Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Evelyn kynntist Vilhjálmi er hún starf- aði sem listakona í Greenwich Village í New York og segir hún hér frá fyrstu kynnum sínum af Íslendingum og heimsóknum til Íslands sem fjölgað hefur hin síðari ár m.a. í tengslum við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Ak- ureyri. Hrifning mín af Íslandi hófst skömmu eftir að ég giftist Vilhjálmi Stefánssyni er mat íslenska arfleifð sína og tengsl mikils. Mér eru minn- isstæðir nokkrir Íslendingar frá fyrstu hjúskaparárum okkar, þótt liðin séu meira en sextíu ár. Halldór Hermannsson, safnvörður Fiske- safns við Cornell-háskóla, Ásgeir Ás- geirsson, er síðar varð forseti, Thor Thors, sendiherra Íslands í Banda- ríkjunum, og þeir sem skipulögðu sýningarsal Íslands á Heimssýning- unni 1939. Við Vilhjálmur vorum við- stödd ýmsa hátíðaatburði í New York 1944 þar sem fagnað var stofn- un lýðveldis á Íslandi. Íslenskir námsmenn lögðu gjarn- an leið sína til Danmerkur til náms en í síðari heimsstyrjöldinni komu þeir til New York af því að Þjóðverj- ar höfðu hernumið Danmörku. Við buðum þeim oft heim til okkar á St. Luke’s Place í Greenwich Village. Ég man að einu sinni fyrir jól tókst okk- ur að verða okkur úti um hangikjöt úr íslensku skipi sem komið hafði til New York og gátum því boðið mörg- um námsmönnum með heimþrá kunnuglegan hátíðamat. Við sungum langt fram á nótt og þeir færðu mér silfurkross á festi að gjöf, eftirlíkingu af krossi frá miðöldum. Þennan grip ber ég enn. Sumarið 1949 þágum við boð íslenskra stjórnvalda og komum til Íslands. Einstæðingsleg æskuár Foreldrar Evelyn voru ungverskir gyðingar sem settust að í New York þar sem Evelyn fæddist árið 1913. Ég var þriggja ára þegar Myron bróðir minn fæddist 1916. Þá höfðu foreldrar mínir, sem báðir voru gyð- ingar að ætt en fæddir í Ungverja- landi, eignast þrjár telpur og hefðu átt að fagna þegar drengur bættist í búið. En hin fríða móðir mín, sem enn var aðeins hálfþrítug, fagnaði ekki. Hún féll í fæðingarþunglyndi og reyndi að stytta sér aldur, tók inn kvikasilfursklóríð sem var sótt- hreinsunarefni, undanfari joðs. þetta komst upp í tæka tíð til að bjarga lífi hennar og hún var send til sumar- dvalarbæjar í Lakewood í New Jers- ey „til að hvílast og jafna sig“. Henni leið engu skár þegar hún kom aftur heim til Bensonhurst í Brooklyn og loks var hún lögð inn í Zion-sjúkra- húsið á Bath Beach í grenndinni. Enginn sagði mér neitt, en ég vissi að móðir mín var horfin og ég sat eft- ir í djúpri hryggð og einmanakennd sem gagntók alla bernsku mína fram á unglingsár. Ég hef aldrei komist að því hve móðir mín var lengi í sjúkra- húsinu. Hvorug systir mín, Júlía, sem var átján mánuðum eldri, og Rósalind, sem var tveimur árum eldri en Júlía, gat sagt mér það. Hið eina sem ég man frá þessum tíma er að það var farið með mig út fyrir stórt hús, sjúkrahúsið, og mér var sagt að veifa til manneskju í glugga sem veifaði ekki á móti. Í þá daga var aldrei talað opinskátt um geðveiki fremur en krabbamein. Það var rætt um þetta í hvíslingum innan fjöl- skyldunnar, satt var það, en aldrei „þegar börn heyrðu til“. Ég vissi ekki hvað var á seyði og þess vegna bættust undrun og ringlun við hryggðina og einmanakenndina sem fyrir voru. Móðir mín kom aftur heim seint og um síðir en þá vorum við báðar breyttar. Við höfðum glatað lífsgleðinni. Ég var komin hátt á táningsaldur þegar Rósalind sagði mér að móðir mín hefði