Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 56

Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 56
FÓLK Í FRÉTTUM 56 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ erum samúræjar þvíþegar þeir byrja á ein-hverju, klára þeir það. Þaðsama á við um okkur. Heimspekin á bakvið þessa hreyfilist okkar er gildi sem við verjum; virð- ing, hugrekki, vinátta, bræðralag og frelsi. Gildi sem við höfum í heiðri í daglegu lífi,“ útskýrir Malik. „Við þjálfum líkamann um leið og við þjálfum upp hugrekki sem er nauðsynlegt með líkamanum,“ bætir Charles við. „Við hreyfum okkur í umhverfinu einsog forfeður okkar gerðu. Þannig förum við aftur að upp- runa manneskjunnar.“ Alltaf stysta leiðin Malik Diouf og Charles Perrière eru tveir leikarar í kvikmyndinni Yamakasi sem hefur vakið athygli víða um heim og er nú sýnd í tveimur bíóum í Reykjavík. Þessir feimnu og kurteisu herramenn eru staddir hér á landi af því tilefni og hitta blaðamann á Hótel Borg þar sem þeir gista. Yamakasi var frumsýnd í París í byrjun apríl og er ein vinsælasta mynd ársins þar í landi. Enda bæði sérstök og skemmtileg mynd. Yamakasi er hópur sjö vina sem hafa þjálfað með sér sérstaka eigin- leika, þannig að þeir láta ekkert aftra sér frá að komast ferða sinna. Þeir ganga yfir allt, ekki bara borð eða bíla, heldur heilu húsin, alltaf stystu leið. Í myndinni, sem gerist í París, líta krakkarnir upp til þeirra og einn lítill drengur reynir fyrir sér við klif- urlistina en fellur til jarðar og meiðist illa. Foreldrarnir eiga litla peninga og því taka samúræjarnir sig til og ræna þá ríkari til að bjarga lífi drengsins. Höfum oft hjálpað fólki Charles á í rauninni hugmyndina að myndinni. „Já, þanng er að við erum allir vinir í alvörunni og höfum þjálfað þessa hæfileika með okkur seinustu tíu ár- in,“ útskýrir Charles. „Luc Besson, framleiðandi myndarinnar, hafði samband við okkur þar sem hann hafði séð greinar um okkur í blöðum og þessa undarlegu íþrótt okkar. Hann sagðist vilja gera mynd með okkur og vildi að við kæmum allir með hugmynd að myndinni og það var eitthvað við mína hugmynd sem heillaði hann. Svo við byrjuðum að vinna allir saman út frá henni. – Þýðir þetta, að ef hið sama myndi gerast í alvörunni, að þið mynduð bregðast eins við? „Ja…ég veit það nú ekki,“ segir Malik og hlær. „Þetta er nú bíómynd þannig að þetta eru auðvitað ýktar aðstæður en við myndum gera eitt- hvað í málinu.“ „Við höfum hjálpað fólki út úr létt- vægari neyð, einsog að klifra upp hús og skríða inn um glugga hjá fólki til að ná í lykla fyrir það eða slökkva á gasinu,“ bætir Charles við. Einsog að hugleiða – En hvenær byrjuðuð þið að þjálfa ykkur? „Fyrir mörgum árum. Þetta er einsog ein af þessum íþróttum sem fæðast á götunni, einsog brettin. Við höfum alltaf verið allir mikið í íþrótt- um. En þá er andstæðingur, eða mað- ur er í liði á móti öðru liði. En í þessu ertu einn og það ert þú sjálfur og um- hverfið sem eru andstæðingar þínir. Þú notar bara þig, líkama þinn og ekkert annað,“ svarar Malik. Charles finnst þetta að vissu leyti einsog að hugleiða, „því maður leitar að sjálfum sér, þarf að þekkja sig vel og spyr sig endalausra spurninga. Maður treyst- ir bara á sjálfan sig og styrkleikann. En svo styðjum við hver annan innan hópsins.“ „Við segjum í öllum viðtölum að það sem við gerum sé mjög hættu- legt. Maður má ekki fipast einu sinni þá er maður í vondum málum,“ segir Malik. „Já, þetta er ekkert grín. Það sem fólk sér okkur gera er margæft og tíu ára þjálfun að baki. Það þýðir ekkert að reyna það sama,“ segir Charles ábúðarfullur. Læra að vera leikarar – Er þetta fyrsta mynd ykkar allra? „Næstum því. Við lékum allir í Taxi 2, þar sem við leikum „ninjur“. Þær eru fjórar, en við skiptumst á að leika. Við höfðum gert stuttmynd áður, en að leika í mynd fyrir Luc Besson er annað og meira, og við vildum allir vera