Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ 7. nóvember 1971: „Samn- ingar verkalýðsfélaganna runnu út í októberbyrjun og hafa viðræður um samn- ingagerð nú staðið yfir um nokkra hríð án þess að um sjáanlegan árangur sé að ræða. Almennt er það skoð- un manna, að þessum samn- ingaviðræðum miði mjög hægt áfram og að samningar séu ekki á næsta leiti. Þetta stafar ekki af því, að slælega hafi verið unnið af samn- ingamönnunum sjálfum. Þvert á móti hefur mikið starf verið unnið í undir- nefndum varðandi lengingu orlofs, styttingu vinnutíma o.fl. Um sum þessara atriða eru vafalaust skiptar skoð- anir, en hitt er ljóst, að mik- ið undirbúningsstarf hefur verið innt af höndum.“ . . . . . . . . . . 8. nóvember 1981: „Tilviljun réð því ekki, að þingflokkur framsóknarmanna efndi til næturfundar í því skyni að reyna að samræma sjón- armið sín í kjölfar lands- fundar Sjálfstæðisflokksins. Tilviljun hefur ekki heldur ráðið því, að flokksblað framsóknarmanna, Tíminn, gengur fram fyrir skjöldu eftir landsfundinn í því skyni að gera allar nið- urstöður hans sem tor- tryggilegastar og koma illu af stað. Framsóknarmenn eru nefnilega í mun meiri tengslum við atvinnurekst- urinn í landinu en alþýðu- bandalagsmenn og Gunnar Thoroddsen og stuðnings- menn hans. Þeir sáu, að á landsfundi sjálfstæðismanna voru það andstæðingar rík- isstjórnarinnar, sem bentu á hinn raunverulega vanda, að um land allt stendur at- vinnulífið höllum fæti og þörf er róttækra aðgerða. Framsóknarmenn vita, að fari illa fyrir ríkisstjórninni vegna vitlausrar stefnu hennar í efnahagsmálum, sitja þeir uppi með skömm- ina. Fram til þessa hafa framsóknarmenn haldið fast í höfundarréttinn á efna- hagsstefnu ríkisstjórn- arinnar og krafist þess, að Alþýðubandalagið héldi verkalýðshreyfingunni við efnið og Gunnar Thoroddsen reyndi að telja kjark í stjórnarliða almennt með glansmyndatali og Potemk- in-tjöldum.“ . . . . . . . . . . 10. nóvember 1991: „Deilda- skipting Alþingis var afnum- in með breytingu á stjórn- skipunarlögum lýðveldisins, sem samþykkt var í lok næstliðins kjörtímabils og staðfest af nýju þingi síðast- liðið vor. Þing það er nú sit- ur, 115. löggjafarþingið, starfar því í einni málstofu, í fyrsta sinn frá því að Alþingi var endurreist sem löggjaf- arþing árið 1874.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FJÖLMENNINGARSAMFÉLAG Með Morgunblaðinu í gærfylgdi sérstakt blað, semgefið er út af Félagsmála- ráðuneyti, Reykjavíkurborg, Rauða krossi Íslands, Samtökum atvinnu- lífsins og Sambandi íslenzkra sveit- arfélaga, þar sem fjallað var um hið fjölmenningarlega samfélag, sem er að verða til á Íslandi. Útgáfa þessa blaðs er merkilegt framtak, sem varpar skýru ljósi á þá fjölbreytni, sem orðin er að þessu leyti í sam- félagi okkar og er líkleg til þess að opna augu fólks fyrir því jákvæða við þá þróun. Í ávarpssorðum í blaðinu segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra m.a.: „... þjóð sem þekkir og leggur rækt við sína sögu og menningu á auðveldara með að taka á móti nýjum hugmyndum og áhrifum. Fordómar eiga greiða leið að þeim, sem geta ekki sótt styrk í menningu sína. For- dómar fella fyrst þá, sem treysta ekki á eigin styrk. Það fer því saman að vera stoltur af eigin uppruna og jafnframt skilja að samfélag okkar þrífst bezt, þegar þeir sem hingað leita eru boðnir velkomnir og geta fundið hér tækifæri til betra lífs.“ Í viðtali sem birtist í blaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra, segir hún m.a.: „... hef- ur borgin sett sér þau meginmark- mið að unnið skuli gegn fordómum, að stofnanir borgarinnar tryggi að útlendingar geti nýtt sér þjónustu þeirra til jafns við aðra, að börn af erlendum uppruna geti nýtt sér skólakerfið, að þekking og menntun útlendinga nýtist bæði þeim og sam- félaginu, að brugðizt sé við ef brotið er á fólki vegna uppruna og að Reykjavík nýti sér menningarlega fjölbreytni samfélagsins.“ Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra, segir m.a. í samtali við blaðið: „Fjölmenningarlegt samfélag grundvallast á gagnkvæmri virð- ingu, jafnræði, sveigjanleika og lýð- ræði. Ef vel tekst til á það að vera öll- um til góða, auka víðsýni, styrkja menningu og auka umburðarlyndi þjóðarinnar.“ Eins og sjá má af þessum tilvitn- unum má fullyrða, að þverpólitísk samstaða ríki á Íslandi um að auð- velda þeim útlendingum, sem hér vilja setjast að, þá aðlögun að breytt- um aðstæðum jafnframt því að vinna gegn fordómum á þessu sviði, sem al- þekktir eru frá öðrum löndum og barnalegt væri að halda að skjóti ekki upp kollinum hér. Ávinningur okkar Íslendinga af því að hingað flytji fólk frá öðrum löndum er mikill. Þetta er yfirleitt dugnaðarfólk, sem hefur áunnið sér virðingu hins íslenzka samfélags. Það flytur með sér nýja lífshætti og ný lífsviðhorf, sem auðga samfélag okkar, sem verður fjölbreyttara fyrir vikið. Þegar á heildina er litið er ekki hægt að halda því fram með nokkrum rökum, þegar hér er komið sögu, að við höfum orðið fyrir neikvæðum áhrifum vegna þess stóra hóps fólks frá öðrum löndum, sem hefur setzt að hér. Hins vegar blasir við hvað mannlífið hefur orðið fjölbreyttara á Íslandi fyrir tilverknað þess. Þá fer ekki á milli mála, að þetta erlenda fólk flytur með sér færni og þekkingu, sem kemur okkur til góða. Athyglisvert er t.d. að af rúmlega 80 hljóðfæraleikurum í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands eru um 20 útlendingar og er það eitt dæmi af mörgum um hve erlent fólk hefur nú og fyrr auðg- að tónlistarlíf á Íslandi mjög, jafnvel svo að úrslitum hefur ráðið. Hjá Ís- lenzkri erfðagreiningur vinna um 80 hámenntaðir útlendingar og þarf ekki að hafa mörg orð um framlag þeirra til uppbyggingar nýrrar at- vinnugreinar á Íslandi. Við eigum að fagna þessari þróun, sem mun styrkja samfélag okkar og efla á nýrri öld. Við skulum heldur ekki gleyma því, að okkur finnst sjálfsagt að Íslendingar geti setzt að í öðrum löndum, ef þeim býður svo við að horfa. Í þessum efnum sem öðrum hlýtur gagnkvæmni að ríkja. Á MEÐAN athyglin hefur beinst að Afganistan í kjöl- far hryðjuverkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember hefur minna borið á Sádi-Arabíu. Undanfarna daga hafa Sádi-Arabar þó viðhaft óvenjuharða gagn- rýni á Bandaríkjamenn, nú síðast á fimmtudag þegar utanríkisráðherra landsins, Saud al-Fais- al, veittist að stjórn George Bush fyrir að standa ekki við gefin fyrirheit um að eiga frumkvæði að nýjum friðarumleitunum milli Ísraela og Palest- ínumanna. Ráðherrann ítrekaði þó að Sádar styddu hernaðinn í Afganistan til að uppræta Osama bin Laden og hryðjuverkahreyfingu hans, al-Qaeda. Sádar hafa legið undir nokkru ámæli á Vesturlöndum og hafa verið gagnrýndir fyrir að vera tregir til þess að rétta hjálparhönd í baráttunni gegn hryðjuverkum. Eru þeir þó í lykilstöðu til að veita upplýsingar enda hefur Sádi-Arabía löngum verið gróðrarstía fyrir herskáa bókstafstrúarmenn sem eru tilbúnir að leggja allt í sölurnar fyrir málstaðinn. Nægir þar að benda á að bandaríska alríkislögreglan, FBI, telur að 15 af þeim 19 mönnum, sem rændu far- þegaþotunum fjórum 11. september, hafi verið Sádar. Opinberlega hrósa Bandaríkjamenn Sád- um fyrir að vera samstarfsfúsir og greiðviknir, þótt margir hafi litið svo á að Bush hafi eink- anlega verið að hugsa um Sádi-Arabíu þegar hann sagði í gær, föstudag, að þolinmæðin í garð þeirra þjóða sem lítið hefðu gert í átakinu gegn hryðjuverkum