Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Björg C. Þorláksson fæddist árið 1874 í Vesturhópshólum í Húnaþingi. Hún braust til mennta af ótrúlegum dugn- aði, en eftir námsvist á kvennaskólan- um á Ytri-Ey á Skagaströnd og þrjú ár sem kennslukona við skólann sigldi hún til Kaupmannahafnar til að stunda kennaranám. Vorið 1900, þegar Björg var að ljúka náminu í kennaraskólanum, skrifaði hún Birni Ólsen, rektor Lærða skólans í Reykjavík, og fór fram á að fá að setjast í sjötta og síð- asta bekk skólans um haustið og ljúka þaðan stúdentsprófi vorið eftir. Hún tók fram að hún myndi þá hafa lokið fjórðabekkjarprófi til stúdents- prófs í Kaupmannahöfn. Björn Ólsen svaraði beiðni Bjargar með bréfi dagsettu 28. apríl 1900. Þar er beiðni hennar synjað með vísan til reglugerðar skólans. Ekki var aðeins að Björn og allir kennarar Lærða skólans væru því mótfallnir að Björgu væri heimilað að setjast í skólann heldur höfðu stiftsyfirvöld og landshöfðinginn yfir Íslandi fjallað um beiðni hennar og komist að sömu niðurstöðu. „Vjer verðum að fallast á þann skilning á hjeraðlútandi ákvæðum reglugjörðarinnar, sem þjer [Björn Ólsen] hafið látið í ljósi“, segir í bréfi stiftsyfirvalda til Björns, sem hann endurritar í bréfi sínu til Bjargar, „og álítum oss eigi heimilt að veita það, sem um er beðið; slík afbrigði frá reglugjörðinni verðum vjer og að telja ísjárverð og lítum svo á, að þau einungis geti orðið leifð með kon- ungsúrskurði.“ Það er ekki lítið í húfi, enginn nema konungur sjálfur getur heimilað Björgu að setjast í sjötta bekk Lærða skólans og þreyta þaðan stúdentspróf, annað er „ísjárvert“. Ekki er að undra að menntun kvenna væri eitt af meginbaráttumálum ís- lenskra kvenna á þessum tíma. Konum sem vildu þreyta stúdents- próf voru ekki settir slíkir afarkostir á heimavelli konungs. Í Danmörku var litið svo á að lögin um stúdents- próf gerðu hvorki að heimila né banna konum að taka prófið. Árið 1875 úrskurðaði konungur að konum skyldi heimilt að stunda nám við Hafnarháskóla og þar sem til þess þurfti stúdentspróf gerði þessi úr- skurður ráð fyrir að konur gætu tek- ið stúdentspróf án frekari skilyrða. Þetta nýttu konur sér í Danmörku og ef þær voru utanskóla dugði að máls- metandi karlmaður skrifaði upp á að þær væru tilbúnar að taka prófið. Kostir voru því rýmri í Danmörku en í hjálendunni Íslandi og er þetta eitt af mörgum dæmum um hversu Danir voru frjálslyndari en Íslendingar í ýmsu á þessum árum. Það varð Björgu því til láns að hún var í Dan- mörku og naut þeirra réttinda sem danskir þegnar höfðu. Hún bjóst því til að taka stúdentspróf þar, en bréfið frá Birni Ólsen þar sem henni var neitað um skólavist á Íslandi geymdi hún til æviloka. Íslensk-danska orðabókin Í Kaupmannahöfn kynntist Björg Sigfúsi Blöndal. Þau giftu sig árið 1903 og unnu saman að hinu mikla verki Íslensk-danskri orðabók um tutt- ugu ára skeið. Líf Bjargar og Sigfúsar var komið í fastar skorður. Þau höfðu komið sér fyrir í framtíðarhúsnæði og Sigfús hafði fastar tekjur af starfi sínu við Konunglegu bókhlöðuna. Björg hafði nokkrar tekjur af þýðingum sínum, prófarkalestri og öðrum ritstörfum og þeim vegnaði ágætlega. Meðfram þessum launuðu störfum sinntu þau bæði fræðistörfum, að ógleymdri orðabókinni sem þau unnu að dag- lega. Sigfúsi fannst nauðsynlegt að setja sér ákveðna stundaskrá fyrir dag hvern. Hann vildi hafa reglu á hlut- unum og til er miði þar sem hann skiptir deginum niður á verkefni. Fótaferð hafði Sigfús klukkan sjö að morgni og eflaust hefur hann þá fengið sér morgunhressingu. Eftir klukkutíma ról við bréfaskriftir tók hann til við skáldskaparstörf í annan klukkutíma. Klukkan níu borðaði hann morgunverð og síðan