Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 6
Segir al-Qaeda reyna að eignast kjarnavopn GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti varaði á þriðjudaginn leiðtoga í Aust- ur-Evrópu við því að hryðjuverka- samtökin al-Qaeda, sem eru undir stjórn Osama bin Ladens, væru að reyna að komast yfir kjarnavopn. Líkti Bush ógninni, sem stafaði af hryðjuverkamönnum í heiminum, við hættuna sem stafað hefði frá Sov- étríkjunum í kalda stríðinu og þýsk- um nasistum um miðja síðustu öld. „Þeir sækjast eftir efna-, sýkla- og kjarnavopnum. Óvinir okkar geta þannig ógnað öllum þjóðum heims, og að lokum allri siðmenningunni,“ sagði Bush í ávarpi sem sjónvarpað var um gervihnött á fund leiðtoga 17 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu, er haldinn var í Varsjá. Norðurbandalagið kveðst í stórsókn AFGANSKIR stjórnarandstæðingar sögðu á miðvikudaginn að þeir hefðu unnið stórsigra á sveitum talibana dagana á undan, og kváðust nærri því að ná á sitt vald borginni Mazar-e- Sharif í Norður-Afganistan. Bæði Ítalir og Þjóðverjar kváðust ætla að senda hersveitir til aðstoðar banda- ríska hernum í stríðinu í Afganistan. SAS segir upp 3.600 manns SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS skýrði frá því á þriðjudaginn að það hygðist segja upp 2.500 manns til við- bótar þeim 1.100 sem þegar hafa fengið uppsagnarbréf vegna mikillar fækkunar farþega í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Á miðvikudaginn var belgíska flugfélagið Sabena lýst gjaldþrota. Jafnframt var tilkynnt að stofnað yrði nýtt flugfélag í landinu.  KOFI Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánu- daginn að yfirlýsingar Osama bin Ladens um að lýðræði og mannréttindi væru bara vestrænar hugmyndir væru móðgun við þriðja heiminn, sem bin Laden þættist þó berjast fyrir. Sagði Ann- an að fólk alls staðar að úr heiminum, ekki bara Vesturlandabúar, hefðu sett saman mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.  UM 95 manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar öflug sprengja sprakk í bíl í Madríd á þriðjudagsmorgun. Sagði lögregla að aðskiln- aðarhreyfing Baska, ETA, hefði staðið að sprengjutilræðinu, og er talið að markmiðið hafi verið að myrða embættis- mann í ráðuneyti. Karl- maður og kona, sem eru grunuð um tilræðið, voru handtekin nokkrum mín- útum eftir sprenginguna.  CONCORDE-þotur Air France og British Air- ways fóru í loftið frá París og London á mið- vikudagsmorguninn, og var það í fyrsta sinn sem þessar vélar fóru í far- þegaflug síðan svona þota fórst í flugtaki við París fyrir 15 mánuðum. Flugverkfræðingar segj- ast hafa endurbætt þot- una og gert við þá galla er leiddu til slyssins við París, sem var það fyrsta í 25 ára sögu vélarinnar. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/11 – 10/11 ERLENT INNLENT  LANGIR sáttafundir hafa verið haldnir í kjaradeilu sjúkraliða og viðsemjenda án árangurs. Boðað verkfall sjúkraliða hefst á miðnætti í kvöld hafi samningar ekki náðst. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í deilu flugumferðarstjóra og ríkisins og sl. mánudags- kvöld var sáttafundi slitið í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaga.  MIÐSTJÓRN ASÍ lýsti yfir stuðningi við áform um byggingu álvers og virkjana á Austurlandi á fundi sínum á Egils- stöðum á miðvikudag.  FYRSTU vísbendingar úr hljóðendurvarpsmæl- ingum norsks olíu- leitarfyrirtækis á suður- hluta Jan Mayen-hryggj- arins staðfesta að þar er að finna setlög þar sem olía gæti hafa myndast.  DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi í viðtali við The Wall Street Journal að aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum gætu dregið úr friðhelgi einkalífs borgaranna.  NÍU erlendir ríkis- borgarar voru færðir til yfirheyrslu lögreglu á miðvikudaginn þar sem grunur leikur á að þeir hafi unnið á Íslandi án atvinnu- eða dvalarleyfis. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins unnu þeir við að reisa nýtt fjölbýlishús í Salahverfi. Stórfellt brottkast SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður ís- lensks fiskiskips sögðust í samtali við Morgunblaðið stunda stórfellt brott- kast á fiski. Sjónvarpið sýndi myndir sem teknar voru um borð í tveimur ís- lenskum fiskiskipum þar sem fiski var hent í stórum stíl fyrir borð. Fiskistofa ætlar að óska eftir lögreglurannsókn á brottkastinu. Seðlabankinn lækkar stýrivexti SEÐLABANKINN tilkynnti á fimmtudag að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 0,8 prósentustig eða úr 10,9% í 10,1%. Bankinn spáir meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í fyrri spám eða 8,5% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs og 4% á því næsta. Búnaðarbanki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir ákveðið að lækka vexti í kjölfar vaxta- lækkunar Seðlabankans. Ráðstafanir vegna dufts í póstsendingum AÐALBYGGINGU Landsbankans við Austurstræti var lokað síðdegis á þriðjudag vegna torkennilegs dufts sem fannst í póstsendingu. Voru tíu starfsmenn settir í fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi. Póst- miðstöð Íslandspósts var rýmd og henni lokað á miðvikudag vegna tor- kennilegs dufts sem fannst í ábyrgð- arsendingu og 13 starfsmenn sendir í rannsókn og settir í lyfjameðferð í kjölfarið. Rannsóknir leiddu í ljós að duftið var skaðlaust í báðum tilfellum. Einnig var gripið til varúðarráðstaf- ana vegna dufts í póstsendingum sem tilkynnt var á tveimur heimilum í vik- unni en það reyndist einnig skaðlaust, samkvæmt rannsókn sýklafræðideild- ar LHS. Alls hafa verið tilkynntar sjö torkennilegar póstsendingar hér á landi á fjórum vikum. NÝGENGI og dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur farið lækkandi á Íslandi síðastliðna tvo áratugi. Lækkaði dánartíðni um 57% hjá körlum á aldrinum 25–74 ára og 51% hjá konum á sama aldri árin 1981 til 1998. Nýgengi hefur lækkað á sama tíma um 40% hjá körlum og 34% hjá konum. Nýgengi, dánartíðni og dán- arhlutfall vegna kransæðastíflu er hagstæðara á Íslandi en í flestum Evrópulöndum. Kransæðasjúkdóm- ar eru algengastir hjartasjúkdóma eða um 80%. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um breyt- ingar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi eftir þau Nikulás Sigfússon, Gunnar Sigurðsson, Ugga Agnars- son, Ingu Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, Ingibjörgu Stefánsdóttur, Helga Sigvaldason og Vilmund Guðnason. Er í greininni byggt á upplýsingum frá Hagstofunni en einkum á niðurstöðum svonefndrar MONICA-rannsóknar sem er al- þjóðleg rannsókn á kransæðastíflu undir stjórn Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Skráning hennar nær yfir árin 1981 til 1998. Lág dánartíðni í byrjun síðustu aldar Dánartíðni vegna blóðþurrðar- sjúkdóma í hjarta var mjög lág í byrjun fyrri aldar, fer jafnt og þétt vaxandi fram yfir 1980 en stendur eftir það nokkurn veginn í stað. Þeir eru um 10% dánarorsaka við lok síð- ari heimsstyrjaldar en verða mest 30% dánarorsaka árin 