Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 35 ✝ Garðar ÖrnKjartansson fæddist á Grundar- hóli á Hólsfjöllum 11. júlí 1927. Hann lést á heimili sínu 4. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sal- óme Sigurðardóttir, ættuð úr Borgarfirði, og Kjartan Kristjáns- son frá Grímsstöðum á Fjöllum. Garðar var yngstur fimm bræðra, elstur er Ragnar Þór, f. 1918, Kristján Geir, f. 1920, d. 1993, Sigurður Gústaf, f. 1922, d. 1995, Arnbjörn Árni, f. 1925, og Garðar Örn, sem hér er minnst. Tvær hálfsystur áttu þeir bræður frá fyrra hjónabandi Kjartans. Þær hétu Emelía, f. 1912, d. 1945, og Halldóra, f. 1915, d. 1983. Hinn 2. nóvember 1963 kvæntist Garðar eftirlifandi eiginkonu sinni Fjólu Jónasdóttur frá Borgarnesi. Synir þeirra eru: 1) Örn, f. 13.9. 1963, maki Uthai Huiphimai, f. 28.9. 1970, sonur þeirra er Garðar Örn Tannagon, f. 12.8. 2000. 2) Þröst- ur, f. 22.12. 1965, maki Sigríður Lára Ásbergsdóttir, f. 15.7. 1963, dóttir þeirra er Sandra Dögg, f. 17.11. 1999, dóttir Þrastar með Hjördísi Jónsdóttur, f. 27.6. 1970, d. 30.5. 1999, er Þórunn, f. 8.4. 1989. 3) Hrafn, f. 8.11. 1974. Fóstur- dóttir Garðars, dótt- ir Fjólu og Hilmars Gíslasonar, er Guð- veig Jóna, f. 19.6. 1962, maki Stefán Örn Ástvaldsson, f. 4.6. 1958, börn þeirra eru Brynja, f. 28.11. 1985, og Hlynur, f. 7.4. 1988. Garðar vann sem ráðherrabíl- stjóri 1975–1996. Hann var einn af stofnendum Bæjarleiða og vann við leigubílaakstur frá stofnun stöðvarinnar. Hann vann sem þjónn á Borginni, í Breiðfirðinga- búð og Skíðaskálanum. Útför Garðars fer fram frá Bú- staðakirkju á morgun, mánudag- inn 12. nóvember, og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Jæja, nú er kveðjustundin komin, miklu fyrr en ég hefði haldið. Og langar að minnast hans í nokkrum orðum. En okkar mesta huggun er samt að nú kvelst hann ekki lengur. Hann hafði barist nokkuð lengi við krabbamein sem hafði betur í lokin. Hann var allan tímann harður og aldrei heyrðist hann kvarta. Eins var góða skapið aldrei langt undan. Hann var allan tíð mjög stríðinn. Ég minnist pabba míns sem góðs manns, umburðarlyndur gagnvart mér og veikindum sínum. Aldrei heyrði ég hann og mömmu rífast. Og tel ég það lýsa þeirra sambandi nokkuð vel. Hann var hjálpfús, barn- góður og voru barnabörnin þá í sér- staklegu uppáhaldi hjá honum. Þótt hann hefði verið orðinn slappur und- ir lokin þá lifnaði hann allur við þeg- ar hann hitti þau. Hann hafði alla tíð gaman af að keyra, enda alltaf reiðbúinn að skutla manni hvert sem var. Ég hef erft talsvert af minni bíladellu frá honum. Síðasta laugardagskvöldið hans á fótum, þá hittist öll fjölskyldan og vorum við mynduð saman. Þeirri stund sem við áttum þá saman, verð ég ævinlega þakklátur fyrir að hafa átt. Síðustu dagana var ég heppinn að hafa fengið að vera heima hjá hon- um. Hann bað mig um að raka sig sem ég og gerði og var það ein af okkur seinustu stundum saman. Pabbi bar tilfiningar sínar ekkert á torg. En aldrei skynjaði maður ann- að en væntumþykju frá honum gagn- vart okkur fjölskyldunni. Vinir mínir voru líka vinir hans og hafði hann óskaplega gaman af því að stríða þeim og tala við þá um daginn og veginn, pólitík og formúlu 1. Við héldum uppá sitthvorn ökumanninn í formúlunni, hann Häkkinen og ég Schumacher. Þegar hans manni gekk vel þá fékk maður að heyra það. Flesta sunnudaga fram að veik- indunum þá vorum við þrjú í stof- unni, ég, hann og mamma. Það voru góðar og skemmtilegar stundir. Eins er ég þakklátur fyrir það að hafa get- að talað við hann og faðmað hann næst síðasta kvöldið í hans lífi. Miss- ir