Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 34
SKOÐUN
34 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Faxafeni 14 568 9915 www.hreyfing.is
Hreyfing í
6 vikur
fram að jólum
og þú ert í betra
formi fyrir
hátíðirnar
líkamlega
sem andlega.
Ertu í formi fyrir jólin?
Jólatilboð
4.990 kr.aðeins
jólaboð
jólahlaðborð
jólaföt
jólaball
jólamatur
jólaglögg
aðfangadagskvöld
áramótaveisla
nýárskvöld
MIKIÐ hefur verið skrafað og
skrifað undanfarið um kosti þess og
galla fyrir Ísland að gerast aðili að
Evrópusambandinu (ESB). Þessi
umræða er af hinu góða og skömm-
inni skárri en þögnin sem virst hefur
umlykja þetta málefni á undanförn-
um árum. Ekki er ólíklegt að Evr-
ópumálin verði ofarlega á dagskrá í
komandi alþingiskosningum og því
er brýnt að almenningur geri sér
góða grein fyrir því hvaða hagsmun-
ir eru í húfi. Það væri synd ef Evr-
ópuumræðan tæki á sig of flokkspóli-
tíska mynd þar sem hér er um að
ræða málefni sem er mikilvægara en
spurningin um hver sé við stjórnvöl-
inn á Íslandi næsta kjörtímabil.
Ísland hefur verið aðili að hinu
Evrópska efnahagssvæði, EES, frá
árinu 1994. Þrátt fyrir efasemdar-
raddir og jafnvel andstöðu við þá að-
ild í upphafi er varla nokkur sem
mótmælir henni nú. Þvert á móti er
EES samningurinn af mörgum sagð-
ur nauðsynlegur en um leið fullnægj-
andi aðlögun að Evrópusambandinu.
Af hverju ættum við þá að ganga
lengra og öðlast fulla aðild að ESB?
Ég vil nefna tvo stóra málaflokka
sem ég álít skipta sköpum, þeir eru
efnahagsmálin og sjálfstæðismálin.
Vissulega er fjöldinn
allur af málaflokkum,
misjafnlega stórum,
sem athuga ber í þessu
sambandi en þessir
tveir vega þyngst að
mínu mati. Það vekur
hugsanlega furðu að ég
skuli ekki nefna fisk-
veiðar sem mikilvæg-
astan málaflokka. Ég
hugsa hins vegar að ís-
lensk fiskveiðistefna
mundi verða í stórum
dráttum óbreytt þar
sem undirstaða sjávar-
útvegsstefnu ESB fel-
ur í sér stöðugleika og
sjálfbæra nýtingu eins
og þeirri íslensku er ætlað að gera.
Efnahagsmálin
Íslenska krónan tók skyndilega
væna rússíbanadýfu fyrr á þessu ári,
eftir að hafa verið óvenju stöðug í
nokkur ár. Stjórnvöld voru fljót til að
reyna að róa landsmenn og sögðu að
engar efnahagslegar forsendur væru
fyrir gengisfallinu. Þeim láðist þó að
geta þess hverju við ættum von á
þegar efnahagslegar forsendur væru
fyrir hendi. Upp úr þessum gengis-
óróa hafa þær raddir
orðið háværar sem vilja
að Íslendingar taki upp
evru eða jafnvel dollar í
stað krónunnar. Af
þessu tvennu er evran
raunhæfur kostur þar
sem hún er sameiginleg
mynt margra sjálf-
stæðra ríkja og Ísland
gæti orðið formlegur
hluthafi í gjaldmiðlin-
um með aðild að ESB.
Ennfremur yrði mynt-
in skrýdd íslenskum
sérkennum, t.d. fiskum
eða skjaldarmerkinu, á
annarri hliðinni, sem
ekki fengist framgengt
með dollara er ég hræddur um.
