Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 33 ráðamenn í Sádi-Arabíu séu ekkert annað en spillt handbendi Vesturlanda og tilraunir hans til að grafa undan þeim virðast vera farnar að bera árangur. Konungdæmið hefur hins vegar reynt að treysta sig í sessi með því að hlaða undir bók- stafstrúarmenn. Sú viðleitni hófst eftir að 3.500 íslamistar náðu moskunni miklu í Mekka á sitt vald árið 1979. Nú er svo komið að íslamskir klerkar á launum hjá ríkinu formæla vestrinu og trúarlögreglan, mutuwaeen, fylgist grannt með því að almenningur leggi niður vinnu og hætti að versla á bænatímum. Við vegi hafa verið sett upp skilti með trúarlegum fyrirmælum og yfirlýsing- um á borð við: „Guð er mikill.“ Ættarveldi Sádanna nær aftur til upphafs átjándu aldar til Muhammads bin Sauds, sem var emír í bænum Dariya. Emírinn tók upp kenn- ingar hins andlega leiðtoga Muhammads bin Ab- duls Wahabs, sem aðhylltist mjög stranga útgáfu af súnní-íslam en fylgismenn hennar nefnast nú wahabbítar. Þessi stefna átti eftir að verða trúar- legur grundvöllur ættarveldisins og ríkisins. Á um hálfri öld tókst fjölskyldu Sádanna ásamt Wahab að leggja undir sig mestan hluta Arab- íuskaga. Þessi útþensla fór hins vegar fyrir brjóstið á stórveldi Tyrkja, sem réðust til atlögu við þá og höfðu sigur 1818. Barnabarnabarn Mu- hammads, Abdullah, var færður til Konstantín- ópel og hálshöggvinn. Tilraunir voru gerðar til þess að endurreisa veldi Sáda en þær mistókust allt þar til Abdul Rahman kom til sögunnar. Hann hafði tvö markmið, annars vegar að end- urheimta völd Sádanna í Arabíu og hins vegar breiða út wahabbisma. Það var hins vegar ekki fyrr en sonur hans, Ibn Saud, kom til sögunnar að hjólin fóru að snúast. Hann reyndist kænn herforingi og náði brátt stórum hluta Arabíu á sitt vald. Um leið lýsti Ibn Saud sig leiðtoga bræðralagsins eða Ikhwans, nýrrar hreyfingar strangtrúaðra stríðsmanna úr röðum bedúína sem fór ört stækkandi og sá honum fyrir nægum herafla. Á árunum 1913 til 1914 náði hann undir sig stóru landsvæði þar sem íbúarnir voru flestir sjíta-múslímar. Sádarnir voru hins vegar súnní- múslímar og aðhylltust hinn stranga wahabb- isma. Ibn Saud passaði sig á því að tryggja stöðu sjítanna og koma í veg fyrir að þeir yrðu ofsóttir. Þrátt fyrir boð wahabbismans gerði hann sér grein fyrir að það voru hans pólitísku hagsmunir að þrengja ekki um of að sjítunum. Síðustu land- svæðunum náði Ibn Saud undir sig um miðjan þriðja áratug síðustu aldar og réð þá yfir níu tí- undu hlutum Arabíuskagans. Ibn Saud býður wahabbítum birginn Um það leyti fóru her- menn bræðralagsins að gagnrýna Ibn Saud fyrir að snúa baki við wahabbisma og má segja að sú gagnrýni beri keim af þeirri gagnrýni sem stjórn landsins situr nú undir heima fyrir. Þeir lýstu yfir því að hin ýmsu tæki nútímans, sem voru farin að ryðja sér til rúms í konungdæminu, þar á meðal sím- inn, símskeytatæknin, útvarpið og bíllinn, væru tól djöfulsins. Um leið var Ibn Saud gagnrýndur fyrir að leggja lag sitt við hina bresku trúleys- ingja og aðra útlendinga. Bræðralagið gerði upp- reisn árið 1927 en Ibn Saud hafði betur og árið 1930 hafði hann gert út af við hreyfinguna, sem hjálpað hafði honum við landvinningana. 