okkar er mikill og þá sérstaklega mömmu og barnabarnanna. Ég trúi því að honum líði vel núna. Við fjölskyldan viljum koma þakk- læti til þeirra hjá Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, Friðbjarnar krabbameinslækni og þeirra fjöl- mörgu sem aðstoðuðu hann í veik- indunum. Eiga þau öll hrós skilið fyrir frábært starf. Ég kveð nú ástkæran föður minn með söknuði. Hrafn. Oft er því nú þannig farið að mak- ar kynnast hvor öðrum áður en kynni takast með þeim og tengda- fólki. Í tilfelli okkars Garðars var því öðruvísi farið. Leiðir okkar Garðars lágu fyrst saman árið 1994 þegar ég byrjaði að vinna í menntamálaráðu- neytinu, en þar hafði Garðar unnið um langt skeið sem bílstjóri ráð- herra. Þó samskiptin væru kannski ekki mikil okkar á milli, á þeim tíma, kynntist ég fljótt léttri lund Garðars, en hann leit oft á tíðum við hjá okkur á skrifstofunni og gaf sér þá tíma í smá spjall. Haustið 1997 lágu leiðir okkar Garðars enn saman, en þá á annan hátt. Ég hafði kynnst Þresti syni hans. Samskiptin urðu meiri og nán- ari. Ég kynntist Garðari sem fjöl- skyldumanni og þar komu hans helstu kostir í ljós. Rólyndur, glettinn, oft á tíðum stríðinn, fastur fyrir á sanngjarnan hátt, en umfram allt yndislegur eig- inmaður, faðir, tengdafaðir og afi fyrir okkur öll sem nú syrgjum hann. Ég trúi því að við eigum eftir að hitt- ast á einhverjum tíma á einhverjum stað. Þá tökum við upp spjall að nýju. Kallið er komið, Komin er nú stundin, Vinaskilnaður viðkvæm stund. Vinirnir kveðja Vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Vald. Briem.) Kveðja, Lára. Afi minn er dáinn núna. Mér þótti mjög vænt um afa minn. Hann var stríðinn og hafði gaman að stríða mér með stafnum sínum. Hann var alltaf kátur og góður við okkur barnabörnin. Hann átti alltaf eitt- hvað gott handa manni, ís eða nammi. Mér finnst leiðinlegt að litla systir mín fái ekki að kynnast afa okkar betur. Ég trúi því að honum líði vel núna. Afi var besti maður í heimi og var alltaf góður við mig. Þitt barnabarn Þórunn. Ég hef þekkt Garðar frá því að ég man eftir mér. Hann giftist móður- systur minni áður en ég kom í heim- inn og hef því þekkt hann alla mína ævi, og nú kveð ég hann með sökn- uði. Þau Fjóla og Garðar hafa verið mér góð, og má segja að þau tvö hafi verið mínir foreldrar í Reykjavík. Heima í Dalalandinu var ég alltaf velkominn. Það er erfitt fyrir mig að horfast í augu við það að sjá hann fara. Hann var búinn að berjast við veikindi sín í langan tíma og átti maður von á því að hann fengi að fara. En nú þegar hann hefur fengið hvíldina góðu á maður erfitt með að hugsa sér til- veru án hans. Nú fyrir nokkurum mánuðum seldu þau hjónin íbúð sína í Dalalandinu og fengu sér minni íbúð í Grafarvoginum, en í mínum huga eru þau enn í Dalalandinu og Garðar situr í leðurstólnum sínum og er að horfa á fréttir. Yfirleitt þegar ég kom inn til þeirra, þá stóð hann upp og byrjaði að tuska mig aðeins til. Meira að segja, þegar hann var að berjast við veikindi sín, byrjaði hann að pota í mig með stafnum sínum til þess eins að stríða mér smávegis. Stuttu fyrir andlát hans kom ég til hans með fjölskyldu mína. Hann settist þá upp í rúminu til að geta tal- að við krakkana, og maður sá hversu gaman hann hafði af því. Hann hefur ávallt verið barngóður maður og man ég sjálfur eftir því frá barnæsku minni. Ég mun geyma góða minningu um Garðar í hjarta mínu og minnist hans með þeim góðu stundum sem við átt- um saman. