Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 45
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 45 Staður Nafn Sími 1 Sími 2 Akranes Jón Helgason 431 1347 431 1542 Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600 Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672 Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 Bíldudalur Pálmi Þór Gíslason 456 2243 Blönduós Gerður Hallgrímsdóttir 452 4355 868 5024 Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965 Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474 Breiðdalsvík Skúli Hannesson 475 6669 894 2669 Búðardalur Víðir Kári Kristjánsson 434 1148 Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039 Djúpivogur Sara Dís Tumadóttir 478 8161 Egilsstaðir Páll Pétursson 471 1348 471 1350 Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123 Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315 Fáskrúðsfjörður Jóhanna Sjöfn Eiríksdóttir 475 1260/853 9437/475 1370 Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885 Garður Álfhildur Sigurjónsdóttir 422 7310 699 2989 Grenivík Ólína H. Friðbjarnardóttir 463 3131 Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608 Grímsey Unnur Ingólfsdóttir 467 3149 Grundarfjörður Bjarni Jónasson 438 6858/854 9758/894 9758 Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522 Hellissandur Sigurlaug G.Guðmundsdóttir 436 6752 855 2952 Hnífsdalur Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Hofsós Jóhannes V. Jóhannesson 453 7343 Hólmavík Jón Ragnar Gunnarsson 451 3333 Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823 Húsavík Bergþóra Ásmundsdóttir 464 1086 893 2683 Hvammstangi Stella Steingrímsdóttir 892 3392 894 8469 Hveragerði Imma ehf. 483 4421 862 7525 Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 487 8172/893 1711/853 1711 Höfn Ólafía Þóra Bragadóttir 478 1786 896 1786 Innri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 862 3281 Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478 Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463 Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024 Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818 Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112 Laugarás Reynir Arnar Ingólfsson 486 8913 Laugarvatn Valdimar Ingi Auðunsson 486 1136 Mos./ Teigahv. Jóna M. Guðmundsdóttir 566 6400 Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 848 2173 Ólafsfjörður Árni Björnsson 866 7958 466 2575 Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 Patreksfjörður Björg Bjarnadóttir 456 1230 Raufarhöfn Agnieszka Szczodrowska 465 1399 Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488/868 0920/866 9574 Reykholt Bisk. Guðmundur Rúnar Arneson 486 8797 Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783 Reykjahlíð Mýv. Pétur Freyr Jónsson 464 4123 Sandgerði Sigurbjörg Eiríksdóttir 423 7674 895 7674 Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888/854 7488/865 5038 Selfoss Jóhann Þorvaldsson 482 3375 899 1700 Seyðisfjörður Margrét Vera Knútsdóttir 472 1136 863 1136 Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067 Skagaströnd Þórey Jónsdóttir 452 2879 868 2815 Stokkseyri Halldór Ásgeirsson 867 4089 Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 690 2141 Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864 Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244 Súðavík Gunnhildur Eik Svavarsdóttir 456 4936 Tálknafjörður Sveinbjörg Erla Ólafsdóttir 456 2676 Vestmannaeyjar Jakobína Guðlaugsdóttir 481 1518 897 1131 Vík í Mýrdal Hulda Finnsdóttir 487 1337 869 7627 Vogar Hrönn Kristbjörnsdóttir 424 6535 557 5750 Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 473 1135 Ytri-Njarðvík Eva Gunnþórsdóttir 421 3475 868 3281 Þingeyri Sigríður Þórdís Ástvaldsdóttir 456 8233 456 8433 Þorlákshöfn Ragnheiður Hannesdóttir 483 3945 483 3627 Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 Dreifing Morgunblaðsins Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni OPIÐ HÚS AÐ JÖRFABAKKA 8, Í DAG FRÁ KL. 14 – 16. Til sölu góð 105 fm íbúð á þriðju hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi ásamt herbergi í kjallara. Mjög snyrtileg sameign. Þetta er eign sem vert er að skoða. Heimilisfólkið á staðnum sýnir milli kl. 14–16 á sunnudag, sjón er sögu ríkari.                            ! "  # $ "    % %   "     &' #(  "  %!   )  ! % #*%# + #'   # *% #                          ! "      #### AÐ vera kristinn hefur ýmsar skyldur í för með sér. Ein þeirra er sú að boða Jesú Krist, eða m.ö.o. að vera kristniboði. Þegar Jesús kvaddi lærisveina sína, á uppstign- ingardag forðum, uppi á Olíu- fjallinu við Jerúsalem, sagði hann nefnilega við þá: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yð- ur.“ Þ.e.a.s., farið þið, sem á mig trúið, kristnir menn og konur, út um allan heiminn, til lítilla byggða og stórra, augljósra og hulinna, og segið öllum þar frá orðum mínum og gjörðum, lífi mínu og dauða. Og upprisu. Þetta er ástæðan, grundvöll- urinn fyrir því sem ég var að nefna. Við erum lærisveinar Jesú í dag, kristið fólk 21. aldar. Þess vegna flytjast þessi orð hans á 1. öld yfir til okkar. Það liggur í aug- um uppi. Það var ekki létt verk að vera kristniboði á fyrstu dögum kristn- innar. Og reyndar er það nú svo, að mælt er að flestir lærisveinanna tólf hafi verið drepnir fyrir að halda óhikað við trú sína á Jesú Krist og boða hana óhræddir. Andrés, Filippus og Pétur voru krossfestir, Bartólómeus var fleg- inn lifandi, Jakob eldri og Matteus voru drepnir með sverði, Jakob yngri og Júdas lamdir til bana með kylfu, Símon var sagaður í sundur, Tómas var deyddur með lensu, Mattías höggvinn með öxi. Og loks „postuli heiðingjanna“ svonefndur, Páll frá Tarsus, hálshöggvinn með sverði. Það er heldur ekki létt verk nú á tímum að boða kristna trú í fram- andi löndum, þar sem torkennileg öfl ríkja fyrir, eins og víða í Afríku til dæmis, s.s. Eþíópíu og Kenýa, en þar eiga Íslendingar trúboða um þessar mundir. Þeir eiga hrós skilið, fyrir kjark þann og áræði, sem þeir sýna í verki, með því að halda af landi brott með fjöl- skyldur sínar til ókunnugra þjóða. Eitt sinn gistu hjá mér tveir kristniboðar, sem höfðu verið lang- dvölum í Afríku. Í fórum sínum höfðu þeir ýmislegt merkilegt, og kunnu einnig frá mörgu að segja þessu tengt. Sumt af því var með ólíkindum. Til dæmis greindu þeir frá því, að í hvert sinn sem þeir hefðu komið upp til Íslands eftir dvöl þar ytra, hafi fjölmiðlar und- antekningarlaust spurt þá, á þeim örfáu mínútum, sem þeir fengu til umráða við að kynna starfið, hvort þeir væru ekki með þessu að eyði- leggja menningu hinna frumstæðu þjóða. Aðalatriðið virtist ekki skipta neinu máli, þ.e.a.s. trúboðið sjálft. Enginn hafði áhuga á því. Kristniboðarnir reyndu þó að svara eftir bestu getu, en ári síðar kom spurningin aftur, og svo aftur og aftur. Enginn fréttamannanna minntist á kókauglýsingarnar, sem héngu um þorpin, eða hina inn- fæddu, sem gjarnan hlustuðu á BBC útvarpsstöðina í leirkofum sínum, og nutu vel. Kristniboðarnir tveir voru svekktir – lái þeim hver sem vill – og fóru að segja mér af þessari svokölluðu „menningu“ frétta- mannanna. Hjá einum þjóð- flokknum, Voitó-mönnum í Eþíóp- íu, er það t.d. merki um reiði andanna, ef barni vaxa fyrst tenn- ur í efra gómi. Til að losna undan reiðinni verður móðirin að drekkja barninu í Voitó-ánni. Ótti fólksins er svo mikill að allir fylgjast með því að barninu sé nú örugglega kastað í ána. Og ef barn fæðist, á meðan móðirin er enn með annað á brjósti, verður að sálga þeim báð- um. Guðirnir heimta það. Annað dæmi var af manni, sem kom með eiginkonuna í sjúkra- skýlið í þorpinu. Annar handlegg- urinn var illa brotinn, holdið farið að rotna. Eina björgun konunnar var að láta fjarlægja hann. Læknir hafði boðað komu sína næsta dag, svo að hjúkrunarkonan bað eig- inmanninn um að bíða þangað til. „Hvað kostar slík aðgerð?