fór hann samkvæmt skipulaginu í stuttan göngutúr um nágrennið. Á bókasafn- ið vildi hann vera kominn um tíuleyt- ið og þar var hann til klukkan þrjú dag hvern, eða fimm tíma á dag. Samkvæmt áætluninni tók hann sér einn og hálfan tíma eftir við- veruna á safninu til að sinna erindum í bænum, en heim ætlaði hann sér að vera kominn klukkan hálffimm. Þá tók við hvíld og miðdegisverður og síðan orðabókarvinna í tvo tíma frá klukkan sex til átta. Eftir það gaf hann sér aðra tvo tíma til lesturs, gerði leikfimi í hálftíma og í rúmið vildi hann vera kominn klukkan hálf- ellefu. Þessi stundaskrá segir eflaust meira um óskir Sigfúsar og löngun hans til að hafa röð og reglu en raun- verulega dagsskipan, en hún gefur samt sem áður nokkra mynd af dag- legu lífi Bjargar og Sigfúsar. Á meðan Sigfús var fjarverandi á daginn vann Björg við orðabókina, skrifaði greinar og þýddi og sinnti náminu eftir því sem aðstæður leyfðu. Vorið 1904 þegar hún var að lesa prófarkir fyrir Þorvald Thorodd- sen skrifar hún honum og segir: „Bestu þökk fyrir peningana. Mjer þikir reyndar hálfleiðinlegt að taka á móti þeim, því jeg er alveg ánægð með 4 kr. fyrir örkina og þikir vænt um að lesa prófarkir af því sem þjer látið prenta í sumar.“ Hér kveður við kunnuglegan tón þegar konur og kaupkröfur eru annars vegar. Björg nánast afsakar sig fyrir að þiggja laun fyrir vinnu sína og metur hana minna í krónum talið en Þorvaldur. Sjálfsagt hefur hún heldur ekki séð mikinn mun á þeirri aðstoð sem hún veitti Sigfúsi kauplaust við hans verk og þeirri vinnu sem hún vann fyrir kaupi. Til viðbótar þessum störfum sá Björg um heimilishaldið og sinnti þeim fjölmörgu verkum sem það út- heimti fyrir tíma sjálfvirkra heimilis- tækja og handhægra neytenda- pakkninga. Veikindi setja mark sitt á hjónabandið Þótt lífið væri komið í öruggan far- veg lék það þó ekki alls kostar við Björgu og Sigfús, en rúmum tveimur árum eftir að þau giftu sig var hann lagður inn á sjúkrahús vegna sulla- veiki og varð aldrei vel hraustur eftir það. Björg sjálf varð svo veik nokkru síðar. Þegar Sigfús hafði náð nokkurri heilsu á ný hélt lífið áfram sinn vana- gang við bókastúss og ritstörf. En það var ekki lengi því rúmum tveim- ur árum eftir þessa atburði veiktist Björg. Á Þorláksmessukvöld árið 1907 fékk hún „blóðspýting“ og gekk blóðið upp úr henni með hósta. Sig- fúsi leist ekki á blikuna og náði í Gísla Brynjólfsson lækni sem starfaði í Kaupmannahöfn. Gísli taldi ráðleg- ast að leggja Björgu strax á sjúkra- hús og var það gert. Um kvöldið var hún lögð inn á Skt. Elisabet’s Hospit- al sem var nýbyggt sjúkrahús stein- snar frá heimili þeirra Sigfúsar á Amagerbrogade. Björg var fárveik þegar hún var lögð inn á sjúkrahúsið og viku seinna segir Sigfús hana svo veika að hún megi hvorki tala né taka á móti gest- um öðrum en honum sjálfum. Björg hafði berkla í lungum og sá sjúkdóm- ur var dauðans alvara. Litlar lækn- ingar voru til við þessum vágesti og allir voru hræddir við hvíta dauðann eins og sjúkdómurinn var gjarnan kallaður. Glíma Bjargar við berklana var erfið og löng því hún var á spít- alanum fram í októberbyrjun, eða í rúma níu mánuði. Í skýrslum sjúkra- hússins kemur fram að hún hafi ekki kennt sér meins áður og verið hraust fram að þessu og það hefur vafalaust hjálpað henni að ná bata. Í júlí, eftir meira en hálfs árs sjúkrahúsvist, var hún enn svo mátt- farin að hún gat tæplega skrifað bréf. Þá skrifar hún Ingibjörgu mágkonu sinni, konu Jóns, og afsakar að hún hafi ekki skrifað fyrr. Hún segist varla geta haldið á penna og afsakar sig aftur fyrir hve bréfið sé stutt. Hún segir Ingibjörgu að hún liggi á börum í garði sjúkrahússins frá tíu á morgnana til sex á kvöldin