Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 24
www.yogastudio.is
Yoga Studio – Halur og sprund ehf.,
Auðbrekku 14, Kópavogi,
símar 544 5560 og 864 1445.
Umboðsaðili fyrir Custom
Craftworks nuddbekki og
Oshadhi ilmkjarnaolíur o.fl.
Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni
hefst 13. nóvember – Þri. og fim. kl. 20.00
4ra vikna uppbyggjandi námskeið, m.a. byggt á eigin reynslu Ásmundar, fyrir þá sem eiga
við streitu, kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu.
Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða
þekking á jóga nauðsynleg. Ásmundur tekur fyrir þætti eins og jógaleikfimi (asana), öndun,
slökun og andleg lögmál sem stuðla að velgengni, jafnvægi og heilsu.
Traust námskeið frá árinu 1994 — byggð á reynslu. (Sjá einnig www.yogastudio.is)
Ásmundur
Anna
Jóga – breyttur lífsstíll með Önnu Hermannsdóttur
hefst 14. nóvember – Mán. og mið. kl. 18.30
Grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri sem vill læra eitthvað nýtt. Anna mun leggja áherslu
á jógastöður (asana) og öndunaræfingar, sem hjálpa að losa um spennu auk slökunar.
Reynsla af jóga er ekki nauðsynleg.
Sjá stundaskrá opinna jógatíma á www.yogastudio.is
9. febrúar. Við sátum meðan glæsi-
legur hádegisverður var borinn fram
en hvorugt okkar gerði honum nein
skil. Við gættum einskis nema horfa
hvort í augu annars en snertum ekki
matinn fremur en ástfangnir ung-
lingar. Framreiðslustúlkan spurði
hvort nokkuð væri að matnum. Við
fullvissuðum hana um að svo væri
ekki og biðum þess óþolinmóð að hún
gengi á brott til þess að við gætum
haldið áfram að stara.
Mér til undrunar heyrði ég sjálfa
mig segja: „Já, ég vil giftast þér,
John Nef.“ Rödd innra með mér
æpti: „Hvernig vogarðu þér að segja
að þú ætlir að giftast manni sem þú
hefur ekki þekkt nema í fimm daga?“
Það var svarað um hæl skýrt og
ákveðið: „Láttu ekki eins og kjáni,
þú ert nýbúin að ráða tíu manna
starfslið og það er ekki ein einasta
leiðindakind í hópnum. Þú veist það
sem máli skiptir um þennan mann.
Hann er bráðgreindur, hann er blíð-
ur, umhyggjusamur og ljúfur og
hann bjó í löngu og farsælu hjóna-
bandi uns kona hans dó. Það sem þú
ekki veist mun ekki skipta máli.“ Og
sú varð raunin.
Brönugrös
frá Hawaii
John Nef leiddi rómantík inn í líf
mitt. Það var ekki aðeins óvænt þeg-
ar fimmtug kona átti í hlut heldur
sýndist það kraftaverki líkast. Öskj-
ur með blómum bárust í hraðsend-
ingu með flugpósti frá Hawaii fullar
af brönugrösum af öllu tagi. Litlum
gulum blómum, stórum brúnum,
grænum sem runnu yfir í hvítt, sum
á örmjóum stöngli, önnur á gildum
legg, gestagrösum, ástargrösum,
munnagrösum og fleira. Ég minntist
þess þegar ég var að athuga flóruna í
Grænlandi, þar sem agnarlítil brönu-
grös voru algengust allra blóma.
Þessu linnti ekki því að blómaöskjur
frá Hawaii héldu áfram að berast
öðru hverju. Þær komu ekki aðeins á
afmælisdeginum 9. febrúar, sem
haldinn var hátíðlegur mánaðarlega,
heldur af handahófi. Allsendis
óvænt!
Svo bárust bækur líka. Sumar eft-
ir John sjálfan (hann hafði skrifað
tíu), aðrar eftir vini hans og starfs-
bræður er hann taldi áhugaverðar
fyrir mig. Hann hafði mikla ánægju
af að færa mér gjafir. Ég hafði aldrei
fengið gjafir þegar ég var barn og ég
var himinlifandi yfir þessu. Bil Baird
var hálfgerður nískupúki og þegar
ég bjó með honum voru gjafir sjald-
séðar og næstum alltaf gefnar með
semingi. Gjafir voru hreint ekki til í
orðaforða Stefs, að bókum undan-
skildum. Þess vegna er hægt að
ímynda sér hversu spennt ég var
þegar John sagði að ég yrði að fá trú-
lofunargjöf og keypti handa mér
glæsilegan silfurhvítan minkapels.