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Ég, Júlla og börnin þökkum Garðari allar þær samverustundir sem við áttum saman og vottum eig- inkonu hans, börnum og barnabörn- um innilega samúð. Einnig senda foreldrar mínir, systir mín og fjölskylda hennar inni- legar samúðarkveðjur. Jónas Heiðar Birgisson. Garðar Örn Kjartansson var bif- reiðastjóri ráðherra í 21 ár og hafði starfað með mörgum ráðherrum í 20 ár, þegar leiðir okkar lágu saman vorið 1995. Hann hafði því mikla reynslu í starfi og kynntist ég því fljótt, að hann sinnti því af mikilli alúð og trúnaði auk þess sem hann var ein- staklega vel liðinn meðal starfsfólks menntamálaráðuneytisins, þar sem hann hafði starfað síðan 1987, þegar hann kom með Sverri Hermannssyni úr iðnaðarráðuneytinu. Heilsa Garðars var farin að gefa sig þegar við kynntumst, en hann lét það ekki aftra sér frá því að sinna er- ilsömu starfi, sem krefst þess, að menn séu tilbúnir til að bregðast við ólíkum aðstæðum með skömmum fyrirvara. Þegar víða þarf að fara og tíminn er naumur er ómetanlegt að geta reitt sig á mann, sem bjó yfir sam- viskusemi Garðars og vilja til að leysa hvers manns vanda án þess að vera með óþarfa málalengingar. Þar kom, að nauðsynlegt var að skipta um ráðherrabifreið, en Garð- ar hafði oftar en einu sinni kynnst því, að stundum var gert veður út af því í fjölmiðlum, þegar ráðherrar endurnýjuðu bifreiðakost ráðuneyt- isins. Man ég, hve mikið honum var í mun, að þessi viðskipti væru á þann veg, að ekki væri unnt að finna neitt að þeim. Raunar gekk hann fram með þeim vandaða hætti við hvert það verk, sem hann vann í nafni ráðuneytisins. Áður en Garðar náði lögbundnum eftirlaunaaldri varð hann að láta af störfum vegna heilsubrests og kvöddu samstarfsmenn hans hann þá með eftirsjá eins og þeir gera nú, þegar hann er kvaddur hinstu kveðju. Ég votta Fjólu, ekkju Garðars, og börnum þeirra hjóna innilega samúð, sérstaklega Þresti, sem tók við starfi bifreiðastjóra af föður sínum. Blessuð sé minning Garðars Arn- ar Kjartanssonar. Björn Bjarnason. Þeim sem hér heldur á penna er mjög minnisstætt þegar hann fann Garðar Örn Kjartansson fyrst að máli. Það var skömmu eftir hádegi 26. maí 1983. Hann stóð í afgreiðslu iðnaðarráðuneytisins, hlédrægur og hógvær, sem var aðall hans, og bauð velkominn nýjan húsbónda af inn- borinni kurteisi og hlýju. Þegar starfsfólki hafði verið heilsað lá leið- in út aftur, en í miðjum stiga kallar ráðuneytisstjórinn, Páll Flygenring, og kveðst eiga við mig sérstakt er- indi. Hann sagðist strax vilja ganga úr skugga um hvort ég myndi ekki samþykkja Garðar sem einkabíl- stjóra. Var það þar og þá afráðið. Og knýttust þar með þau vináttubönd milli okkar Garðars, sem aldrei hljóp hin minnsta snurða á meðan báðir lifðu, en urðu æ traustari sem lengra lét. Garðar var Norður-Þingeyingur, fæddur og upp alinn á Hólsfjöllum, þar sem víðsýni og fegurst fjallasýn verður á Íslandi með Herðubreið í hásæti. Það stóðu fjölmennar dugn- aðarættir að honum, en drjúgan tíma tók að grafast fyrir um ætt hans og uppvöxt, en Garðar var ekki tölugur maður að fyrra bragði og sízt um eig- in málefni. En harðskeytt hörkufólk hefir það verið sem fleytt gat sér fram á öræfum Hólsfjalla með þeim myndarbrag, sem þjóðþekkt varð. Garðar fór ungur að árum til náms í Reykjaskóla við Hrútafjörð. Að því búnu lærði hann til þjóns, sem hann gegndi um hríð, m.a. á Hótel Borg hjá Jóhannesi glímukappa. Kunni hann frá ýmsu forvitnilegu að segja úr þeirri vist. Var honum ýmislegt minnisstætt svo sem þegar hann þjónaði Íslandsbersa, Óskari Hall- dórssyni, til borðs og voru þá aðfarir og tiltektir stórar í sniðum og ekkert skorið við nögl. Aðalstarf Garðars