Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 21 landi myndi vita það sem frúin gaspr- aði um, útlendingar jafnt sem aðrir. […] Næsta dag tók ekki betra við, frúin æsti sig án sýnilegrar ástæðu og húsbóndinn var horfinn af heim- ilinu. Áður hafði frúin sagt Björgu að húsvörðurinn sem bjó í kjallara húss- ins hefði nýlega myrt tvo menn og hafði frúnni ekki fundist mikið til um það. „Jeg þarf ekki að orðlengja það,“ skrifar Björg, „að mér hvarf allur svefn og öll lyst til að vera þar um nóttina.“ Um kvöldið flúði hún heimilið og eftir árangurslausa leit að hótelher- bergi fékk hún að gista hjá heim- spekiprófessor sem hún þekkti í Berlín. Þegar hún var á leið þaðan með neðanjarðarlest morguninn eftir til að sækja koffort sín til frúarinnar, varð hún sér til mikillar undrunar vör við tvo vel klædda menn sem voru að tala um hana. Hún heyrði þá nefna nafn sitt en greindi annars ekki orða- skil. Hún náði í koffortin, fékk að gista aðra nótt hjá prófessornum og tók síðan lestina til Kaupmannahafn- ar. Þar var hún í tvo daga og steig þá á skipsfjöl til Íslands. Launsátur í Danmörku Allt var tíðindalaust meðan Björg dvaldi á Íslandi en hún var ekki fyrr komin til Kaupmannahafnar í maílok og farin að búa með Sigfúsi á Ama- gerbrogade að aftur dró til tíðinda. Í sporvagni mætti hún mönnunum tveimur sem höfðu verið að tala um hana í Berlín. Hún átti erfitt með að trúa sínum eigin augum og skildi ekki af hverju þessir menn virtust elta hana. Í Þýskalandi hafði hún aðeins verið að kynna sér fræði sín, og aldrei gert minnstu tilraun til að komast að fyrirætlunum Þjóðverja í stríðs- rekstri. Björg minntist samt ekki á þessa atburði við nokkurn mann fyrr en dag einn að maður nokkur, þýsku- mælandi, gerði tilraun til að ráðast á hana í miðborg Kaupmannahafnar. Hún var á leið til tannlæknis sem hún gekk til daglega á þeim tíma. Mað- urinn lá í launsátri í runnum með- fram stígnum upp að stofu tannlækn- isins. Björgu tókst að sleppa en nú var henni verulega brugðið. Hún trúði Sigfúsi fyrir því sem gerst hafði og fékk hann til að fara með sér til leynilögreglunnar í Kaup- mannahöfn. Þar greindi hún frá því að hún væri búin að fá sönnur á að þrír karlar og tvær konur skiptust á um að gæta hennar hvert sem hún færi. Hún lýsti þessu fólki en lögregl- an sagðist lítið geta gert og ekki get- að verndað hana fyrir því. Samt létu þeir leynilögreglumann fylgjast með henni daglangt, en þá sáust fylgifisk- arnir ekki. Drógu þeir þá ályktun að þetta væri „ein stór meinloka“ í Björgu. Sigfús dró sömu ályktun og lög- reglan og Björg segir Jóni að hún sé „raunalega illa gift“, Sigfús „vesa- lingurinn“ stígi ekki í vitið en ef hann vilji geti hann verið sannfærandi. Nú hafi hann ákveðið að Björg þurfi á lækningu við meinlokunni að halda og hafi farið til Krabbe læknis og sannfært hann um það. Enn var Björgu brugðið því hún vissi að í Danmörku voru í gildi gömul lög sem heimiluðu eiginmanni og lækni hans að leggja gifta konu nauðuga inn á geðsjúkrahús, eða „vitlausraspítala“ eins og hún kallar það, og halda henni þar eins lengi og þeim sýndist. Björg vitnar til Amalie Skram sem þannig var farið með og