Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 25
Nú býðst þér ótrúlegt tækifæri til þessarar heill-
andi borgar. Þú bókar tvö sæti til Prag, en greið-
ir bara fyrir eitt, og kemst til einnar fegurstu borgar Evrópu á frábærum kjörum.
Allar ferðir í nóvember eru nú uppseldar og þér bjóðast nú síðustu sætin í haust
19. nóvember á einstökum kjörum. Hjá Heimsferðum getur þú valið um gott úr-
val 3ja og 4 stjörnu hótela og fararstjórar Heimsferða bjóða þér spennandi
kynnisferðir meðan á dvölinni stendur.
Verð kr. 16.850
Flugsæti á mann, m.v. 2 fyrir 1.
33.700/2 = 16.850
Skattar kr. 3.350, ekki innifaldir.
Gildir eingöngu 19. nóv., 4 nætur.
Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800.
Forfallagjald, kr. 1.800.
4 nætur í Prag
Síðustu sætin í haust
2 fyrir 1 til
Prag
19. nóvember
frá kr. 16.850
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Verð hótela:
Verð á mann
Hotel Korunek – 3 stjörnur,
kr. 3.890 nóttin í 2ja manna herbergi.
Expo – 4 stjörnur,
kr. 4.900 nóttin í 2ja manna herbergi.
20%S
P
E
N
N
A
N
DI
KAUPA
U
K
A
R
AFSLÁT
TU
R20
www.lyfja. is
Kynningar
K
O
R
T
E
R
Langar þig í glæsilega snyrtitösku með þægilegum
ferðastærðum? 50 ml hreinsimjólk, 50 ml andlitsvatni,
5 ml Primordiale varakremi og 3 ml Rénergie styrkj-
andi serumi að verðmæti 3.000 kr. Hún er þín þegar
þú kaupir 50 ml Rénergie krem eða 50 ml Primordiale
krem á næsta Lancôme útsölustað.
útsölustaðir um land allt.
LEGGJUM AF STAÐ
FERÐ GEGN HRUKKUM
STÖÐ tvö sýnir í
kvöld ítarlegt við-
tal við Jón Baldvin
Hannibalsson,
sendiherra Íslands
í Bandaríkjunum,
en þar fjallar hann
um stjórnmál á Ís-
landi og Banda-
ríkjunum auk þess
sem hann ræðir
um einkamál sín
og fleira. Viðtalið tók Hans Krist-
ján Árnason, en hann hefur unnið
þrjá þætti fyrir Stöð tvö sem hann
nefnir „Privat“.
Þættirnir eru 70 mínútna langir
og tekur viðtalið við Jón Baldvin
tvo þætti, en í þriðja þættinum er
rætt við Valgerði Bjarnadóttur
sem starfað hefur í Brussel um
langt árabil.
Hans Kristján sagði að aldrei
áður hefði verið tekið svona ít-
arlegt viðtal við Jón Baldvin og
þar kæmu fram margir athygl-
isverðir hlutir. Jón Baldvin væri
einstaklega skipulagður og góður
sjónvarpsmaður. Það væru ekki
allir sem gætu haldið athygli sjón-
varpsáhorfanda í svo löngu viðtali
en Jón Baldvin gerði það ósvikið.
Hans Kristján sagði að í fyrri
hluta viðtalsins væri farið yfir ut-
anríkisráðherratíð Jóns Baldvins
og afskipti hans af sjálfstæðisbar-
áttu Eystrasaltsríkjanna. Þar
kæmi fram margt nýtt sem Jón
Baldvin hefði aldrei sagt frá op-
inberlega áður. Jón Baldvin
fjallaði einnig um veru sína í
Bandaríkjunum og sýn sína á
bandarískt þjóðfélag. Hans Krist-
ján sagði að í seinni hluta viðtals-
ins, sem verður á dagskrá 18. nóv-
ember væri farið yfir afskipti
Jóns Baldvins af íslenskri pólitík.
Komið væri inn á einkalíf hans og
mat á mönnum og málefnum.
Síðasti þátturinn, sem er á dag-
skrá 25. nóvember, hefur að
geyma viðtal við Valgerði Bjarna-
dóttur. Hans Kristján sagði að
hún hefði ferska sýn á Ísland eftir
15 ára veru í Brussel. Hún væri
ófeimin við að segja skoðun sína á
mönnum og málefnum. Í þætt-
inum fjallaði Valgerður einnig um
sigra og sorgir í eigin lífi.
Þátturinn með Jóni Baldvin
hefst kl. 23:20 á Stöð tvö í kvöld,
sunnudagskvöld.
