Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 13
fólk selji allt sem það eigi og borgi
aleiguna fyrir far með báti frá
Indónesíu (um eitt hundrað og fimm-
tíu þúsund ísl. kr.) sýni best hversu
örvæntingarfullt það sé.
Á alþjóðlega flóttamannadeginum
hinn 24. september sl. fór 200 manna
hópur (Refugee Action Group) til
Woomera-flóttamannabúðanna nyrst
í Suður-Ástralíu með leikföng og
fleira sem beðið var um að afhent yrði
föngunum. En ekki var að sökum að
spyrja, ferðin endaði með ósköpum.
Lögreglan mætti á staðinn og beitti
vatnsslöngum og eiturgasi á fangana.
Sagt var að einhverjir þeirra hefðu
ætlað að reyna að flýja.
Af íranska drengnum, Shayan, sem
talað var um í síðustu grein, er það að
frétta að hann var tekinn af foreldr-
unum og látinn í fóstur. Hvort það var
með leyfi foreldra eða ekki voru menn
ekki sammála um. Foreldrarnir eiga
yfir höfði sér að vera fluttir úr landi.
Philip Ruddock, ráðherra flótta-
mannamála, efaðist í útvarpsviðtali
um að Shayan hefði orðið vitni að
sjálfsmorði. Kom þá fram vitni, fé-
lagsráðgjafi nokkur, sem sannaði í
sjónvarpsviðtali að svo hefði verið.
Hafði hann hætt störfum vegna þess
álags sem hvíldi á honum í Woomera
og varð hann sjálfur að leita sér að-
stoðar.
Þá hefur einnig komið fram í sjón-
varpi hjúkrunarkona sem starfaði í
Woomera-flóttamannabúðunum,
Wayne Lynch, sem ofbauð aðstæður
og atlæti flóttamannanna.
Pauline Hanson vakti upp draug og
enn hefur enginn Grettir verið fær
um að kveða hann niður. Þetta er
draugur kynþáttafordóma og ofstæk-
is í garð þeirra sem á einhvern hátt
skera sig úr í þjóðfélaginu.
Skegg, túrbanar og slæður
Forsætisráðherrann John Howard
var staddur í Bandaríkjunum er
harmleikurinn mikli varð hinn 11.
september. Varð hann áströlsku þjóð-
inni til mikils sóma með því að bregð-
ast rétt og skynsamlega við aðstæð-
um.
Síðan hefur hann heitið Bandaríkj-
unum hverri þeirri aðstoð sem þeir
óska eftir skilyrðislaust og þykir sum-
um hann lofa of miklu upp í ermina
sína.
Bandaríkjamenn eru bestu vinir
okkar og Bretar koma næstir, segir
Howard. Og hann gleymir algjörlega
næstu nágrönnum sínum og aðalvið-
skiptavinum í heimsálfu að nafni Asía.
Þar sem Áströlum væri í lófa lagið að
hafa mikla og góða forystu í viðskipt-
um og ýmsum framfaramálum.
Eftir harmleikinn í Bandaríkjun-
um hefur Philip Ruddock haft orð á
því að meðal bátsflóttamannanna séu
hryðjuverkamenn. Þingmenn Sósíal-
demókrata hafa mótmælt þessu tali.
Telja fráleitt að sérþjálfaðir hryðju-
verkamenn komi til Ástralíu á lekum
bátum. Þeir kæmu öllu heldur með
flugvél í sumarleyfi, með pappíra í
lagi og nóga peninga. Þykir ábyrgð-
arlaust að tengja þetta tvennt og
ástæðulaust að egna viðkvæman og
óttasleginn almenning sem berst við
að ná áttum eftir hryðjuverkin í
Bandaríkjunum.
Þetta tal ásamt atburðinum hefur
kallað fram ofstæki í ýmsum mynd-
um – aðallega í stórborgunum. Um
200 þúsund múslímar búa í Ástralíu.
Forsætisráðherra hefur skorað á fólk
að sýna umburðarlyndi og sagt að
múslímarnir séu löghlýðnir ríkisborg-
arar. Ráðherrar hafa heimsótt mosk-
ur og fjölmiðlar hafa reynt að fræða
fólk og miðla upplýsingum um trúar-
brögð til almennings. En þetta stoðar
ekki mikið.