með,“ segir Charles. – Og var þetta góð reynsla? „Já,“ segja þeir í kór og brosa út að eyrum við tilhugsunina. – Frábært á hverjum degi? „Þetta var nú svolítið erfitt. Við þurftum að vakna klukkan fimm á morgnana til að klifra upp veggi á stuttbuxum og manni var skítkalt. Við erum vanir öðru,“ kvartar Malik. „Við erum vanir að vinna í hópi, en nú voru þetta margir hópar, allt tökulið- ið og allir þurfa að taka tillit hver til annars,“ segir Charles og heldur áfram: „Þegar við byrjum að klifra, klifrum við og komumst á leiðarenda. Þarna var alltaf verið að stoppa okk- ur, taka upp aftur og aftur. Þannig kynntumst við líka vel starfi leikar- ans.“ „Og maður þurfti að kunna að gefa alltaf sitt besta,“ bætir Malik við. – En var einhver sem stjórnaði ykkur? „Nei, því á götunni í gamla daga voru engir kennarar eða þjálfarar til að segja okkur til,“ segir Malik og hlær að blaðamanninum. Vinsælli en Gérard Depardieu Strákarnir eru hreyknir af því hversu vel myndin hefur gengið í Frakklandi. „Enginn bjóst við neinu af okkur, enda fyrsta myndin sem við gerum og enginn okkar kann að leika,“ segir Malik. „Já, það liggur við að maður skammist sín þegar maður er í vin- sælli mynd en sjálfur Gérard Depar- dieu og félagar,“ segir Charles og hlær. – Leikið þið nokkurn veginn sjálfa ykkur í myndinni eða…? „Ég er allt öðruvísi í veruleikanum. La Bellette, sem ég leik, er mjög op- inn náungi, en sjálfur er ég feiminn að eðlisfari. Ég er ekki kjaftaglaður kvennamaður einsog hann. Frekar þveröfugt,“ segir Malik skrýtinn á svip. „Það er líka gaman í bíó að geta gert hluti og prófað sem maður mundi aldrei gera annars,“ segir Charles. „Ég er líkari sjálfum mér í myndinni, en þó ýktari. Ekki eins mikill leiðtogi, og ekki íhugull. Í al- vörunni tökum við ákvarðanir sam- eiginlega og ég er alltaf að grínast,“ segir Charles og hlær. – Eruð þið frægir í Frakklandi núna? „Já, fólk þekkir okkur úti á götu og það er viss viðurkenning á okkar verki, því sem við höfum verið að vinna að. Þetta var ekki allt til einsk- is,“ segir Malik og frægðin hefur greinilega ekki stigið honum til höf- uðs. „Við vissum alltaf að einn daginn yrði eitthvað úr þessu. Hvað eða hve- nær vissum við ekki, en að þetta yrði viðurkennt á einhvern hátt.“ Enginn kvennabósi! – Hlaupa stelpurnar á eftir ykkur? „Já, en það er ekkert auðvelt, við stökkvum bara upp á næsta hús,“ segir Charles og skellihlær. „Ég vil frekar hlaupa upp húsveggi en að hafa stelpur á hælunum,“ segir Malik og er svolítið niðri fyrir. – Og halda stelpurnar að þú sért sama týpan og í myndinni? „Já! Að ég sé kvennabósi sem ég er alls ekki! Það eru viss forréttindi en ég notfæri mér það alls ekki,“ segir hann og strákarnir hlæja. – En hvað þú ert vitlaus! „Æ, nei, ég hef alltaf verið feiminn og þegar ég var lítill voru stelpurnar alltaf á hælunum á mér og mér fannst það ekkert gaman,“ segir Malik. „Maður sá Malik þjóta eftir skóla- ganginum og þá vissi maður að stelpa væri á hælunum á honum. Hann hef- ur alltaf verið eftirlætið þeirra,“ segir Charles og hlær að vini sínum. „Og það er enn þannig,“ segir Mal- ik og andvarpar. En þeir félagar ætla ekki að láta at- hygli kvenfólksins brjóta sig niður og horfa keikir til framtíðar. Þeir hafa fengið hin og þessi tilboð alls staðar að úr heiminum, en blaðamaður má ekkert fá að vita neitt nánar um það. Íhugul íþrótt af götunni Þeir eru sjö samúræjar nútímans. Þeir klífa hús og og stökkva milli þaka. Þeir hafa ræktað líkama og anda í tíu ár. Og hafa alltaf verið vinir, bæði í bíómynd- inni og í alvörunni. Hildur Loftsdóttir hitti Malik og Charles. hilo@mbl.is Morgunblaðið/Golli Malik og Charles eru æskuvinir og kvikmyndastjörnur. Best að stytta sér smá leið… Sjö samúræjar húsþaka Parísarborgar. Töffararnir í Yamakasi á Íslandi Hasar í húsakynnum þeirra ríku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.