Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 11
Qaeda hafi þróast flókið stigskipt- ingarkerfi. Samtökin hafa fengið til sín fólk af ýmsu þjóðerni og þjálfað það í búðum sínum í Afganistan. Margir eru norður-afrískir öfgamenn, eink- um Alsíringar og Túnismenn sem héldu aftur til Evrópu til að leggja á ráðin um hryðjuverk. Franskir leyniþjónustumenn segjast telja að allt að tíu þúsund íslamskir öfga- menn frá mörgum heimsálfum hafi fengið þjálfun í búðunum í Afganist- an. Vegna þessarar alheimsút- breiðslu draga menn ekki í efa það sem einn meðlimurinn í Mílanó- hópnum gortaði af, að al-Qaeda sé „alls staðar“. En þótt bin Laden og aðrir for- sprakkar al-Qaeda hafi boðið alla velkomna í búðirnar í Afganistan hafa þeir einungis treyst fáeinum útvöldum til að sjá um lykilaðgerðir á borð við sprengjutilræðin í sendi- ráðum Bandaríkjanna í Kenýa og Tansaníu 1998, árásina á banda- ríska herskipið Cole í Jemen í fyrra, og sjálfsmorðsárásirnar í New York og Washington, segja evrópskir embættismenn. Treystir bara heimafólki Af þeim 19 sem frömdu árásirnar í september voru 15 frá heimalandi bin Ladens, Saudi-Arabíu, tveir voru frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, einn var frá Líb- anon og einn frá Egyptalandi, að því er bandarískir embættismenn telja sig hafa komist að. „Hvers vegna Saudar?“ spurði franskur embættismaður sem hefur yfirheyrt fjölda manna er hafa verið í þjálfunarbúðunum í Afganistan og hafa verið teknir höndum í Frakk- landi. „Það er erfiðara fyrir Norð- ur-Afríkumenn að fá dvalarleyfi. Þeir eiga í erfiðleikum með að búa í Bandaríkjunum. Þeir tala ekki tungumálið. Og þeir hafa ekki eins góða stjórn á sjálfum sér. Bin Lad- en treystir bara fólki frá heimaslóð- um sínum.“ Þegar al-Qaeda sendi Alsíring, Ahmed Ressam, þeirra erinda að sprengja í loft upp flugvöllinn í Los Angeles 1999 vakti hann á sér at- hygli á landamærum Kanada og Bandaríkjanna meðal annars vegna þess að hann talaði ekki ensku. Þess vegna, sagði franski embættismað- urinn, sneri bin Laden sér til vel menntaðra, enskumælandi manna frá Egyptalandi og Persaflóa, sem voru líklegri til að fá dvalarleyfi í Bandaríkjunum og var treystandi til að vekja ekki á sér athygli allan þann tíma sem það tók að leggja á ráðin um tilræðin 11. september. Ráðagerðir Norður-Afríkumann- anna voru hrein aukageta fyrir al- Qaeda. Þótt tilræðin mistækjust, eins og varð raunin um fyrirætlanir um að sprengja í loft upp markaðs- torg í Strassborg, flugvöllinn í Los Angeles og sendiráð Bandaríkjanna í París og Róm, sköpuðu þau þó að minnsta kosti ótta. Franski embættismaðurinn var- aði við því að þegar áherslan í bar- áttunni við hryðjuverkastarfsemi beinist að ungum öfgamönnum frá Persaflóaríkjunum muni al-Qaeda fara að beita öðrum mönnum, enda geti samtökin fengið fólk úr hópum í yfir 50 ríkjum. „Það er ekki hægt að spá fyrir um ógnina ... kannski frá Malasíu en jafnvel kannski frá Ástralíu eða Kaliforníu,“ sagði emb- ættismaðurinn, og bætti við að ung- ir, vestrænir ævintýramenn hafi haldið í hryðjuverkabúðirnar í Afg- anistan. Þar að auki hafa tilræðin orðið æ fágaðri með hverri misheppnaðri tilraun. Þegar alsírskir hryðju- verkamenn lögðu á ráðin um að fljúga flugvél á Eiffelturninn í París 1994 var enginn þeirra lærður flug- maður; þeir vonuðust til að geta neytt flugmann Air France-vélar til að framkvæma verkið með því að beina að honum byssu. Tækifærið gekk þeim úr greipum þegar flug- vélin millilenti í Marseilles til að taka eldsneyti og lögreglumenn réð- ust til inngöngu í hana. Ekki var ár liðið þegar ungum Pakistana, sem var nýbúinn að fá réttindi til farþegaflugs, var falið að fljúga lítilli flugvél, fullhlaðinni af sprengiefni, á höfuðstöðvar banda- rísku leyniþjónustunnar, CIA, í Virginíu, að því er fram kom í fram- burði eins vitnisins við réttarhöldin yfir einum