Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 48
DAGBÓK
48 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið.
Dýravernd
ÉG VAR að lesa grein Sig-
ríðar Eymundsdóttur í Vel-
vakanda 6. nóvember sl.
Hún talar m.a. um útflutn-
ing á hrossum. Ég hef séð í
sjónvarpinu þessa vini okk-
ar rekna um borð í flugvél-
ar og kveðja ættjörðina fyr-
ir fullt og allt. Hestar eru
vitur dýr og ég hef oft séð
hryggðarsvip á þeim þegar
verið er að flytja þá á brott.
Finnst mér þetta ákaflega
döpur sjón. Sigríður talar
einnig um að sést hafi til
fólks sem henti kisunni út
úr bílnum upp á Hellisheiði.
Ég hef oft heyrt um svona
lagað frá fólki sem hefur
orðið vitni að svona voða-
verkum. Það ætti að refsa
fólki sem svona lagað gerir.
Að henda litlu dýrunum
sínum út uppi á heiðum þar
sem bíður dýrsins ekki ann-
að en hungur, vosbúð og
dauði er skelfilegt. Ég vil
benda fólki á að fara með
dýrin í Kattholt eða á dýra-
spítalann. Það er mannúð-
legra. Ég tók að mér dýr
sem var illa á sig komið á
tröppunum hjá mér. Ná-
granni minn gaf barni sínu
dýrið í jólagjöf til að leika
sér að. Svo þegar að fjöl-
skyldan flutti var litli vin-
urinn skilinn eftir ósjálf-
bjarga. Þegar ég hafði
samband við fjölskylduföð-
urinn reif hann bara kjaft
og sagði mér að fara í það
neðra. Vonandi lendir hann
ekki þar sjálfur. Fólk verð-
ur að gera sér grein fyrir
því að dýr eru ekki leik-
föng. Það verður að gera
sér grein fyrir því að það
geti haft dýrin og að það sé
bindandi að hafa dýr. Þau
þurfa mikla umönnun og
umhyggju. Við eigum að
standa vörð um rétt mál-
leysingjanna og ekki hika
við að kæra það fólk sem
svona hegðar sér. Ég mun
gera það ef ég verð vör við
að illa sé farið með dýrin.
Vinur dýranna.
Fróðlegt og mál-
efnalegt viðtal
ÞAÐ var mjög fróðlegt,
skemmtilegt og sérstak-
lega málefnalegt að hlusta
á viðtal við utanríkisráð-
herra, sem fréttamaður
RÚV átti við hann um
ferðalag hans til Japans og
annarra Austurlanda. Þar
greindi hann mjög ná-
kvæmlega frá kostum þess
að hafa sem mest og best
samskipti við þessi lönd og
hversu áríðandi það er, að
hafa þar sendiráð. Ég ætla
ekki að fjölyrða meira um
þennan þátt, en vona að
hann verði endurfluttur.
Þessi ferð og þetta viðtal
var ekki bara rós í hnappa-
gat utanríkisráðherra,
heldur heill blómvöndur.
Hann er örugglega einn af
okkar bestu utanríkisráð-
herrum, með fullri virðingu
fyrir öllum hinum.
Sjálfstæðismaður.
Dýrahald
Hvít, loðin læða
týndist
HVÍT loðin læða týndist frá
Fjóluhvammi í Hafnarfirði
fyrir u.þ.b. 3 vikum. Hún
var með rauða ól með bjöllu
þegar hún týndist. Hennar
er sárt saknað. Þeir sem
hafa orðið hennar varir hafi
samband í síma 555-4969.
Læða týndist
í Lindarsmára
LÆÐA týndist í Lindar-
smára í Kópavogi fyrir
nokkrum dögum. Þetta er 8
mánaða læða. Hún er grá,
hvít og það er smágult í
henni líka, hún er með
hvítar loppur og með gul-
brún augu. Hennar er sárt
saknað. Ef einhver hefur
upplýsingar þá hringið í
Þóru í síma 565 3386.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15.
Netfang velvakandi@mbl.is
Víkverji skrifar...