var bifreiða- akstur, fyrst í leigubifreiðaakstri og síðar sem einkabílstjóri iðnaðarráð- herra og enn síðar menntamálaráð- herra. Mig minnir fastlega að það hafi verið Einar Ágústsson, síðar ut- anríkisráðherra og sendiherra, sem stýrði för Garðars til þess starfa. Bar Garðar mikinn hlýhug til hans sem verðugt var um þann afbragðsmann. Í ársbyrjun 1987 varð þess vart, að ekki var allt með felldu um heilsu Garðars. Kom enda í ljós við rann- sókn að hann var haldinn krabba- meini í hálsi. Í 14 ár átti hann þess- vegna í uppstyttulitlu stríði við þennan vágest og hafði betur ótrú- lega lengi. En eigi má sköpum renna. Á haustdögum hitti ég hann hinzta sinni. Þá vissi hann að stríðið var úti og frekari barátta vonlaus. Við Greta kveðjum þennan kæra vin með virðingu og söknuði og þakklæti fyrir það, sem hann var okkur og fólki okkar meðan leiðir lágu saman. Hann var vammlaus maður og vinfastur og allra manna trúverðugastur um það, sem honum var á hendur falið. Við sendum Fjólu konu hans og börnum samúðarkveðjur okkar. Garðars munum við minnast er við heyrum góðs manns getið. Sverrir Hermannsson. Í fljótu bragði virðist það vera létt verk og einfalt að vera ráðherrabíl- stjóri. Það er sannarlega á hvers manns færi að aka bifreið. En það að keyra ráðherra er öðruvísi. Það er ekki bara vegna þess að ráðherrarn- ir eru mismunandi. Það verður í rauninni aukaatriði fyrir ráðherra- bílstjóranum; ég held að þeim sé nokkuð sama hver situr þarna aftur í. Þó virðist það vera aðalatriði fyrir þá sem horfa á málið utan frá hver ráðherrann er. Sá sem er ráðherrabílstjóri þarf að vera þægilegur í öllum samskipt- um. Alltaf. Líka á nóttunni eða eld- snemma á morgnana. Eins þarf bíl- stjórinn að kunna þagmælsku en þarf líka að vera viðræðugóður þeg- ar það á við. Ráðherrabílstjóri er aldrei óhultur um tímann sinn; ráð- herrann er að vinna á ólíklegustu tímum hvenær sem er sólarhrings- ins. Helgidagar eru ekki heilagari en aðrir dagar. Það krefst þá líka mik- illar þolinmæði fjölskyldu bílstjórans sem aldrei á hann vísan. Svo þarf maðurinn að vera snyrtimenni í um- gengni við sjálfan sig og bílinn, ná- kvæmur og passasamur í alla staði. Ráðherrabílstjórinn þarf auk þess að muna eftir öllu því sem ráðherrann á að gera, hvort sem það eru opinberir viðburðir eða einkalegir. Samstarf ráðherraritaranna og ráðherrabíl- stjórans er sennilega eitt mikilvæg- asta starfssambandið í samanlögðu stjórnarráði Íslands og er þá mikið sagt. Alla þá kosti sem mega prýða einn ráðherrabílstjóra hafði Garðar sem nú er látinn en ég hef ekki að- stöðu til að fylgja honum þennan spotta; hann á það samt inni hjá mér, svo margan spottann fylgdi hann mér um ævina. Ég sendi Fjólu og fjölskyldu þeirra samúðarkveðjur okkar Guðrúnar og þakkir okkar beggja. Garðar reyndist okkur vel sem samstarfsmaður okkar beggja um nokkurra misserra skeið. Þegar ég kom í menntamálaráðu- neytið haustið 1988 var Garðar bíl- stjórinn. Hann tók mér vel og varð með okkur vinátta sem dugði að minnsta kosti báðum fyrir jólakort- um allt fram undir það síðasta. Svo höfðum við fylgst hvor með öðrum, að minnsta kosti af afspurn. Þessar samúðarlínur sendi ég fjöl- skyldu Garðars úr Svíaríki með þakklæti fyrir liðna tíð. Svavar Gestsson. GARÐAR ÖRN KJARTANSSON                  ! " #$  %               !! & '% (  # (  )   ) " *((  """  ) "& # ((   ""  ) + "(  ,   (  -   ) "  &(   "  (   " .) ) ) /$ %- "0                                     !"#$% &' ()' " *+,- &   ./ ()' &%   " ! ()' &% 0,   " 112 "# 11123
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.