Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖGULEGIR vígvellir erualltaf svolítið sérstakirstaðir að skoða. Það er semfrásagnir af atburðum ogátökum, sem þar hafa átt sér stað, lifni fyrir hugskotssjónum manns, nánast eins og í kvikmynd; hugdirfska og hugleysi, hreysti og dugleysi, hljóð hverskonar, sverðag- lamur, skothvellir, sprengjudynur, baráttu- og sársaukaöskur, kvein- stafir, blóðbað og loks kyrrðin sem leggst yfir valinn þegar öllu er lokið. Á hugann leita ótal spurningar; var til einhvers barist, hvað breyttist, voru fórnirnar réttlættar, hefði verið hægt að komast hjá hildarleiknum eða var hann óumflýjanlegur? Þessar og þvílíkar hugsanir leit- uðu óneitanlega á mig í ökuferðum um fjöllin í Austur-Tímor þar sem frelsisher sjálfstæðissinna hafði hafst við svo árum skipti svo og óbreyttir borgarar á flótta undan vel búnum herjum Indónesa, sem kembdu fjöllin og dembdu yfir þau eiturefnum, eyddu þannig laufum trjánna og beruðu svörðinn þar sem skæruliðarnir skriðu milli fylgsna sinna, oft sárir, svangir og sjúkir. Flestir féllu í valinn, en fjölmargir lifðu samt af og sjá nú fram á þann dag að landið þeirra verði sjálfstætt ríki, sjá fórnirnar og valkestina rétt- lætta. Sérstaklega varð þessi tilfinning mögnuð þegar ég átti þess kost að fara yfir fjallgarðinn mikla milli norður- og suðurstrandanna, aka þar um í náttmyrkri og sjá tunglskinið lýsa upp hvíta, dauða trjábolina og stjörnurnar sindra yfir dökkum þústum fjallanna. Hvergi rafmagns- ljós að sjá, þorpin öll í fasta svefni og þó – öðru hverju brá fyrir flöktandi bjarma af kertaljósi eða lýsislampa. Frásagnir sem ég hafði heyrt og les- ið um lífið og stríðið í fjöllunum urðu ennþá raunverulegri, öðluðust öfl- ugra inntak, nýjar víddir. Silast milli stranda Erindið upp í fjöllin var dálítið óvenjulegt. Ég hafði slegist í för með þremur dáindismönnum sem voru að flytja krókódíl frá baðströndinni austan við Dili í örugga höfn við þorpið Betano á suðurströndinni. Hann hafði angrað baðstrandargesti og vildu sumir skjóta hann – einhver hafði reyndar þegar reynt það, því að hálft andlitið var lemstrað, en ráð- gjafi stjórnarinnar í fiskveiðimálum og sjávarlíffræði, Ástralinn Richard Mounsey, var ekki aldeilis á því. Hann brá sér til Darwin og náði þar í gildru – búr, sem lagt var úti fyrir ströndinni, egndi fyrir krókódílinn með kjúklingum og öðrum krásum og þegar hann hafði bitið á agnið var búrið dregið að landi, því lyft upp í bát, sem rennt var upp á sleða, sem festur var aftan í pallbíl. Með Mounsey voru landi hans, Darren Grigg og Lourenco Amaral, ungur Austur-Tímori, nýkominn úr þriggja mánaða námsdvöl á Íslandi, knáir kappar allir þrír. Eftir að hafa gefið krókódílnum væna valíumsprautu til að róa hann niður og keypt nesti fyrir liðið var haldið upp í fjöllin. Vegalengdin er varla meiri en hálft annað hundrað kílómetra milli stranda, en ferðin suður tók sjö klukkustundir – baka- leiðin um fimm stundir. Vegirnir voru slæmir og seinfarnir, endalaus- ar beygjur upp og ofan fjölllin. Því varð að aka hægt til þess að „króksa“ yrði sem minnst meint af ferðalag- inu. Nema þurfti staðar á klukku- stundar fresti til að hella yfir hann vatni svo hann þornaði ekki upp og vitaskuld varð að stoppa öðru hverju í þorpum og bæjum og leyfa ungum sem