Svo spurði hann hvort ég gæti tekið
dagsfrí frá vinnu og farið til New
York. Hann langaði til að kaupa trú-
lofunarhring. Enginn hafði nefnt
slíkt við mig fyrr.
Við flugum saman og komum í
tæka tíð til að snæða hádegisverð í
veitingahúsi Shephards í Warwick-
hótelinu, en John þekkti franska hót-
elstjórann þar. Við fengum okkur
ostrur og flösku af Musigny Blanc,
en það frábæra vín hafði ég ekki
drukkið fyrr. „Jæja, hvað má nú
bjóða þér?“ sagði John. „Meiri ostr-
ur og meira Musigny Blanc,“ svaraði
ég, enda hafði ég aldrei bragðað
neitt fyrr sem átti jafnvel saman.
John ljómaði af ánægju. Hann hafði
ferðast til Frakklands á hverju ári
svo áratugum skipti, var afar hrifinn
af frönskum vínum og þekkti þau vel.
Enn einu sinni kynntist ég læriföður
og varð áhugasamur nemandi að
fræðast um dulúð franskra vína og
læra að meta þau.
Marc Chagall –
meistari og vinur
Marc Chagall (1887–1985) er með
þekktustu myndlistarmönnum 20. ald-
arinnar. Hann var rússneskur gyðing-
ur en flutti hann til Frakklands 1922.
John Nef kynntist honum skömmu síð-
ar og entist vinátta þeirra ævilangt.
Í brúðkaupsferð okkar tjáði Marc
Chagall mér að John hefði „uppgötv-
að“ sig fyrir fjörutíu árum „áður en
ég varð frægur“. Hann átti við kaup
Johns á tveimur gullfallegum þekju-
litamyndum á þriðja áratug aldar-
innar.
Þegar við hittum Marc í fyrsta
sinn sagði hann við mig að ég yrði að
hafa „salle Chagall“ þegar ég eign-
aðist hús. Ég lofaði því og stóð við
orð mín. Það eru bara málverk og
steinprent eftir Chagall í aðalsvefn-
herbergi gamla hússins okkar.
Með tíð og tíma urðum við fjögur
eins og lítil fjölskylda. Listamannslíf
Marcs og háskólastörf Johns réðu
því hvenær fundum okkar bar sam-
an. Þegar við vorum í Frakklandi var
okkur boðið í afmælisveislur hans,
opnun sýninga, opnun Message
Biblique-safnsins í Nice, afhjúpun
loftsins í Parísaróperunni 1964.
Þegar Marc og Vava heimsóttu
okkur í Washington var okkur boðið
í Hvíta húsið til tedrykkju með Lady
Bird Johnson og Mary Lasker sem
hugðust prýða Washington í garð-
yrkjulegu tilliti. Það var tekið á móti
okkur í sporöskjulaga stofu fjöl-
skylduálmunnar og við nutum þess
að sjá málverk Cezannes sem Jackie
Kennedy hafði látið flytja þangað.
.......
Einn daginn sagðist hann ætla að
gera eitthvað fyrir húsið. En síðar
sagði hann: „Nei, húsið er fullkomið,
ég ætla að búa til mósaíkmynd fyrir
garðinn.“ Ég varð himinlifandi við að
heyra þetta og sá í huganum 8 x 10
þumlunga mósaíkverk sem við gæt-
um komið fyrir í garðveggnum.
.......
Loks rann vígsludagurinn upp. 1.
nóvember 1971 komu Marc Chagall
og Vava á vettvang, franski sendi-
herrann Charlec Lucet hélt ræðu,
John flutti frábæra stutta ræðu á
frönsku og síðan örkuðum við öll út í
garðinn rétt fyrir ljósaskiptin.
Kveikt var á rafljósunum og glæsileg
myndin birtist í allri sinni dýrð, fyrst
ríkti alger þögn en svo glumdu fagn-
aðarópin.
