Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 2
                               !"!#$ % & ' $       &  ! (   (   %  &    %      $(&  (  !)!" &  *$          +, ' ! -  .&   & ! (   ( /      0      &   ! 1    %    2  3   !4!5 (&      5    6    '7  !4!* 27&     %6   (&8%    7&  5#  %'7  %     &  ,  (&(  ( %   !9!"                   ! " #   !  $  %    &     '   ' (         ! "  #   ) *   #   +  #   !   *  (             (  ,-   '  (  .    / #   )! (   %   Að sögn lögreglu lét fest- ing undan vindinum með þeim afleiðingum að land- gangurinn fór í vinkil og mátti litlu muna að bát- arnir sem voru við bryggj- una færu upp í grjótgarð. Lögreglu og björgunar- sveitarmönnum tókst að setja taug í bryggjuna sem bundin var í aðra bryggju auk þess sem tos- að var í með bílum á með- an eigendur bátanna komu þeim undan og urðu engar skemmdir á bátum vegna þessa. Bílskúrinn sem splundraðist var að sögn lögreglu við sjávarbakkann og lenti brakið því að mestu úti á sjó. Segir lögregla að eftir hafi staðið gólfið og einhverjir innan- stokksmunir en öll umgjörðin hafi horfið. Á þessum tíma hafi meðalvind- hraðinn verið um 34 metrar á sek- úndu og farið upp í 44 og 45 metra í verstu hviðunum. 40 feta gámur við höfnina fauk á hliðina í veðurofsanum og lenti á vögnum sem þar voru en lögreglan taldi að skemmdir væru óverulegar. Þá voru tvö til þrjú hús með lausar þakplötur og þurfti lögregla að aðstoða vegna þess. Rafmagn fór af Grundarfirði, Breiðuvík, Stykkishólmi og í Kjós vegna veðursins. Fellihýsi fauk á bíl Á Vestfjörðum hafði lögregla í nógu að snúast vegna veðursins þar sem rúður brotnuðu og hefta þurfti niður þakplötur á Ísafirði, Þingeyri, Önundarfirði og á Flateyri. Ekki var um stórtjón að ræða. 30 björgunar- sveitarmenn voru að störfum á Ísa- firði og var óveðrið þar það versta í 8 ár að mati formanns björgunarfélags- ins á staðnum. Í Bolungarvík fauk flutningabíll á hliðina á Sandveginum en ekki urðu slys á fólki. Hjá lögreglunni á Patreksfirði fengust þær upplýsingar að töluvert tjón hefði orðið vegna veðurofsans í sveitunum í kring þar sem mikið var um að þakplötur fykju og jafnvel stór hluti þakklæðninga. Í Gufudal í Reyk- hólasveit fór veiðikofi af stað og fauk hann í gegn um hlöðu. Í fyrrakvöld fauk tengivagn aftan úr flutningabíl á Stikuhálsi sunnan við Bitrufjörð, að sögn lögreglunnar á Hólmavík. Engin slys urðu á fólki. Á Akureyri fuku þakplötur og sömuleiðis var hífandi rok á Húsavík. Að sögn lögreglu þar vakti það undr- un að fimm ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í gærnótt á meðan veðrið var sem verst. Hressilega blés í Vestmannaeyjum þó að ekki hafi hlotist umtalsvert tjón af. Herjólfur þurfti að snúa aftur til Eyja eftir hálftíma siglingu áleiðis til Þorlákshafnar í gærmorgun. Þá lá allt innanlandsflug niðri fyrri hluta gær- dagsins. Lögreglan í Reykjavík fór í um 15 útköll vegna veðursins en að hennar sögn var ekki um stórtjón að ræða. Þó var björgunarsveit kölluð út í einu til- felli þegar aðstoða þurfti við að festa niður sólskýli á 13. hæð í fjölbýlishúsi í Sólheimum. Járnplötur fuku á bygg- ingarsvæði á Básabryggju og rispuðu þrjá bíla sem þar voru og landgangur á Miðbakkanum í Reykjavík fauk á bíl og skemmdi hann. Þá skemmdist bíll á Miklubraut þegar innkaupakerra fauk á hann og rúður brotnuðu í nokkrum húsum þar sem gluggar höfðu fokið upp. Í Gullsmára í Kópa- vogi fauk fellihýsi á bíl á bílastæði og urðu talsverðar skemmdir vegna þess. Þá fuku einangrunarplötur af gafli húss í Vallargerði. Að sögn Haralds Eiríkssonar, veð- urfræðings hjá Veðurstofu Íslands, var djúp lægð norðan við landið sem fór vestur fyrir land og í kjölfar henn- ar var vindstrengur sem gekk yfir landið. Víða tók að lægja með morgn- inum nema á austanverðu landinu. Í dag er útlit fyrir rólegheitaveður, sennilega hæga norðlæga átt og bjóst Haraldur við að komið yrði frost víða