Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 9
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 9
Hrífandi náttúrufegurð Thailands
Chiang Rai
Langt
- fyrir lítið
út í heim
30. jan. 17 d. Stóra-Thailandsferðin
Allt landið í fegursta skrúða: Bangkok, River Kwai,
Pitsanulok, Sukthaí, CHIANG MAI blómahátíð, Chiang
Rai, og í lokin JOMTIEN með frábæru NEW PALM
BEACH. Þægilegt flug með THAI beint frá Kaupmannh. -
Besti árstími - frábær kjör - með lúxusferð um allt landið
fyrir minna en andvirði flugfars og snilldarastoð
fararstjóra. - Fá sæti eftir!
Munið gjafakort Heimsklúbbsins - fögur gjöf - varanleg gleði!
„Ferðin bar af öllu, sem við höfum kynnst á ferðalögum til þessa.
Við höfum aldrei ráðstafað ferðafé okkar jafnvel.
Þetta eru forréttindi.” - JóHar.
Upplifun Austurlanda
m. ísl fararstjórn.
4 valkostir:
Undra-Thailand-
Stóra Thailandsferð.
Bali og Malasía
Toppar Austurlanda í
sept. 2001-júní 2002
Thailandsferðir
Alveg ótrúlegar nýjar
Frábærar Thailandsferðir
með ísl. farastjóra: Steindór og Hulda endurtaka snilldarferð sína
frá sept. 9. jan. Undra Thailand -17 d.
frá kr. 129.900.- fá sæti.
FÁIÐ NÁNARI FERÐALÝSINGU Á SKRIFST.
PÖNTUNARSÍMI: 56 20 400
Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564,
netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is
Heimsklúbbsins
- Príma
Fær starfskraftur óskast í
sölustarf. Skriflegar umsóknir
sendist í pósthólf 140, 121 R.
-
r-
n.
m
OK
f.
I,
garð-
hádeg-
Thailands
m um get-
g skoðun
Hver dagurinn
öðrum betri:
Flug Flugleiða til Kaupmh. að morgni og beint
áfram með rómuðu flugi Thai Airways, breiðþotu
Boeing 747-400 og hágæða þjónustu - beint til
BANGKOK. 3 dagar Bangkok, 5* Montien Riverside
Hótel. Lúxus - landferð norður Hrísgrjónadalinn til RI-
WER KWAI, gisting, fullt fæði og skoðun á þessum
heimsfræga stað. Ekið áfram um fjölbreytt landslag
með fögrum gróðri og stansað í fuglaparadísinni
CHAINAT PARK og hádegisv. í Nakon Sawan. Öll
leiðin er brydduð fögrum musterum, minnismerkjum
fortíðar og fegurð náttúrunnar. Gist er í PHITSAN-
ULOK á rómuðu THANI hóteli með kvöldv. og morg-
unv. innif. Næsta dag er farið um fornu höfuðborgina
SUKUTHAI, skoðað eitt frægasta Búddhamusteri landsins og
"Sögugarðurinn", sem nú er verndarsvæði Sameinuðu þjóð-
anna, hádegisv. Komið til CHIANG MAI, sem er sannkölluð
perla Thailands með fjölbreyttustu þjóðháttum og þjóðlegum
listum, sem um getur. Gisting m. morgunv. HOTEL
ORCHID í 3 nætur og skoðunarferðir um nágrennið. Á 10.
degi ferðar ekið til CHIANG RAI, með heimsókn til ýmissa
frumstæðra þjóðflokka, Hill Tribes, sem lítt hafa breytt hátt-
um sínum í aldaraðir. Stansað í nokkrum þorpum á landa-
mærum Thailands/Burma/Laos, í hinum svo nefnda "Gullna
þríhyrning". Síðustu 2 næturnar gist á frægu hóteli, DUSIT
ISLAND með morgun- og kvöldverði. 11. d. flug Chiang Rai-
Bangkok og ekið til JOMTIEN strandar, sunnan við Pattaya.
