Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 19
Krísuvík,“ segir hann einnig í kvik- myndinni. Og í litadýrð sinni færði hún honum endurlausnina upp í hend- urnar. „Málverkið á að vera litir og ekkert nema litir.“ Hann endurnýjast á göngum sínum um þennan sýningarsal skaparans og talar um kollega sinn í listinni. „Guð er alltaf að mála...,“ segir hann. „Gamli maðurinn hafði einu sinni velt því fyrir sér að mála altaristöflu í Krísuvíkurkirkju, en sú hugmynd náði ekki fram að ganga á sínum tíma,“ segir Erlendur. „Þegar umskiptin voru að eiga sér stað í list hans fékk hann áhuga á Passíusálmunum, í kjölfar samvinnu þeirra Matthíasar Johannessen, og hóf að myndsetja þá, fyrst í sínum fyrri fantasíuheimi, en svo langaði hann til að búa þá til í litum nýja stíls- ins. Þetta notfæri ég mér í myndinni sem eins konar undirsögu, sem leiðir upp að draumvitrun um að hann eigi samt að snúa sér frá sálmunum, því þeir leiða upp að gröf og dauða. Hins vegar hafi hnípin kirkjan þarna í næsta nágrenni við vinnustofu hans meiri þörf fyrir krafta hans, heldur en bókmenntirnar. Hann er látinn skilja drauminn þannig, að hann eigi að mála það, sem tekur við, þegar Pass- íusálmunum sleppir; upprisuna, og gefa kirkjunni hana sem altaristöflu. Þessi kvikmynd er sérstæð að því leyti, að hún er eiginlega dramatíser- uð heimildarmynd, efniviður raun- veruleikans, ef við getum orðað það svo, er túlkaður dramatískt með þess- um hætti. Altaristaflan og uppheng- ing hennar í kirkjunni er hin drama- tíska lausn myndarinnar. Það er í samræmi við þessa aðferð leiknu myndarinnar, að það var skrif- að handrit og því fylgt eftir nánast frá skoti til skots, þannig að þetta er ekki heimildarmynd í venjulegum skiln- ingi þess orðs. Bezt er að sleppa því að skipa henni í flokk og segja einfald- lega, að þetta sé kvikmynd. Málarinn leikur sjálfan sig, ef svo má segja, huldukonan hans; Krísuvíkurmad- donnan, sem sumir kalla svo, er vakin til lífs og öll túlkunin byggist á grunn- hugmyndinni um dauða og upprisu í listinni. Fyrir mig var þetta spurningin um að gera kvikmynd, sem gæti vaxið út fyrir Svein Björnsson og orðið kvik- mynd um sköpunarstarf í víðum skilningi.“ „Þetta er ekkert vídeó – Þetta er kvikmynd“ „Gerð þessarar myndar var ekkert nema átök og stríð við að framkvæma þennan ásetning; að búa til kvikmynd um föður sinn sem tekin yrði upp á filmu, klippt í klippiborði og blásin upp í 35 mm sýningareintak til sýn- ingar í kvikmyndahúsi. Þetta var náttúrlega algjört brjálæði, enda brostu sumir í kampinn og fannst sem nú væri ég jafnframt kominn niður á fjölskyldumyndaplanið. Forstjóri filmulaboratorísins í Danmörku vissi ekki hvert hann ætlaði, þegar hann heyrði um þennan ásetning minn, og spurði, hvort ég ætlaði síðan að sitja einn í bíóinu og horfa á pabba mála. Þeim mun ánægjulegra var að hlusta á viðbrögð hans nú í haust, þegar við prufuskoðuðum fyrsta sýningarein- takið. Þetta hefur líka kostað sitt fjár- hagslega, kostnaðurinn hleypur á bilinu 15–20 milljónir. Gamli maður- inn gerði sér mætavel grein fyrir því að þetta væri stórvirki, en hafði jafn- framt gaman af því að segja við menn á förnum vegi, sem inntu hann eftir þessu kvikmyndaveseni: „Þetta er ekkert vídeó. Þetta er kvikmynd.““ Tökum lauk í febrúar 1997, en Sveinn Björnsson lifði ekki að sjá Málarann og sálminn hans um litinn fullgerða. Hann féll frá í apríl 1997. Erlendur segir, að til viðbótar við þá styrki, sem myndin hefur fengið, vilji hann nefna til þrjár manneskjur, sem hafi ráðið úrslitum um það að kvik- myndin varð til. „Þessi mynd hefði aldrei orðið til, ef ég hefði ekki notið samstarfsins við Sigurð Sverri Pálsson, skapandi framlag hans er gríðarlega stórt, Þór- arinn Guðnason aðstoðaði mig með tæki á úrvinnslustigi og tók tvö atriði í myndina. Síðast, en ekki sízt vil ég nefna eiginkonu mína, Ásdísi Egils- dóttur, en það hefur lent á henni að vinna meira eða minna fyrir okkur undanfarin ár, því þótt maður sé á bólakafi