Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 29
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 29
Kynningar í vikunni:
Mánudagur:
Lyf og heilsa, Hveragerði
Lyf og heilsa, Melhaga
Þriðjudagur:
Lyfja, Smáralind
Lyf og heilsa, Firði
Lyf og heilsa, Hamraborg
Miðvikudagur:
Lyfja, Smáralind
Fimmtudagur:
Lyfja, Smáratorg
Hringbrautar Apótek
Föstudagur:
Lyfja, Lágmúla
Hagkaup, Kringlan
Hagkaup, Smáralind
Debenhams
Laugardagur:
Debenhams
Hagkaup, Kringlunni
Hagkaup, Smáralind
Flestir kúnnarnir mínir nota Karin Herzog vörurnar og
nokkrir þeirra, sem höfðu alvarlega íhugað andlitslyftingu
hjá lýtalæknum, sjá ekki lengur ástæðu til þeirrar aðgerðar.
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Switzerland
Doddý segir:
Ótrúlegur árangur!
Doddý, „Monsoon make up“
...ferskir vindar í umhirðu húðar
Ármúli 13, 108 Reykjavík
sími 515 1500
www.kaupthing.is
Stjórn Lífeyrissjóðsins Einingar boðar til
aukafundar fyrir sjóðfélaga og rétthafa,
mánudaginn 26. nóvember kl. 17.00.
Fundurinn verður haldinn í Geysi, fundar-
sal Kaupþings, Ármúla 13, 4. hæð.
Dagskrá:
1. Tillögur að breytingum á samþykktum
sjóðsins
2. Kosning stjórnarmanns
3. Kynning á nýjum fjárfestingarleiðum
Lífeyrissjóðsins Einingar
Fyrirhugaðar samþykktabreytingar liggja
frammi á skrifstofu Kaupþings þar sem
sjóðfélagar geta kynnt sér þær.
Allir félagar eru hvattir til að mæta.
Stjórnin
Til sjóðfélaga og rétthafa í
Lífeyrissjóðnum Einingu
X
Y
Z
E
T
A
/
S
ÍA
Sími miðasölu: 511 4200
Pamína er prinsessa. Hún á sér einskis ills von þegar henni
er rænt frá móður sinni, næturdrottningunni. Hún gengur
í gegnum miklar þrautir og stendur frammi fyrir því erfiða
vali að fremja morð eða svíkja móður sína. Til allrar
hamingju er prinsinn Tamínó ekki langt undan og á
endanum sigrast þau saman á öllum erfiðleikum.
Tamínó er hugprúður og glæsilegur prins. Hann fær það
verkefni að frelsa prinsessuna Pamínu og verður samstundis
ástfanginn af henni. Þar með flækist hann inn í baráttu
næturdrottningarinnar og Sarastrós og þarf að standast
margar prófraunir áður en takmarkinu er náð. En að
lokum sigrar hið góða og hann fær hina heittelskuðu
Pamínu að launum.
Síðustu sýningar
– misstu ekki af frábærri skemmtun!
Athugið breytilegan sýningartíma.
– töfraheimur á sviði Íslensku óperunnar
FINNUR HANNA DÓRA
NORÐMENN fagna því á þessu ári
að 150 eru liðin frá fæðingu skáldsins
Arne Garborg (1851–1924) en hann
var einn af þeim fyrstu sem skrifuðu á
nýnorsku og er jafnan talinn í hópi
fremstu höfunda Noregs frá þessum
tíma. Bækur hans eru þó sennilega
lítt þekktar hérlendis en þekktastur
er vafalaust ljóðabálkurinn Haug-
tussa sem Edvard Grieg samdi tónlist
við. Eiginkona Arne, Hulda Garborg,
var einnig afkastamikill rithöfundur
en hennar er þó helst minnst fyrir að
stofna Det Norske Teater, annað
þjóðleikhús Norðmanna, þar sem
leikið er eingöngu á nýnorsku. Hún
hafði einnig margvísleg önnur áhrif á
menningar- og listalíf í Noregi á sín-
um tíma, t.d. endurreisti hún þjóð-
dansahefð og hvatti til notkunar þjóð-
búninga við hátíðleg tækifæri.
Tveir norskir leikarar, Gunhild
Kværness og Sigve Böe, hafa tekið að
sér að túlka þau hjónin við hinar ýmsu
uppákomur sem Norðmenn hafa til-
einkað þeim á þessu ári og eru nú
komin til Íslands til að flytja dagskrá
um Garborghjónin í Listaklúbbi
Leikhúskjallarans annað kvöld,
mánudag.
Í byrjun þessa árs var sýnd kvik-
mynd í tveimur hlutum í Norska rík-
issjónvarpinu um líf Garborg
hjónanna, þar sem Gunhild og Sigve
léku aðalhlutverkin. „Síðan hef ég
verið Hulda Garborg meira og minna
og líklega hef ég aflað meiri peninga
sem Hulda Garborg á þessu eina ári
en hún gerði sjálf alla ævi sína,“ segir
Gunhild.
