Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 39 Hallgrímskirkja. Kynningarfundur í safn- aðarsal mánudagskvöld kl. 20 um 12 spora hópa, sbr. bókina „12 sporin – and- legt ferðalag“. Allir velkomnir. Æskulýðs- félagið Örk mánudagskvöld kl. 20. Háteigskirkja. Félagsvist fyrir eldri borg- ara í Setrinu á neðri hæð safnaðarheimilis mánudag kl. 13. TTT-klúbburinn kl. 17. Lif- andi og fjöbreytt starf fyrir börn úr 4.-6. bekk í umsjón Andra, Gunnfríðar, Guðrún- ar Þóru og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Laugarneskirkja. Morgunbænir mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora fundur mánudag kl. 20. Umsjón Margrét Scheving, sál- gæsluþjónn safnaðarins. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. 6 ára starf mánudag kl. 14. Öll börn í 1. bekk velkomin. 10-12 ára TTT- starf mánudag kl. 16.30. Öll börn í 4.-5. bekk velkomin. Litli Kórinn, kór eldri borg- ara, þriðjudag kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Árbæjarkirkja. Mánudag TTT-klúbburinn frá kl. 17-18. Fella- og Hólakirkja. Fjölskyldumorgnar mánudag kl. 10-12 í umsjón Lilju djákna. Léttar hreyfingar, kaffi/djús og spjall/ bænir. Mánudagur: Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 17-18. Starf fyrir 9-10 ára drengi kl. 17-18. Unglingastarf á mánu- dagskvöldum kl. 20.30. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tek- ið er við bænarefnum alla virka daga frá kl. 9-17 í síma 587-9070. Mánudag KFUK fyr- ir stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Hjallakirkja. Mánudag æskulýðsfundur fyrir unglinga 13-15 ára kl. 20.30. Seljakirkja. Mánudag KFUK fundur fyrir stelpur á aldrinum 9-12 ára kl. 17.15 í kirkjunni. Fjölbreytt fundarefni. Allar stelp- ur velkomnar. Vídalínskirkja. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9-12 ára drengi í Kirkjuhvoli á mánu- dögum kl. 17.30 í umsjón KFUM. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Mánudagskvöld kl. 20-22 eldri félagar. Lágafellskirkja. Mánudag fjölskyldusam- vera fyrir foreldra og börn þeirra frá kl. 13.30-15.30 í safnaðarheimilinu, Þver- holti 3, 3. hæð. Al-Anon fundur í kirkjunni kl. 21. Bænahópur á mánudagskvöldum í Lágafellskirkju kl. 20. Hvammstangakirkja. KFUM & K starf kirkjunnar í Hrakhólum mánudag kl. 17.30. Krossinn. Almenn samkoma í Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir. Landakirkja, Vestmannaeyjum. Mánudag kl. 16.45 æskulýðsstarf fatlaðra, yngri hópur. Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16.30, lofgjörðarhópur Fíladelfíu leiðir söng. Mik- ill sálmasöngur. Hljómsveitin Good speed leikur. Allir hjartanlega velkomnir. Vegurinn. Fjölskyldusamkoma kl. 11. Létt- ur hádegisverður að henni lokinni. Bæna- stund kl. 19.30. Samkoma kl. 20. Erna Eyjólfsdóttir prédikar, lofgjörð og fyrirbæn- ir. Allir hjartanlega velkomnir. Bókaversl- unin opin að samkomu lokinni. KFUM & K, Holtavegi 28. Samkoma kl. 17. Ragnar Gunnarsson sýnir myndir frá kristniboðinu. Kanga-kvartettinn syngur. Skúli Svavarsson talar. Barnastarf á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Vaka kl. 20.30. „Hjarta sem er markvisst.“ Guð- laugur Gunnarsson talar. Mikill söngur og fyrirbæn. Allir velkomnir. Ferming í Árbæjarkirkju. Fermdur verður Guðmundur Aðalsteinsson, Eyktarási 10, Reykjavík. Prestur sr. Þór Hauksson. Safnaðarstarf Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. FJÓRÐI og síðasti kynning- arfundur í Hallgrímskirkju (safnaðarsal) um 12 spora hópa, sbr. bókina „12 sporin – andlegt ferðalag“ verður mánudaginn 12. nóv. kl. 20. Eftir þennan fund verða hóparnir lokaðir. Slíkir hópar eru ætlaðir fólki, sem vill takast á við afleiðingar nei- kvæðrar reynslu eða vill byggja sig upp andlega með hjálp krist- innar trúar. Hóparnir hittast vikulega. 