Í KENNSLUBÓK sem ung vin-kona Víkverja er með í íslensku
er texti sem er kostulegur og
lúmskt fyndinn ef að er gáð. Verk-
efni nemenda er að finna fallorðin í
textanum, sem er svohljóðandi:
Þjálfarinn hélt smátölu yfir
strákunum sínum eftir leikinn: „Þið
skulið ekki taka þetta nærri ykkur,
drengir mínir. Það er engin smán
að tapa. Það sem máli skiptir er að
spila af krafti og leika rétt. Vissu-
lega er æskilegt að sigra en það
segir ekki allt. Og feður ykkar og
mæður, þau geta verið stolt af son-
um sínum eftir þennan leik. Rétt
eins og foreldrar hins liðsins geta
verið stoltir af dætrum sínum.“
x x x
VÍKVERJI leyfir sér að lýsastuðningi við hugmynd Arnar
Bárðar Jónssonar, prests í Nes-
kirkju, sem hann setur fram í bréf
til blaðsins í Morgunblaðinu á föstu-
daginn. Þar leggur hann til að í stað
„tvöfalt vaff, tvöfalt vaff, tvöfalt
vaff“ – skammstöfunina www. fyrir
World Wide Web þegar slóðir eru
skrifaðar á Netinu – fari Íslending-
ar að segja þrefalt vaff. Eins og
hann bendir á eigum við vaff og tvö-
falt vaff, þannig að hugmynd Arnar
Bárðar er bæði sjálfsagt framhald
hefðar í málinu okkar og gæti einn-
ig nýst enskumælandi fólki, eins og
hann bendir á. Í stað þess að segja
„dobbeljú, dobbeljú, dobbeljú“ gæti
það einfaldlega sagt „trippeljú“.
Frábær lausn á hvimleiðu vanda-
máli.
x x x
VÍKVERJI hefur farið tvívegis íkvikyndahús með stuttu milli-
bili og báðar voru myndirnar mjög
athyglisverðar, hvor á sinn hátt.
Annars vegar er um að ræða The
Others í Háskólabíói. Hún hefur
fengið mjög góða dóma hérlendis og
gagnrýnandi Morgunblaðsins spáði
henni m.a.s. fjölda Óskarðlaunatil-
nefninga, fyrir leik í aðal- og auka-
kvenhlutverkum, kvikmyndatöku,
leikstjórn og handrit svo nokkuð sé
nefnt. Það vakti einmitt athygli Vík-
verja hversu vel myndin er gerð að
öllu leyti, en þrátt fyrir það fannst
honum myndin ekki skemmtileg.
Efnið höfðaði ekki til hans. Hin
myndin, aftur á móti, fannst Vík-
verja aldeilis stórkostleg. Þar er á
ferðinni danska dogma-myndin
Italiensk for begynnere, sem Regn-
boginn sýnir. Svona myndir, þar
sem fjallað er um venjulegt fólk við
venjulegar aðstæður falla Víkverja
sérlega vel í geð; atburðirnir verða
svo trúverðugir að áhorfandinn lifir
sig inn í myndina og trúir því jafn-
vel að þar sé verið að fjalla um það
sjálft. Þessi danska mynd fær
hæstu einkunn hjá Víkverja.
x x x
VÍKVERJI heyrði BjörgvinHalldórsson syngja lag Meg-
asar, Spáðu í mig, a.m.k. tvívegis í
útvarpi í vikunni. Þetta hlýtur að
vera af nýrri plötu því Víkverji
minnist þess ekki að hafa heyrt
þetta áður. Báðir eru í uppáhaldi
hjá Víkverja, Björgvin stórgóður
söngvari og Megas frábær texta-
höfundur sem flytur verk sín á ein-
stakan hátt. En Víkverja fannst ein-
hvern veginn ekki passa að heyra
Björgvin syngja lagið. „Finnst þér
ekki Esjan vera sjúkleg, og Akra-
fjallið geðbilað að sjá“ – Nei, það
vandist ekki einu sinni; flutningur
Megasar sjálfs hljómaði alltaf eins
og til hliðar í undirmeðvitundinni.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
LÁRÉTT:
1 hluti fuglsmaga, 4 und-
irnar, 7 kynstur, 8 lík-
amshlutar, 9 kraftur, 11
geta gert, 13 ilmi, 14 bor,
15 spaug, 17 ágeng, 20
hryggur, 22 sælu, 23 sér,
24 vota, 15 þekki.