öldnum að sjá. Það er ekki á hverjum degi sem tækifæri gefst til að skoða krókódíl í návígi. Enda vakti hann mikla lukku og þá ekki síður þremenningarnir fyrir að leggja á sig þetta erfiði til að bjarga dýrinu; það kunnu fjallabúar vel að meta sem aðrir, því krókódíllinn á sér alveg sérstakan sess í hugum Austur-Tímora. Ég hef áður sagt frá sögunni um drenginn sem bjargaði krókódílsunganum sem villtist upp á land og hlaut fyrir þau laun, að krókódíllinn breytti sér í land handa honum og afkomendum hans að lifa af. Sagan er væntanlega til komin af því að eyjan Tímor er í laginu lík krókódíll. Það var svarta myrkur við strönd- ina í Betano þegar við loksins kom- umst þangað og því erfitt fyrir strák- ana að athafna sig. En þeim tókst að koma búrinu úr bátnum upp á bíl- pallinn og sleppa krókódílnum án þess að honum eða þeim yrði meint af. Síðasta þrautin var að skera á bandið sem hafði verið bundið utan um gin hans á leiðinni – smá glefs í hönd Richards hefði orðið honum skeinuhætt því að sögn þeirra félaga er eiturefni í munnvikum krókódíla, sem getur verið lífshættulegt þeim er fyrir verður. Allt fór þó vel, vin- urinn varð frelsinu feginn og fljótur að renna á sjávarniðinn við strönd- ina. Við horfðum á eftir honum hverfa í myrkrið, síðast glitti aðeins í glampandi auga í flæðarmálinu. Bannað að smíða stóra báta Richard Mounsey hafði ég hitt af tilviljun nokkrum dögum fyrr og fengið hjá honum fregnir af sérlega vel lukkuðu námskeiði í bátasmíði, sem haldið hafði verið fyrir fé frá Ís- landi. Þar höfðu átta menn smíðað tíu báta með prýðilegum árangri, sem hann sagði að hefði náðst á mun skemmri tíma en gert hefði verið ráð fyrir. Væri því enn eftir af pening- unum frá Íslandi og ekki endanlega ákveðið til hvers þeir yrðu nýttir, en kennararnir og nemendurnir á nám- skeiðinu hefðu áhuga á að setja upp eigin bátasmíðastöð og sú hugmynd fengið góðar undirtektir. Kæmi til greina að styrkja þá til að hefjast handa og leyfa svo einkaframtakinu að njóta sín. Alltaf gott að heyra að hjálp okkar komi að gagni. Ég átti síðar eftir að skoða þessa báta sem voru ljómandi snotrir og virtust traust smíð en einfaldir að allri gerð, óyfirbyggðir, gerðir fyrir 3–10 manna áhöfn eftir stærð og gert ráð fyrir utanborðsmótorum í þeim öll- um. Yfir hádegisverði hafði Mounsey sagt mér undan og ofan af stöðunni í fiskveiðimálum Austur-Tímora, sem mikill áhugi er á að efla; bæði til að skapa fiskimönnum aukna atvinnu og vegna þess að þjóðin þarfnast þeirrar góðu næringar, sem sækja má í fiskinn. – Austur-Tímorar misstu 80–90% af fiskiðnaði sínum í eyðileggingunni í september 1999. Áður voru um 20.000 manns starfandi við fiskveið- ar en voru komnir niður í 3–400 þeg- ar ég kom hingað í byrjun síðasta árs (2000). Nú eru þeir sennilega komnir upp í 5–600. Sóknin var reyndar allt of mikil í stjórnartíð Indónesa – stofnarnir ofveiddir. Þeir lögðu allt kapp á að ná upp sem mestum afla sem síðan var sendur til Vestur-Tím- or eða Indónesíu til vinnslu en hirtu ekkert um rannsóknir á fiskistofn- unum. – Fiskimiðin hafa hinsvegar náð sér nokkuð vel aftur, en við förum varlega í að fjölga bátum og fólki í greininni, gerum þó ráð fyrir að fara upp í 10–12.000 manns áður en langt um lýkur. Verkefni okkar er fyrst og fremst að kenna og hjálpa