Kostir aðildar Íslands að evru eru
augljósir, slíkt myndi koma á stöð-
ugleika sem leiddi til lækkunar
vaxta, sem eitt og sér væri stærsta
kjarabót sem íslenskir launþegar
hafa fengið um langa hríð. Lauslegur
samanburður á algengum lánum til
húsakaupa á Íslandi og á evrusvæð-
inu sýnir að Íslendingar þurfa að
sætta sig við vexti og verðbætur sem
samsvara yfir 10 prósent á ári meðan
evrópskir húskaupendur greiða
u.þ.b. 5 prósent í bankavexti sem
ekki bera verðbætur. Fyrir dæmi-
gert heimili er þetta aukakostnaður
upp á nokkur hundruð þúsund krón-
ur á ári. Þetta er ansi hátt verð fyrir
heiðurinn af því að hafa sérstaka
mynt sem heitir eftir dönsku höfuð-
fati.
Að auki hefði upptaka evrunnar og
aðild að ESB jákvæð áhrif á erlendar
fjárfestingar í landinu, sem geta
lækkað skuldastöðu þjóðarbúsins og
tryggt atvinnu. Jafnframt hefðu ís-
lenskar afurðir fullan aðgang að evr-
ópskum markaði án tolla og annarra
hafta. Ég legg því til að stjórnvöld
hefjist handa við undirbúning evru-
aðildar og taki ákvörðun um að
frysta gengi krónunnar gagnvart
evru þegar og ef hún nær 100 krón-
um sem ekki er fráleitt að gerist fyrr
en varir. Þá yrði myntbreytingin
álíka einfalt mál og þegar 2 núll voru
skorin af flotkrónunni fyrir 20 árum,
vextir lækkuðu strax og verðtrygg-
ing lána heyrði sögunni til.
Sjálfstæðismálin
Það er eðlilegt að sjálfstæðismálin
séu ofarlega í huga manna þegar að-
ild að ESB er rædd. Sumir núlifandi
landsmanna upplifðu stofnun lýð-
veldisins og þá stoltu uppgangstíma
sem fylgdu því. Þess vegna eru menn
hikandi við að gefa eftir hluta af
þessu fullveldi til yfirþjóðlegra
stofnana Evrópusambandsins. Ég er
þeirrar skoðunar að það formlega og
takmarkaða framsal á valdi sem
fylgdi ESB aðild myndi í raun
styrkja sjálfstæði þjóðarinnar. Í stað
þess að lögleiða beint og óbeint
stærstan hluta þeirra reglna sem
ákveðnar eru af ESB án þess að Ís-
land komi nærri ákvarðanatökunni
eins og reyndin er nú, myndi Ísland
taka fullan þátt í þeirri stefnumótun
og lagagerð sem fram fer í Evrópu. Í
stað þess að sitja á varamanna-
bekknum og horfa á framgang leiks-
ins myndi Ísland vera virkur þátt-
takandi.
Með stækkun ESB til austurs er
ljóst að aðgengi Íslands að ráða-
mönnum og stofnunum í Brussel fer
minnkandi. Þau ríki sem sótt hafa
um ESB aðild munu augljóslega
ganga fyrir. Þótt EES samningurinn
yrði áfram í gildi mun áhugi ESB á
honum þverra og erfiðara verður um
vik að aðlaga hann breyttum aðstæð-
um í framtíðinni. Því er hætta á að
stofnun sú sem sett var upp af
EFTA ríkjunum í tengslum við EES
samninginn, Eftirlitsstofnun EFTA
(ESA) muni koma fram með sífellt
þrengri túlkun á ákvæðum samn-
ingsins. Því er kostur að færa það
vald sem nú liggur hjá ESA til Evr-
ópusambands með aðild Íslands.
Innan ESB getur Ísland svo tekið
virkan þátt í stefnumótun á þeim til-
tölulega skýrt afmörkuðu sviðum
sem skipta okkur máli. Þannig
myndi smæð landsins virka jákvætt
á ferlið og vera okkur í hag. Ásamt
þeim þjóðum sem næst okkur væru í
skoðunum á hverju máli fyrir sig
myndum við hafa bein áhrif á stefnu-
mótunina og þyrftum ekki að treysta
á velvild þjóða sem standa okkur
nærri í landfræðilegum eða söguleg-
um skilningi. Þannig væri sjálfstæði
okkar best borgið.