LÓÐRÉTT:
1 plönturíki, 2 duftið, 3
jarðávöxtur, 4 vitneskja,
5 tuskan, 6 galdrakvendi,
10 aula, 12 elska, 13
erfðafé, 15 grasflöt, 16
Persi, 18 bækurnar, 19
fiskur, 20 flytja með erf-
iðismunum, 21 slungin.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 lofsyngja, 8 semur, 9 forða, 10 tin, 11 kerti, 13
apann, 15 Rafns, 18 sakna, 21 van, 22 svera, 23 áfeng, 24
skelfisks.
Lóðrétt: 2 ormar, 3 sorti, 4 nefna, 5 jarða, 6 ósek, 7
hann, 12 til, 14 púa, 15 ræsi, 16 flesk, 17 svall, 18 snáði,
19 klerk, 20 angi.
K r o s s g á t a
VINKONA mín var að
koma frá Lúxemborg.
Hún flaug frá Lúx-
emborg til Kaup-
mannahafnar og þaðan
til Íslands.
Mikil seinkun varð á
fluginu frá Lúx vegna
mjög strangrar örygg-
isgæslu. Allar töskur og
annar handfarangur var
vel skoðaður. Einn toll-
varðanna spyr vinkonu
mína hvort hún sé með
hníf í töskunni. Hún neit-
ar því, opnar töskuna,
hvolfir úr henni og sýnir
verðinum. Tollvörðurinn
sér þarna glitta í nagla-
þjöl og biður hana að
henda þjölinni sem hún
og gerir.
Þegar hún er komin til
Kaupmannahafnar fer
hún um borð í vél Flug-
leiða. Eftir u.þ.b. klukku-
stundar flug er borinn
fram matur og honum
fylgdu stálhnífapör (hníf-
ur, gaffall, skeið). Vin-
kona mín átti ekki til eitt
aukatekið orð. Í þessu
eina og sama ferðalagi
er hún beðin að henda
naglaþjöl í fyrra fluginu
en fær síðan stálhnífapör
afhent í því seinna.
Það sem mig langar til
að vita er, þegar maður
hefur 11. september sl. í
huga, hvers vegna ör-
yggi farþega hjá Flug-
leiðum er ekki meira og
hvort þessu eigi ekki að
breyta.
Hrafnhildur Helgadótt-
ir, nemi í Verzlunarskóla
Íslands.
Fyrirspurn til Flugleiða
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Á
morgun fara Tjaldur,
Júpiter og Árni Frið-
riksson.
Hafnarfjarðarhöfn:
Selfoss kemur til
Straumsvíkur á morg-
un.
Mannamót
Aflagrandi 40. Á morg-
un kl. 9 vinnustofa og
leikfimi, kl. 10 boccia,
kl. 13 vinnustofa, kl. 14
félagsvist. Nýtt nám-
skeið í jóga hefst mið-
vikud. 14. nóv., skráning
í afgreiðslu, s. 562-2571.
Árskógar 4. Á morgun
kl. 9 handavinnustofan
opin, kl. 10.15 leikfimi,
kl. 11 boccia, kl. 13.30–
16.30 smíðastofan opin –
útskurður, kl. 13.30 fé-
lagsvist, kl. 10 púttvöll-
urinn opinn, kl. 16
myndlist. Allar upplýs-
ingar í síma 535-2700.
Bólstaðarhlíð 43. Á
morgun kl. 9–16 handa-
vinna, kl. 9–12 búta-
saumur, kl. 9–17 fótaað-
gerð, kl. 10
samverustund, kl.
13.30–14.30 söngur við
píanóið, kl. 13–16 búta-
saumur.
