Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR
4 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
„ÉG ER mjög ánægð. Þetta er tíma-
mótasamningur og samningsmark-
mið Íslands náðist,“ sagði Siv Frið-
leifsdóttir umhverfisráðherra í
samtali við Morgunblaðið í gær um
samkomulagið sem náðist á sjöunda
tímanum í fyrrinótt, um framkvæmd
Kyoto-bókunarinnar á loftslagsráð-
stefnu Sameinuðu þjóðanna í Marra-
kesh í Marokkó. Samkomulagið náð-
ist eftir miklar þreifingar og óvissu
um niðurstöðuna vegna sérkrafna
nokkurra ríkja, þ. á m. Japans,
Rússlands, Nýja-Sjálands, Kanada
og Ástralíu sem tilheyra svonefndum
Regnhlífarhópi.
Íslenska sérákvæðið er inni í loka-
samkomulaginu sem samþykkt var í
lok fundarins og er nú í höfn, að sögn
Sivjar.
Ísland ekki útilokað frá notkun
endurnýjanlegrar orku
,,Þetta er tímamótasamningur
vegna þess að eins og núna er búið að
útfæra hann geta iðnríkin sem taka á
sig skuldbindingar farið í fullgilding-
arferilinn. Það var stór stund fyrir
okkur þegar íslenska ákvæðið var
samþykkt,“ segir Siv. Það gerir
litlum ríkjum kleift að ráðast í verk-
efni sem byggjast á nýtingu endur-
nýjanlegra orkugjafa þótt þau valdi
aukinni losun koltvíoxíðs.
„Íslenska ákvæðið tryggir að Ís-
land er ekki útilokað frá því að nota
endurnýjanlega orku við stærri
framkvæmdir þrátt fyrir að þær
valdi losun gróðurhúsalofttegunda.
Það er hagsmunamál okkar að vera
ekki útilokuð frá því að nota endur-
nýjanlega orkugjafa við stærri fram-
kvæmdir. Okkur tókst með þrot-
lausri vinnu að útskýra þessa stöðu
Íslands fyrir öðrum ríkjum og sér-
fræðingum sem hafa fallist á okkar
rök,“ segir hún.
Fallist á allar kröfur Rússa
Útlit var fyrir það á föstudag að
samkomulag næðist ekki á ráðstefn-
unni vegna andstöðu stóru ríkjanna
sem tilheyra Regnhlífarhópnum og
lögð var fram sáttatillaga á föstudag
sem fulltrúar Íslands o.fl. lýstu
stuðningi við. Hún dugði þó ekki til
og á síðustu klukkustundunum var
komið til móts við sérkröfur stóru
ríkjanna með umtalsverðum tilslök-
unum, að sögn Sivjar. Hún segir að
gefið hafi verið eftir til að koma til
móts við þessi ríki.
„Með þessari eftirgjöf gagnvart
Rússlandi, Kanada, Japan og fleiri
ríkjum var verið að útvatna samn-
inginn. Markmið samningsins nást
síðar en verið hefði vegna þess að
gefið var eftir gagnvart þessum ríkj-
um en það varð að gera það. Þróun-
arríkin, Evrópusambandið og önnur
ríki féllust á það vegna þess að
mönnum var ljóst að ef þessi stóru
ríki yrðu ekki með myndi samning-
urinn aldrei öðlast gildi,“ segir um-
hverfisráðherra.
„Það var að meira eða minna leyti
fallist á allar kröfur Rússa. Þeir
fengu til dæmis aukalega 17 millj-
ónir tonna af kolefni sem eru um 60
milljónir tonna af koltvísýringi. Þeir
fá 40 sinnum meira en nemur allri
losun Íslands, sem þeir geta talið sér
til tekna í bindingu. Rússar voru í
lykilaðstöðu við samningaborðið
vegna þess að þeir losa um 17%
gróðurhúsalofttegunda sem koma
frá iðnríkjunum. Ef þeir hefðu ekki
verið með og ekki samþykkt samn-
inginn væri útséð um að hann myndi
öðlast gildi,“ segir Siv. Hún bendir á
að til að bókunin taki gildi þurfi ríki
sem losa 55% af öllum gróðurhúsa-
lofttegundum sem koma frá iðnríkj-
unum að staðfesta hana.
Fulltrúar Íslands beittu
sér fyrir lausn
Umhverfisráðherra og aðrir
fulltrúar Íslands komu mjög við sögu
og beittu sér til lausnar á fundum
formanna samninganefnda ráðstefn-
unnar. „Við Íslendingar búum einnig
svo vel að eiga einn mesta sérfræð-
ing Kyoto-bókunarinnar á alþjóða-
vettvangi en það er Halldór Þor-
geirsson, skrifstofustjóri í
umhverfisráðuneytinu. Á ráðstefn-
unni var hann valinn í tíu manna
framkvæmdastjórn samningsins og
er orðinn formaður annarrar undir-
nefndar samningsins, vísinda- og
tækninefndar, en sú nefnd fjallaði
um íslenska ákvæðið,“ segir Siv.