í þessari vinnu árum saman er hún ekkert annað en fallegt dul- argervi utan um atvinnuleysi. Eða eins og einn kolleginn orðaði það á dögunum; lífsstíl. Því hvað á að kalla 7–800 þúsund króna árslaun árum saman annað en eins konar atvinnu- leysisbætur? Og lokaorrustan; sala verksins í sjónvarpið, er óútkljáð, þegar kemur að frumsýningunni. Nú er blásið til niðurskurðar þar á bæ og eina hald- reipi mitt skrifleg yfirlýsing um, að áhugi og vilji sé til þess að ganga til samninga eftir að búið verður að sýna myndina á bíótjaldi. Ég þarf því að taka tveggja milljóna króna bankalán þessa dagana, skuldirnar við labora- toríið eru komnar í eindaga og fjórar lánastofnanir búnar að neita mér um stuðning, sem svarar til vaxta og lán- tökukostnaðar af því láni. Og það þó svo að þær státi af menningarsjóðum og ómældum styrkjum í íþróttir og margvísleg önnur þjóðþrifauppátæki í samfélaginu.“ Nú vinnur Erlendur Sveinsson að myndinni Skáldið og ritstjórinn, sem fjallar um Matthías Johannessen, og að undirbúningi myndar um Thor Vil- hjálmsson; Evrópubúinn heitir hún. Jafnframt er hann með tvö bíómynda- handrit í vinnslu, sem heita Vorar skuldir og Sunna. Þau hafa bæði feng- ið stuðning úr Kvikmyndasjóði. Er- lendur segir það fyrrnefnda fjalla um fyrirgefningu gjörða, sem ekki sé hægt að biðja meðbræðurna um að fyrirgefa, og það síðara um það, hvernig líf manneskju, sem er að fjara út án þess að vörnum verði við komið, getur bjargað lífi annarrar mann- eskju, sem er sjálf að búa sig undir að binda enda á það. Þriðja leiðin þarf að finnast „Við búum við erfiða aðstöðu í kvik- myndagerð á Íslandi,“ segir Erlend- ur. „Það er afar áríðandi að finna leið til þess, að hægt sé að gera kvikmynd- ir hér á landi, sem geta spjarað sig á bíótjaldi sem kvikmyndalist án þess að allt standi og falli með erlendum fjárfestum. Hjá því verður hins vegar ekki komist, þegar um bíómyndir er að ræða, sem kosta þetta 150–200 milljónir króna. En ég er að tala um annan valkost, nýja leið í kvikmyndagerð, sem ég tel að Málarinn sé hluti af og einnig þar- síðasta mynd mín, Íslands þúsund ár. Það þarf að vera mögulegt að fjár- magna slíkar kvikmyndir, sem kosta á bilinu 20–25 milljónir króna, hér heima og fólk þarf að vilja sjá þær og þær þurfa að vera einhvers virði. Það á ekki að vera einhver maður á bar er- lendis, sem ákveður, hvort hægt sé að gera kvikmyndir um Svein Björns- son, Matthías Johannessen og Thor Vilhjálmsson, eða ekki. Það er svo gríðarlegur klafi að vera háður því, að þessum manni með vindilinn og kokteilglasið líki við þig og hugmynd þína. Og ef það er ekki hann, þá situr heil herdeild af dag- skrárstjórum sjónvarpsstöðva við langborð og hefur unun af því að skjóta þig og drauma þína í kaf, ef þér fatast flugið. Við þurfum að finna ein- hverja leið fyrir myndir, sem liggja á milli ódýrra heimildarmynda og kostnaðarsamra bíómynda. Kvikmyndasjóður þyrfti að fá áhuga á þessari þriðju leið. Hann á ekki að segja: Við viljum ekki styrkja þig, nema þú getir sýnt fram á fulln- aðarfjármögnun. Ef ég hefði átt að hlýða þessari verklagsreglu, sem nú hefur verið sett, hefði Málarinn ekki orðið til, Íslands þúsund ár ekki held- ur og þaðan af síður myndin um Matthías. Málarinn er því orðinn til í erfiðu umhverfi. En þrátt fyrir allt var þetta starf ákaflega gefandi. Sigurður Sverrir segist oft hugsa til þess, hvað gerð þessarar myndar hafi verið sérstök. „Það var einstæð reynsla að ganga inn í þennan örheim í Krísuvík; þetta hús með öllu sínu innvolsi, kröftug náttúran fyrir utan og kirkjan fyrir handan og einn maður, sem lifði og hrærðist í þessum heimi og vann á nóttunni. Ég vona, að myndinni takist að opna þessa veröld og sýna áhorfand- anum hið stóra í því smáa.