þeirra sem tóku þátt í sprengjutilræðinu í World Trade Center 1993. En ráðagerðin fór út um þúfur fyrir tilverknað lögreglu- manna á Filippseyjum, sem fengu vísbendingu frá nágrönnum sem fundu lykt af undarlegum efnum sem verið var að sjóða í íbúð sem hryðjuverkamennirnir notuðu. Þegar 2001 rann upp var hópur vel skólaðra flugmanna reiðubúinn að láta til skarar skríða í Bandaríkj- unum og beita farþegaflugvélum eins og öflugum vopnum. Að því er franskir og ítalskir embættismenn segja hafa þeir, sem viljað hafa ganga til liðs við al- Qaeda, þurft að gangast undir ít- arlega rannsókn. Þeir eru valdir af útsendurum bin Ladens og eru sendir til Pakistans þar sem þeir láta af hendi vegabréf sín, reiðufé og aðra pappíra. Síðan bíða þeir í allt að hálfan mánuð í Pakistan á meðan ferill þeirra er kannaður, til þess að koma í veg fyrir að vest- rænir útsendarar komist inn. Þegar komið er til Afganistans fara þeir úr einum búðum í aðrar, sem hverjar um sig eru sérhannaðar til að veita tiltekna þjálfun, þ. á m. í beitingu léttra vopna og leynilegum aðgerð- um. Velja þá bestu Al-Qaeda-samtökin fylgdust vandlega með og völdu úr þá bestu og greindustu og höfðu sérstakan áhuga á mönnum frá Persaflóa- svæðinu. Enn eru engar öruggar upplýsingar um hversu margir úr 11. september-hópnum fóru til Afg- anistans, en bandarískir leyniþjón- ustumenn hafa sagt að Atta, sem talinn er hafa verið forsprakkinn í hópnum, hafi farið þangað, líklega 1997 eða 1998. Evrópskir embættismenn telja líklegt að allir flugræningjarnir hafi annaðhvort verið þjálfaðir í Afgan- istan, eða verið á ábyrgð fyrrver- andi al-Qaeda-meðlima. Atta, sem ferðaðist víða um Evr- ópu og milli Bandaríkjanna og Evr- ópu fyrir 11. september, er talinn hafa verið tengiliðurinn á milli flug- ræningjanna og leiðtoga al-Qaeda í Afganistan. En lítið af upplýsingum hefur komið fram um hverja Atta hitti á ferðum sínum á Spáni í jan- úar og júlí sl. Í ferð hans til Prag í apríl hitti Atta íraskan leyniþjón- ustumann, að því er tékkneskir embættismenn segja, en ekki er ljóst hver tilgangur þess fundar var. „Það verður að vera yfirstjórn,“ sagði Jacquard, franski hryðju- verkasérfræðingurinn. „Hver gefur skipunina? Líklega var það Atta.“ En Jacquard bendir á að Atta hafi líka fengið fyrirmæli, og það hljóti að vera tengill á milli Atta og bin Ladens. Ladens Reuters „Talibanar eru ekki bara hópur af trúuðum námsmönnum sem hafa völdin,“ sagði Roy. „Þeir hafa sterkt innra kerfi – á afganskan mælikvarða – á bak við sig. Ég fæ ekki séð að talibönum verði steypt nema því aðeins að þeir verði fyrir beinni árás.“ Þá er ólíklegt að helstu höfð- ingjar ættbálkanna í suðurhlut- anum snúist gegn talibönum nema herforingjarnir sjái þá einurð – og hvatningu – sem sannfærir þá um að þeir séu að ganga í lið með þeim sem á endanum muni sigra í átök- unum sem nú geisa, segir Stephen Philip Cohen, Suður-Asíu- sérfræðingur hjá Brookings- stofnuninni í Washington. Enn sem komið er óttast margir höfðingjanna að Bandaríkjamenn muni á endanum fara á brott frá Afganistan, líkt og þeir gerðu í átökum í Beirút og Sómalíu, segir Cohen. „Þeir verða að fá að sjá er- lenda hermenn í landinu – sem koma með góðgæti á borð við mat- vælaaðstoð, auk vopna – til þess að sannfærast um að rétt sé að taka þátt og til að sanna fyrir þeim að það sé verið að koma þeim til bjarg- ar, ekki bara verið að gera árás á þá frá útlöndum.