Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. V i ð s k i p t a h u g b ú n a ð u r á h e i m s m æ l i k v a r ð a Borgar túni 37 Sími 569 7700W W W. N Y H E R J I . I S VEL gekk að bjarga 14 manna áhöfn línubátsins Núps BA frá Pat- reksfirði þegar hann strandaði rétt utan við Vatneyri á Patreksfirði snemma í gærmorgun. Vél bátsins bilaði og rak hann á aðeins 10 mín- útum upp í fjöru vestanmegin fjarð- arins um einn km utan við bæinn. Núpur er 255 tonn og var á línu- veiðum. Hann var á leið til hafnar en beið þess að sigla inn skammt utan hafnarinnar þar til veður myndi lægja. Klukkan 6.15 í gærmorgun hafði Núpur samband við Tilkynn- ingaskylduna og greindi frá vélarbil- un og var þá haft samband við lög- reglu. Tíu mínútum síðar tilkynnti áhöfnin að skipið væri strandað og voru björgunarsveitirnar Blakkur frá Patreksfirði og Tálkni frá Tálknafirði kallaðar út. Hermann Guðjónsson í Blakki stjórnaði aðgerðum á staðnum og sagði hann sína menn hafa verið komna á staðinn um kl. 7 með búnað sinn. Björgunarmenn urðu að ganga á staðinn, um einn km utan við bæ- inn við svokallaðan Sjömannabana. Lögreglan var þá komin á staðinn og skipverjar á Núpi höfðu skotið línu í land. Auk ljósa frá Núpi lýstu skip úti á firðinum upp bæði á vettvangi og leiðina milli strandstaðar og bæj- arins. Vel gekk að ná áhöfninni í land og var aðgerðum lokið kl. 8.37. Fengu skipverjar og björgunarmenn að- hlynningu í húsakynnum Odda. Hátt í 30 manns unnu að björgunarstörf- unum en auk björgunarsveitar- manna veittu áhafnir skipa sem lágu í höfninni aðstoð sína. Fulltrúar rannsóknarnefndar sjó- slysa héldu áleiðis vestur í gær og áttu skýrslutökur að verða síðdegis í gær eða í dag. Sigurður Viggósson, fram- kvæmdastjóri Odda, sagði að reyna hefði átt að ná skipinu út á flóði síð- degis í gær en veður var þá að lægja. Varðskip var á leið til Patreksfjarð- ar en þar eru einnig stór loðnuskip sem hugsanlega gátu reynt að ná Núpi á flot. Hafði ekki verið ákveðið með hvaða hætti staðið yrði að björgun skipsins. Nokkuð braut á því fyrst í gærmorgun en minna þegar fjaraði. Sagði Sigurður að svo virtist sem skemmdir væru ekki miklar. Rétt viðbrögð áhafnar Björgunarsveitarmenn Slysa- varnafélagsins Landsbjargar voru á einu máli um að viðbrögð áhafnar Núps hefðu verið til fyrirmyndar enda hafði hún sótt námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og gerð- ar höfðu verið neyðaráætlanir um borð í bátnum. Morgunblaðið/Erlendur Gíslason Slæmt veður var og töluvert brim þegar Núpur strandaði. Reyna átti að ná honum á flot á síðdegisflóði í gær. Fjórtán manns bjargað er Núpur BA strandaði Varð vélarvana skammt fyrir ut- an Patreksfjarð- arhöfn og tók niðri við Sjö- mannabana Fundað í sjúkraliða- deilunni ÁFRAM var fundað í deilu sjúkra- liða og hins opinbera hjá ríkissátta- semjara í gær en þriggja daga alls- herjarverkfall sjúkraliða skellur á á morgun náist ekki að semja fyrir þann tíma. Viðræður fóru fram milli samn- inganefnda sjúkraliða og ríkisins annars vegar og við samninganefnd Reykjavíkurborgar hins vegar. Þá var fundað í deilu flugumferð- arstjóra og ríkisins hjá sáttasemjara í gær. Næsti fundur í deilu tónlistar- skólakennara og sveitarfélaga hefur verið boðaður á miðvikudag. TÆPLEGA 100 minkar hafa verið veiddir í Mosfellsbæ í ár og er það met, að sögn minka- banans þar. Minkum tók að fjölga mjög upp úr júlímánuði og hefur verið mikið að gera við minkaveiðina í allt haust. Guðni Bjarnason