Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 46
46 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100
Símbréf 569 1329 Netfang bref@mbl.is
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
FYRRIHLUTA september reit Rík-
harður Örn Pálsson gagnrýni í Mbl.
um tónleika í Selfosskirkju og bar
hún fyrirsögnina
„Þýzkaland þú
öllu æðra“. Þar er
vísað til verks,
sem Steingrímur
Þórhallsson flutti
eftir Padre Dav-
ide frá Pergamo
og Ríkharður
segir hafa reynst
„ekkert annað en
hið góðkunna
Deutschland über alles“.
Þar sem Ríkharður hefur ekki
leiðrétt þessa missögn, þrátt fyrir
bréf frá mér með ósk þar um, tel ég
rétt að láta eftirfarandi koma fram í
blaðinu:
Umrætt stef er úr gamla austur-
ríska keisaralofsöngnum, sem var
þjóðsöngur í heimalandi mínu frá
1809. Joseph Haydn samdi lagið og
er textinn „Gott erhalte, Gott
beschütze unsern guten Kaiser
Franz“. Haydn notaði sjálfur sömu
laglínu í strengjakvartett í G-dur,
„Kaiserquartett“ í formi tilbrigða –
en ekki til að gera grín að heimalandi
sínu.
Fáir virðast vita, að nasistar tóku
þessa frægu laglínu upp með þeim
texta sem prýðir gagnrýni Ríkharðs.
Sú gjörð þeirra getur ekki úthýst
tónsmíði Haydns úr tónbókmennt-
unum.
Virðingarfyllst,
HELMUT NEUMANN, prófessor,
formaður Austurríska-íslenzka
vinafélagsins í Vínarborg.
Haydn og tónlistar-
gagnrýni
Frá Helmut Neumann:
Helmut
Neumann
Franz Joseph Haydn
ÉG MUN ekki fara mörgum orðum
um þann illræmda kvóta sem hefir
viðgengist undanfarna áratugi.
Ég mun ekki heldur fjölyrða um
það svínarí sem segja má að smá-
fiskadrápið sé sem raunar jaðrar við
landráð. Ekki mun ég heldur fara
mörgum orðum um skemmdarverk
þau sem togveiðiskipin hafa valdið
með því að toga á grunnsævi allt
uppí fjöru.
En það er þetta með hvalveiði-
stofnana sem auðvitað eru í örum
vexti og verða það svo lengi sem við
Íslendingar látum það viðgangast að
fáeinir beljubændur þarna úti í heimi
skuli geta stjórnað því hvort okkur
Íslendingum leyfist að halda hvala-
stofninum í íslenskri landhelgi í með-
alstærð eða bara ekki. En kannski
megum við trúa því að á því verði
breyting á næsta ári (2002). Það væri
vissulega mikil framför og gleðileg.
Eins og nú standa sakir er talið að
við náum 60% fisks úr lögsögunni
okkar á móti 40% sem hvalirnir næra
sig á. Hvölunum fjölgar ört og þar
með stækkar þeirra hlutur af fisk-
inum úr lögsögunni okkar. Nú er all-
tént svo komið að ákvörðun verður
að taka mjög fljótlega. Ætlum við að
eftirláta vesalings svöngu hvalafjöl-
skyldunum fiskinn eins og hann
leggur sig? Eða ættum við að hrista
af okkur slenið og sýna þjóðum
hvernig við förum að því að vernda
fiskistofnana okkar fyrir ágangi
hvala?
Og þá er nú þetta kvótavandamál.
Ég segi að besta lausnin á því vanda-
máli sé þessi: Við leggjum hreinlega
niður þann illræmda kvóta og þar
með eignast íslenska þjóðin aftur
sína heittelskuðu landhelgi. Þetta
væri framkvæmanlegt svoleiðis.
Landhelgislínurnar yrðu tvær. Inn-
anvið 100 sjómílur og svo á mörkum
200 sjómílna, þ.e. þar sem hún er í
dag. Þá eru komnar innri landhelgi
og ytri landhelgi.
Innri landhelgi verður fæðingar-
og uppeldisstöð. Þar leyfast aðeins
krókaveiðar og þar verður auðvitað
lokað hólfum áfram eins og verið hef-
ir. Ytri landhelgi er veiðisvæði nóta-
veiðiskipa. Kostir og gallar þessara
breytinga: Galli: er næstum sá einn
að kostnaður við landhelgisgæslu
verður miklu hærri. Kostir: Smá-
fiskadráp mun heyra sögunni til.
Eitt tonn af smáfiski mun skila sér út
í ytri landhelgi eftir fimm ár í 500
tonnum af stórfiski. Kvótinn ill-
ræmdi hefir auðvitað haft marga
kostnaðarliði sem falla niður. Land-
helgisbrot ætti að verja með háum
fjársektum.
En svo kemur þá auðvitað stóra
spurningin. Ef nú við verðum plötuð
inn í ESB. Já, þá vöknum við bara
einn góðan veðurdag og eigum ekki
lengur neina landhelgi okkar allra.
Engar áhyggjur lengur vegna skipta
kökunnar.
Undirritaður er sannfærður um að
afnám kvótans sé eina leiðin til rétt-
lætis og jafnsannfærður er ég um að
hverskonar kvóti sem er muni fljótt
snúast upp í öndverðu sína og þar
með valda þjóðinni sárum vonbrigð-
um.
KARL JÓNATANSSON,
Hólmgarði 34, Reykjavík.
Blessuð landhelgin
okkar allra
Frá Karli Jónatanssyni: