Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 10
10 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
EVRÓPSKIR rannsakend-ur verða sífellt sannfærð-ari um að flugræningja-hópurinn, sem framdihryðjuverkin í Bandaríkj-
unum 11. september, og stuðnings-
mannanet hans í Evrópu, hafi verið
vandlega valinn og vel einangraður
hópur sem hafði lítil sem engin
tengsl við aðra hryðjuverkahópa al-
Qaeda-samtakanna í Evrópu. Þegar
hópurinn hafi lagt á ráðin um 11.
september hafi hann tekið með í
reikninginn mistök er gerð hafi ver-
ið við fyrri tilraunir til hryðjuverka.
Betur menntaðir, minna áberandi
vegna þess að þeim leið vel á Vest-
urlöndum, og um árabil staðráðnir í
því að vinna verkið voru flugræn-
ingjarnir öðru vísi hópur en þeir
ungu, ómenntuðu menn sem ólu á
hatri sínu í evrópskum fátæktar-
hverfum en tókst aldrei að gera al-
vöru úr fyrirætlunum um voðaverk í
París, Róm, Los Angeles og Strass-
borg.
Lögmæt störf
Mohamed Atta, sem talinn er
hafa verið forsprakkinn í flugrán-
unum, var menntaður í borgar-
skipulagningu, altalandi á þýsku,
ensku og arabísku og langskóla-
genginn. Árin sem hann bjó í Ham-
borg framfleytti hann sér með ýms-
um lögmætum störfum. Meðlimir
hryðjuverkahóps, sem leystur var
upp í Mílanó, framfleyttu sér marg-
ir hverjir með glæpum á borð við
fíkniefnasölu, að því er ítölsk yf-
irvöld segja.
Þessi einangrun flugræningj-
anna, jafnvel innan al-Qaeda, gerir
rannsakendum erfiðara um vik að
átta sig á því hvernig lagt var á ráð-
in um hryðjuverkin 11. september
og hvernig koma megi í veg fyrir
frekari hryðjuverk. „Þetta er eins
og að kljást við draug,“ sagði hátt-
settur franskur embættismaður.
Vestrænir rannsakendur telja að
áætlunin um 11. september hafi
verið samþykkt af al-Qaeda, en þeir
eru enn að reyna að púsla saman
heildarmynd af henni. Hver átti
hugmyndina? Hvernig hittust ræn-
ingjarnir 19, sem komu hvaðanæva
úr heiminum, og sumir voru þegar í
Bandaríkjunum? Hvernig var inn-
byrðis valdakerfi hópsins og hóps-
ins gagnvart Afganistan? Hversu
margir veittu aðstoð við aðdrætti og
í hve mörgum löndum, þ. á m.
Bandaríkjunum?
„Það lá greinilega fyrir mjög góð
greining á Bandaríkjunum og því
sem hægt væri að gera þar,“ sagði
Roland Jacquard, franskur sér-
fræðingur í rannsóknum á hryðju-
verkastarfsemi. Segir hann að gott
skipulag hryðjuverkanna bendi til
að í Bandaríkjunum og Evrópu sé
vel falin skipulags- og aðdrátta-
bækistöð al-Qaeda.
Flókin stigskipting
Eitt af því sem segir hvað mest
um hryðjuverkin í Bandaríkjunum,
að mati embættismanna, er þjóð-
erni flugræningjanna, en 15 þeirra
voru Saudar. Enginn var frá Norð-
ur-Afríku, en þaðan koma flestir
meðlimir íslamskra hryðjuverka-
hópa í Evrópu. Norður-Afríkumenn
voru einnig í fararbroddi hóps sem
lagði nýlega á ráðin um tilræði sem
mistókst, þ.e. að sprengja flugvöll-
inn í Los Angeles í loft upp um
aldamótin.
Enn hafa engar vísbendingar
fundist um tengsl á milli 11. sept-
ember-hópsins og hópanna í Norð-
ur-Afríku. Franskir embættismenn
telja það benda til þess, að innan al-
Úrvalssveit bin
Reuters
Osama bin Laden flytur yfirlýsingu sem sjónvarpsstöðin al-Jazeera sýndi 3. nóvember sl. Hvatti bin Laden múslima hvarvetna í heiminum til að ganga til liðs við
sig í baráttunni gegn heiðingjum, kristnum mönnum og gyðingum. „Þetta stríð er fyrst og fremst trúarstríð,“ sagði bin Laden.
Tilræði hryðjuverkamanna
á vegum al-Qaeda-samtaka
Osamas bin Ladens hafa
orðið fágaðri með hverri
misheppnaðri tilraun. Ferill
væntanlegra tilræðismanna
er vandlega athugaður áður
en þeir fá að gerast með-
limir samtakanna. 11. sept-
ember-hópurinn er talinn
hafa verið mjög einangr-
aður, jafnvel innan al-
Qaeda, og í honum voru
bestu menn sem bin Laden
átti völ á; menntaðir og
upprunnir í sama heims-
hluta og bin Laden sjálfur.