reynt að fyrirfara sér og þess vegna hefði hún horfið að heim- an. Það var upphafið að endalausri leit minni að orsökunum. Hér segir frá Vilhjálmi Stefánssyni Evelyn og Bil Baird, þekktasti brúðuleikhússtjóri Ameríku, skildu þegar Evelyn var 23ja ára. Í Green- wich Village voru vonbiðlar Evelyn á hverju strái. Þar rakst hún á ná- granna sinn, hinn heimsþekkta land- könnuð Vilhjálm Stefánsson og það varð ekki aftur snúið. Seint á fjórða áratugnum var Greenwich Village enn sem fyrr ákjósanlegt umhverfi fyrir nemanda á listasviði, leikbrúðustjóra og kannski söngkonu með nýjan metnað á borð við mig. Þarna var kostur á litlum ódýrum leiguíbúðum og stök- um herbergjum sem löðuðu að sér fátækt námsfólk, listafólk, rithöf- unda, leikara, tónlistarfólk og rót- tæklinga og þá sem kunnu því vel að hafa kynni af þeim. Dag einn hittumst við Stefánsson á förnum vegi og þá spurði hann mig hvað ég væri að gera. Ég sagði hon- um að ég væri að svipast um eftir vinnu þar sem not væru fyrir list- ræna hæfileika mína. Það átti að vera íslenskur sýning- arsalur á Heimssýningunni í New York 1939. Foreldrar Stefs voru ís- lenskir og hann talaði enn reiprenn- andi íslensku, enda var hún fyrsta tungumál hans. Íslenska ríkisstjórn- in hafði leitað aðstoðar hans við sýn- inguna og hann var að skrifa bók fyr- ir Doubleday, Iceland, the First American Republic, sem átti að koma út nálægt opnun sýningarinn- ar. David Gaither hafði umsjón með sýningargripum og Stef taldi að hann kynni að hafa starf fyrir mig. Þegar Íslandssýningunni var lokið bauð Stef mér til mikillar undrunar að gerast bókavörður og rannsókn- arfulltrúi við Stefansson-bókasafnið. „En ég hef alltaf verið á listasviðinu, notað hendurnar á einhvern hátt. Ég kann ekki einu sinni að vélrita,“ and- mælti ég. „Ef þú vilt fara í vélrit- unarskóla borga ég skólagjaldið með ánægju,“ sagði Stef. „Þú ert forvitin og full af áhuga og þess vegna ættir þú að verða góður rannsóknarfulltrúi og bókavörður.“ Sá vísi maður hafði rétt fyrir sér í þessu hvoru tveggja. Eftir tveggja vikna nám í vélritunar- skóla gekk ég til starfa í Stefansson- bókasafninu við Mortonstræti með dálítið tæpa innsláttartækni. 35 ára aldursmunur Ég sé nú að Stef tók að biðla til mín þegar hann fór að gefa mér utan vinnutíma þær tuttugu og fjórar bækur sem hann hafði skrifað, eina eftir aðra, í réttri tímaröð, allar árit- aðar og dagsettar af stakri ná- kvæmni. Hann bauð mér í kvöldverð, ekki hjá Romany Marie’s, heldur á eitthvert af hinum prýðisgóðu ítölsku veitingastöðum sem nóg var af í Village þar sem við gátum verið út af fyrir okkur. Við fyrsta kvöld- verðinn pantaði hann flösku af Lieb- fraumilch og útskýrði fyrir mér hvað nafnið táknaði. Þetta var fyrsta nafn- ið á góðu víni sem ég lærði, gerólíkt þessum venjulegu nafnlausu rauð- vínum eða chianti sem ég hafði vanist og mér fannst mikið til um. Þetta var heil flaska af víni, ekki bara eitt glas, sem oft var borið fram í kaffibolla á undirskál á bannárunum, en það auð- veldaði okkur báðum að yfirstíga hina formbundnu framkomu á vinnu- stað, við urðum opinskárri bæði tvö og ræddum persónulegri mál. Með tíð og tíma breyttust formlegir kveðjukossar okkar í öllu ákveðnari faðmlög sem voru ótvírætt notaleg og fengu mig til að hugsa um þennan indæla „eldri“ mann eins og mann- eskju sem er annað og meira en vin- ur. En bíddu nú hæg, hann var á sjö- tugsaldri og ég var tuttugu og sex ára. Var ég gengin af göflunum? Ég