“ spurði hann. „Kannski 10–15 dollara,“ var honum svarað. Maðurinn leit á konu sína. Hún væri nú ekki mikils virði handarlaus. Og næsta morg- un var maðurinn horfinn á braut, og hafði víst sagt, að það væri bæði ódýrara og betra fyrir sig að fá sér nýja konu, heldur en kasta pen- ingum í þá gömlu. Og þannig mætti lengi telja. Þetta er menning hinna „frjálsu náttúrunnar barna“, sem ekki má ónáða, þetta er hugsunarhátt- urinn, sem ekki má raska. Eftir þessa heimsókn kristni- boðanna tveggja leit ég þetta starf, trúboð á meðal framandi þjóða, í nýju ljósi. Það er greinilegt að neyðin er víða mikil, m.a. sökum landlægrar hindurvitni. Ef boð- skapur Jesú á ekki erindi inn í slík- ar kringumstæður, veit ég ekki hvert það ætti að vera. Kristnir trúboðar ganga ekki blint út í heiminn, án nokkurs stuðnings eða hjálpar, því lokaorð Jesú Krists á Olíufjallinu, rétt fyrir uppstigninguna, voru: „Sjá, ég er með yður alla daga, allt til enda veraldar.“ Í því er styrkurinn fólg- inn; án þess loforðs væri ekkert kristniboð mögulegt. Við hin, sem kjósum að lifa og starfa hér á landi, getum m.a. upp- fyllt boð Jesú með því að vera öðr- um fyrirmynd í daglegri breytni. Að ég minnist nú ekki á, að láta eitthvað af hendi rakna til kristni- boðsstarfsins. Margt smátt gerir eitt stórt. Útvarp í leirkofa Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er í dag. Í tilefni þess fjallar Sigurður Ægisson um þá sem hafa tekið meist- arann á orðinu og skundað út í heim með góðu fréttirnar, alls ósmeykir. saeson@islandia.is Morgunblaðið/Ómar HUGVEKJA JÓLAKORTIN frá SOS-barna- þorpunum eru komin. Kortin eru myndskreytt af dönskum lista- mönnum, m.a. Lene Bourgeat og Mads Stage. Kortin eru tvöföld, með eða án texta. Minnstu kortin eru seld þrjú í pakka, en hin eru stök. Flest kortanna eru með gyll- ingu. Afmælisdagatölin, myndskreytt af Piu Schöll, eru einnig komin aft- ur. Auk þess eru ýmsar smávörur til sölu, svo sem íþróttatöskur og bolir. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.sos.is, þar er einnig hægt að panta kort og smá- vörur. Einnig er hægt að koma við í Hamraborg 1 í Kópavogi. Skrifstof- an er opin kl. 11–17 alla virka daga nema á föstudögum, þá lokum við kl. 15. Jólakort frá SOS- barnaþorpum Fundur um uppeldis- og menntamál hjá SAMFOK SAMFOK mun í vetur standa fyrir fræðslufundum um uppeldis- og menntamál á Mannhæðinni, Laugavegi 7. Fyrsti fræðslufundur vetrarins verður þriðjudaginn 13. nóvember og hefst kl. 20. Magni Hjálmarsson, námsráðgjafi í Foldaskóla, fjallar um ,,Uppbygg- ingarstefnuna í Foldaskóla“. Uppbyggingarstefnan leggur áherslu á sambönd en ekki reglur, ábyrgð en ekki skyldur og virðingu en ekki viðurkenningu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að þegar nemandi og kennari (barn og foreldri) koma fram hvor við annan af virðingu verður umhverf- ið námsmiðaðra og einkunnir hækka Alþjóðadagur félagsráðgjafa ALÞJÓÐADAGUR félagsráðgjafa er 13. nóvember n.k. Af því tilefni býður Stéttarfélag íslenskra fé- lagsráðgjafa til opins morgunverð- arfundar í Sunnusal, Hótel Sögu, á þriðjudaginn 13. nóvember kl. 8 – 11. Yfirskrift alþjóðadagsins að þessu sinni er„Félagsráðgjöf og börn: Þátttaka, vernd og þjón- usta“. Ella Kristín Karlsdóttir setur fundinn. Ávörp flytja: Íris Ósk Traustadóttir, Karolína Stefáns- dóttir, Ragna Guðbrandsdóttir, Unnur Ingólfsdóttir, Páll Ólafsson. Fundi slítur Þórhildur Líndal. Fundarstjóri: Sigrún Júlíusdóttir. Skráning hjá skrifstofu SÍF, net- fang soc-work@soc-work.is. Að- gangseyrir er kr. 1.500, segir í fréttatilkynningu. Málstofa um nýtingu, verndun og gjaldtöku HVERJAR eru náttúruauðlindir Ís- lands og hvernig á að tryggja sjálf- bæra nýtingu þeirra? Er auðlinda- gjald skynsamleg leið til að stuðla að sjálfbærri nýtingu sameiginlegra auðlinda? Þessar spurningar verða til umræðu á sameiginlegri málstofu Landverndar og Umhverfisstofnun- ar HÍ, þriðjudaginn 13. nóvember kl. 16 í Lögbergi 101, Háskóla Íslands. Frummælandi á fundinum verður Eiríkur Tómasson, en auk hans munu sitja í pallborði þau Þorkell Helgason, Árni Bragason, Markús Möller og María Hildur Maack. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.