1932 stofnaði hann síðan Sádi-Arabíu. En einmitt þegar allt virtist ganga í haginn kom bakslagið. Sjóðir konungsins voru á þrotum. Kreppan hafði haldið innreið sína og tekjur af pílagrímum á ferð til Mekka og Medínu fóru þverrandi. Það vantaði nýja tekjulind. Sagan af því hvernig Sádi-Arabía varð olíuveldi er meðal annars sögð í bók Daniels Yergins, The Prize, um sögu olíunnar og baráttuna um auð og völd og verður ekki rakin hér. Í henni leikur Jack Philby, faðir njósnarans Kims Philbys, meðal annars stórt hlutverk. Olía hafði fundist í Bahrain árið 1931, en þó er ekki hægt að segja að kapphlaup hafi verið um að gera samninga við Ibn Saud. Ár- ið 1933 tókst honum þó að semja við Standard Oil í Kaliforníu, Socal, og fékk þar með það reiðufé, sem hann þurfti. Bretar voru æfir er þeir komust að því hvernig komið var og hugsuðu Philby þegjandi þörfina. Tilkoma hins bandaríska olíu- fyrirtækis átti aftur á móti eftir að hafa afgerandi áhrif á alla hagsmunapólitík á svæðinu. Bandarísk stjórnvöld fóru þó ekki strax að hafa afskipti af stjórnmálum og olíuframleiðslu í Mið-Austurlöndum enda var hún ekki ýkja mikil í fyrstu. Í bók Yergins kemur fram að árið 1940 hafi olíuframleiðsla í Íran, Írak og á öllum Arab- íuskaganum verið undir 5% af heimsframleiðslu á meðan Bandaríkjamenn framleiddu 63% af ol- íu, sem framleidd var í heiminum. Það var hins vegar ljóst að þetta var að breytast. Á meðan ol- íulindirnar við Persaflóann voru svo gjöfular að bandarískir olíukúrekar trúðu ekki sínum eigin augum var olíuæðið að renna sitt skeið á enda í Bandaríkjunum. Þar fundust engar nýjar olíulindir og Harold Ickes, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, skrifaði fræga grein árið 1943 undir fyrirsögninni „Olían okkar er að klárast!“ Þar sagði hann að kæmi til þriðju heimsstyrjald- arinnar myndu Bandaríkjamenn þurfa að nota eldsneyti frá öðrum því að þeir myndu ekki fram- leiða það sjálfir. Þessi orð voru ekki sögð að ástæðulausu. Það átti eftir að koma í ljós að olía var lykilatriði í sigri bandamanna á öxulveldun- um í heimsstyrjöldinni síðari og því skipti trygg- ur aðgangur að olíu lykilmáli fyrir viðgang og ör- yggi heimsveldis. Þegar Bandaríkjamenn reyndu að greina hvar finna mætti þá olíu sem tryggði öryggi þeirra bar allt að sama brunni. Mið-Austurlönd voru vænlegasta olíuforðabúrið. Undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari voru bandamenn ekki aðeins að skipta niður Evrópu. Bretar og Bandaríkjamenn voru að skipta milli sín Mið-Austurlöndum og það var ekki gert í bróðerni. Á fundi með sendiherra Breta í Wash- ington dró Franklin Roosevelt upp kort af Mið- Austurlöndum og sagði að persnesk olía væri Breta, Bandaríkjamenn og Bretar myndu skipta á milli sín olíunni í Írak og Kúveit en olían í Sádi- Arabíu tilheyrði Bandaríkjamönnum. Churchill fyrtist við en sagði þó að Bretar ásældust ekki ol- íusvæði sem bandarísk olíufyrirtæki hefðu keypt rétt til að nota. Um tíma veltu Bandaríkjamenn fyrir sér hvort stofna ætti bandarískt ríkisfyrirtæki, sem hefði það verkefni að öðlast olíuréttindi í Sádi-Arabíu, en niðurstaðan varð sú að Arabísk-ameríska olíu- félagið, ARAMCO, sem var félag stærstu, banda- rísku olíufyrirtækjanna, tók að sér verkefnið. Þau sáu á hinn bóginn fyrir sér að Bandaríkja- menn myndu sjá um að verja Sádi-Arabíu. Lífshagsmunir Bandaríkjanna Roosevelt og Ibn Saud áttu í kjölfarið með sér fund um borð í herskipinu Quincy á Súez-skurði eftir Yalta-ráðstefnuna í febrúar 1945. Ekki er vitað nákvæmlega hvað fór fram á þessum fundi, en víst er talið að Roosevelt hafi lofað Ibn Saud vernd gegn aðgangi að olíu. Til að gera langa sögu stutta hafa Bandaríkja- menn látið sér mjög annt um hagsmuni sína í Sádi-Arabíu alla tíð síðan. Þó er rétt að nefna að árið 1979 markaði ákveðin tímamót í sambandi ríkjanna og kom þar þrennt