1976–1985. Þegar MONICA-rannsóknin kemur til skjalanna, sem fer fram á 41 rann- sóknarstöð í 28 löndum, er farið að skrá öll tilfelli kransæðastíflu á aldr- inum 25–74 ára á öllu landinu. Eru því til upplýsingar um dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæða- stíflu til ársins 1998. Lækkuðu allar þessar tíðnitölur á árunum 1981 til 1998 um 40–50% meðal karla en 30– 50% meðal kvenna. Lækkun nýgeng- is er mest meðal yngri aldursflokka og á það einnig við um dánartíðni og dánarhlutfall. Í greininni kemur fram að dánar- hlutfall vegna kransæðastíflu er mjög lágt á Íslandi og í samanburði á rannsóknum í 18 löndum var dánar- hlutfallið lægst meðal íslenskra karla eða 34,6% en íslenskar konur voru í þriðja neðsta sæti, 36,2%. Í Finnlandi er dánarhlutfallið rúm 50% fyrir bæði kyn og nærri 60% í Póllandi. Náði rannsóknin yfir árin 1985 til 1990 og var aldursbilið 35–64 ára. „Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni kransæðastíflu undanfarna tvo ára- tugi var kransæðastífla önnur al- gengasta dánarorsök okkar Íslend- inga árið 1966,“ segir í Læknablaðinu. Það ár hafi alls dáið 1.879 manns, 436 úr kransæðasjúk- dómum (aðrir hjarta- og æðasjúk- dómar ekki meðtaldir) og 543 úr krabbameini. Segir að lækkun ný- gengis kransæðastíflu hafi verið nokkuð jöfn, um 3% á ári meðal karla og 2% meðal kvenna, síðastliðin 18 ár. „Dánarhlutfall utan sjúkrahúsa var mjög lágt en athyglisvert er að verulegur munur var á körlum og konum í þessu tilliti. Fleiri konur en karlar með kransæðastíflu virðast komast á sjúkrahús og er ekki ljóst af hverju sá munur stafar. Nauðsyn- legt er að rannsaka þetta nánar,“ segir í greininni. Talið er unnt að lækka tíðni krans- æðasjúkdóma hérlendis með for- vörnum og er í því sambandi bent á áhættuþætti reykinga og offitu. Lækkandi dánartíðni vegna kransæðastíflu VEGNA rysjóttrar tíðar undanfarið hafa bændur tekið sauðfé á hús og klippa þeir féð, oftast jafnóðum, til þess að fá sem besta ull og mest fyr- ir hana. Ragnhildur Jónsdóttir var að klippa sitt fé þegar fréttaritari leit til hennar í fjárhúsin. Ragna gefur körlunum ekkert eftir í rún- ingnum, klippir allt að 60–70 ær á dag og grófflokkar ullina í ull- arballana á eftir. Ragna segir að hún hafi mjög gaman af að rýja sitt fé því að þannig komist hún í svo nána snertingu við hverja á. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ragnhildur Jónsdóttir klippir ána Birtu. Haustrúningur byrjaður Fagradal. Morgunblaðið. ÍSLENSKU sveitirnar náðu góðum árangri í fyrradag á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Léon í Frakklandi. Karlasveitin vann Portúgal 3-1 þar sem Hannes Hlíf- ar Stefánsson gerði jafntefli við IM Anton- io Fernandez, Jón Viktor Gunnarsson sigraði IM Rui Damaso, Bragi Þorfinnsson sigraði FM Jose Pinheiro og Stefán Kristjáns- son gerði jafntefli við IM Ant- onio Frois. Hefur sveitin þá náð 7½ vinningi af 16 mögulegum. Kvennasveitin sigraði Aust- urríki 1,5-0,1 en þar gerði Aldís Rún Lárusdóttir jafntefli við Evu Unger og Harpa Ingólfs- dóttir sigraði Sonju Sommer. Kvennasveitin er þá komin með þrjá vinninga af átta mögu- legum og hefur Harpa bestan árangur Íslendinga á mótinu með 2½ vinning af fjórum. Hún hefur teflt gegn sterkum skák- konum, þar af tveim stórmeist- urum sem hún fékk 1½ vinning á móti. Fimmta umferð mótsins var tefld í gær en niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Góður dagur á EM í Léon Harpa Ingólfsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.