Múslímakonur með slæður (hijab)
hafa orðið aðalskotspónn þessara
árása. Einkum verða ungar skóla-
stúlkur fyrir áreitni. Eldri konurnar
forðast að fara einar út. Fara jafnvel
ekki að versla nema í fylgd með eig-
inmönnum sínum.
Hrækt er á þá sem líta út fyrir að
vera arabar, skólar þeirra og fyrir-
tæki fá hótanir í síma og á Netinu,
auk þess sem kastað hefur verið
Mólotov-kokteilum á moskur. Gömul
moska brann til ösku í Brisbane ný-
lega og 300 manna söfnuður mátti
biðjast fyrir undir berum himni.
Ung, ófrísk kona með hijab varð
fyrir árás í Melbourne og var flutt á
spítala; sautján ára pilti var hrint á
hjóli; leigubílstjóri með túrban – alls
ekki arabi heldur sikhi – varð fyrir að-
kasti; þvert yfir glugga á pitsustað í
eigu araba var málað „hryðjuverka-
hundur“ og þannig mætti lengi telja.
Sem betur fer lætur þó mikill
meirihluti þjóðarinnar skynsemina
ráða. Til pitsueigandans kom kona,
færði honum blóm og baðst afsökunar
á framkomu landa sinna.
Símhringingar og póstur á Netinu
sem sýna stuðning við múslíma hefur
verið í miklum meirihluta – fjórir á
móti einum að því talið er.
Átakanlegt er þó að sjá hversu
fljótt umburðarlynt fjölþjóðasam-
félag getur breyst þannig að hópar
fólks þora ekki að fara út á götu.
Anzett-flugfélagið
sem flýgur ekki lengur
16.000 starfsmenn flugfélagsins
Anzett mættu til vinnu sinnar einn
daginn en urðu þess þá vísari að fyr-
irtækið starfaði ekki lengur. Tugþús-
undir farþega sem áttu farmiða urðu
strandaglópar hér og þar um Ástralíu
og úti í heimi. Hefur Qantas-flug-
félagið hlaupið undir bagga en fall
Anzett gefur Qantas afar sterka
stöðu og nánast einokun á flugleiðum.
Líkar engum það vel og m.a.s. John
Howard og samgöngumálaráðherr-
ann John Anderson eru ekki hressir
með það.
Qantas hefur nú leigt tíu þotur
Anzett ásamt áhöfn (um 2.000 starfs-
menn fá vinnu) um tíma en enginn
veit enn hvað tekur síðan við.
Anzett hefur starfað í meira en 60
ár en hefur verið rekið sem dótturfyr-
irtæki Air New Zealand undanfarin
ár. Eru starfsmenn ákaflega uggandi
um sinn hag, einkum um það orlofsfé
og þau eftirlaun sem þeir eiga inni hjá
fyrirtækinu. Nemur sú upphæð millj-
ónum ástralskra dollara.
Þetta er skelfilegt áfall fyrir þjóð-
ina og viðtöl við starfsfólk Anzett
undanfarið hafa verið átakanleg.
John Howard vill setja 10 dollara
(500 ísl. kr.) gjald á alla flugmiða og
láta þá peninga renna til starfsmanna
og borga þeim ákveðna lágmarksupp-
hæð en margir eiga miklu hærri upp-
hæðir inni og vilja ekki sætta sig við
það. Kalla þetta plástur á sárið.
Fólk er óskaplega reitt og sárt.
Síðan hafa starfsmenn efnt til mik-
illa mótmæla á flugvöllum og í Can-
berra. Reiði þeirra beinist að fram-
kvæmdastjórum fyrirtækisins, að Air
New Zealand, auk þess sem alríkis-
stjórnin er ekki efst á vinsældalist-
anum því hún hefur vitað a.m.k. sl. tvo
mánuði að flugfélagið var rekið með
miklu tapi – 18 milljónum ástralskra
dollara á viku – en gerði engar ráð-
stafanir.
Þá eru afleiðingar þessa ískyggi-
legar fyrir landsbyggðina. Mörg af-
skekkt þorp, t.d. Broken Hills og Mt.
Isa, og vinsælir ferðamannastaðir
eins og Tasmanía og Tamworth eru
nú án öruggra flugsamgangna.
