Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 18
Sigurður Sverrir stillir upp fyrir töku. Að skipta svona um stíl er næstum því eins og að láta krossfesta sig. KVIKMYNDIN Málarinn ogsálmurinn hans um litinnfjallar um Svein Björnssonlistmálara og þau pólskipti, sem urðu í list hans á síðustu árunum. Þetta er 118 mínútna bíómynd og verður fljótlega gefin út á myndbönd- um í tveimur hlutum. Myndin hefst með sýningu lista- mannsins á Kjarvalsstöðum 1989. Málarinn telur þetta sína beztu sýningu til þessa; hápunktinn á löngum ferli í fantasíustílnum, en fæstir vita, að hún er líka lokapunktur fantasíunnar. Leit listamannsins að nýrri leið í myndlistinni er tekin við. Lausnina finnur hann í litunum. En til þeirrar lausnar verður hann að deyja gömlu stefnunni, því öðru vísi getur hann ekki risið upp í nýjum stíl. „Að skipta svona um stíl er næstum því eins og að láta krossfesta sig...,“ segir Sveinn m.a. í kvikmyndinni. Langur og litríkur aðdragandi „Fyrsta hugmyndin að þessari mynd varð til í tíð míns gamla fyr- irtækis, Lifandi mynda,“ segir Er- lendur. „Meiningin var að hafa hana sem huggulegheitaverkefni með öðru, svona gæluverkefni til þess að ganga í á milli þess sem við vorum á bólakafi í kvikmyndagerð fyrir sjávarútveginn . Haustið ’89 vorum við langt komnir með tökur á Verstöðinni Íslandi. Við Sigurður Sverrir vorum þá að fara heim frá Selatöngum og leið okkar lá fram hjá Bláa húsi málarans í Krísu- vík. Við hittum hann að máli, en hann var þá að undirbúa gríðarmikla sýn- ingu á Kjarvalsstöðum. Tal okkar leiddi til þess, að við lét- um til skarar skríða og mæltum okk- ur mót á Kjarvalsstöðum, þar sem við kvikmynduðum bæði upphenginguna og sjálfa opnunina á filmu. Hins vegar lá enn ekkert handrit fyrir og á þess- um tíma var ekki endanlega ljóst, að ég myndi stjórna gerð myndarinnar, og reyndar álitamál, hvort sonur ætti að stjórna mynd um föður sinn. En þannig þróaðist það nú samt. Okkur fannst það spennandi mál að gera mynd um svona tveggja heima mann, eins og faðir minn var þá; rann- sóknarlögreglumaður og myndlistar- maður. En okkur gafst bara enginn tími til að halda þessu áfram og því var ekki meira tekið í bili. Svo gerðist ekkert fyrr en ’95, að fráslepptum misheppnuðum fjár- mögnunartilraunum ’92. 1995 var gamli maðurinn að und- irbúa sýningu í Kaupmannahöfn í til- efni sjötugsafmælis síns, sem mér fannst að yrði að kvikmyndast. Við náðum með herkjum að fjármagna myndatökur í kring um þá sýningu. Upp úr því fór ég að hugsa um þessa mynd í fullri alvöru, en ég tók hana í arf eftir Lifandi myndir, þegar við neyddumst til að skipta fyrirtæk- inu upp í byrjun ársins ’95, fyrst og fremst vegna verkefnaleysis. Upp úr þeim hremmingum stofnaði ég fram- leiðslufyrirtæki mitt, Kvikmyndaver- stöðina. Það herti líka á mér, að heilsa pabba var farin að gefa sig. En nú voru aðstæður hans líka aðrar. Hann var hættur í lögreglunni, varð sjötug- ur í febrúar ’95. Og mér varð ljóst, að það gengi ekki að fást við heim lög- reglunnar, sem hann var búinn að skilja við. Auk þess voru viðhorf mín til verksins orðin breytt.“ Draumurinn, sköpunin, dauðinn og upprisan Og Erlendur heldur áfram: „Ég hafði fram að þessu verið að berjast fyrir gerð kvikmyndar um inntak kristni og kristnisögu okkar Íslend- inga í tilefni kristnitökuafmælisins, en var jafnframt orðið ljóst, að ég myndi ekki hafa sigur í þeirri baráttu. Það verk, sem mig dreymdi um að gera, myndi ekki líta dagsins ljós. En áhrifin, sem þessi glíma hafði skilið eftir sig, voru sterk og marg- vísleg og leituðu nú inn í handritið að myndinni um málarann. Í mínum huga varð málaramyndin smám sam- an mín „kristnimynd eða árþúsunda- mynd“. Ég vildi takmarka hana við sköp- unarvinnu; sjálfa sköpunina. Þau átök, sem urðu í