að flytja flesta flótta-
mennina af herskipinu og á þessa öm-
urlegu eyju, Nárú. Nokkrir tugir
Íraka neita þó að fara frá borði og
vilja komast til Ástralíu. Þegar nýju
lögin komast í gildi verður hægt að
fjarlægja þá með „hæfilegu valdi“.
Bráðabirgðabúðum úr plasti og
bárujárni var hróflað upp í skyndi á
miðri eyjunni. Ekki gleymdist að
girða búðirnar af þótt ekki sé neitt
hægt að fara.
Fréttamönnum hefur tekist að ná
tali af örfáum fanganna gegnum girð-
inguna en ekki er hægt um vik vegna
strangrar löggæslu.
Og búið er að finna nýja eyju, Kiri-
bati, norðaustur af Nárú, með 80.000
íbúa þar sem hægt er að koma flótta-
mönnum fyrir.
Áströlum er sagt að bátsfólkið frá
Afganistan sé ólöglegt, ríkt fólk sem
kaupi sér far dýrum dómum og troði
sér fremst í biðröðina. Þótt ekki sé
um neina biðröð að ræða. Að þetta
Skjótt skipast
stjórnmálaveður í lofti
Reuters
Málefni flóttamanna hafa verið mikið til umræðu í Ástralíu undanfarið í kjölfar deilnanna um framtíð þeirra 433 flótta-
manna sem norska fraktskipið Tampa bjargaði undan ströndum Ástralíu. Öryggisvörður sést hér við inngang flótta-
mannamiðstöðvar Nýja-Sjálands, en miðstöðin er nú heimili 150 flóttamannanna af Tampa.
Áhöfn indónesíska skipsins sem Tampa bjargaði er hér í höndum ástralskrar
lögreglu. Hefur þess verið vel gætt að halda fréttamönnum frá flóttafólkinu.
Ástralía og ástralska þjóðin
hefur verið töluvert í sviðs-
ljósinu í kjölfar deilnanna
sem upp komu um framtíð
flóttamannanna um borð
í norska skipinu Tampa.
Sólveig Einarsdóttir segir
hér frá viðhorfi ástralskra
fjölmiðla og landsmanna
en flóttamannavandinn
hefur verið áberandi í
aðdraganda þingkosning-
anna, sem fram fóru í gær.