Krafa Íslands um bindingu í
landgræðslu einnig samþykkt
Loftslagsráðstefnan samþykkti
einnig að ríki gætu talið sér til tekna
bindingu kolefnis í landgræðslu með
sama hætti og í skógum sem var
krafa Íslands, Ástralíu og nokkurra
fleiri ríkja.
Þegar hún er spurð um hvert
framhaldið verður í kjölfar sam-
komulagsins sem náðist á loftslags-
ráðstefnunni í Marrakesh bendir Siv
á að í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-
arinnar segi að Ísland stefni að því
að fullgilda Kyoto-bókunina, svo
framarlega sem fallist verði á viðun-
andi lausn varðandi íslenska ákvæð-
ið.
„Nú hefur það verið samþykkt og
þá er ekkert því til fyrirstöðu að und-
irbúa fullgildingarferilinn. Það er
mikil vinna í gangi um hvernig við
ætlum að ná okkar tölulegu mark-
miðum, en það er hægt með ýmsum
hætti. Ráðuneytisstjórar nokkurra
ráðuneyta eru að störfum í nefnd
undir forystu ráðuneytisstjóra um-
hverfisráðuneytisins, sem vinnur að
tillögugerð fyrir ríkisstjórnina um
hvernig Ísland getur náð samnings-
markmiðum sínum miðað við fyrir-
liggjandi spár um losun.
Kyoto-bókunin gefur okkur m.a.
möguleika á að hefja sameiginlegar
aðgerðir með þróunarríkjum, t.d. við
hitaveituverkefni, sem er mjög já-
kvætt fyrir lofthjúp jarðar, en við
getum svo talið okkur það til tekna
eftir ákveðnum leikreglum. Einnig
er verið að vinna að tillögum um
samgöngur, landgræðslu og fleira.
Þessar tillögur munu væntanlega
koma fram á næsta ári,“ segir Siv.
Stefnt að því að bókunin verði
komin í gildi næsta haust
Að sögn hennar má búast við að
nokkur ár muni líða áður en öll aðild-
arríkin verða búin að staðfesta
Kyoto-bókunina en vonast er til þess
að nægilega mörg ríki hafi lokið full-
gildingu bókunarinnar
svo að hún hafi gengið í
gildi fyrir leiðtogafund
um sjálfbæra þróun sem
halda á í Jóhannesarborg
næsta haust.
„Nú munu ríki heims
hefja fullgildingarferilinn. Bókunin
gengur ekki í gildi fyrr en nægilega
mörg ríki sem standa að losun 55%
allra gróðurhúsalofttegunda frá iðn-
ríkjunum hafa fullgilt hana. Þá fer
þetta Kyoto-kerfi allt að virka, farið
verður í sameiginlegar framkvæmd-
ir með þróunarríkjunum og ríki
munu freista þess að hemja gróður-
húsalofttegundir hjá sér.
Sum ríki, s.s. Japan, þurfa t.d. að
hefja umfangsmikla uppbyggingu á
kjarnorku til þess að geta mætt
orkuþörf sinni án þess að menga loft-
hjúpinn með útblæstri gróðurhúsa-
lofttegunda. Við Íslendingar erum
mjög heppin að því leyti að við búum
við möguleika í vatnsorku og jarð-
varma.
Þetta samkomulag nær aðeins til
fyrsta skuldbindingartímabilsins,
áranna 2008 til 2012, en á næstu ár-
um munu menn fara að snúa ser að
næsta skuldbindingartímabili. Ljóst
er að þá þurfa þróunarríkin að taka á
sig einhverjar skuldbindingar þar
sem losun gróðurhúsalofttegunda
fer vaxandi. Um það þarf að semja
og það verður ekki auðvelt,“ segir
hún.
Mikil tíðindi fyrir allt mannkyn
Siv segir það mikil tíðindi fyrir allt
mannkyn að alþjóðasamfélaginu hafi
tekist að ná samkomulagi um svo
flókið og erfitt hagsmunamál sem
hér um ræðir. Bandaríkin standa þó
utan við samkomulagið
sem náðist í Marokkó en
Siv sagðist hafa fulla trú á
að Bandaríkin kæmu fyrr
eða síðar að samninga-
borðinu nú þegar sam-
komulag lægi fyrir.