Ítarlegt viðtal við
Jón Baldvin á Stöð 2
Jón Baldvin
Hannibalsson
Valgerður
Bjarnadóttir
Hans Kristján
Árnason
SALA á grænmeti hefur aukist á
þessu ári og er söluaukningin um
10% í sumum tegundunum. Georg
Ottósson, garðyrkjubóndi og stjórn-
arformaður Sölufélags garðyrkju-
manna, segist vera ánægður með
söluna í sumar. Verð til bænda hafi
að vísu lækkað en á móti komi að
sala hafi aukist umtalsvert.
„Sumarið kom ágætlega út að
mínu mati. Framleiðendur eru
kannski ekki allir ánægðir því að við
höfum skilað heldur lægra verði.
Ástæðan er sú að við erum að berjast
við að selja sem mest og við höfum
fengið á okkur harða gagnrýni fyrir
að grænmeti sé dýrt. Við höfum því
gert það sem við höfum mögulega
getað til að lækka verðið á heildsölu-
stigi. En þótt verðið hafi aðeins
lækkað seljum við meira magn en
áður og það erum við mjög ánægðir
með. Aukningin er mismunandi milli
tegunda en í aðaltegundunum er
aukningin 10% milli ára. Við höfum
stundum talað um að það sé gott að
ná 3–5% aukningu á ári. Neysla á ís-
lensku grænmeti hefur því greini-
lega verið að aukast,“ sagði Georg.
Höfðu áhyggjur af sumrinu
Georg sagði að á síðustu árum
hefði átt sér stað hægfara hagræð-
ing í garðyrkjunni. Menn væru held-
ur að stækka einingarnar og nýting
á fjárfestingum hefði batnað, m.a.
með raflýsingu.
„Rafmagnið er hins vegar allt of
dýrt og verðið á því annaðhvort
hækkar eða stendur í stað. Við höf-
um í mörg ár óskað eftir að verð á
rafmagni verði lækkað til garðyrkju-
bænda en það hefur ekkert verið
komið til móts við okkur.“
Georg sagði að garðyrkjubændur
hefðu verið dálítið hræddir um að
nýliðið sumar yrði þeim erfitt vegna
þeirrar hörðu gagnrýni sem þeir
urðu fyrir í vor í kjölfar skýrslu
Samkeppnisstofnunar. Þess vegna
væri útkoman eftir sumarið ánægju-
leg.
Georg sagði að veðurfar í sumar
hefði verið garðyrkjubændum hag-
stætt. Uppskera á útiræktuðu græn-
meti hefði verið góð. Uppskera í yl-
ræktinni væri einnig góð. Hann
sagði að ástæðan væri ekki síst sú að
fagþekking í atvinnugreininni væri
sífellt að aukast. Þetta hjálpaði
bændum að vega upp á móti auknum
kostnaði í greininni. Margir kostn-
aðarliðir í garðyrkju hefðu hækkað
um 10–15% milli ára og erlend að-
föng hefðu hækkað gríðarlega mikið
í verði.
Formaður Sölufélags garðyrkjumanna er ánægður með grænmetissölu í sumar
Um 10% söluaukning
í sumum tegundum
Morgunblaðið/Þorkell
SAMKEPPNISSTOFNUN hefur
tekið til athugunar auglýsingar frá
Tali og Íslandssíma og er að kanna
hvort orðalagið í þeim standist
samkeppnislög. Ábendingar hafa
borist til stofnunarinnar vegna
fyrrgreindra auglýsinga þar sem
m.a. er boðið upp á ókeypis þjón-
ustu. Hjá Tali er boðið upp á
ókeypis GSM-samtöl á milli starfs-
manna fyrirtækja í viðskiptum og
hjá Íslandssíma er boðið upp á
hringingar frítt tímabundið í fjög-
ur símanúmer innan kerfis Ís-
landssíma.
Í auglýsingu frá Tali segir að
fyrirtækjum með fimm GSM-
áskriftir eða fleiri í viðskiptum hjá
Tali standi til boða að starfsmenn
hringi ókeypis sín á milli hvenær
sem er og hvar sem er innanlands.
Þessi ókeypis símtöl milli TAL
GSM-síma í fyrirtækjaáskrift eru
ótímabundin og tóku gildi frá og
með 1. nóvember.
Í auglýsingu frá Íslandssíma
segir að fyrirtækið gefi GSM-sím-
töl til áramóta. Þessi þjónusta
nefnist kjarnaáskrift, þar sem við-
skiptavinum með farsíma hjá Ís-
landssíma býðst að hringja frítt úr
símanum sínum í 5.000 mínútur á
mánuði til áramóta. Kjarnaáskrift-
in nær til hringinga í fjögur síma-
númer innan kerfis Íslandssíma.
Símaaug-
lýsingar til
skoðunar