skrifaði bók um reynslu sína. Rit Amalie Skram varð til þess að læknirinn, sem var ásamt eiginmanni hennar ábyrgur fyrir áralangri dvöl hennar á geð- veikrahæli, var settur frá embætti, en lögin voru enn í gildi og Björg vissi að Sigfús og Krabbe læknir gátu beitt þeim. Hjónaband Bjargar og Sigfúsar hafði lengi verið á fallanda fæti en nú varð Björgu ljóst að ef hún ætti að vera örugg um að ekki færi fyrir sér eins og Amalie Skram yrði hún að skilja lögformlega við Sigfús. Hann sagði Björgu ekki frá því að hann hefði farið til Krabbe læknis. Björg fór sjálf til Krabbe af því að hún var hrædd um að Sigfús hefði gert það. Þar komst hún að hinu sanna í málinu … „Öll þjóðin stolt“ Þessir atburðir drógu dilk á eftir sér eins og nánar er greint frá í bókinni. Björg lauk doktorsprófi frá Parísarhá- skóla árið 1926, fyrst íslenskra kvenna til að ljúka doktorsprófi og fyrst nor- rænna manna til að ljúka því prófi frá þessum fornfræga skóla. Heillaóskirnar streymdu til Bjarg- ar. Frá Íslandi skrifaði Ingibjörg mágkona hennar og segir að öll þjóð- in sé stolt af henni. Hún segir líka að Margrét, móðir Bjargar, hafi sagt að engin yrði róin fyrr en Björg hennar væri búin að ljúka sér af, eins og Margrét orðaði það. Margrét þekkti dóttur sína vel. Frá Kaupmannahöfn skrifaði Val- týr Guðmundsson og óskaði henni hjartanlega til hamingju. Hann segir að hann hafi tekið saman stuttan pist- il um Björgu og afrek hennar sem birst hafi í dönskum blöðum. Til við- bótar við pistil Valtýs birtist í dönsku dagblaði mjög lofsamleg grein um hina lærðu íslensku konu. Þar er ævi- ferill Bjargar rakinn, minnst á orða- bókina og að hún hafi kennt Alex- andrínu drottningu íslensku. Sérstaklega er nefnt að það skuli hafa verið kona sem fyrst Íslendinga fetaði í fótspor Sæmundar fróða og telur greinarhöfundur að íslenskar konur geti verið stoltar af Björgu. Selma Lagerlöf tók dýpra í árinni og taldi að það væri heiður fyrir allar norrænar konur að í þeirra hópi væri kona eins og Björg. Björg sendi doktorsrit sitt víða og margir skrifuðu henni og þökkuðu henni fyrir. Oftast segjast menn hafa lítið vit á efninu og viðurkenna að þeir hafi aðeins lesið formálsorðin. Margir minnast hins vegar á Sæ- mund fróða. Björgu datt í hug að afla sér tekna með því að reyna að selja ritið og skrifaði Jóni Dúasyni, sem þá var í Reykjavík, og stingur upp á að hann reyni að fá efnaða menn til að kaupa ritið til að punta með í bóka- skápum. Henni fannst greinilega ekki líklegt að menn læsu ritið sér til ánægju, en hún er fylgin sér og félítil og lætur sér detta í hug að með þessu móti geti hún aflað sér tekna. Jón svarar henni og segist ekki vilja leggja dóm á þessa hugmynd en víst sé að hann sé ekki líklegur til að geta selt ritið. Til þess verði Björg ann- aðhvort að fá mikilsmetinn mann úr þjóðlífinu eða unga konu: „annað- hvort kvenrjettindaskass sem þeir hræðast eða fallega og vel metna stúlku“. Ekkert varð af þessari tekjuöflun. Í júlí sigldi Björg heim til Íslands með doktorsprófið í farteskinu. Það urðu fagnaðarfundir þegar hún hitti ættingja sína og vini. Hún naut þess að koma heim eins og sigurvegari, henni hafði tekist að