til. Það ár var Írans- keisara steypt af stóli, Sovétmenn réðust inn í Afganistan og bókstafstrúarmenn gerðu upp- reisn í Mekka. Jimmy Carter Bandaríkjaforseti lýsti þá yfir því að litið yrði á allar tilraunir óvin- veitts afls til að ná völdum á Persaflóasvæðinu sem „árás á lífshagsmuni Bandaríkjanna“ og við því yrði brugðist „með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal hervaldi“. Eins og rakið hefur verið hér að framan er það markmið bin Ladens að komast til valda í Sádi-Arabíu og þeir eru ýmsir sem halda fram að þótt varnir gegn hryðjuverk- um og vernd almennra borgara séu meginmark- miðin snúist yfirstandandi átök undir yfirborðinu um hagsmuni og ítök, sem kalla megi „geopóli- tíska“ samkeppni. Talið er að fjórðung olíuauð- linda heimsins sé að finna í Sádi-Arabíu og þær megi ekki falla í hendur bin Ladens og fylgis- manna hans. En stjórnvöld í Sádi-Arabíu þurfa ekki aðeins vernd gegn utanaðkomandi ógnun, hún kemur einnig innan frá. Auðsöfnun konungsfjölskyld- unnar, sem telur um 20 þúsund manns og nota karlarnir flestir titilinn prins, hefur myndað gjá milli hennar og almennings. Um leið og spilling lifir góðu lífi í konungsfjölskyldunni hefur hún komið upp öryggislögreglu og trúarlögreglu. Stjórnarfar í landinu á ekkert skylt við lýðræði og allt andóf er kæft með harðri hendi. Um leið og yfirstéttin lifir í lystisemdum og iðulega heyr- ist talað um drykkjuskap og gjálífi er hin op- inbera stefna af allt öðrum toga. Hið sögulega samband Sádanna við Wahab er enn í fullu gildi. Öndvert við umburðarlyndi Ibns Sauds er hins vegar fátt liðið í Sádi-Arabíu nútímans og wahabbítarnir aðhyllast síður en svo vestræn gildi. Segja má að Sádi-Arabar hafi sloppið vel miðað við það ámæli sem talibanar hafa legið undir fyrir trúarofstæki. Þegar bin Laden ofbauð að bandarískt herlið kom til Sádi-Arabíu í Persa- flóastríðinu var hann ekki einn á báti. Neðanjarð- ar þrífst hópur stjórnarandstæðinga og bin Lad- en er sprottinn úr því umhverfi. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa ekki aðeins stutt og fjármagnað wahabbíta innan lands, heldur einnig stuðlað dyggilega að útbreiðslu stefnunnar annars stað- ar í Arabaheiminum. Alim nefnist hinn íslamski fræðimaður og er fleirtalan ulema. Ulema gegna mikilvægu hlut- verki í Sádi-Arabíu og mynda sérstakt ráð. Fahd konungur kallaði saman 350 ulema úr röðum wa- habbíta árið 1990 til að telja þá á að gefa út fatwa eða tilskipun um að leyfa bandarískum hermönn- um að vera í landinu í Persaflóastríðinu. Sádar styrktu trúarbragðaskóla í flóttamannabúðum í Pakistan. Þeir hafa stutt talibanana í Afganistan dyggilega, ekki síst fyrir þrýsting frá ráði hinna íslömsku fræðimanna. Talibanar þökkuðu stuðn- inginn með því að taka upp ýmsa hætti wahabb- íta, til dæmis trúarlögreglu. Stjórnvöld í Sádi-Arabíu kunna að vera að tryggja skammtímahagsmuni sína með þeirri stefnu sinni að efla bókstafstrú bæði innan lands og utan en til langs tíma er ljóst að þau eru að grafa undan sjálfum sér. Það að Bandaríkjamenn skuli ekki gagnrýna Sáda opinberlega stafar af því að þeir vita að stjórn landsins á erfitt með að styðja þá fullum fetum og halda um leið friðinn heima fyrir. Morgunblaðið/Golli Skammdegi við tjörnina í Reykjavík. Stjórnvöld í Sádi- Arabíu kunna að vera að tryggja skammtímahags- muni sína með þeirri stefnu sinni að efla bókstafstrú bæði innan lands og utan en til langs tíma er ljóst að þau eru að grafa undan sjálfum sér. Laugardagur 10. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.