vék frá mér alvarlegum hugrenning- um um þetta og afréð að slá öllum ákvörðunum á frest. Ég gerði mér ekki ljósa grein fyrir því að vaxandi hlýhugur minn minnti á tilfinningar mínar þegar faðir minn uppgötvaði mig tólf ára gamla. Hér var kominn annar andlegur faðir sem uppgötvaði mig, hvatti mig og lét sér annt um mig. En að þessu sinni voru einnig ákveðnar líkamleg- ar kenndir. Hinn óhagganlegi piparsveinn Stef var þekktur sem hinn óhagg- anlegi piparsveinn. Hann hafði aldrei kvænst. Á einu stefnumóti okkar sagði hann mér að hann hefði haldið kunningsskap við Fannie Hurst í 16 ár, en þeim kunningsskap hefði lokið löngu áður en við fórum að hittast. Ég minnist þess að hún hringdi einu sinni á skrifstofuna og hann bað Olive Wilcox að segja að hann væri ekki við. Hann sagði mér að hún væri gift en byggi ekki hjá píanóleikaran- um manni sínum. Þegar hún bað mann sinn um skilnað til þess að hún gæti gifst Stef féllst hann á það ef hún borgaði honum eina milljón dala. Það var svívirðilega há upphæð í þá daga, að áliti Fannie, svo að hún var kyrr í hjónabandinu. Kynni hennar við Stef höfðu verið hjúpuð mestu leynd, og hann sagði mér að þau not- uðu dulmálsorð í bréfum sínum sem litu eðlilega út við lestur en höfðu leynda merkingu. Samvistir okkar Stefs urðu tíðari eftir vinnutíma þegar kærara varð með okkur og loks urðum við elsk- endur 1940. Íslandsferðin 1949 Evelyn varð gagntekin af Íslandi 1949 og hefur komið hingað oft und- anfarin ár m.a. í tengslum við Stofnun Vilhjálms Stefánssonar á Akureyri. Árið 1949 bauð íslenska ríkis- stjórnin okkur að dveljast í landi sínu „miðsumarmánuðinn“. Þetta var frá- bært tækifæri fyrir mig til að sjá með eigin augum landið þar sem Stef átti ættir og uppruna, landið sem hafði skilað Íslendingasögunum frá- bæru er ég var farin að lesa mér til mikillar ánægju. Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti, var vinur Stefs og hafði ég hitt hann áður. Áhugi minn hafði vaknað þegar ég vann við íslenska sýningarsalinn á Heimssýningunni. Nú var ég smám saman að verða „sérfræðingur um norðurslóðir“ og var óðfús að fræðast sem mest af eig- in rammleik um öll norðlægu löndin. Stef talaði lýtalausa íslensku og taldi að ferðin yrði skemmtilegri fyr- ir mig ef ég lærði dálítið í henni. Ég hafði haft gaman af rússneskunám- inu og lét ekki á mér standa. Við urð- um okkur úti um kennslubók og Stef gerðist kennari minn á kvöldin eftir vinnu. Hann hafði alltaf sýnt trú á hæfileika mína á svo mörgum öðrum sviðum, en þegar hann hugðist kenna mér móðurmál sitt gerðist hann eft- irgangssamur og óþolinmóður verk- stjóri. Hann sagði: „Þú hefur svo næmt eyra að þú átt ekki gera þér neitt annað en fullkomnun að góðu.“ Það sem Stef hafði að segja við mig var fyrst og fremst gagnrýni og mér Heimskonan og heimskautafarinn Ævi Evelyn Stefánsson Nef telst ævintýraleg á flestra mælikvarða, en hún á að baki feril sem þjóðlaga- söngvari, dansari, metsölu- höfundur og bókavörður svo fátt eitt sé nefnt. Íslend- ingum er hún þó líklega best kunn sem eiginkona heimskautafarans Vilhjálms Stefánssonar og sjálf segir hún Vilhjálm hafa verið allt í senn eiginmann, elskhuga, föður, bróður, lærimeistara og ástúðlegan félaga. Vilhjálmur reyndist að sögn Evelyn henni jafnt eiginmaður, sem elskhugi, faðir, bróðir, lærimeistari og ástúðlegur félagi. Evelyn og Vilhjálmur í bókasafni Vilhjálms í New York.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.