Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 28
LISTIR 28 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ AÐRIR tónleikar í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar og listastofnunar Hafn- arfjarðar, verða haldnir í Hafnar- borg í kvöld kl. 20. Tríóið skipa þau Guðný Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Peter Máté. Á tónleikun- um verður frumflutt nýtt verk fyrir fiðlu og selló eftir Jónas Tómasson, Vorvindar að vestan, en Jónas samdi verkið árið 1999 fyrir Guðnýju Guð- mundsdóttur og Gunnar Kvaran. Jónas Tómasson hóf fyrir um það bil áratug að semja röð kammerverka sem hann nefnir Úr ýmsum áttum og er þetta verk hluti úr þeirri röð. Áð- ur hefur Tríó Reykjavíkur frumflutt verkið Í kyrrð norðursins, sem einn- ig tilheyrir þessari röð kammer- verka Jónasar. Gunnar Kvaran segir Vorvinda að vestan sérstakt og skemmtilegt verk. „Þetta er einn samfelldur þáttur, en innan hans skiptast á ljóðrænir kaflar og rytm- ískir. Stíllinn er dæmigerður fyrir Jónas og mjög persónulegur.“ Tríó Reykjavíkur hefur frumflutt fjölda íslenskra tónverka á tónleikum sín- um og segir Gunnar að tríóinu hafi þótt það mjög gaman að blanda sam- an nýjum íslenskum verkum og verkum útlendu meistaranna. Auk verks Jónasar leikur Tríó Reykjavíkur Tríó í G-dúr eftir Jos- eph Haydn og Tríó í c-moll opus 101 eftir Jóhannes Brahms. „Tríóið eftir Haydn er að líkindum þekktasta tríó tónskáldsins og hefur orðið sérstak- lega vinsælt vegna síðasta kaflans sem er sígaunadans. Tríóið hefur þess vegna stundum verið kallað Sígaunatríóið. Það hefur oft verið talað um það að Haydn sé faðir sin- fóníunnar og einnig faðir strengja- kvartettsins, en mér finnst hann líka vera faðir píanótríósins, því hann lagði þann grunn sem Mozart og Beethoven og fleiri góðir menn byggðu á síðar. Píanóið er í for- grunninum og fiðlan hefur talsvert mikið að gera, en sellóið spilar mikið bassalínu píanósins. Fyrsti þáttur- inn er byggður á stefi og tilbrigðum; þá kemur syngjandi fallegur adagio- kafli og loks tekur við þetta fræga sí- gauna-rondó.“ Brahms samdi c-moll tríó sitt sumarið 1886. „Hann var þá staddur við Thune-vatn. Hann var með þrjú verk í smíðum á sama tíma, þetta, A- dúr sónötu fyrir fiðlu og píanó og svo selló sónötu í F-dúr. Þeir sem þekkja þessi verk finna að þau eru tengd og að þau eru frá sama tíma. Píanótríóið er í fjórum þáttum, en styttra og samþjappaðra en fyrri tríó hans fyrir sömu hljóðfæri og það má segja að það marki upphaf að þeim stíl sem Brahms tileinkaði sér á síðustu árum ferils síns. Fyrsti og lokaþátturinn eru töluvert dramatískir; þriðji þátt- urinn er mjög ljóðrænn, en í öðrum þætti er meiri dulúð. Þetta er eins og allt sem Brahms lét frá sér fara, ákaflega heilsteypt og vandað verk. Hann var aldrei nógu ánægður og var ýmist að skrifa verk sín aftur eða eyðileggja þau og gerði gríðarlegar kröfur til sín. Sú útgáfa verksins sem við leikum er endurskoðuð útgáfa hans af frumútgáfunni frá 1891. Hann flutti verkið sjálfur í Vínar- borg 1887 ásamt tveimur frægum hljóðfæraleikurum, fiðluleikaranum Jenö Hubay og sellóleikaranum David Popper. Klara Schumann tal- aði um það hvað það hefði verið stór- kostlegt að upplifa þetta verk og við vitum um þýðingu hennar fyrir Brahms, bæði sem ráðgjafi og kven- vera. Maður hefur svo oft heyrt sin- fóníurnar hans Brahms og einleiks- konsertana, en ég hugsa oft um það að eftir því sem maður eldist og spil- ar meira af verkum hans finnst mér hann ekki sístur í kammerverkunum – þar er hann hvað dýpstur. Þar sameinar hann fullkomið vald á formi og innihaldi, en hefur líka svo óskaplega mikið að gefa okkur and- lega.