París. The Washington Post.
ÞÓTT herferð Bandaríkja-manna í Afganistan hafihingað til fyrst og fremstverið beint að norðurhluta
landsins eiga Bandaríkjamenn litla
möguleika á að hafa hendur í hári
Osama bin Ladens, útrýma al-
Qaeda-hryðjuverkasamtökum hans
eða velta talibanastjórninni úr sessi
nema því aðeins að þeir hafi sigur í
suðurhluta landsins – þar sem er
vagga valdsins í Afganistan, að því
er sérfræðingar í málefnum lands-
ins segja.
Talið er að bin Laden sé í felum í
Suður-Afganistan. Þar er höfuðvígi
talibana. Og þar eru Pastúnar,
stærsta þjóðin í Afganistan, í mikl-
um meirihluta.
Ólíkt því sem er í norðurhluta
landsins – þar sem Bandaríkja-
menn reiða sig á umfangsmiklar
loftárásir, hersveitir stjórnarand-
stæðinganna í Norðurbandalaginu
og fámennar, bandarískar sér-
sveitir – kann það að krefjast stór-
sóknar af hálfu Bandaríkjamanna,
þ. á m. landhers, að vinna sigur í
suðurhluta landsins.
Landhernaðar þörf
„Til að ná suðurhlutanum þurfa
Bandaríkjamenn að fara út í land-
hernað,“ sagði Olivier Roy, sér-
fræðingur í Afganistan-rann-
sóknum við
Vísindarannsóknamiðstöð Frakk-
lands í París. „Eina leiðin til að
losna við talibana er landhernaður.“
Allar hugmyndir um að ná bin
Laden, sem talinn er hafa staðið að
baki hryðjuverkunum í Bandaríkj-
unum 11. september, hljóta að fela í
sér að ráðist verði til atlögu í suður-
hlutanum. Um þetta eru allir sér-
fræðingar á einu máli. Bin Laden
og aðrir leiðtogar al-Qaeda-
samtakanna hafa fjölda felustaða í
hellum og jarðgöngum á því svæði,
að því er heimildamenn í Pakistan
og Bandaríkjunum segja.
„Bin Laden, undir vernd al-
Qaeda, hefur gert þetta svæði að
síðasta vígi sínu. Ef talibanar fallast
ekki á að framselja hann verður að
blása til umfangsmikils hernaðar í
suðurhlutanum ef á að takast að
hafa hendur í hári hans,“ sagði fyrr-
verandi leyniþjónustumaður sem
hafði Suður-Asíu sem sérsvið.
Hann bætti við: „Áður en hægt er
að lýsa yfir sigri verður að ganga úr
skugga um að þessir menn hafi allir
verið hraktir á brott frá suðurhlut-
anum. Og sannleikurinn er sá, að
það veit í rauninni enginn hvað þeir
eru margir þar. Það kemur ekki í
ljós fyrr en komið er á staðinn.“
Suðurhluti Afganistans er einnig
höfuðvígi og hugmyndafræðimið-
stöð talibana. Múllinn Mohammed
Omar, leiðtogi talibana, hefur bæki-
stöð í eyðimerkurborginni Kandah-
ar, fremur en í höfuðborginni Kabúl
sem er uppi í fjöllum og fjölmörg
þjóðarbrot byggja. Kabúl var eitt
sinn fræg fyrir svalt loftslag,
heimsmenningu og líflega verslun.
Taka þarf suðurhlutann
Sérfræðingar segja, að eigi að
takast að brjóta varnir talibana á
bak aftur verði að taka suðurhluta
landsins, ekki dugi að ná stærstu
borgunum. Stjórnarandstaðan gæti
náð borgum – t.d. Jalalabad, Herat
og jafnvel Kabúl – og síðan fengið í
bakið árásir frá talibönum sem þá
létu til skarar skríða en hyrfu svo
jafnharðan aftur út í sveitirnar,
sagði Kenneth M. Pollack, sem átti
sæti í bandaríska þjóðarörygg-
isráðinu, og starfar nú hjá hugveit-
unni Council on Foreign Relations.
Það var þetta sem varð á end-
anum til þess að Sovétmenn neydd-
ust til að kveðja her sinn á brott frá
Afganistan fyrir rúmum áratug.
Sterk staða talibana í suðurhlut-
anum byggist á víðtæku stuðnings-
kerfi meðfram landamærunum að
Pakistan. Í því eru um átta þúsund
trúarlegir skólar Pakistan-megin
landamæranna, og einnig þjálf-
unarbúðir og aðdráttastöðvar sem
geta flutt menn og vopn fram og til
baka, segir Peter Tomsen, síðasti
sérstaki sendifulltrúi Bandaríkja-
stjórnar í Afganistan, sem starfaði
þar frá 1989 til 1992.
Hernaðarsérfræðingar gagnrýna áherslu Bandaríkjamanna á frelsun norðurhluta Afganistans
Talibanar sækja vald sitt til suður
Washington. Los Angeles Times.