um land í dag. Morgunblaðið/Alfons Landgangur við smábátabryggjuna fór nærri í vinkil þegar festing gaf sig og munaði litlu að bátar færu upp í grjótgarð vegna þessa. Landgangur gaf sig og bílskúr splundraðist STORMUR var víða um land aðfaranótt laugardags og fór meðalvindhraði víða upp í 25-30 metra á sekúndu. Á sumum stöðum fór vindurinn vel yfir 40 metra á sekúndu í verstu hviðunum. Veðrið gerði einna mestan usla á Ólafs- vík þar sem bílskúr splundraðist undan veðurofsanum og heimamenn áttu í vandræðum með smábátabryggjuna þar sem landgangur gaf sig. Enginn slasaðist þegar flutningabíll fauk á hliðina á Sandvegi í Bolungarvík. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Óveðrið gerði einna mestan usla á Ólafsvík en víða varð nokkurt tjón FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Góð aflabrögð hjá Síld- ey NS-25 í Barentshafi Skamm- degið gleymist í góðu fiskiríi TVÖ íslensk skip, Síldey NS 25 og Gissur Hvíti SF 55, hafa verið á veiðum í Barentshafi að und- anförnu, en þar er nú drungalegt um að litast þegar siglt er inn í dimmasta tíma ársins. Aflabrögð hafa þó verið með ágætum und- anfarna daga og hefur gott fiskirí komið Njáli Kolbeinssyni, skip- stjóra á Síldey, á óvart. Hann segir mannskapinn vera hinn brattasta í skammdeginu, enda bæti gott fisk- irí upp drunga Barentshafsins. Síldey er 343 brúttótonna línu- skip með 14 manna áhöfn. Skipið er búið að vera á veiðum í eina viku í Barentshafinu í þessum túr og býst Njáll við að koma í land í byrjun desember, eftir um fimm vikna úthald. Í viðtali við Morg- unblaðið sagði Njáll veðrið hafa verið þokkalegt en skipti ört um og snjóað hefði á hverjum degi. „Það birtir hér mjög snemma á morgnana en svo er líka komið myrkur fljótlega eftir hádegi. En það á víst eftir að verða ennþá meira myrkur hérna, enda erum við að fara inn í dimmasta tímann. Við fórum á sjó síðasta laugardag og vorum búnir að liggja í viku í Norður-Noregi. Þar var allt orðið hvítt og það hefur snjóað hér á hverjum degi síðan við fórum á sjó,“ sagði Njáll. Hann segir að menn upplifi skammdegið og drungann misjafn- lega en þó séu flestir úr áhöfninni að fara í annan túrinn í röð. „Þetta eru flest ungir menn og bara hressir með þetta. Menn eru alltaf inni og sjá ekki myrkrið.“ Helsta dægradvölin felst í að horfa á sjónvarpið, myndbönd og DVD-diska. Þá er gervihnatta- loftnet um borð og því hægt að horfa á þrjár til fjórar rásir, sem hjálpar mikið, að sögn Njáls. „En þetta eru stífar vaktir og hefur ekki verið mikið um pásur því fisk- iríið hefur gengið það vel, þannig að menn reyna nú aðallega að leggja sig,“ segir Njáll og bætir við að mönnum leiðist ekki á með- an fiskiríið sé gott. Skemmtilegra að fá íslenskan félagsskap Síldey veiðir á línu og er fisk- urinn hausaður og frystur þannig um borð. Að sögn Njáls hafa afla- brögðin verið góð og í raun ekki hægt að afkasta meiri afla um borð. „Við fáum mest þorsk, en það er svolítið af ýsu og grálúðu og dálítið af hlýra. Það er þannig með þessi veiðileyfi hérna að menn kaupa sér bara þorskkvóta og síðan mega þeir koma með 30% af öðru. Menn reyna auðvitað að ná því, en ég hef bara ekki alveg náð því. Við höfum verið að reyna að fikra okkur til og reyna að fá meira af meðafla og þá ýsu að- allega.“ Njáll segir að þorskurinn sé af þokkalegri stærð og reyndar stærri en hann átti von á. „Ég er að veiða í fyrsta skipti hér í Bar- entshafinu og átti nú von á ein- hverjum tittum, en það er nú bara svona þokkalegur fiskur með.“ Njáll segir mest af rússneskum togurum á veiðum á þessum slóð- um, auk þess sem eitthvað er um norska línubáta. „Ég veit að Giss- ur hvíti hefur verið hérna líka en ég held að hann sé í höfn. Síðan held ég að Tjaldurinn sé að leggja í hann að heiman. Það væri nú skemmtilegra að fá einhvern ís- lenskan félagsskap,“ sagði Njáll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.