Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 30
LISTIR
30 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Kalk Citrate
FRÁ
Fyrir bein og tennur.
Einnig talið gott fyrir
maga og ristil.
MeðGMPgæðaöryggi.
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
Apótekin
FRÍHÖFNIN
Fyrirlesarinn á námskeiðinu
Jón Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Eflis, hefur yfirgripsmikla þekkingu á sviði vöru- og þjónustusýninga.
Hann hefur veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um sérhæfða markaðsmiðlun og árangursríka framgöngu á
sýningum erlendis og hér heima.
Vinsamlega tilkynnið þátttöku til Útflutningsráðs í síma 511 4000
eða með tölvupósti: utflutningsrad@utflutningsrad.is. Þátttökugjald: 8.300 kr.
Sýningar árið 2002
Vilhjálmur J. Árnason, forstöðumaður sýningarsviðs Útflutningsráðs, verður með stutta kynningu á sýningum
næsta árs. Útflutningsráð er leiðandi í skipulagningu á þátttöku fyrirtækja í alþjóðlegum vörusýningum.
ÁRANGURSRÍK ÞÁTTTAKA
Í VÖRUSÝNINGUM!
Markmið: markviss framganga og aukin arðsemi þátttöku
Hallveigarstígur 1 • 101 Reykjavík • Sími 511 4000 • Fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is • www.utflutningsrad.is
Seinni hluti
1. Ímyndarsköpun - þú ert líka til sýnis!
2. Táknmál líkamans
3. Hvernig tekur þú á erfiðum gestum?
4. Samvirkni báss, bæklings og starfsmanns
5. Hvernig stjórnar þú upplifun viðskiptavinarins?
Fyrri hluti
1. Hvernig kemur þú þinni vöru í brennipunkt?
2. Kynningartækni á básnum
3. Verðmætamat á sýningargestum
4. Samtalstækni og sölutækni á básnum
5. Hvernig fylgir þú tengslum eftir? o.fl.
Námskeið fyrir starfsfólk og stjórnendur fyrirtækja,
haldið í Skála á Hótel Sögu, 15. nóv. kl. 8.15 - 11.30
H
N
O
T
S
K
Ó
G
U
R
Ú
Í
4
1
5
-0
1
NORRÆNA bókasafnsvikan er
nú haldin í fimmta sinn og hefst
á morgun, mánudag og lýkur
nk. sunnudag. Bókasafnsvikan
er í samvinnu PR-hóps nor-
rænna bókasafna, Norrænu fé-
laganna og með tilstyrk Nor-
rænu ráðherranefndarinnar og
NORDBOK. Þema þessa árs er
Orð & tónar í norðri.
Í Borgarbókasafni verða tón-
leikar í öllum söfnunum á morg-
un, mánudag kl. 18. Menn frá
Kleifum syngja í aðalsafni, Tríó
Hafdísar leikur í bókasafninu í
Gerðubergi, stúlkur úr Vox
femin verða í Kringlusafni, Páll
Ásgeir Ágústsson syngur í
Foldasafni og kór Menntaskól-
ans við Sund í Sólheimasafni.
Á föstudag kemur fram rapp-
flokkurinn Igore í bókasafninu í
Gerðubergi og norræni vísna-
kvartettinn Noredenom heldur
tónleika í aðalsafni, Tryggva-
götu 15, á sunnudag, kl. 15. Að-
gangur er ókeypis á alla tón-
leikana.
Gunnhildur Hrólfsdóttir seg-
ir sögur í Seljasafni á föstudag
kl. 15 og les úr nýrri verðlauna-
bók sinni í Sólheimasafni kl.
17.30.
Þá verða sögustundir á hverj-
um degi í aðalsafni og Kringlu-
safni frá mánudegi til föstudags.
Í bókasafni Garðabæjar leika
Björn Thoroddsen gítarleikari
og Jón Rafnsson bassaleikari
norræna vísnatónlist á morgun,
mánudag, kl. 18. Á miðvikudag,
kl. 16:15 flytur skólakór Hofs-
staðaskóla norræn barnalög og
á föstudag, á Degi íslenskrar
tungu, kl. 15-17, verður sérstök
dagskrá tileinkuð Jónasi Hall-
grímssyni.