“ Stuðningur Pastúna nauðsynlegur Pastún-þjóðflokkurinn, sem er allsráðandi í suðurhlutanum, er um 40% af heildaríbúafjölda Afganist- ans, sem er um 22 milljónir. Í næst- um þrjár aldir hafa leiðtogar og konungar landsins komið úr röðum Pastúna, sem eru af arískum upp- runa. Hinir þjóðflokkarnir í landinu eru flestir af persneskum, mið- asískum og mongólskum uppruna. „Ef markmiðið er að koma talib- önum frá, þá er nauðsynlegt að fá stuðning Pastúna. Hjá því verður ekki komist,“ segir Pollack. Bandaríkjamenn eru nú, seint og um síðir, farnir að kanna mögu- leikana á tengslum við höfðingja í suðurhlutanum. En ríkjandi áhersla Bandaríkjamanna á að frelsa borgir í norðurhlutanum, t.d. Mazar-e-Sharif, og koma á stjórn andstæðinga talibana gæti ýtt und- ir andúð Pastúna, fremur en höfðað til þeirra, segja sérfræðingar. „Vagga valds talibana er í suður- hlutanum, þannig að þátttaka Past- úna er mikilvæg til að hægt sé að koma á laggirnar lögmætri rík- isstjórn,“ sagði Roy. „Frelsun norð- urhlutans myndi leiða til þess að landinu yrði skipt nokkurn veginn eftir þjóðflokkum. Þjóðernishyggja Pastúna gæti þá í raun komið talib- önum til góða.“ hluta Afganistans                                       !       "##$ %&'%( )*+%(             !  "!  #$$ %& '"         %  &    ( % %&  )  ,  +  MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 11  FJÖLDI þjóða og þjóðarbrota byggir Afganistan og ýmis tungumál eru notuð, helst þeirra er dari sem er náskylt farsi (persnesku eða tungu Írana) og er dari eins konar viðskiptatungumál í mestöllu Afganistan. Næstöflugasta málið er pastún. Afganar eru nær allir múslímar en fáeinir eru hindúar, sikhar eða gyð- ingar. Íranar hafa stutt sjía-múslíma og reynt að hamla gegn yfirráðum talibana sem eru flestir Pastúnar og af trúflokki súnníta, öflugustu fylkingar múslíma í heiminum. Þjóðir arabaríkjanna eru nær allar súnnítar. Afganar eru ekki arabar frekar en Íranar eða Pakistanar. Ekki er ljóst hve margir Afganar eru nú en giskað á að þeir séu nær 25 milljónir. Þar af eru sennilega nær fimm milljónir landflótta, aðallega í Pakistan og Íran. Talsvert er um hirð- ingja sem eiga sauðfé og geitur en yf- irleitt fást landsmenn við jarðrækt í nokkrum mjög frjósömum dölum. Valmúarækt Afgana var þar til í fyrra sú mesta í heimi en þá bönnuðu talibanar hana, óljóst er hvort hún hefur verið leyfð á ný. Úr valmúa er unnið ópíum og heróín. Afganistan er að miklu leyti gróðurlítil fjöll með og eyðimerkur en það er rúmlega sex sinnum stærra en Ísland.  Pastúnar eru fjölmennasta þjóð Afg- anistans, talið að þeir séu nær 40% allra íbúanna. Mállýskur eru margar meðal Pastúna og oft rígur milli öfl- ugustu ættarhöfðingja þeirra. Milljónir Pastúna búa í nálægum héruðum Pak- istans og mikill samgangur við þau, oft ná karlar sér í kvonfang handan landa- mæranna. Önnur afgönsk þjóðarbrot hafa oft mikil samskipti við frændur sína í nágrannalöndum en erfiðar sam- göngur um þröng fjallaskörð setja þeim takmörk, einkum að vetrarlagi.  Tadjikar eru næstfjölmennastir, um fjórðungur íbúanna. Flestir afganskir menntamenn eru Tadjikar en flestir menntamenn hafa fyrir löngu flúið land. Tadjikar hafa lengi keppt við pastúna um völdin í landinu. Tadjikar, Úsbekar, Haz- arar, Aimakar og fleiri þjóðarbrot tala eigin mállýskur en kunna margir líka dari.  Úsbekar eru um 5% landsmanna. Margir þeirra rekja ættir til Úsbeka sem flúðu frá Sovétríkjunum á þriðja áratug 20. aldar.  Hazarar eru einnig um 5% Afgana. Er Pastúnar urðu atkvæðamiklir á 18. öld hröktu þeir Hazara brott frá láglendinu og búa hinir síðarnefndu nú margir í fjöllunum um miðbik landsins. Allmargir þeirra hafa þó sest að í stærstu borg- unum.  Aimakar eru heldur færri en Úsbek- arnir og að nokkru leyti hirðingjaþjóð.  Túrkmenar eru rúmlega 100.000, þeir eru hirðingjar og tala forneskjulega, tyrkneska tungu.  Einnig búa í vesturhluta Afganistans nokkur hundruð þúsund manns sem nefnast Farsswa, eru náskyldir Írönum og tala dari. Rúmlega 100.000 hirð- ingjar, er nefnast núristanar, búa í fjöllum austurhlutans og einnig í Pakistan. Bal- úkar búa í suðvesturhorni Afganistans og einnig svonefnd Brahui-þjóð; flestir íbúarnir eru hirðingjar og kunna oft dari. Flókin mósaík þjóðerna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.