listsköpun málarans, þegar hann hvarf frá fantasíunni yfir í heim litarins, voru kjörin fyrir þá hugmynd. Þessi umskipti kostuðu hann mikil umbrot og stórar fórnir, og ollu mér talsverðum vangaveltum. Mig langaði að sýna, hversu alvarlegum tökum málarinn tók þessa glímu, sem ég túlka sem yfirganginn frá miðskeið- inu á ferli listamanns yfir í lokaskeið- ið, sem oft er tengt við sjónarhorn ei- lífðarinnar. Mig langaði til að veita áhorfand- anum innsýn í, að það, sem margir líta á sem leik og skemmtun, getur í raun verið slík alvara, að um líf og dauða sé að tefla hjá listamanninum. Þegar við fórum að tala saman um þessa nálgun varð pabbi líka mjög spenntur fyrir henni. Ég sá í þessu þemað um dauða og upprisu í listinni, sem var raunar viðkvæmt umræðu- efni á þessum tíma vegna heilsufars pabba. En um leið var það uppbyggj- andi, því í því fólst sú túlkun, að upp- risa hans fælist í þessum nýja stíl, sem hann hafði svo mikla trú á, að væri það besta, sem hann hefði gert fram til þessa. Sjálfur var hann alveg klár á því, að til þess að taka fram- förum í listinni yrði hann að segja skilið við það gamla. Það varð að deyja, til þess að hið nýja gæti orðið til; risið upp. Hann vissi líka, að fólki myndi ekki líka þessi umskipti. Myndin var því gerð út frá þessari einu hugmynd, dauða og upprisu, sem kannski má segja, að sé einn helsti leyndardómur kristinnar trúar og sá þáttur hennar, sem flestir eiga hvað erfiðast með að tileinka sér. Og í raunveruleikanum varð gerð myndarinnar kapphlaup við dauð- ann.“ Hin dramatíska lausn altaristöflunnar „Í kvikmyndinni er leitast við að dramatísera þessa innri baráttu lista- mannsins,“ segir Erlendur, „leit hans að hinu nýja, þar sem enga utanað- komandi hjálp er að finna, gera hana sýnilega og áþreifanlega, og vonandi skiljanlega. Liturinn hafði alltaf verið hans að- alsmerki sem listamanns og því skipti liturinn miklu máli í þessu sambandi.“ „Ég var nú svo mikið blár og grænn eftir að ég hætti á sjónum, þá var ég mikið blár og grænn,“ segir Sveinn Björnsson í kvikmyndinni. Þegar málarinn fer að velta því fyr- ir sér, hvaða leið hann ætti að fara í listinni, hefur hann lengi búið við lit- auðuga náttúruna í kring um Krísu- vík. „Ég hef náttúrlega persónulegt samband við alla liti... þeir eru allir í Upprisan í litnum Í kirkjugarðinum í Krísuvík kúrir gróið leiði í áru kirkj- unnar. Einfaldur kross held- ur augnsambandi um sálu- hliðið við blátt hús fyrir handan og dal litanna ofan við það. Þetta er vettvangur sálmsins um litinn, sem nú hefur verið festur á filmu og verður frumsýndur í Há- skólabíói á fimmtudaginn. Freysteinn Jóhannsson hitti að máli Erlend Sveins- son kvikmyndagerðarmann, sem er handritshöfundur, stjórnandi og framleiðandi. Ljósmynd/Erlendur Sveinsson Dramatísk lausn kvikmyndarinnar um Málarann og sálminn hans um litinn; málarinn á leið frá Bláa húsinu til kirkjunnnar með upprisuna í fanginu, en altaristöfluna gaf hann kirkjunni í Krísuvík. Myndataka við Bláa húsið. 18 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Málarinn SVEINN BJÖRNSSON Huldukonan HELGA E. JÓNSDÓTTIR Kvikmyndataka, lýsing SIG. SVERRIR PÁLSSON Viðbótarkvikmyndataka ÞÓRARINN GUÐNASON Ljósmyndir ÁRNI SÆBERG Hljóðupptaka í Danmörku HANS HVASS Tónlist JÓN LEIFS LOUIS ARMSTRONG EDWARD GRIEG Hljóðblöndun SIGFÚS GUÐMUNDSSON Titlar GUNNAR BALDURSSON Lestur passíusálma ÞORLEIFUR HAUKSSON Þulur HJALTI RÖGNVALDSSON Handrit, texti og gagnasöfnun Hljóðupptaka Klipping Hljóðsetning Tónlistarval Stjórn Framleiðandi ERLENDUR SVEINSSON Framleiðsla KVIKMYNDAVERSTÖÐIN ehf., 2001 -o- Helztu styrktaraðilar: Menningarsjóður Útvarpsstöðva, Kvikmynda- sjóður Íslands, Menningarborgarsjóður, Kódak á Íslandi, Hafnarfjarðarbær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.