Hún var að lokum spurð hvaða
áhrif samþykkt íslenska ákvæðisins
hefði á fyrirhugaðar stóriðjufram-
kvæmdir hér á landi. „Með sam-
þykkt íslenska ákvæðisins erum við
ekki útilokuð frá því að hefja slík
verkefni. Við þurfum nú þegar á
þessu ákvæði að halda vegna fram-
kvæmda sem ráðist hefur verið í á
undanförnum árum við byggingu
Norðuráls, stækkun ISAL og stækk-
un Járnblendiverksmiðjunnar. Það
var því mjög mikilvægt að fá ís-
lenska ákvæðið samþykkt.
Ef það hefði ekki náðst fram tel ég
afar ólíklegt að Ísland hefði getað
fullgilt Kyoto-bókunina enda ekkert
vit í að útiloka Íslendinga frá því að
nota endurnýjanlega orku sem
mengar ekki lofthjúpinn,“ segir Siv.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra segir samkomulagið í Marrakesh marka tímamót
Stór stund þegar
íslenska ákvæðið
var samþykkt
Ljósmynd/Leila Mead-IISD
Siv Friðleifsdóttir á loftslagsráðstefnunni í Marakesh.
Siv Friðleifsdóttir segir samkomulagið sem
náðist á loftslagsráðstefnu SÞ í fyrrinótt
marka mikil tímamót. Íslenska sérákvæðið
var samþykkt á ráðstefnunni og Siv segir í
samtali við Ómar Friðriksson að nú sé ekk-
ert því til fyrirstöðu að hefja fullgilding-
arferil Kyoto-bókunarinnar, sem gæti
öðlast gildi fyrir næsta haust.
Miklar til-
slakanir gerð-
ar vegna
sérkrafna
1990 og er til skoðunar, sbr. stækk-
un ÍSAL, stækkun Járnblendiverk-
smiðjunnar, stækkun Norðuráls og
fyrirhugaða álverksmiðju á Reyð-
arfirði.
Markmið íslenska ákvæðisins er
að aukning losunar gróðurhúsa-
lofttegunda á árunum 2008–2012
fari ekki yfir 10% af losun landsins
árið 1990, sem var þá tæpar þrjár
milljónir tonna koltvísýrings.
Til að uppfylla Kyoto-bókunina,
án tillits til ákvæðisins, mega Ís-
lendingar ekki losa meira en 3,3
milljónir tonna á ári 2008–2012.
Sagan
1997: Á síðustu stigum aðild-
arríkjaþings loftslagssamningsins í
Kyoto í Japan var ákvæðið sett
Innihaldið
Gerð er krafa um að notuð sé
endurnýjanleg orka, notkun henn-
ar leiði til samdráttar í losun hnatt-
rænt, besta fáanlega tækni sé notuð
og að bestu umhverfisvenjur séu
viðhafðar í framleiðslunni.
Nær aðeins til smáríkja sem los-
uðu minna en 0,05% af heildarlosun
iðnríkjanna árið 1990. Ísland losar
á milli 0,01 og 0,02%.
Undanþegið losunarskuldbind-
ingum iðnríkjanna sem felast í
Kyoto-bókuninni, þ.e. að draga úr
losun gróðurhúsalofttegundanna
um 5,2% á árunum 2008–2012, mið-
að við losun hvers ríkis árið 1990.
Þýðingin fyrir Ísland
Gerir íslenskum stjórnvöldum
kleift að staðfesta Kyoto-bókunina.
Felur í sér þak á heildarund-
anþágu vegna stóriðjulosunar hér-
lendis. Þakið miðast við 1,6 millj-
ónir tonna af koltvísýringi.
Undir þessu þaki er svigrúm fyr-
ir þá stóriðju sem risið hefur frá
fram að frumkvæði sendinefndar
Íslands.
1998: Útfærsla hófst á aðild-
arríkjaþinginu í Buenos Aires í
Argentínu en ekki var reiknað með
að ákvæðið yrði afgreitt.
1999: Tæknileg umræða hélt
áfram á þingi loftslagssamningsins
í Bonn í Þýskalandi og komst
ákvæðið meira inn í pólitíska um-
ræðu.
2000: Fór í gegnum vísinda- og
tækninefnd loftslagsráðstefnunnar
í Haag í Hollandi, þeirrar sjöttu í
röðinni, og var tilbúið til loka-
umfjöllunar á næsta ráðherrafundi
samningsins ásamt 1.600 málum úr
öðrum undirnefndum.
2001: Ráðherrafundur í Bonn í
júlí gekk frá samkomulagi um
framkvæmd Kyoto-bókunarinnar
og íslenska ákvæðið var þar á með-
al. Beðið var með lokaafgreiðslu til
næsta aðildarríkjaþings.
2001: Ákvæðið samþykkt við
lokaafgreiðslu á sjöunda aðild-
arríkjaþinginu í Marrakesh í Mar-
okkó 10. nóvember.
Íslenska
ákvæðið