Síðan hefur fjöldi listunnenda
langt og skammt að kominn lagt leið
sína til okkar til að berja þetta ein-
stæða listaverk augum, hið eina
sinnar tegundar í einkahúsi eða
-garði í Norður-Ameríku. Það hefur
veitt mörgum ánægju og mér hefur
það orðið gleðiefni hvern einasta
dag. Alltaf skyggnist ég út þegar ég
kem niður í borðstofuna til morgun-
verðar til að athuga hvernig það líti
út í dag. Veðrið, tími dagsins og birt-
an hafa öll sitt að segja um yfirbragð
mósaíkmyndarinnar. Litirnir verða
sterkari í rigningu.
Ég grét pínulítið af sönnum unaði
þegar snjór féll á hana í fyrsta skipti.
Það var engu líkara en snjóflygsurn-
ar féllu að mósaíkflísunum. Það er
eins og líf sé í myndinni og að sjálf-
sögðu segir hún: „Marc elskaði okk-
ur.“
Evelyn situr í fangi móður sinnar. Með þeim á myndinni eru systur Evelyn þær
Rósalind t.v. og Júlía.
Bókin Evelyn Stefansson Nef kemur út
á íslensku í þýðingu Björns Jónssonar.
Útgefandi er Hans Kristján Árnason.
Bókin er 270 bls. að lengd og hana
prýðir fjöldi ljósmynda.
HANN var að segja frá því um síðustu helgi, hann Egill í SilfriEgils, að honum fyndist sem Íslendingar hefðu tilhneigingutil að líta stórt á sig. Þrátt fyrir alla smæðina. Mestir ogbestir í öllu. Líkt og við hefðum ekki rétt til þess, svona velgefnir og duglegir sem við erum.
Skyldi honum hafa dottið þetta í hug bara svona út í bláinn? Eða laust
þessari hugsun niður í huga hans að gefnu tilefni?
Íslendingar eru ekki nema þrjú hundruð þúsund manna þjóð. Engu að
síður erum við auðvitað með ríkustu þjóðum heims. Og fallegustu og
greindustu. Og við erum dáðir um víða veröld fyrir frumkvæði og fram-
takssemi og þurfum ekki á því að halda að ganga í Evrópusambandið, eins
og flestar aðrar þjóðir álfunnar. Við eigum listafólk, íþróttakappa og vís-
indamenn á heimsmælikvarða og forstjóri Flugleiða var sæmdur titlinum
markaðsmaður Norðurlanda um daginn, fyrir framan nefið á frændum
okkar í Skandinavíu. Það er aldrei neitt lát á afrekum okkar og áhrifum og
í rauninni náðu þessir yfirburðir íslenska þjóðflokksins hámarki í síðustu
viku, þegar Halldór Ásgrímsson fór í heimsreisu sína með fríðu föruneyti.
Halldór fór fyrst til Japans til að opna nýtt sendiráð. Þar var tekið á
móti honum með kostum og kynjum og forsætisráðherra Japans heilsaði
upp á utanríkisráðherrann okkar, öllum á óvart, nema auðvitað Halldóri,
sem er orðinn meðvitaður um þungavigt sína í heimsmálunum. Japanski
forsætisráðherrann tók í höndina á Halldóri og sagði
sæll og blessaður á japönsku og svo var sendiráðið
opnað með pomp og prakt. Ekki það að margir Ís-
lendingar leggi leið sína til Japans (mér er kunnugt
um tvo Íslendinga búsetta þar, og annar mun senni-
lega fá vinnu í sendiráðinu) en íslenska utanríkisráðu-
neytið er að færa út kvíarnar og lét sig ekki muna um
að kaupa hús í miðborg Tókýó fyrir sjö hundruð millj-
ónir og ekki er að efa að þessir fjármunir munu skila
sér í auknum viðskiptum og nánara samstarfi milli þessara tveggja stór-
velda, Japans og Íslands.
Fundirnir sem Halldór átti með ráðamönnum Japans voru allir afar
gagnlegir eftir því sem Halldór greindi frá.
Næst fór Halldór til Kína og þar var aftur tekið afar vel á móti íslensku
sendinefndinni, Diddú söng og saman skoðaði íslenska sendinefndin Kína-
múrinn og sannreyndi það sem skáldið sagði: það ku vera fallegt í Kína.