Qantas hefur verið fljótt að bæta
flugleiðum við á sumum þessara leiða
þar sem von er um ábatasama þjón-
ustu en aðrir sjá nú fyrir sér að þurfa
að aka 10 tíma til að komast til næstu
borgar. Eru sum byggðarlög að
reyna að safna fjárhæðum svo þau
geti sjálf keypt hluta af Anzett og
rekið. Hefur stjórnin í NSW nú veitt
3ja milljóna dollara lán til að auðvelda
byggðarlögunum leikinn og til þess
að þau geti keypt dótturfyrirtæki
Anzett, Hazelton.
Önnur helsta tekjulind í Queens-
land er ferðamennska en nokkrum
ferðaskrifstofum hefur þegar verið
lokað og fleiri fyrirtæki eiga eftir að
rúlla í kjölfar Anzett.
Manni verður á að spyrja hvort
enginn hafi séð þessar skelfilegu af-
leiðingar fyrir landsbyggðina fyrir.
Howard heldur velli
Undir eðlilegum kringumstæðum
hefði fall Anzett-flugfélagsins ásamt
áhrifum þess á fjölmörg önnur fyr-
irtæki – (að ótöldum ófyrirsjáanleg-
um afleiðingum fyrir ferðamannaiðn-
aðinn) – valdið algjöru hruni
alríkisstjórnarinnar í Canberra. En
þessar fréttir falla í skuggann af
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum og
fyrstu heimsstyrjöld aldarinnar.
Ljóst var frá upphafi að Howard og
Ruddock myndu nota hvern bátsfarm
af flóttamönnum sem kemur í land til
þess að hamra á hættu þeirri sem
stafaði af flóttafólkinu og ná sér þann-
ig í atkvæði.
Skoðanakannanir voru breytilegar
frá einni viku til annarrar. Flestar
gáfu þó til kynna að John Howard
færi með sigur af hólmi eins og raunin
varð í gær.
Kim Beazley, sem lengi var utan-
ríkisráðherra í síðustu stjórn Verka-
mannaflokksins, játaði í gær ósigur
sinn og lýsti yfir því að hann færi ekki
framar fyrir Verkamannaflokknum.
Spennandi tímar fara í hönd í ástr-
ölskum stjórnmálum.
Skopmyndateiknarar hafa gert grín að viðbrögðum ástralskra stjórnvalda
vegna flóttamannanna um borð í Tampa. Á myndinni hefur ástralska stjórnin
verið persónugerð í John Howard forsætisráðherra landsins, sem þar hleypur
fram fyrir röð annarra þjóða er mun fleiri flóttamenn hafa á sínum snærum.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 13
D a g s k r á
13.00 Setning þings
Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra
13.15 Staða starfsendurhæfingar og orsakir örorku á Íslandi
Sigurður Thorlacius, tryggingayfirlæknir
Starfsendurhæfing á vegum TR og úttekt á henni
Gunnar Kr. Guðmundsson, endurhæfingarlæknir
14.00 Starfsendurhæfing í Svíþjóð, markmið og reynsla
Sven-Olof Krafft, endurhæfingarlæknir og yfirlæknir Tryggingastofnunar í
Vestur Svíþjóð ( Försäkringskassan )
14.45 Kaffi
15.05 Endurmenntun atvinnulausra
Hrafnhildur Tómasdóttir, verkefnisstjóri hjá MFA
Starfshæfni langtíma atvinnulausra
Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar
Þýðing starfsendurhæfingar fyrir lífeyrissjóði
Hrafn Magnússon, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða
15.45 Samantekt fundarstjóra, lögð fram ályktun
16.00 Málþingi slitið
13. nóvember kl. 13-16 á Grand Hótel Reykjavík
Alþýðusamband Íslands
Landssamtök lífeyrissjóða
Vinnumálastofnun
Samtök atvinnulífsins
Tryggingastofnun ríkisins
Samstarfsráð um endurhæfingu
Fundarstjóri: Karl Steinar Guðnason, forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins.
Málþingið er ókeypis og opið öllum.
Hvað er að gerast í
bókasafninu þínu í Norrænu
bókasafnavikunni?
Athugaðu málið
Norræna félagið
PR-hópur
norrænna bókasafna