12 spora hópar eru nú í mörg- um kirkjum á höfuðborgarsvæð- inu og víðar, enda hefur komið í ljós að margir vilja nýta sér þessa aðferð til að byggja sig upp og eiga náið samfélag í hópi, sem viðkomandi getur treyst. Hópastarfið er ókeypis. Allir eru velkomnir á kynn- ingarfundinn án skuldbindingar. Biblíunámskeið – basar SÉRA Halldór Gröndal heldur áfram biblíunámskeiði sínu mánudaginn 12. nóv. kl. 20 í safnaðarheimilinu í Landakoti. Aðgangur er ókeypis og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Safnaðarfélag Jósefskirkju heldur basar með hlutaveltu og kaffisölu sunnudaginn 18. nóv. kl. 15 í safnaðarheimili. 12 spora kynning í Hall- grímskirkju KIRKJUSTARF ilin voru barnmörg og eins og að lík- um lætur var oft mikið um að vera í kringum okkur. Þegar komið var fram á unglingsárin bættust Erla og Þórdís í vinahópinn og í fyllingu tím- ans stigu makar okkar fram á sjón- arsviðið. Þar með var kominn hópur tíu manna og kvenna sem hafa dyggi- lega ræktað vináttuböndin í um það bil hálfa öld. Nú er einum færra í þessum góða hópi og við sem eftir lif- um drúpum höfði í minningu göfugr- ar konu og góðrar vinkonu. Anna var mikill vinur vina sinna og ekki þeirrar gerðar að hún léti breyttar kringumstæður hafa áhrif á vináttutengslin. Þegar við systur fluttum brott úr Reykjavík, önnur varanlega, hin í nokkur ár, hélt hún uppi sambandi við okkur með bréfa- skriftum. Anna var ötull bréfritari sem skrifaði skemmtileg og læsileg bréf. Þessi tilskrif, sum áratuga gömul, eru vel geymd og þau eru hluti af þeim sjóði minninganna sem við munum varðveita um ókomin ár. Önnu og Guðmundi varð fjögurra barna auðið, en þau eru í aldursröð: Pálmi Örn, Einar Már, rithöfundur; Guðmundur Hrafn, doktor í frumu- líffræði og prófessor við Háskóla Ís- lands, og Auður Hrönn, arkitekt, bú- sett og starfandi í Þýskalandi. Fyrir hjónaband eignaðist Guðmundur soninn Skúla sem er verslunarmaður hér í borg. Þegar Pálmi Örn var rétt innan við tvítugt og langt kominn með menntaskólanám greindist hann með erfiðan sjúkdóm og voru lækna- vísindi þeirra tíma ekki þess umkom- in að ráða þar bót á. Að sönnu voru sum tímabil léttbærari en önnur en okkur hlaut þó að vera ljóst að þess- ar sérstöku kringumstæður lögðu þungar kvaðir á Önnu og Guðmund. Af einstökum dugnaði og kærleika sem átti sér engin takmörk stóðu þau við hlið Pálma þar til yfir lauk. Pálmi Örn var einkar gjörvilegur ungur maður, búinn listrænum hæfi- leikum sem því miður náðu ekki að þroskast til fullnustu. Þegar við hugsum til hans eins og hann var á menntaskólaárunum koma okkur í hug orðin sem þjóðskáldið Tómas Guðmundsson hafði um vin sinn: „Hugljúfur, glæstur, öllum drengj- um betri.“ Með sanni má segja að systkini Pálma hafi tekið upp af miklum myndarskap hið fallna merki bróður síns. Öll hafa þau hlotið góðan frama og náð langt, hvert á sínu sviði. Á kveðjustund stíga minningarnar fram í hugann, hver af annarri. Við minnumst heimsókna Önnu og Guð- mundar í Dalina, til Skotlands, í Borgarnes – en alveg sérstaklega minnumst við ljúfra samverustunda á heimilum þeirra, fyrst í Skipa- sundi, þá í Goðheimum og loks í ein- býlishúsi þeirra í Skriðustekk sem þau byggðu sér fyrir mörgum árum. Anna Pálmadóttir var afar gest- risin kona og kunni vel þá list að láta þeim líða vel er sóttu hana heim. Í þessu efni sem öðru voru þau hjónin afar samhent. Hvar sem heimili þeirra stóð bar það húsráðendum fagurt vitni um góðan smekk og snyrtimennsku. Þetta átti einnig við um garðinn á Skriðustekk sem þau sinntu af mikilli alúð og spöruðu sig hvergi meðan þau höfðu heilsu til að sinna því verki. Anna las mikið, ekki síst ljóð og skáldverk, og hafði gaman af að ræða við gesti sína það efni sem hún var að lesa í það og það skiptið. Hún fylgdist vel með hinum yngri rithöf- undum, en þar er sonur hennar Ein- ar Már fremstur í flokki og henni því með vissum hætti málið skylt. Anna var mikil hannyrðakona og fór það ekki fram hjá okkur að á því sviði var hún bæði vandvirk og fljótvirk. Þessar síðustu vikur og mánuði hefur hugur okkar löngum dvalið hjá Guðmundi sem veitt hefur konu sinni ómetanlegan stuðning á erfiðri sjúk- dómsgöngu hennar. Það var Önnu áreiðanlega mjög dýrmætt að geta verið á heimili sínu svo lengi sem raun bar vitni og þar var hún þegar kallið kom. Þetta hefði naumast ver- ið mögulegt, ef ekki hefði komið til framúrskarandi dugnaður Guð- mundar og nærfærni hans í þessu vandasama hlutverki. Það er mikill sjónarsviptir að þeirri göfugu og góðu konu sem hér er kvödd. Við reynum að hugga okk- ur við það sem vitur maður hefur sagt, að oft er betri eign í fagurri endurminningu en hverfulum veru- leika. Guðmundi, börnunum og fjöl- skyldum þeirra, sem og systkinum Önnu, færum við innilegustu samúð- arkveðjur. Inga og Sigurður Markússon, Steinunn og Gunnar Aðalsteinsson. Dauðanum fylgir kaldur andblær og þannig var það líka mánudags- morguninn, sem okkur bárust þær fregnir að Anna væri dáin. Þetta var kaldur morgunn og dimmur. Við vissum auðvitað að Anna var búin að vera veik um nokkurn tíma, en ein- hvernveginn koma fregnir sem þess- ar alltaf á óvart. Það var nú samt þannig að þegar við fórum að rifja upp kynnin af Önnu og því langa samstarfi sem mörg okkar höfðu átt við hana fór okkur að hlýna. Okkur hlýnaði um hjartarætur við að hugsa til þess hversu notaleg Anna var, hversu skemmtilegan húmor hún hafði og hvað hún hafði mikið að gefa sínu samferðafólki. Okkur hlýnaði við að hugsa til trúmennskunnar, sam- viskuseminnar og skynseminnar. Anna var alveg einstök að þessu leyti. Hún hafði til að bera mann- kosti sem eru ómetanlegir og skyn- semi og æðruleysi sem fáum er gefið í eins ríkum mæli. Eftir að Anna lét af störfum hjá Námsgagnastofnun vegna aldurs hélt hún sambandinu og leit oft og iðulega inn og spjallaði við okkur um heima og geima. Alltaf fylgdi henni sama hlýjan og þessi notalega návist sem hún hafði. Þótt dauðanum fylgi kaldur and- blær þá fylgir honum líka upprifjun á góðum minningum sem ylja um hjartarætur. Það er því með hlýju og þakklæti sem við kveðjum Önnu og sendum fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur. Fyrrverandi samstarfsmenn hjá Námsgagnastofnun. „Minna er meira.“ (L.V.D. Rohe). Kynni okkar Guð- mundar hófust, þegar ég kom heim frá námi. Við höfðum útskrifast hvor frá sínum skóla á haustdögum 1951. Guðmund- ur fór heim og hóf störf strax að námi loknu, en ég dvaldi erlendis við störf í tvö ár og sótti framhaldsnám- skeið í skipulagsfræðum. Þegar við Guðmundur vorum teknir inn í Húsameistarafélag Ís- lands með ráðuneytisstimpla fyrir löggildingu sem fullgildir háskóla- menntaðir húsameistarar náði fé- lagatalan 29 félögum í Húsameist- arafélagi Íslands. Við nutum þess að eldri stéttarbræðurnir tóku okkur opnum örmum, svo að skjótt vorum við komnir inn í stjórnunarstörf í fé- laginu. Um miðjan sjötta áratuginn urðu innan stéttarinnar nokkur um- brot, sem við tókum þátt í. Nafni fé- lagsins var breytt í Arkitektafélag Íslands og samþykkt kennimerkið F.A.