Eldri borgarar Kjal-
arnesi og Kjós. Fé-
lagsstarfið Hlaðhömr-
um er á þriðjudögum og
fimmtudögum kl. 13–
16.30, spil og föndur.
Jóga á föstudögum kl.
13.30. Kóræfingar hjá
Vorboðum, kór eldri
borgara í Mosfellsbæ á
Hlaðhömrum fimmtu-
daga kl. 17–19. Uppl.
hjá Svanhildi í s.
5868014 kl. 13–16. Uppl.
um fót-, hand- og and-
litssnyrtingu, hár-
greiðslu og fótanudd, s.
566-8060 kl. 8-16.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist í
Gullsmára 13 á mánud.
kl. 20.30. Fótaaðgerða-
stofan opin frá kl. 10.
Skrifstofan Gullsmára 9
er opin á morgun kl.
16.30–18, s. 554 1226.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Á morgun
kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað-
gerð og myndlist, kl.
9.30 hjúkrunarfræð-
ingur á staðnum, kl. 10
verslunin opin, kl. 11.10
leikfimi, kl. 13 föndur og
handavinna, kl. 13.30
enska framhald.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18–20. Á
morgun kl. 9 böðun og
hárgreiðslustofan opin.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50. Á
morgun púttað í Bæj-
arútgerðinni kl. 10 og
félagsvist kl. 13.30.
Tölvunámskeið í Flens-
borg kl. 17. Á þriðjudag
verður tréútskurður í
Lækjarskóla kl. 13,
saumar og brids í
Hraunseli kl. 13.30.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan
opin virka daga frá kl.
10–13. Kaffi – blöðin og
matur í hádegi. Sunnu-
dagur: Félagsvist kl.
13.30, fjögurra daga
keppni annan hvern
sunnudag. Dansleikur
kl. 20, Caprí-tríó leikur
fyrir dansi. Mánudagur:
Brids kl. 13. Dans-
kennsla fellur niður.
Þriðjudagur: Skák kl.
13, haustmót skákdeild-
ar FEB. Alkort spilað
kl. 13.30.
Miðvikudagur: Göngu-
Hrólfar fara í létta
göngu frá Ásgarði
Glæsibæ kl. 10. Silf-
urlínan er opin á mánu-
og miðvikudögum frá kl.
10–12 f.h. Skrifstofa fé-
lagsins er flutt að Faxa-
feni 12, sama síma-
númer og áður.
Félagsstarfið er áfram í
Ásgarði Glæsibæ. Upp-
lýsingar á skrifstofu
FEB kl. 10–16, sími
588-2111.
Félagsstarfið Hæð-
argarði 31. Á morgun
kl. 9–16.30 opin vinnu-
stofa, handavinna og
föndur, kl. 9–13 hár-
greiðsla, kl. 14 fé-
lagsvist. Opið alla
sunnudaga frá kl. 14–16,
blöðin og kaffi. Farið
verður að sjá leikritið
„Með vífið í lúkunum“
föstudaginn 16. nóv-
ember, miðapantanir
fyrir 14. nóv. í Hæð-
argarði, s. 568-3132
Gerðuberg, félagsstarf.
Í dag kl. 13–16 er mynd-
listarsýning Valgarðs
Jörgensen opin, síðasta
sýningarhelgi, listamað-
urinn verður á staðnum.
Á morgun kl. 9–16.30
eru vinnustofur opnar,
frá hádegi er spilasalur
opinn, dans fellur niður.
Veitingar í veitingabúð.
Föstudaginn 16. nóv-
ember kl. 16 verður
myndlistarsýning Krist-
ínar Bryndísar Björns-
dóttur opnuð. Upplýs-
ingar um starfsemina á
staðnum og í síma 575-
7720.
Gjábakki, Fannborg 8.
Á morgun er handa-
vinnustofan opin, leið-
beinandi á staðnum frá
kl. 9, kl. 9.30 gler- og
postulínsmálun, kl. 13
lomber, kl. 13.30 skák,
kl. 20 skapandi skrif.