nema þeg- ar rigni og að hún sé orðin „brún eins og útilegumaður í framan“. Fótavist hefur hún ekki. Það hefur ekki verið langt fyrir Sigfús að fara til að heim- sækja hana á sjúkrahúsið, rétt yfir götuna frá heimili þeirra, en engar heimildir eru um að hann hafi annast hana í þessum veikindum. Þrátt fyrir að vera heilsuhraust að upplagi náði Björg sér ekki af berkl- unum. Hún var útskrifuð af sjúkra- húsinu í október 1908 en í mars árið 1909 er hún enn veik. Sigfús segir í bréfi til Finns Jónssonar að henni líði samt betur: „enginn hiti og enginn blóðspýtingur síðustu dagana, en hún má sem minnst tala og liggur auðvit- að í rúminu.“ Í júní fór hún til dvalar á heilsuhæli, en Sigfús hélt í sumar- leyfi á Borgundarhólmi. Sumarið áð- ur, þegar Björg var á sjúkrahúsinu, hafði Sigfús einnig farið til sumar- dvalar utan Kaupmannahafnar. Vera kann og reyndar ekki ólíklegt að Björg hafi hvatt Sigfús til þessara ferða þar sem hann var ekki heilsu- hraustur. Dvölin á hælinu virðist hafa gert Björgu gott og veturinn eftir skrifar hún Jóni bróður sínum: „heilsan eftir vonum, og humörið al- taf gott.“ Upplausnarástand í Þýskalandi Sumarið 1921 fór Björg til fram- haldsnáms í sálarfræði og heimspeki í Þýskalandi og Frakklandi. Cand. phil. prófi í heimspeki hafði hún lokið við Hafnarháskóla árinu áður en þau Sig- fús giftu sig og eftir margra ára vinnu við orðabókina og önnur ritstörf vildi Björg halda námi sínu áfram. Í apríl árið 1922 dvaldi Björg í nokkrar vikur í Berlín og dvölin þar varð eftirminni- leg því þar hófst saga sem er meira í ætt við njósna- og spennusögur en hvers- dagslegan veruleika. Í Þýskalandi var upplausnar- ástand. Verðbólgan óð áfram, at- vinnuleysi var meira en dæmi voru um og stéttaátök og róstur voru dag- legt brauð. Ríkisstjórn Weimarlýð- veldisins, sem Þjóðverjar höfðu stofnað í kjölfar styrjaldarinnar, gat lítið gert til að stemma stigu við þess- ari þróun. Reiði, ótti, tortryggni og óvissa um framtíðina einkenndu stjórnmálaástandið og þjóðernissinn- aðar öfgahugmyndir áttu sífellt meira fylgi að fagna […] Þegar Björg kom til Berlínar í apr- ílbyrjun 1922 leigði hún sér herbergi hjá hjónum sem hún kannaðist við. Húsbóndinn var íslenskur og hét Baldvin Einarsson en kona hans var þýsk og hafði Björg ekki mikið álit á henni. Einn daginn urðu Björg og frúin samferða í lest inn í miðborg Berlínar og voru nokkrar þýskar konur ásamt þeim í lestarklefanum. Þá ber svo við að frúin fer að tala um vopnabúnað Þýskalands og var Björgu brugðið því um slíkt töluðu menn ekki á almannafæri. Henni hafði verið sagt að líf lægi við að tala um og hlusta á umræður af þessu tagi og að 300 manns hefðu verið myrtir þetta ár fyrir þær sakir. Tal frúar- innar var því stórhættulegt en hún var svo hávær að það gat ekki farið fram hjá neinum í vagninum. Björg reyndi að láta sem sér kæmi þetta ekki við og horfði út um gluggann, en segir Jóni bróður sínum að hún hafi þó ekki tekið þetta mjög alvarlega heldur talið að hver maður í Þýska- Björg var eldheit kvenréttindakona og hér er hún á norrænu kvennaþingi í Kaupmannahöfn árið 1914, þriðja frá hægri í neðstu röð. Hún fetaði í fótspor Sæmundar fróða Hún var fyrsta íslenska konan til að ljúka dokt- orsprófi og telst brautryðjandi meðal íslenskra kvenna fyrir framlag sitt á sviðum vísinda og fræða. Í frásögn Sigríðar Dúnu Kristmunds- dóttur af ævi Bjargar C. Þorláksson er sagt frá óvenjulegri konu sem fór sínar eigin leiðir og skóp sig sjálf í trássi við viðteknar hugmyndir um hlut- verk kvenna. Haustið 1928 sat Björg fyrir hjá Ásmundi Sveinssyni myndhöggvara í París og gerði Ásmundur þá þessa brjóstmynd af henni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.