Ekki varð þessi för til einskis. Kínverjarnir létu að því liggja að þeir væru
orðnir fráhverfir aftökum og mannréttindabrotum í kjölfar þeirra samtala
sem utanríkisráðherrann okkar átti við þá. Ekki þurfti að opna sendiráð í
Peking, enda löngu búið að opna það með viðhöfn og í rauninni algjört
aukaatriði hvort einhverjir hafa lagt leið sína í það sendiráð. Aðalatriðið er
auðvitað að hafa þar sendiráð, hvort sem einhver kemur þar inn eða ekki.
Að minnsta kosti sendiherrann og svo hinir sendiherrarnir, sem eru að
heilsa upp á okkar sendiherra. Þannig gengur utanríkisþjónustan fyrir
sig. Þannig kynnast menn, ef til þess kæmi að þeir þyrftu á því að halda, ef
og þegar eitthvað er að gerast í Kína, sem Íslendingum kemur við. Sem
ekki er kannske oft, en maður veit aldrei og svo kemur ráðherrann í heim-
sókn og þá þarf einhver að geta tekið á móti honum.
Heimsóknin í þetta skiptið tókst snurðulaust. Það fór vel á með þeim,
stórveldunum. Kína og Íslandi. Fundirnir voru afar gagnlegir eftir því
sem Halldór greindi frá.
Næst lá leiðin til Moskvu og þar var enn og aftur tekið vel á móti Hall-
dóri og fylgdarliði hans. Heilsað upp á rússneskan heiðursvörð að her-
mannasið og haldnir trúnaðarfundir með rússneskum ráðamönnum.
Rússarnir trúðu Halldór fyrir því að þeir hefðu áhyggjur af því að hern-
aðarbrölt Bandaríkjamanna í Afganistan bæri ekki nægilegan árangur og
haldinn var kvöldverður í íslenska sendiráðinu, sem ennþá er starfrækt í
Moskvu frá því á dögum kalda stríðsins, enda samvinna þjóðanna í alla
staði vinsamleg og mikilvæg í þágu hagsmuna, sem í húfi eru.
Eftir því sem Halldór upplýsti voru fundir hans og annarra þungavigt-
armanna í Moskvu afar gagnlegir.
Auðvitað spyr enginn hvað svona leiðangur kostar, ekki frekar en þegar
Tony Blair eða Colin Powell takast slíkar ferðir á hendur og við Íslend-
ingar eigum frambærilegan mann á okkar snærum, til að heimsækja fjöl-
mennustu þjóðir heims og halda með þeim gagnlega fundi og stofna sendi-
ráð eftir þörfum og koma diplómatískum skilaboðum á framfæri. Þó það
nú væri, þrjú hundruð þúsund manna þjóð verður að gera sig gildandi í
heimsmálunum. Japanir hafa sjálfir ekki efni á að stofna sendiráð á Ís-
landi, sem Ísland hefur ráð á vegna þess að utanríkisþjónustan hefur for-
gang, og það hljóta að teljast fagnaðartíðindi fyrir þá í Japan, að nú skuli
Íslendingar vera búnir að koma sér fyrir í Tókýó, í fínu húsi upp á sjö
hundruð milljónir króna. Fyrir nú utan öll hin sendiráðin um gjörvalla
Evrópu og í Vesturheimi.
Ég hef að vísu verið á faraldsfæti um mína daga í ýmsum þessara landa,
en aldrei þurft á aðstoð sendiráðs að halda nema einu sinni, þegar sam-
ferðamaður minn týndi passanum sínum. Þegar við fórum í íslenska
sendiráðið þar í borg stóð á dyrunum: „Lokað í dag. Vinsamlegast hafið
samband við ræðismanninn.“
En þetta er vitaskuld ekkert að marka. Það verður auðvitað ekki af
sendiherrum og sendiráðsfólki, íslensku, tekið, að það fórnar tíma sínum í
þjóðholla útlegð í fjarlægum löndum til að þjóna föðurlandinu og þeim
miklu hagsmunum, sem fylgja því að vera stórveldi í viðsjárri veröld.
Við erum jú þrjú hundruð þúsund manna þjóð og látum ekki smæðina
smækka okkur eða áhrif okkar og ábyrgð stíga okkur til höfuðs. Það er
einmitt þetta sem Egill átti við, eða vildi sagt hafa, þegar hann var að
vekja athygli á þeirri grunsemd sinni, að Íslendingar litu stórt á sig. Þessi
sami grunur læðist að fleirum en Agli.
Það ku vera
fallegt í Kína
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert
B. Schram
ebs@isholf.is
Teikning/Andrés
24 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