Tímasetning
Skoðanakannanir á Íslandi sýna,
að meirihluti landsmanna er fylgj-
andi aðildarviðræðum við ESB.
Stjórnvöld vilja hins vegar bíða
átekta og er því ástandið þveröfugt
við stöðuna í Noregi þar sem al-
menningur er mótfallinn aðild þótt
stjórnvöld hafi í tvígang gengið í
gegnum aðildarviðræður. Ég er
fylgjandi því að Íslendingar bíði ekki
eftir því að Norðmenn verði tilbúnir
til inngöngu heldur hefji strax aðild-
arviðræður. ESB er ekki lokaður
klúbbur heldur hefur opna gátt fyrir
lönd eins og Ísland til inngöngu. Sú
gátt verður hins vegar sífellt minni
og svigrúm til aðlögunar sífellt
þrengra. Við skulum ekki bíða eftir
að þurfa að gerast aðilar að fullmót-
uðu sambandi sem við áttum ekki
þátt í að þróa heldur gerast aðilar
sem fyrst, á okkar forsendum.
Íslendingar eru mjög meðvitaðir
um mikilvægi landkynningar. Ef
samlandar okkar spjara sig í útlönd-
um tekur þjóðarhjartað stangar-
stökk af hrifningu. Við viljum ekki að
landið hverfi útundir heimskauts-
baug í athygli umheimsins og besta
leiðin til að svo verði ekki er að taka
virkan þátt í málefnum á alþjóða-
vettvangi. Ég er ekki að halda því
fram að landið muni leggjast í eyði,
söngfuglar þagni og hverir kali vær-
um við áfram utan ESB, heldur er ég
sannfærður um að heildarkostirnir
vegi upp gallana. Besta leiðin til að
gera nákvæma úttekt á þessu er að
hefja aðildarviðræður sem fyrst og
leggja síðan niðurstöðu þeirra fyrir
dóm landsmanna í formi þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Heimurinn er í örri þróun og Ís-
land fer ekki varhluta af því. Ótrú-
lega margt hefur breyst á síðustu ár-
um og áratugum. Landið hefur
opnast til umheimsins, íslensk fyr-
iræki hafa haslað sér völl um víða
veröld og erlend áhrif eru sívaxandi
á Íslandi. Engu að síður hefur þetta
ekki veikt sjálfsmynd okkar sem Ís-
lendinga enda eru fá lönd jafn skýrt
afmörkuð hvað tungu og landamæri
varðar. Ísland mun halda áfram að
þróast hröðum skrefum og gildir þar
einu hvort landið verður aðili að ESB
eða ekki. Vísast myndi almenningur
ekki einu sinni finna fyrir neinni
breytingu fyrst um sinn við inn-
göngu í ESB en til lengri tíma litið er
víst að aðild mun hafa jákæð áhrif á
stöðu Íslands á alþjóðavettvangi,
hagsæld þjóðarbúsins og lífsgæði
íbúa landsins.
SKUNDUM TIL BRUSSEL
OG TREYSTUM VOR HEIT
Kostir aðildar Íslands
að evru eru augljósir,
segir Indriði Benedikts-
son, slíkt myndi koma
á stöðugleika.
Höfundur er vísindafulltrúi hjá
framkvæmdastjórn ESB í Brussel.
Greinin skal ekki túlkast sem opin-
bert álit framkvæmdastjórnarinnar.
Indriði
Benediktsson
Mörkinni 3, sími 588 0640
G
læ
si
le
g
a
r
g
ja
fa
vö
ru
r Mokkabollar
kr. 1.890
Opið mán.-fös. frá kl. 12-18.
Lau. frá kl. 11-14.
Toppárangur
með
þakrennukerfi
þakrennukerfi
Fagm
enns
ka
í
fyrir
rúmi
BLIKKÁS EHF.
SKEMMUVEGUR 36
200 KÓPAVOGUR
SÍMI 557 2000 - FAX 557 4111
Söluaðilar um land allt