Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 6

Morgunblaðið - 11.11.2001, Síða 6
Segir al-Qaeda reyna að eignast kjarnavopn GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti varaði á þriðjudaginn leiðtoga í Aust- ur-Evrópu við því að hryðjuverka- samtökin al-Qaeda, sem eru undir stjórn Osama bin Ladens, væru að reyna að komast yfir kjarnavopn. Líkti Bush ógninni, sem stafaði af hryðjuverkamönnum í heiminum, við hættuna sem stafað hefði frá Sov- étríkjunum í kalda stríðinu og þýsk- um nasistum um miðja síðustu öld. „Þeir sækjast eftir efna-, sýkla- og kjarnavopnum. Óvinir okkar geta þannig ógnað öllum þjóðum heims, og að lokum allri siðmenningunni,“ sagði Bush í ávarpi sem sjónvarpað var um gervihnött á fund leiðtoga 17 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu, er haldinn var í Varsjá. Norðurbandalagið kveðst í stórsókn AFGANSKIR stjórnarandstæðingar sögðu á miðvikudaginn að þeir hefðu unnið stórsigra á sveitum talibana dagana á undan, og kváðust nærri því að ná á sitt vald borginni Mazar-e- Sharif í Norður-Afganistan. Bæði Ítalir og Þjóðverjar kváðust ætla að senda hersveitir til aðstoðar banda- ríska hernum í stríðinu í Afganistan. SAS segir upp 3.600 manns SKANDINAVÍSKA flugfélagið SAS skýrði frá því á þriðjudaginn að það hygðist segja upp 2.500 manns til við- bótar þeim 1.100 sem þegar hafa fengið uppsagnarbréf vegna mikillar fækkunar farþega í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum 11. sept- ember. Á miðvikudaginn var belgíska flugfélagið Sabena lýst gjaldþrota. Jafnframt var tilkynnt að stofnað yrði nýtt flugfélag í landinu.  KOFI Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á mánu- daginn að yfirlýsingar Osama bin Ladens um að lýðræði og mannréttindi væru bara vestrænar hugmyndir væru móðgun við þriðja heiminn, sem bin Laden þættist þó berjast fyrir. Sagði Ann- an að fólk alls staðar að úr heiminum, ekki bara Vesturlandabúar, hefðu sett saman mannréttinda- yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna.  UM 95 manns særðust, þar af fjórir alvarlega, þegar öflug sprengja sprakk í bíl í Madríd á þriðjudagsmorgun. Sagði lögregla að aðskiln- aðarhreyfing Baska, ETA, hefði staðið að sprengjutilræðinu, og er talið að markmiðið hafi verið að myrða embættis- mann í ráðuneyti. Karl- maður og kona, sem eru grunuð um tilræðið, voru handtekin nokkrum mín- útum eftir sprenginguna.  CONCORDE-þotur Air France og British Air- ways fóru í loftið frá París og London á mið- vikudagsmorguninn, og var það í fyrsta sinn sem þessar vélar fóru í far- þegaflug síðan svona þota fórst í flugtaki við París fyrir 15 mánuðum. Flugverkfræðingar segj- ast hafa endurbætt þot- una og gert við þá galla er leiddu til slyssins við París, sem var það fyrsta í 25 ára sögu vélarinnar. FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 4/11 – 10/11 ERLENT INNLENT  LANGIR sáttafundir hafa verið haldnir í kjaradeilu sjúkraliða og viðsemjenda án árangurs. Boðað verkfall sjúkraliða hefst á miðnætti í kvöld hafi samningar ekki náðst. Lítið hefur þokast í samkomulagsátt í deilu flugumferðarstjóra og ríkisins og sl. mánudags- kvöld var sáttafundi slitið í deilu tónlistarkennara og sveitarfélaga.  MIÐSTJÓRN ASÍ lýsti yfir stuðningi við áform um byggingu álvers og virkjana á Austurlandi á fundi sínum á Egils- stöðum á miðvikudag.  FYRSTU vísbendingar úr hljóðendurvarpsmæl- ingum norsks olíu- leitarfyrirtækis á suður- hluta Jan Mayen-hryggj- arins staðfesta að þar er að finna setlög þar sem olía gæti hafa myndast.  DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra gagnrýndi í viðtali við The Wall Street Journal að aðgerðir sem gripið hefur verið til í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum gætu dregið úr friðhelgi einkalífs borgaranna.  NÍU erlendir ríkis- borgarar voru færðir til yfirheyrslu lögreglu á miðvikudaginn þar sem grunur leikur á að þeir hafi unnið á Íslandi án atvinnu- eða dvalarleyfis. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins unnu þeir við að reisa nýtt fjölbýlishús í Salahverfi. Stórfellt brottkast SKIPSTJÓRI og útgerðarmaður ís- lensks fiskiskips sögðust í samtali við Morgunblaðið stunda stórfellt brott- kast á fiski. Sjónvarpið sýndi myndir sem teknar voru um borð í tveimur ís- lenskum fiskiskipum þar sem fiski var hent í stórum stíl fyrir borð. Fiskistofa ætlar að óska eftir lögreglurannsókn á brottkastinu. Seðlabankinn lækkar stýrivexti SEÐLABANKINN tilkynnti á fimmtudag að stýrivextir bankans yrðu lækkaðir um 0,8 prósentustig eða úr 10,9% í 10,1%. Bankinn spáir meiri verðbólgu á þessu og næsta ári en gert var ráð fyrir í fyrri spám eða 8,5% verðbólgu frá upphafi til loka þessa árs og 4% á því næsta. Búnaðarbanki, Íslandsbanki og Landsbanki hafa allir ákveðið að lækka vexti í kjölfar vaxta- lækkunar Seðlabankans. Ráðstafanir vegna dufts í póstsendingum AÐALBYGGINGU Landsbankans við Austurstræti var lokað síðdegis á þriðjudag vegna torkennilegs dufts sem fannst í póstsendingu. Voru tíu starfsmenn settir í fyrirbyggjandi lyfjameðferð gegn miltisbrandi. Póst- miðstöð Íslandspósts var rýmd og henni lokað á miðvikudag vegna tor- kennilegs dufts sem fannst í ábyrgð- arsendingu og 13 starfsmenn sendir í rannsókn og settir í lyfjameðferð í kjölfarið. Rannsóknir leiddu í ljós að duftið var skaðlaust í báðum tilfellum. Einnig var gripið til varúðarráðstaf- ana vegna dufts í póstsendingum sem tilkynnt var á tveimur heimilum í vik- unni en það reyndist einnig skaðlaust, samkvæmt rannsókn sýklafræðideild- ar LHS. Alls hafa verið tilkynntar sjö torkennilegar póstsendingar hér á landi á fjórum vikum. NÝGENGI og dánartíðni vegna kransæðastíflu hefur farið lækkandi á Íslandi síðastliðna tvo áratugi. Lækkaði dánartíðni um 57% hjá körlum á aldrinum 25–74 ára og 51% hjá konum á sama aldri árin 1981 til 1998. Nýgengi hefur lækkað á sama tíma um 40% hjá körlum og 34% hjá konum. Nýgengi, dánartíðni og dán- arhlutfall vegna kransæðastíflu er hagstæðara á Íslandi en í flestum Evrópulöndum. Kransæðasjúkdóm- ar eru algengastir hjartasjúkdóma eða um 80%. Þetta kemur fram í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins um breyt- ingar á tíðni kransæðasjúkdóma á Íslandi eftir þau Nikulás Sigfússon, Gunnar Sigurðsson, Ugga Agnars- son, Ingu Ingibjörgu Guðmunds- dóttur, Ingibjörgu Stefánsdóttur, Helga Sigvaldason og Vilmund Guðnason. Er í greininni byggt á upplýsingum frá Hagstofunni en einkum á niðurstöðum svonefndrar MONICA-rannsóknar sem er al- þjóðleg rannsókn á kransæðastíflu undir stjórn Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar. Skráning hennar nær yfir árin 1981 til 1998. Lág dánartíðni í byrjun síðustu aldar Dánartíðni vegna blóðþurrðar- sjúkdóma í hjarta var mjög lág í byrjun fyrri aldar, fer jafnt og þétt vaxandi fram yfir 1980 en stendur eftir það nokkurn veginn í stað. Þeir eru um 10% dánarorsaka við lok síð- ari heimsstyrjaldar en verða mest 30% dánarorsaka