“ Vorvindar að vestan Tríó Reykjavíkur. Verk eftir Jónas Tómasson frumflutt á tónleikum Tríós Reykjavíkur Morgunblaðið/Ásdís H VAÐ er gallerí og hvað er ekki gallerí? Þetta er spurn- ing sem stundum heyrist skeggrætt um í Reykjavík. Svo virðist sem orðið, út- lenskt að uppruna, beri með sér nokkuð misvísandi merkingu hér á landi. Stundum hefur það merkingu í líkingu við þá sem það hefur t.d. á enskri tungu og lýsir stað eða stofnun þar sem listaverk eru sýnd eða seld, en mun oftar er orð- ið gallerí notað sem heiti yfir einhverskonar verslun eða þjónustu, sem á lítið skylt við hefð- bundinn gallerírekstur samkvæmt erlendum skilgreiningum. Sem dæmi um fjölbreytileika fyrirtækja hér á landi sem nota orðið „gallerí/ gallerý“ um starfsemi sína má nefna kjöt- verslun, hundaskóla, hárgreiðslustofu, sól- baðsstofu, hús- gagnaverslun, blóma- búð, handsnyrtifyrirtæki, fiskbúð, og verslun er sér- hæfir sig í tækifærisgjöfum fyrir útgerðarmenn og sjómenn. Og þá eru ótalin öll þau fjölmörgu fyrirtæki sem selja ýmiskonar handverk, á borð við fatnað, prjónles, leirkerasmíði, skartgripi, útskurð o.s.frv., sem hægt er að skilgreina sem hönnun eða listiðn. Þessi fyrirtæki/verkstæði eru gjarnan nefnd gallerí, enda á gráu svæði í námunda við listirnar þar sem okkur hér á landi hefur reynst erfitt að draga mörkin. Án þess að hér gefist tækifæri til að fara nán- ar út í orðsifjar þessa hugtaks má jafnvel láta sér detta í hug að þessi víða merking orðsins hér á landi, er skírskotar umfram annað til hefðbundinnar verslunar, tengist óvenjulega langlífri tískuvöruverslun á Laugaveginum. Í öllu falli er víst að þegar orðið kom fyrst inn í ís- lenskt mál var það einvörðungu notað í hinni þrengri erlendu merkingu; um listastofnanir, sýningarsali – eða listhús eins og sumir hafa kosið að nefna gallerí – en sú upphaflega merk- ing virðist á undanhaldi ef marka má upptaln- inguna hér að framan. En hver er þá hugsunin á bak við þessa nafn- gift hér á landi? Ekki er ólíklegt að hún tengist fyrst og fremst þeirri tilfinningu að orðið „gall- erí“ ljái starfsemi menningarlegt yfirbragð – færi hana í „æðra“ veldi, hvort sem um er að ræða kjötvinnslu eða sólbaðsstofu – og eigi að bera fagmannlegum vinnubrögðum vitni. Nafn- giftin „gallerí“ gæti því verið hugsuð sem eins- konar gæðastimpill á þann rekstur sem um er að ræða. Fyrir þá sem standa í rekstri sýningarsala á sviði myndlistar er þessi málfarsþróun heldur óheppileg. Vitanlega ruglar enginn saman myndlistarsal og hundaskóla, en þegar sú starf- semi sem tengir sig við gallerí-heitið og starf- semi eiginlegra listgallería er orðin skyldari vandast málið. Erlendis er það svo, að gallerí sem viljateljast í hópi fagmanna hvað list-starfsemi snertir eru háð mjög þröngumskilgreiningum. Miðað er við að þau ráði yfir sýningarsal og móti listræna stefnu sína með því að bjóða listamönnum til samstarfs, sem oft felur einnig í sér að galleríið gerist um- boðsaðili listmannsins um leið. Í boði gallerísins felst að það greiðir allan kostnað sem til fellur við sýningarhaldið; kynningu, auglýsingar, út- gáfustarfsemi, opnunarboð o.s.frv. Á móti tekur galleríið ákveðið prósentuhlutfall af sölu á verk- um þeirra listamanna sem það sýnir, ef til sölu kemur. Í slíkum galleríum greiða listamenn aldrei leigu fyrir sýningarsalinn, enda er sú hætta augljóslega fyrir hendi að slík greiðsla hafi áhrif á listræna stefnu starfseminnar. Þau gallerí sem uppfylla þessi skilyrði geta haft töluverð áhrif í listheiminum og mynda t.d. grunninn að því starfi sem fer fram á frægustu listkaupstefnum erlendis, svo sem í Basel, Köln, Chicago, Berlín og í Madrid. Ef galleríum tekst að skapa sér nafn á þessum forsendum verða þau, auk listasafnanna, helstu viðkomustaðir sýningarstjóra í leit þeirra að efnilegum lista- mönnum. Þar með hafa þau tryggt þeim lista- mönnum sem þau eru í forsvari fyrir tengsl við hinn alþjóðlega listmarkað og aukið möguleika þeirra á að koma sér á framfæri til mikilla muna. Auk þessarar tegundar gallería starfar í flestum löndum mikill fjöldi sýningarsala sem listamenn geta leigt undir sýningar. Annar kostnaður við sýningarhaldið er þá annaðhvort greiddur af listamönnunum sjálfum eða innifal- inn í leiguverðinu. Í þessum sölum er stundum um ákveðna listræna stjórnum að ræða, þar sem ýmist er valið úr hópi umsækjenda, eða