Norræn
bókasafns-
vika fram-
undan
GUÐBJÖRG Hákonardóttir –
Gugga – sýnir tuttugu málverk í
Man. Öll sýna þau áþekkt landslag
með óvenjuhárri sjónarrönd og mik-
illi, sólroðinni sléttu fyrir neðan,
dreginni með sveigðum pensilstrok-
um, sennilega til að undirstrika
mistur og sandfok. Öll málverkin eru
þessu marki brennd og litaraft
þeirra er ekki einasta áþekkt heldur
virðist sem listakonan noti sama lita-
skalann í flestum þeirra.
Nú verður að taka það fram að
tækni Guðbjargar er góðra gjalda
verð sem slík og landslag sem er allt
öðruvísi en það sem við eigum að
venjast er ekki svo galið myndefni.
Hins vegar er hætt við að endur-
tekningin út alla sýninguna dragi úr
ferskleik viðfangsefnisins og tæmi
úr því allan safa. Landslag á borð við
það sem Gugga málar þolir ekki
stöðuga endurtekningu. Örlítil til-
brigði ná ekki að hleypa spennu í
verkin og því hljóma þau líkt og fjöl-
pöntun á sömu útgáfu.
Það getur verið erfitt að skýra út í
stuttu máli hvers vegna eitt gengur
prýðilega upp í listum en annað ekki,
eða réttara sagt, hvers vegna sama
aðferð gengur upp í einni tegund
listar en ekki annarri. Þýsk-banda-
ríski listmálarinn Joseph Albers
leyfði sér til dæmis að mála sama
þrefalda ferninginn í mörg herrans
ár. En til þess þurfti hann að leysa
ákveðin vandamál sem hann setti
sér og lutu að mismunandi litavali.
Hann lét sér ekki nægja að endur-
taka endurtekningarinnar vegna.
Markmiðið með endurtekningunni
er nokkuð sem Gugga þarf að hug-
leiða áður en hún heldur sína næstu
sýningu.
Frá sýningu Guðbjargar Hákonardóttur í Man við Skólavörðustíg.
Rauðleitt landslag
MYNDLIST
L i s t a s a l u r M A N ,
S k ó l a v ö r ð u s t í g
Til 11. nóvember.
Opið virka daga frá kl. 10–18.
Um helgar frá kl. 10–16.
MÁLVERK
GUGGA – GUÐBJÖRG
HÁKONARDÓTTIR
Halldór Björn Runólfsson
ÞÝSKI organistinn Erich Piasetzki
er staddur hér á landi og heldur tón-
leika í Hallgrímskirkju í kvöld kl.
20.00. Yfirskrift tónleika hans er:
Varíasjónir frá ýmsum tímabilum
orgeltónsköpunarinnar. Erich Pias-
etzki er einn fremsti organisti Þjóð-
verja. Hann fæddist í Lyck héraði í
Austur-Prússlandi, stundaði orgel-
nám í Berlín, en frá 1958-97 var hann
kantor og organisti við Opinberunar-
kirkjuna í Berlín. Frá því um 1960
hefur Piasetzki verið virkur og virt-
ur sem orgeleinleikari. Hann hefur
leikið á öll helstu orgel Þýskalands,
haldið tónleika um heim allan, leikið í
útvarp og sjónvarp og gefið út fjölda
hljómplatna og geisladiska. Hann er
sérfróður um orgeltónlist Bachs og
Regers og sérstaklega virtur fyrir
leik á verkum þeirra, en hann leikur
þó orgeltónlist frá öllum tímum tón-
listarsögunnar og hefur frumflutt
fjölda nýrra orgelverka. Á tónleik-
unum í Hallgrímskirkju leikur hann
verk eftir Pachelbel, Bach, Jón Nor-
dal, Mendelssohn, Charles Camill-
eri, Reger og Dupré.