fiski- mönnunum til að verða sjálfum sér nógir, jafnframt því að þeir ráði sjálfir nýtingu þessarar auðlindar. Við kynnum þeim nýjar aðferðir og leitumst við að samræma þær hefð- bundnum aðferðum þeirra sjálfra, sem geta verið alveg ágætar. Þeir hafa líka ýmiss konar staðbundna, hefðbundna þekkingu á veiðunum. Reyndir fiskimenn vita t.d. af reynsl- unni að ekki er æskilegt að veiða á tilteknum stöðum á tilteknum tímum – þeir hafa kannski ekki vitað hvers- vegna, en svo hafa rannsóknir sýnt, að þar eru hrygningarstöðvar tiltek- inna tegunda. Aðspurður hversu langt út þeir hefðu sótt sjóinn sagði Richard að það væri ekki ýkja langt, því Indó- nesar hefðu ekki leyft þeim að smíða stóra báta með stórum vélum. „Þær máttu ekki fara yfir 20 hestöfl, a.m.k. ekki á suðurströndinni, því þá hefðu fiskimennirnir getað flúð til Ástralíu, sem er í aðeins 300 sjómílna fjar- lægð. Norðanmenn höfðu eitthvað stærri báta og fóru kannski 30–50 mílur frá landi og lágu við í þrjár fjórar nætur í senn en í norðurátt var ekkert að fara nema til annarra indónesískra eyja. Richard sagði, að fyrir september 1999 hefðu verið í landinu u.þ.b. 3.500 fiskibátar, en þar af varla meira en 600 vélbátar. „Af þeim voru aðeins 130 eftir þegar við komum. Stærsta bátavél, sem ég hef séð hér, er 40 hestöfl, nokkrar eru 25 ha en flestar 10 ha og þar und- ir. Austur-Tímorar eru margir hverj- ir prýðilegir fiskimenn. Þeir nota mjög vel þann búnað sem þeir hafa, en hafa vitaskuld enga reynslu af nú- tíma tæknibúnaði“. Hann sagði þá hinsvegar fljóta að læra og lýsti námskeiði, sem haldið hefði verið í notkun og viðgerð bátavéla, þar sem þátttakendur hefðu á örfáum dögum orðið færir um að taka sundur vélar og setja saman á ný – „þegar þeir höfðu lært á hverju vinnsla vélanna byggðist og góðir kennarar farið með þeim gegnum ferilinn, þrep fyr- ir þrep, voru þeir eldfljótir að átta sig á hlutunum“. Hann kvaðst mjög bjartsýnn á framtíð fiskveiða á Aust- ur-Tímor, verðlag á fiski væri hátt og markaður nægur. Ástralskt fyr- irtæki væri að fjárfesta í ísfram- leiðslu og áætlanir uppi um upp- byggingu flutninga- og dreifingar- kerfis. Fyrst um sinn yrði aðal áherslan lögð á smábátaútgerðina til að byggja upp næringarforða fyrir þjóðina. Síðar þyrfti svo að smíða stærri skip og byggja upp útsjávar- veiðar til útflutnings, auðug fiskimið væru suður af landinu og þeir ættu vísa góða markaði í framtíðinni, bæði í Ástralíu og Asíu. Giskað hefði verið á að Austur-Tímorar gætu haft jafn mikið upp úr fiskiðnaði og kaffirækt- inni ef vel væri að staðið, en til þess þyrftu þeir stuðning, sagði Mounsey og þar yrði aðstoð Íslendinga vel þegin. Ljósmynd/Anna Heinreksdóttir Búrið dregið að landi og bundið utan um gin dýrsins. Ljósmynd/Anna Heinreksdóttir Námskeið í bátasmíði með styrk frá Íslandi. Um krókódíl og fleiri „fiska“ Krókódíllinn á sérstakan sess í hugum Austur- Tímora og var einn slíkur fluttur landshluta á milli nú fyrr í haust. Margrét Heinreksdóttir slóst í för með flutningsmönnum og fræddist auk þess um námskeið í bátasmíði sem Íslendingar hafa fjármagnað. Ljósmynd/Anna Heinreksdóttir „Múllinn“ klipptur af „króksa“. Ljósmynd/Anna Heinreksdóttir Richard, Lourenco og Darren í hópi forvitinna fjallabúa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.