þá að sóst er eftir að leigja salinn ákveðnum lista- mönnum frekar en öðrum. Sum þessara gallería taka auk þess prósentuhlutfall af þeim verkum sem seljast í gegnum sýningar (jafnvel í allt að ár eftir að sýningu lýkur), önnur hafa sveigj- anlega samninga og taka jafnvel verk upp í leig- una og mynda þannig sitt eigið safn. Á þessum viðskiptum eru því mjög margar og ólíkar út- færslur. Leigugalleríum má síðan skipta í grófumdráttum upp í tvo meginflokka. Annarsvegar eru þau gallerí sem lifa eingönguá því að leigja sýningaraðstöðuna og selja þau verk sem þar eru sýnd. Starfsemi þeirra getur verið mjög metnaðarfull og jafnvel þannig að þau standist samanburð við hrein faggallerí. Þau geta því haft veigamikil áhrif á liststarfsemi í sínu nánasta umhverfi, en bera sig oft illa þegar til langs tíma er litið þar sem þau uppfylla ekki skilyrðin sem gerð eru til fag- gallería og eiga því mun erfiðara með að koma sér á framfæri á hinum alþjóðlega listmarkaði. Hin tegundin af leigugalleríum er þó miklum mun algengari, en þá er leiga á sýningarsal einskonar aukabúgrein í fyrirtæki sem fyrst og fremst stundar verslun, vel til þess fallin að vekja athygli á þeim varningi sem þar er til sölu. Oftast er þá verið að versla með hluti til tækifærisgjafa; smærri myndverk, leir- og gler- muni, eða hönnun af öðru tagi. Hér er um að ræða skrautmuni eða nytjahluti sem þjóna hlut- verki sínu sem heimilisprýði vel, en hafa strangt til tekið takmarkað listrænt gildi. Að auki virð- ist sem verðgildi þessara verka minnki frekar en að aukast með árunum. Stundum eru slíkir leigusalir jafnvel reknir í tengslum við verslun sem á ekkert skylt við list, en salurinn getur þá verið kjörin leið til að ná til viðskiptavina versl- unarinnar á menningarlegum forsendum og afla tekna með rými sem annars væri ekki nýtt. Loks má svo telja sýningarsali og/eða versl- anir listamanna og handverksfólks sem hefur tekið sig saman um húsnæði til að koma verk- um sínum á framfæri. Slíkar listsmiðjur, verk- stæði eða handverkshús eru þá í rauninni sölu- vettvangur fyrir þá sem að þeim standa og eru oft forvitnilegir staðir þar sem iðulega er hægt að kynnast vinnu listamanna eða listiðn- aðarmanna með athyglisverðum hætti. Öll sú fjölbreytta starfsemi sem hér hefur verið greint frá er oftast að heita má skilgreind undir orðinu „gallerí“ hér á landi. Það gefur því augaleið að það er nokkrum vandkvæðum bundið fyrir fólk að átta sig á hvað felst í hefð- bundnum gallerírekstri fagmanna á sviði lista, og greina á milli þeirrar starfsemi og starfsemi annars eðlis. Út af fyrir sig væri þetta ekki vandamál nema vegna þess að svo virðist sem ákaflega margir sem reka „gallerí“ vilji láta líta á starfsemi sína sem starfsemi faggallerís og eiga erfitt með að sætta sig við umfjöllun eða umræðu á öðrum nótum. Hvað þetta varðar er íslensk galleríflóra mjög sérstök því erlendis líta rekstraraðilar ólíkra gallería, sýningarsala, verkstæða, handverkshúsa og smiðja í lang- flestum tilfellum svo á að þeir séu fullsæmdir af því að standa undir mun fjölbreyttari starfs- heitum. Þessir aðilar nota ólíkar og sértækar skil- greiningar mjög meðvitað til að marka sérstöðu sína á þeim óljósa skala list- og hönnunar- tengdrar starfsemi sem við fellum alla undir gallerírekstur. Vonandi á sá tími einnig eftir að rennaupp hér á landi að almenningi verðigert kleift að átta sig á ólíku eðli mis-munandi starfsemi á sviði lista, hand- verks og verslunar, hvaða nafni svo sem fyr- irtækin eru látin heita. Öll er þessi starfsemi af hinu góða, öll á hún einhversstaðar heima og öll þjónar hún ákveðnum tilgangi. Það gerir hún hins vegar ekkert síður þótt hún sé ekki kynnt undir óljósum listrænum formerkjum raun- verulegra faggallería sem í raun eru frekar fá í hverju landi – og hér á landi rétt að byrja að skjóta upp kollinum. Gallerí, verslanir og smiðjur AF LISTUM Eftir Fríðu Björk Ingvarsdóttur fbi@mbl.is Teikning/Andrés
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.