annað en að votta samúð væri brátt á þrotum. Bush gaf þar tóninn fyrir ávarp sitt á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag, laugardag, en þar hugðist hann tala á svipuðum nótum þótt engin nöfn yrðu nefnd. En bak við tjöldin gætir gremju í garð Sádi-Arabíu hjá Bandaríkjamönnum. Sádar hafa svarað spurn- ingum, en þeir hafa verið gagnrýndir fyrir að enn hafi enginn, sem tengist hryðjuverkasamtökun- um al-Qaeda, verið handtekinn og ekkert hafi verið gert til að frysta eignir og fé þeirra Sádi- Araba sem hafa látið fé af hendi rakna til hryðju- verkasamtaka. Þótt þessi gagnrýni hafi ekki farið hátt er greinilegt að stjórnvöld landsins hefur sviðið undan henni og undanfarnar vikur hefur borið á tilraunum til þess að svara henni, þvert á hefðir leyndarhyggju og launungar. Tekið var eftir því að Turki prins, fyrrverandi yfirmaður leyniþjón- ustu Sádi-Arabíu, veitti löng viðtöl í síðustu viku og bæði Abdullah krónprins og prins Nayef inn- anríkisráðherra hafa svarað gagnrýni eftir hryðjuverkin í New York og Washington. Nayef sagði í október að engin tengsl hefðu fundist á milli reikninga í Sádi-Arabíu og al- Qaeda, hryðjuverkasamtaka bin Ladens. Hann sagði að hvað handtökur snerti hefðu Banda- ríkjamenn ekki lagt fram sönnunargögn um aðild Sáda að óhæfuverkunum í Bandaríkjunum. Jamal al-Suwaidi, stjórnandi rannsóknarstofn- unar í herfræði í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum, telur að hér sé ekki um hugarfars- breytingu að ræða í Sádi-Arabíu heldur tímabundið ástand. „Ég tel að þetta séu viðbrögð við hatursherferðinni gegn Sádi-Arabíu,“ sagði al-Suwaidi í samtali við fréttastofuna AP. „Ef herferðin heldur áfram munu þeir halda áfram að bregðast við.“ Spillt stjórn kaupir sér frið Ein ástæðan fyrir því að Sádar töldu að þeir þyrftu að bregðast við er grein, sem blaða- maðurinn Seymour M. Hersh skrifaði í vikuritið The New Yorker um miðjan október. Hersh vakti fyrst athygli fyrir alvöru þegar hann greindi fyrstur manna frá morðum bandarískra hermanna á saklausum borgurum í þorpinu My Lai í Víetnam-stríðinu og einnig vakti umtal bók hans um John F. Kennedy, sem nefndist Skugga- hliðar Camelot og kom út í lok síðasta áratugar. Hersh greindi frá því í grein sinni að sérfræð- ingar bandarísku öryggisstofnunarinnar, NSA, hefðu hlerað samtöl konungsfjölskyldunnar í Sádi-Arabíu allt frá árinu 1994 eða fyrr. Í þessum samtölum kæmi fram að stöðugt meiri spilling einkenndi stjórn landsins, sem væri ekki í nein- um tengslum við trúarhópa í landinu og væri svo óttaslegin vegna veikrar stöðu sinnar að hún hefði til að kaupa sér frið veitt hundruð milljóna dollara til bókstafstrúarhópa, sem hefðu það markmið að bola henni frá völdum. Hersh greindi frá því að samkvæmt niðurstöð- um sérfræðinga hefðu peningar verið farnir að streyma frá Sádi-Aröbum til stuðnings al-Qaeda og öðrum öfgahópum í Afganistan, Líbanon, Jemen, Mið-Asíu og um allt Persaflóasvæðið árið 1996. „’96 er lykilárið,“ sagði bandarískur leyni- þjónustumaður við Hersh. „Bin Laden setti sig í samband við alla illingjana í nokkurs konar stór- bandalagi og varð fær um að grípa til aðgerða sem voru stórar í sniðum.“ Maðurinn bætti við að stjórn Sádi-Arabíu hefði „gengið til liðs við myrkraöflin“. Hersh er ekki fyrstur til að benda á að stjórn Sádi-Arabíu sé völt í sessi. Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið. Sagt er að heilsu Fahds kon- ungs hraki stöðugt. Hann var reyndar myndaður með Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, um það leyti, sem loftárásirnar á Afganistan hófust, og aftur með Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, í upphafi þessa mán- aðar. Hersh segir aftur á móti að Fahd konungur hafi ekki getað sinnt störfum síðan hann fékk hjartaáfall síðla árs 1995 og þetta viti bandarísk yfirvöld. Hann hefur eftir ráðgjafa stjórnar Sádi- Arabíu að konungurinn sé undir læknishendi all- an sólarhringinn. Hann geti setið í stól og opnað augun, en allajafna sé hann ófær um að bera kennsl á jafnvel sína elstu vini. Honum sé hins vegar haldið á valdastóli vegna harðvítugra deilna innan fjölskyldunnar. Arftaki Fahds er krónprinsinn Abdullah, sem er hálfbróðir hans. Abdullah fer í raun með völd í landinu og deilan snýst um peninga. Abdullah vill taka á spillingu í Sádi-Arabíu og fær ekki mikinn hljómgrunn. „Eina ástæðan fyrir því að lífinu er haldið í Fahd er að Abdullah verður ekki kóngur á meðan,“ hefur Hersh eftir ónefndum ráðgjafa í Hvíta hús- inu. Jarðvegur fyrir hryðjuverka- menn Sádi-Arabía er ríkasta arabaríkið. Engu að síður hefur ríkissjóð- ur landsins verið rek- inn með halla undan- farinn áratug. Simon Reeve rekur í bókinni Nýju sjakalarnir, sem kom út 1999 og fjallar um Ramzi Yousef og bin Laden og framtíð hryðjuverka, að margir efist um að Abdullah, sem er 77 ára, geti stemmt stigu við hnignuninni í Sádi-Arabíu og telji að breytingar séu óumflýjanlegar. Aðrir segja að Abdullah sé helsta von landsins. Honum hafi loks tekist að rétta af hallann á ríkissjóði og hann hafi til að bera þann aga og seiglu, sem Ibn Saud, faðir hans, bjó yfir. Reeve segir að staðfestar tölur liggi ekki fyrir, en vergar þjóðartekjur á mann hafi á tímabilinu 1988 til 1998 hrapað úr 15 þús- und dollurum á ári niður í fjögur þúsund dollara. Atvinnuleysi og óánægja fari sívaxandi meðal al- mennings. Tekjur af olíu hafi á níunda áratugn- um verið rúmlega 140 milljarðar dollara á ári en séu nú komnar niður í um 20 milljarða dollara á ári. Áður hafi Sádi-Arabar getað ferðast til smærri ríkja við Persaflóann til að skemmta sér og versla. Nú neyðist þeir til að leita sér þar vinnu og það jafnvel erfiðisvinnu, sem er fáheyrt. Ástandið er þannig að ríkisstjórnin hefur gefið út tilskipun um að minnst 80 af hundraði starfs- manna hvers fyrirtækis þurfi að vera sádi-arab- ískir ríkisborgarar. Þetta á að stemma stigu við atvinnuleysi og auka stuðning við stjórnina. Í Sádi-Arabíu er menntunarstig fremur hátt, en við núverandi kringumstæður sér aðeins tak- markaður hópur fram á að geta gert sér vonir um góðar framtíðarhorfur. Í fyrirlestri sem Michael T. Corgan, prófessor í stjórnmálafræði við Bost- on-háskóla, flutti við Háskóla Íslands á fimmtu- dag benti hann á að hryðjuverka- og bylting- armenn spryttu einmitt úr jarðvegi lægri millistéttar, sem hefði hlotið menntun en ætti sér engar vonir um að hún nýttist til bættra lífskjara og Sádi-Arabía væri skólabókardæmi um slíkt ástand. Markmið bin Ladens að ná völdum í Sádi- Arabíu Eitt helsta markmið bin Ladens og skoð- anabræðra hans er að ná völdum í Sádi-Ar- abíu. Harðlínumönn- um hefur verið að vaxa fiskur um hrygg og hefur uppgangur þeirra meðal annars leitt til þess að rykið hefur verið dustað af gömlu dóm- inó-kenningunni, sem mjög átti upp á pallborðið í kalda stríðinu og var meðal annars ein meginrök- semdin fyrir þátttöku Bandaríkjamanna í Kór- eustríðinu og Víetnamstríðinu. Samkvæmt kenn- ingunni myndu Norður-Afríka og Mið-Austurlönd fylgja í kjölfarið ef bókstafs- trúarmenn næðu völdum í Egyptalandi. Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, lítur svo á að Pakistan sé efst á lista íslamskra harðlínumanna, sem hún kallar íslam- ista, yfir þau lönd sem þeir vilja ná á sitt vald og segir að næst komi Sádi-Arabía og síðan Tyrk- land. Aðrir segja að Egyptaland sé númer þrjú á þessum ímyndaða lista. Bin Laden lítur svo á að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.