árin 1976–1985. Þegar MONICA-rannsóknin kemur til skjalanna, sem fer fram á 41 rann- sóknarstöð í 28 löndum, er farið að skrá öll tilfelli kransæðastíflu á aldr- inum 25–74 ára á öllu landinu. Eru því til upplýsingar um dánartíðni, nýgengi og heildartíðni kransæða- stíflu til ársins 1998. Lækkuðu allar þessar tíðnitölur á árunum 1981 til 1998 um 40–50% meðal karla en 30– 50% meðal kvenna. Lækkun nýgeng- is er mest meðal yngri aldursflokka og á það einnig við um dánartíðni og dánarhlutfall. Í greininni kemur fram að dánar- hlutfall vegna kransæðastíflu er mjög lágt á Íslandi og í samanburði á rannsóknum í 18 löndum var dánar- hlutfallið lægst meðal íslenskra karla eða 34,6% en íslenskar konur voru í þriðja neðsta sæti, 36,2%. Í Finnlandi er dánarhlutfallið rúm 50% fyrir bæði kyn og nærri 60% í Póllandi. Náði rannsóknin yfir árin 1985 til 1990 og var aldursbilið 35–64 ára. „Þrátt fyrir mikla lækkun á tíðni kransæðastíflu undanfarna tvo ára- tugi var kransæðastífla önnur al- gengasta dánarorsök okkar Íslend- inga árið 1966,“ segir í Læknablaðinu. Það ár hafi alls dáið 1.879 manns, 436 úr kransæðasjúk- dómum (aðrir hjarta- og æðasjúk- dómar ekki meðtaldir) og 543 úr krabbameini. Segir að lækkun ný- gengis kransæðastíflu hafi verið nokkuð jöfn, um 3% á ári meðal karla og 2% meðal kvenna, síðastliðin 18 ár. „Dánarhlutfall utan sjúkrahúsa var mjög lágt en athyglisvert er að verulegur munur var á körlum og konum í þessu tilliti. Fleiri konur en karlar með kransæðastíflu virðast komast á sjúkrahús og er ekki ljóst af hverju sá munur stafar. Nauðsyn- legt er að rannsaka þetta nánar,“ segir í greininni. Talið er unnt að lækka tíðni krans- æðasjúkdóma hérlendis með for- vörnum og er í því sambandi bent á áhættuþætti reykinga og offitu. Lækkandi dánartíðni vegna kransæðastíflu VEGNA rysjóttrar tíðar undanfarið hafa bændur tekið sauðfé á hús og klippa þeir féð, oftast jafnóðum, til þess að fá sem besta ull og mest fyr- ir hana. Ragnhildur Jónsdóttir var að klippa sitt fé þegar fréttaritari leit til hennar í fjárhúsin. Ragna gefur körlunum ekkert eftir í rún- ingnum, klippir allt að 60–70 ær á dag og grófflokkar ullina í ull- arballana á eftir. Ragna segir að hún hafi mjög gaman af að rýja sitt fé því að þannig komist hún í svo nána snertingu við hverja á. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Ragnhildur Jónsdóttir klippir ána Birtu. Haustrúningur byrjaður Fagradal. Morgunblaðið. ÍSLENSKU sveitirnar náðu góðum árangri í fyrradag á Evrópumótinu í skák sem fram fer í Léon í Frakklandi. Karlasveitin vann Portúgal 3-1 þar sem Hannes Hlíf- ar Stefánsson gerði jafntefli við IM Anton- io Fernandez, Jón Viktor Gunnarsson sigraði IM Rui Damaso, Bragi Þorfinnsson sigraði FM Jose Pinheiro og Stefán Kristjáns- son gerði jafntefli við IM Ant- onio Frois. Hefur sveitin þá náð 7½ vinningi af 16 mögulegum. Kvennasveitin sigraði Aust- urríki 1,5-0,1 en þar gerði Aldís Rún Lárusdóttir jafntefli við Evu Unger og Harpa Ingólfs- dóttir sigraði Sonju Sommer. Kvennasveitin er þá komin með þrjá vinninga af átta mögu- legum og hefur Harpa bestan árangur Íslendinga á mótinu með 2½ vinning af fjórum. Hún hefur teflt gegn sterkum skák- konum, þar af tveim stórmeist- urum sem hún fékk 1½ vinning á móti. Fimmta umferð mótsins var tefld í gær en niðurstöður lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Góður dagur á EM í Léon Harpa Ingólfsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.