hefur stundað minkaveiðar um árabil og starfar meðal annars sem verktaki við minkaveiðar fyrir Mosfellsbæ ásamt Guðmundi Björnssyni, verkstjóra Mein- dýravarna Reykjavíkur. Í ár hefur Guðni veitt 96 minka inn- an bæjarmarkanna. „Ég stunda mest veiðar með hundum, svo veiðum við í gildr- ur og sitjum líka fyrir minknum. Við leitum fyrir hreppinn í viku á vorin og svo fer maður af stað þegar síminn fer að hringja. Það hefur verið ansi mikið af útköll- um í haust,“ segir Guðni. Hátt í 100 minkar veiddir í Mosfellsbæ TOGARA Granda, Örfirisey, var í gærmorgun bjargað frá því að reka upp í Grænuhlíð við mynni Jökul- fjarða norðan Ísafjarðardjúps. Bilun varð í gír togarans aðfaranótt laug- ardags þegar hann var við Stigahlíð sunnan Ísafjarðardjúps. Skipverjar settu út tvö ankeri en þau slitnuðu og rak togarann því hratt í átt að landi í vestanroki. Varð- skipið Ægir og allmargir aðrir tog- arar voru á þessum slóðum en illa gekk að koma taug á Örfirisey þar til skipverjum á öðrum togara Granda, Snorra Sturlusyni, tókst það um kl. 7.30 í gærmorgun. Átti Örfirisey þá aðeins eftir 1,4 sjómílur í Grænuhlíð. „Það mátti ekki miklu muna enda var vitlaust veður og haugasjór,“ sagði Þór Þórarinsson, stýrimaður á Örfirisey, er Morgunblaðið ræddi við hann en þá var skipið komið í var upp undir Óshlíð og var þess beðið að lægði til að hægt væri að draga það áfram inn á Skutulsfjörð. Rak yfir Ísafjarðardjúp Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk beiðni um aðstoð kl. 3.40 í fyrri- nótt og fór varðskipið Ægir á vett- vang. Bilun í gír Örfiriseyjar varð til þess að vélin kúplaðist frá og skrúf- an hætti að snúast. Togarinn var þá staddur skammt undan Stigahlíð, sunnanvert við Ísafjarðardjúp og á leið í var eins og fjöldi togara á þess- um slóðum. Ofsaveður var og sýndu veður- mælar skipanna hviður sem mæld- ust allt að 55 m á sekúndu og rak Ör- firisey því hratt undan suðvestanrokinu norður yfir mynni Ísafjarðardjúps. Varðskipsmenn reyndu að koma vír í togarann en án árangurs og um leið unnu vélstjórar Örfiriseyjar að viðgerð sem ekki tókst. Tvö ankeri Örfiriseyjar voru sett út en þau héldu ekki og reyndu skipverjar einnig að draga úr rekinu með því að setja út hlera og síðar trollið. Bundnir fram á þegar þeir reyndu að ná vírnum Þór sagði að Snorri Sturluson hefði komið eins nálægt Örfirisey og þorandi var í sjóganginum, kannski um 100 metra, og hefði línu verið skotið til þeirra. Menn voru hafðir frammá í böndum til að taka við vírn- um og sagði Þór að létt hefði verið yfir mönnum þegar skipið var komið í tog. Snorri Sturluson dró síðan Örfir- isey yfir Ísafjarðardjúp. Sóttist ferð- in hægt en örugglega og voru skipin væntanleg til Ísafjarðar um kaffi- leytið. Vélstjórum hafði þá tekist að koma skrúfunni í gang til bráða- birgða en fara varð með skipið til hafnar til að fá fullnaðarviðgerð. Skipstjóri Örfiriseyjar er Símon Jónsson og skipstjóri á Snorra Sturlusyni er Kristinn Gestsson. Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda, sagði í samtali við Morgun- blaðið að áhöfn og skip hefði verið í bráðri hættu allt þar til tókst að koma vírnum á milli skipanna. Stýrimaðurinn á Örfirisey segir ekki hafa mátt miklu muna að skipið ræki upp í Grænuhlíð Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Togarar Granda, Snorri Sturluson með Örfirisey í togi, nálgast Ísafjörð síðdegis í gær. Taug um borð í skipið á síð- ustu stundu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.