Tilbrigðaformin eru
mörg og ólík
Erich Piasetzki segist velja var-
íasjónir eða tilbrigðaformið sem
þema á tónleikunum vegna þess hve
margbreytilegt það er. „Þar er að
finna ævagamla cantus firmus hefð,
þar sem tilbrigðin snúast um laglínu
í einni rödd; frjáls tilbrigði eins og
hjá Dupré; tilbrigði Pachelbels sem
eru talsvert hamdari eða reglufast-
ari, og svo tilbrigði í formi passacagl-
iu og sjakkonnu, þar sem bassastefið
er síendurtekið undir laglínutil-
brigðum. Þessi fjöldi ólíkra tilbrigða-
forma er uppistaða efnisskrárinnar.“
Erich Piasetzki segir að tilbrigða-
formið sé mjög mikilvægt, sérstak-
lega í orgelmúsík. „Orgelið býr yfir
svo miklum litbrigðum í hljómi. Það
er hægt að gera svo mikið með því
einu að breyta lit hljómanna í mis-
munandi stillingu raddanna. Þess
vegna hefur orgelið verið svo kjörið
til að túlka tilbrigðaform.“ Tónskáld
í dag eru enn að fást við þær form-
tegundir sem menn voru að glíma við
á barrokktímanum að sögn Piasetzk-
is. Þær hafi fylgt tónskáldum allt frá
dögum Bachs, gegnum klassík og
rómantík og til okkar daga, þótt auð-
vitað hafi nýjar formtegundir jafnan
bæst við þær gömlu.
Þarf að skilja orgelið
til að sigra það
Piasetzki líst vel á Klais orgelið í
Hallgrímskirkju, en segir að hljóm-
burðurinn í kirkjunni sé þó svolítið
erfiður, aðallega vegna þess hve
kirkjan sé löng og hljómurinn lengi
að berast. „Kennarinn minn sagði
mér að sem organisti þyrfti maður í
hvert sinn sem maður kynntist nýju
hljóðfæri að vinna sigur á því. Þetta
er mjög mikilvægt, vegna þess að
maður þarf að finna karakter hvers
hljóðfæris fyrir sig og læra á hann og
skilja. En við eigum mörg Klais org-
el í Þýskalandi sem ég hef leikið á.
Klais er gott fyrirtæki sem skapar
mjög hljómfögur hljóðfæri. En hvert
einasta verk sem maður leikur
hljómar á annan veg á öðru hljóð-
færi. Það er ekki hægt að yfirfæra
beint það sem maður gerir á eitt org-
el yfir á annað. Raddir hvers orgels
eru ólíkar, og þetta snýst um kúnst-
ina að samhæfa það sem maður ætl-
ar að leika orgelinu og aðstæðum á
hverjum stað. Til þess þarf maður
oft þegar maður kemur á nýja staði
að fá einhvern annan til að spila fyrir
sig á orgelið og fara sjálfur út í sal til
að heyra sjálfur hvernig orgelið
hljómar þar.“ Eitt íslenskt verk er á
efnisskrá tónleikanna í Hallgríms-
kirkju, Sálmforleikur eftir Jón Nor-
dal. Erich Piasetzki kveðst ekki hafa
spilað mikið af íslenskri tónlist. En
Hilmar Örn Agnarsson organisti í
Skálholti lék fyrir hann Sjakkonnu
Páls Ísólfssonar í Berlín fyrir nokkr-
um árum. Hann rifjaði upp kynnin af
þessu verki í fyrradag og lék sér til
ánægju. Hann segir verkið hafa fall-
ið sér sérlega vel í geð. Hann vissi að
Páll hefði lært hjá Reger í Leipzig á
sínum tíma, og þótt Sjakkonnan hafi
varla talist mjög nútímaleg á sínum
tíma, hafi sér þótt hún mjög falleg,
og búa yfir sterkum norrænum tón.
Þýski organistinn Erich Piasetzki í Hallgrímskirkju
Orgelið býr
yfir miklum
litbrigðum
Morgunblaðið/Emilía
Erich Piasetzki
Súrefnisvörur
Karin Herzog
Silhouette ATVINNA
mbl.is Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og
verðið. Allt fyrir mömmu.
Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.