Í. ( félagi í Arkitektafélagi Ís- lands) til að auðkennna starfstéttina frá öðrum, sem störfuðu á okkar starfsvettvangi. Þá var samin og samþykkt ný gjaldskrá fyrir félagið. Studdist gjaldskráin við ný lög og opinberar siðareglur um starfið, samskipti arkitekta á milli og skyld- ur þeirra sem starfsstéttar gagnvart skjólstæðingum sínum. Í þessu fólst GUÐMUNDUR KR. KRISTINSSON ✝ GuðmundurKristinn Krist- insson fæddist 5. júlí 1925 í Reykjavík. Hann lést á dvalar- heimilinu Holtsbúð í Garðabæ að morgni 25. október síðastlið- ins og fór útför hans fram frá Bessastaða- kirkju 2. nóvember. staðfesting á að arki- tektar væru „prófess- ionell“ þjónustustétt, sem gætti hagsmuna skjólstæðinganna og hefði ekki efnahags- muna að gæta nema fyrir greiðslur skjól- stæðinganna. Í þessu andrúmslofti hófum við starfsferil okkar. Hér skal þessi saga ekki rakin lengra. Við heimkomuna hóf Guð- mundur samstarf við Gunnlaug Halldórsson og fengust þeir við ým- is stór verkefni svo sem Háskólabíó og verk fyrir Rafveitu Reykjavíkur. Einnig teiknuðu þeir ýmist saman eða hvor í sínu lagi íbúðarhús af ýms- um stærðum og gerðum. Guðmundi var margt til lista lagt. Hann var sér- lega hagur teiknari, hlaut trausta skólamenntun og bjó að góðu fag- legu umhverfi vandaðs handverks, enda gerðist hann kröfuharður í þeim efnum. Með trausta skapgerð og einurð til að fylgja eftir hugmynd- um sínum ávann hann sér tiltrú og viðurkenningu fyrir vönduð verk sín, sem lofa hann nú að ævistarfi loknu. Í samstarfi við Gunnlaug, Ferdinand Alfreðsson mág sinn og dóttur sína Helgu standa eftir Guðmund mörg formhrein og sterk mannvirki. Það sem einkennir þau verk er hug- myndaheimur „modernismanns“, einfaldleiki og skýr formmyndun í anda frumherjanna frá upphafi síð- ustu aldar. Þar teljast mannvirki fyr- ir Rafveitu Reykjavíkur og Lands- virkjun o.fl. Guðmundur gegndi mörgum trúnaðarstörfum í Arki- tektafélaginu s.s ritarastarfi, for- mennsku og forystuhlutverki í ýms- um nefndum. Hann veitti Byggingaþjónustu Arkitektafélags- ins forystu fyrstu skrefin og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Hann var fyrsti formaður minningarsjóðs Guðjóns Samúelssonar, sem varð til við dánargjöf Guðjóns Samúelsson- ar. Kynni okkar náðu einnig til fjöl- skyldnanna. Sérstaklega er að minn- ast ferðar okkar hjónanna suður um Þýskaland, Sviss og alla leið til Míl- anó 1958. Í þeirri ferð kom glöggt í ljós samheldnin og vináttan. Þó að samgangur yrði aldrei mikill, þau á Álftanesi og við í vesturbæ, hélst tryggðin. Börn okkar kynntust á fullorðinsaldri og framlengir það tengslin. Þegar Guðmundur missti Sigrid konu sína fluttist hann á þjónustu- heimili fyrir aldraða í Garðabæ, þar sem vel var að honum hlúð. Hann hafði áður um nokkurt árabil dregið sig í hlé. Við missi maka síns var það honum mikið lán að hljóta hið nýja athvarf. Nú er þeirri vist lokið og komin kveðjustund. Börnum og ástvinum Guðmundar votta ég djúpa samúð um leið og ég þakka samfylgdina við Guðmund, viðkynningu og vináttu. Skúli H. Norðdahl, Ark. F.A.Í. ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. Formáli minning- argreina                          !" # $%&
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.