Gunhild Kværness er heimavön á
Íslandi og segist hvergi una sér betur;
auk leiklistarmenntunar er hún með
magisterspróf í norrænum fræðum
og ritgerðarverkefni hennar var sam-
anburður á hinum kristna hluta laga-
bálksins Grágáss og Gulaþingslögun-
um norsku. Hún talar reiprennandi
íslensku og mun flytja eintal Huldu
Garborg á íslensku.
„Hulda átti sér þann draum frá
barnæsku að koma til Íslands og þann
draum lét hún rætast þegar hún var
41 árs. Þá kom hún með skipi til Fá-
skrúðsfjarðar og ferðaðist um Aust-
firðina og til Akureyrar og Húsavík-
ur. Með í förinni var þýsk vinkona
hennar, Marie Hauptmann, eigin-
kona skáldsins Gerhards Haupt-
manns. Eintalið byggi ég á dagbók
Huldu sem hún hélt á ferðalaginu.“
Gunnhild segir að flestir Norð-
menn þekki sögu Garborghjónanna
en færri hafi lesið bækur þeirra.
„Þrátt fyrir að Hulda hafi skrifað sög-
ur, ljóð og leikrit, reis hún aldrei mjög
hátt sem rithöfundur. Hennar er
fyrst og fremst minnst sem áhrifa-
manneskju í menningarlífi þjóðarinn-
ar fyrir og eftir sjálfstæðisbaráttuna.
Arne Garborg er óumdeildur sem
einn af okkar stærstu höfundum en
bækur hans þykja engu að síður
þungar og erfiðar. Hann átti mjög
erfiða æsku og var þjakaður af sekt-
arkennd alla ævi fyrir að telja sig eiga
sök á sjálfsmorði föður síns. Bækur
hans fjalla á ýmsa vegu um sektina og
ábyrgðina. Þau voru eins ólík og
hugsast getur; hann var einfari, feim-
inn og dulur en hún var opin og glað-
leg þrátt fyrir að hafa átt erfiða æsku
þar sem faðir hennar sólundaði öllu í
drykkjuskap og skildi síðan við móður
hennar og þær mæðgur drógu fram
lífið í sárri fátækt. Hulda sagði sjálf
að þau Arne hefðu haft gerólíka af-
stöðu til fortíðarinnar. Hann vildi sí-
fellt grafa dýpra í fortíðina en hún
hefði sett lokið á fortíð sína og snúið
sér að framtíðinni. Hjónaband þeirra
var mjög sérstakt því lengst af héldu
þau þeim sið að matast ekki saman,
og fyrir kom að Arne mælti ekki orð
af vörum svo vikum skipti. Eftir henni
var síðar haft að hjón hefðu gott af því
að vera „hæfilega skilin“ og átti þá við
fyrirkomulagið sem tíðkaðist hjá
þeim.“
Annað kvöld munu þau Sigve og
Gunnhild m.a. leika hluta úr leikriti
sem þau hafa samið um líf Arne og
Huldu Garborg en einnig mun Ólöf
Kolbrún Harðardóttir sópransöng-
kona syngja hluta úr Haugtussu í
þýðingu Bjarna frá Vogi. Dagskráin
hefst kl. 20.30 en húsið verður opnað
klukkutíma fyrr.
Litrík hjón úr
norsku listalífi
ÝMISLEGT um risafurur og
tímann nefnist ný skáldsaga Jóns
Kalmans Stefánssonar. Þar segir
frá tíu ára strák
sem fer til út-
landa í sum-
arlanga vist hjá
ættingjum og
verður þar fyrir
margvíslegri
reynslu sem
merkir hann fyrir
lífstíð. Meðal
þeirra sem við
sögu koma eru
norskir guttar og gáfnaljós, Tarzan,
Léttfeti, Bítlarnir og fáklædd kona
sem leitar að lyklinum að hliði
himnaríkis.
Þetta er fjórða skáldsaga Jóns
Kalmans en á síðasta ári fékk hann
tilnefningu til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs fyrir Sumarið bak
við brekkuna.
Útgefandi er Bjartur. Bókin er
215 bls., prentuð í prentsmiðjunni
Odda. Kápugerð annaðist Snæbjörn
Arngrímsson. Verð: 3.980 kr.
Nýjar bækur
Jón Kalman
Stefánsson
LJÓÐ ungra skálda 2001 hefur
að geyma skáldskap 15 ungra ís-
lenskra ljóðskálda. Sölvi Björn Sig-
urðsson hefur valið ljóðin í bókina.
Útgefandi er Mál og menning.
Bókin er 94 bls., prentuð í Prent-
smiðjunni Grafík. Bergdís Sigurð-
ardóttir hannaði kápu. 1.990 kr.