Gisting með morgunverði splunkunýtt JOMTIEN NEW
WING PALM BEACH og hvíld við yndislegar aðstæður 6 d.,
(5 n.). Síðan ekið til flugvallar Bangkok og flogið beint til
Kaupmannahafnar. Framhaldsfl. Flugleiða og lent í Keflavík
síðdegis á 17. degi eftir eitt mesta ferðaævintýri lífs þíns. Lág-
marksfjöldi 25-hámark 35 farþegar. Tryggið þátttöku ykkar
núna og ógleymanlega reynslu.
UM SÍÐUSTU mánaðamót hætti
Atlanta að fljúga tveimur þotum með
áhöfnum fyrir spænska flugfélagið
Iberia en Iberia hefur neyðst til þess,
líkt og svo mörg önnur flugfélög, að
draga saman seglin í kjölfar hryðju-
verkaárasanna á Bandaríkin. Atlanta
hefur aftur á móti gengið endanlega
frá öllum samningum um pílagríma-
flug sem hefst eftir áramótin og
stefnir í að þetta verði metár hjá fé-
laginu í því flugi, sem vegur mjög
þungt í veltu félagsins.
Fimm vélar á vegum Atlanta flugu
fyrir Iberia og verða þrjár vélar Atl-
anta í flugi fyrir félagið næstu fjögur
árin en þær eru hins vegar leigðar án
áhafna. Hafþór Hafsteinsson, for-
stjóri Atlanta, segir að umsvif félags-
ins verði töluvert minni í nóvember
og desember en gert var ráð fyrir í
áætlunum en að þetta gildi raunar
um næstum öll flugfélög. „Við þurft-
um að fækka starfsfólki og leggja
hluta af flugvélaflotanum vegna nið-
ursveiflunnar á flugmarkaðnum. Það
bjargar okkur aftur á móti að hluta til
að við erum með sveigjanlega samn-
inga við eigendur flugvélanna þannig
að við höfðum ákveðið svigrúm.“
Hafþór segir að pílagrímaflugið
hefjist í byrjun janúar og Atlanta hafi
líklega aldrei áður gert stærri samn-
inga um pílgrímaflug. Gengið hafi
verið formlega frá síðustu samning-
um í vikunni en búið hafi verið að
semja um kjör fyrir 11. september.
„Sveiflurnar hjá okkur eru dálítið
miklar af þessum sökum, þ.e.a.s. að
fyrir áramót var þetta á niðurleið en
eftir áramótin aukast umsvifin mikið
aftur. Og við þurfum raunar að fjölga
starfsfólki umfram það sem var fyrir
11. september áður en við gripum til
uppsagna. Það er mikil árstíðasveifla
hjá okkur að því er snertir fjölda
starfsmanna því pílagrímaflugið er
alltaf stærsti hlutinn af starfsemi
okkar. Róðurinn hefði orðið mjög
þungur hjá okkur eins og öðrum flug-
félögum ef við hefðum ekki verið bún-
ir að ganga frá samningum um það
flug. Við gerðum það mjög tímanlega
í ár og það bjargar öllu fyrir okkur.“
Hafþór segir að nú starfi innan við
500 manns á vegum Atlanta en þegar
pílagrímaflugið standi sem hæst, séu
starfsmenn 1.200 til 1.300 talsins,
langflestir útlendingar. Reiknað sé
með að svipaður fjöldi starfi fyrir Atl-
anta á næsta ári og jafnvel gott betur
en það.
„Við fækkuðum um tuttugu manns
hér heima og þessir starfsmenn
fengu uppsagnarbréf um síðustu
mánaðamót. Uppsagnir þeirra taka
því gildi 1. febrúar.“
Hafþór segir að fyrstu þrjár-fjórar
vikurnar eftir atburðina vestra hafi
markaðurinn dottið alveg niður. „Nú
finnst okkur að það sé tekið að lifna
yfir honum aftur og þá sérstaklega
hér í Evrópu og raunar hraðar en
menn áttu von á. Það hefur verið mik-
il samþjöppun í fluginu og allmörg fé-
lög hafa verið að leggja upp laupana.
Og það er nú þannig að með fækkun
félaga á markaðnum njóta aðrir góðs
af og ástandið er ekki eins slæmt fyr-
ir okkur og við höfðum búist við.“
Morgunblaðið/RAX
Umsvif Atlanta í pílagrímaflugi verða allnokkru meiri á næsta ári en í ár.
Stefnir í metfjölda
pílagríma með Atlanta