“ Heilagleiki veruleikans „Við komum í Krísuvík í tveimur stórum atrennum haustið ’96, það var svolítil ógn í veðrinu, stundum kvíði fyrir heimferðinni. En við höfðum allt, sem við þurftum. Og listamaðurinn hvíldist uppi í stofu og teiknaði í skissubókina á meðan við vorum að stilla upp í tökur niðri. Sigurður Sverrir lagði mikla al- úð í allt það verk. Þegar kom að út- varpssögunni; Halldór Kiljan Lax- ness var að lesa Gerplu, þá var heilagt: Við fórum upp og hlustuðum á lesturinn við kertaljós. Síðan var farið að elda. Sumir halda, að hægt sé að fanga veruleikann með myndavélinni með því einu að vera til staðar og láta fara lítið fyrir sér. En myndavélin getur það ekki neitt. Það er alltaf um val að ræða. Ég er að túlka vissan veruleika með gerð myndarinnar og það er nauðsyn- legt, að ég fái að fikta í honum, og fái hann til að lúta lögmálum miðilsins, sem á að koma honum til skila. Þá er ég kominn út í það að leikstýra veru- leikanum í þágu kvikmyndarinnar. Þessi kvikmynd er þannig mín túlkun á Sveini Björnssyni. Vonandi gefur hún fólki mynd af honum, sem fæstir hafa haft aðgang að, en enginn er þess umkominn að fanga algildan sannleika um nokkurn mann. Þetta var mikið návígi. Enda talaði gamli maðurinn um, að það væri eins og hann væri að taka þátt í þessu kviknakinn. En við græddum báðir á þessu samstarfi og við raunar öll. Hann skildi betur, hvað ég hafði verið að gera, og ég komst nær sköpunar- starfi hans en nokkru sinni fyrr, en ég hafði ekki séð hann mála síðan ég var barn. Mér finnst líka mikið til um það, þegar sjálf gerð kvikmyndar hefur áhrif á veruleikann, sem fengist er við. Í tengslum við gerð þessarar kvik myndar varð til fjöldi myndlistar- verka, sem sjá má á sýningu í anddyri Háskólabíós. Hún átti sinn stóra þátt í kraftinum að baki hugmyndinni um stofnun Sveinssafns, sem við bræður; ég, Sveinn og Þórður, létum verða af í kjölfar andláts föður okkar, og sömu- leiðis því að safnið fékk Bláa húsið í Krísuvík. Og hún varð til þess að Krísuvík- urkirkja eignaðist altaristöflu og að reglulegt kristnihald komst þar aftur á. Ég á mér draum; að svona myndir séu gerðar á filmu og settar upp á tjald. Sjónvarpið er allt annar miðill. Það er svo margt annað að gerast í stof- unni, þegar það er í gangi; fólk er að tala saman, fá sér kaffi og rápa um, það horfir bara með öðru auganu. Þar gilda önnur lögmál, sem eru góð til síns brúks. Myndböndin geta líka ver- ið ágæt, með þeim getur fólk stjórnað neyzlunni, ákveðið hvenær það vill horfa og horft aftur á verk sem lifa. En filman á hvíta tjaldinu er hið eina sanna bíó.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Feðgarnir Sveinn Björnsson og Erlendur Sveinsson ræða framvindu mála undir vökulu auga Sigurðar Sverris Pálssonar. „Málverkið á að vera litir og ekkert nema litir.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 19 Kanaríferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir og er nú uppselt í margar ferðir í vetur. Við erum stolt af að bjóða góða gististaði í hjarta ensku strandarinnar og trausta þjónustu reyndra fararstjóra Heimsferða um leið og við tryggjum þér besta verðið til Kanarí. Beint vikulegt flug alla fimmtudaga í allan vetur. Þú getur valið um þá ferðalengd sem þér best hentar, 1, 2, 3, 4 vikur eða lengur, og nýtur þjónustu okkar reyndu fararstjóra á meðan á dvölinni stendur. Beint flug með glæsilegum Boeing 737-800 vél- um FUTURA flugfélagsins án millilendingar. Verð kr. 48.605 Vikuferð, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Skattar innifaldir Verð kr. 55.405 2 vikur, 10. janúar, hjón með 2 börn, Green Sea. Skattar innifaldir Verð kr. 64.050 2 í stúdíó, Green Sea, vikuferð, 10. janúar. Skattar innifaldir Við tryggjum þér lægsta verðið · Vikulegt flug alla fimmtudaga Brottfarir: 20. nóv. uppselt 13. des. 28 sæti 20. des. uppselt 27. des. 29 sæti 3. jan. 11 sæti 10. jan. 16 sæti 17. jan. laus sæti 24. jan. laus sæti 7. feb. uppselt 14. feb. 14 sæti 21. feb. uppselt Aðrar dags. Kanarí- veisla Heimsferða í vetur frá kr. 48.185 Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Einn vinsælasti gististaðurinn – Paraiso Maspalomas Morgunblaðið/Árni Sæberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.