ljúka prófinu og sanna fyrir sjálfri sér og öðrum að kona gæti náð þessum árangri. Hún hafði heldur ekki brugðist kynsystr- um sínum eins og hún hafði óttast. Á Íslandi höfðu menn fylgst með fram- vindu fræðastarfa hennar og höfðu bæði 19. júní og Morgunblaðið birt frétt um doktorsritgerðina þegar hún var tekin gild til varnar árið áður. Morgunblaðið var tilbúið með rit- dóm um ritgerðina nokkrum dögum eftir að Björg varði hana og var dóm- urinn sem Ágúst H. Bjarnason, pró- fessor í heimspeki við Háskóla Ís- lands, skrifaði birtur á forsíðu Lesbókarinnar hinn 20. júní 1926. Ágúst virðist ekkert sérlega upp- rifinn yfir afreki Bjargar því hann byrjar umfjöllun sína á að segja: „Nú er þá þessi doktorsritgerð frú Bjarg- ar Þorláksdóttur, sem hún hefir verið að semja síðustu árin komin á prent, en skv. símskeyti frá bróður hennar hefur hún varið hana þ. 17. þ.m. fyrir doktorsnafnbót við Parísarháskól- ann.“ Ágúst kallar ritgerðina „þessa doktorsritgerð“ og gefur með orða- laginu í skyn að ritgerðin sé á ein- hvern hátt öðruvísi en aðrar sam- bærilegar ritgerðir. Og ef ekki væri fyrir orð ráðherrans, Jóns bróður Bjargar, er eins og Ágúst hefði ekki lagt trúnað á þessa frétt. Ágúst talar því niður til Bjargar, það er eins og hann hafi verið vantrúaður á þetta bauk hennar í París og honum þykir vissara að tilgreina strax í upphafi áreiðanlegan heimildarmann fyrir því að Björg hafi í raun varið ritgerð- ina. Björg hafði ráðist til inngöngu á svið sem karlar höfðu einir haft til umráða og það endurspeglast í rit- dómi Ágústar. Björg var fyrsta ís- lenska fræðikonan til að mæta vantrú af þessu tagi en ekki sú síðasta. Ágúst rekur allítarlega efni ritgerð- arinnar, en leggur ekki dóm á hana að öðru leyti en því að segja að hún sé ljóst og skilmerkilega skrifuð. Hann endar umfjöllun sína á að þakka Par- ísarháskóla fyrir að veita Björgu doktorsnafnbótina og er eins og skól- inn hafi með því unnið eitthvert gust- ukaverk. Að endingu segir Ágúst að: „það mun í sögur fært, þótt síðar verði að fyrsti Íslendingurinn, sem „dispúteraði“ þar, hafi verið – kona“. Fyrirbærið „kona“ er algjört nýmæli á fræðasviðinu. Afrek Bjargar vakti meiri hrifn- ingu annars staðar í íslensku sam- félagi og norðan úr Laxárdal í Þing- eyjarsýslu sendi skáldkonan Hulda Björgu þetta kvæði: Sittu heil við Svartaskóla, Sæmundar brúð. Frægð þín sendir „heim til Hóla“ hátíðaskrúð. Björg Caritas, bók þín kom sem Aþena ung gladdi, þó af viti hún væri í vögunum þung. Komdu sjálf, er sólin gyllir loft og lagarbrand en Mjöll og Drífa kveðja okkar kæra Norðurland. Björg og Sigfús skömmu eftir að þau giftu sig og hófu vinnu við Íslensk-danska orðabók en þáttur Bjargar í því stórvirki er stærri en almennt hefur verið talið. Bókin Björg – Ævisaga Bjargar C. Þor- láksson, eftir Sigríði Dúnu Kristmunds- dóttur kemur út hjá JPV útgáfu. Bókin er 403 bls. að lengd. Sölusýning - sölusýning á nýjum og gömlum, handhnýttum austurlenskum gæðateppum á Grand Hóteli við Sigtún gsm 861 4883 Ný sending af teppum á mjög góðu verði 10% staðgreiðsluafsláttur Í dag, sunnudag 11. nóv. kl. 13-19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.