Gullsmári Gullsmára
13. Á morgun: Vefnaður
kl. 9, leikfimi kl. 9.05,
brids kl. 13, kl. 11
myndmennt, kl. 12
myndlist, félagsvist kl.
20.30.
Hraunbær 105. Á morg-
un kl. 9 perlusaumur,
postulínsmálun og
kortagerð, kl. 10 bæna-
stund, kl. 13 hár-
greiðsla.
Hvassaleiti 56–58. Á
morgun kl. 9 böðun og
föndur, kl. 10 boccia, kl.
13 frjáls spilamennska,
kl. 13.30 gönguferð, fót-
snyrting
Norðurbrún 1. Á morg-
un kl. 10 ganga, kl. 9
fótaaðgerð, kl. 12 bóka-
safn.
Vesturgata 7. Á morg-
un kl. 9–16 fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
handavinna, kl. 10
boccia, kl. 13 kóræfing.
Vitatorg. Á morgun kl.
9 smíði og hárgreiðsla,
kl. 9.30 bókband, búta-
saumur og morg-
unstund, kl. 10 fótaað-
gerðir og sund, kl. 13
handmennt, gler-
bræðsla, leikfimi og
spilað.
Kirkjustarf aldraðra
Digraneskirkju. Opið
hús á þriðjudag kl. 11.
Leikfimi, matur, helgi-
stund og fleira.
Gullsmárabrids. Eldri
borgarar spila brids í
Gullsmára 13 alla mánu-
daga og fimmtudaga.
Skráning kl. 12.45. Spil
hefst kl. 13. Bridsdeild
FEBK í Gullsmára.
Bandalag íslenskra
skáta. Endurfundir
eldri skáta verða mánu-
daginn 12. nóvember í
Hraunbyrgi, skátaheim-
ili Hraunbúa, Hjalla-
braut 51 í Hafnarfirði.
Húsið verður opnað kl.
11.30 og matur verður
fram borinn kl. 12. Allir
eldri skátar eru hvattir
til að koma og hitta
gamla félaga.
GA-fundir spilafíkla kl.
18.15 á mánudögum í
Seltjarnarneskirkju
(kjallara), kl. 20.30 á
fimmtudögum í fræðslu-
deild SÁÁ Síðumúla 3–5
og í Kirkju Óháða safn-
aðarins við Háteigsveg
á laugardögum kl.
10.30.
Háteigskirkja, eldri
borgarar, félagsvist
mánudaga kl. 13–15,
kaffi.
Kristniboðsfélag karla
Sjálfsbjörg, félagsheim-
ilið Hátúni 12.
Samtök þolenda kyn-
ferðislegs ofbeldis,
fundir mánudaga kl. 20
á Sólvallagötu 12,
Reykjavík. Stuðst er við
12 spora kerfi AA-
samtakanna.
Kvenfélag Kópavogs
Vinnukvöld vegna bas-
ars mánudag kl. 20, í
Hamraborg 10.
Sinawik í Reykjavík.
Fundur í Sunnusal Hót-
el Sögu 13. nóv. kl. 20.
Efni fundarins er tísku-
sýning frá versl. Tísku-
vali, og snyrtivörukynn-
ing frá Karen Herzog.
SVDK Hraunprýði.
Fundur verður haldinn
þriðjudaginn 13. nóv. kl.
20 í húsi félagsins,
Hjallahrauni 9. Bingó,
kaffi.
Kvenfélag Breiðholts,
fundur verður 13. nóv-
ember kl. 20. Gestur
fundarins verður með
kynningu á ýmsu. Kon-
ur eru beðnar að mæta
vel.
Minningarkort
Félag MND-sjúklinga
selur minningarkort á
skrifstofu félagsins á
Norðurbraut 41 í Hafn-
arfirði. Hægt er að
hringja í síma 565-5727.
Allur ágóði rennur til
starfsemi félagsins.
Í dag er sunnudagur 11. nóvember,
315. dagur ársins 2001. Marteins-
messa. Orð dagsins: Lát rétt minn
út ganga frá augliti þínu, augu þín
sjá hvað rétt er.
(Sálm. 2, 17.)