Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 23
miðaði hægt. Þá kom Steingrímur Arason til sögunnar, íslenskur mað- ur, roskinn og reyndur kennari sem var í heimsókn í New York, og Stef lagði verkið í hendur hans. Ég lærði líka um þrjátíu íslensk þjóðlög, sem ég hef alltaf verið hrifin af, og þau reyndust mér harla vel eft- ir að við komum til landsins. Íslend- ingar hafa gaman af að syngja og undruðust stórum þegar ég gat sungið þriðja eða fjórða erindið sem sumir þeirra kunnu ekki. ... en hún Evelyn hérna er til í að skrifa bók! Eftir fyrstu bók sína varð Evelyn metsöluhöfundur. T.d. seldist bók henn- ar um Alaska í yfir 100.000 eintökum. Sú venja var í Stefansson-bóka- safninu að hafa viðtöl við fólk af norð- urslóðum þegar það kom til New York; hraðritari skráði það sem rætt var, en það var síðan umritað og samhæft öðrum rannsóknargögnum okkar. Auk þessa skrifaðist Stef á við fjölda fólks sem bjó yfir sértækri vitneskju um heimskautasvæðin. Einn í þeim flokki var ungur lista- maður, Fred Machetanz að nafni. Hann átti frænda sem stundaði verslun í þorpinu Unalakleet norður í Alaska og dvaldist Fred oft hjá hon- um tímunum saman. Fred hafði gefið út tvær bráðskemmtilegar barna- bækur um norðurslóðir hjá Charles Scribner’s Sons og var að leggja drög að þeirri þriðju um Alaska þeg- ar hann var kallaður í sjóherinn til virkrar herþjónustu í síðari heims- styrjöld. Hann hafði tekið nokkrar fegurstu myndir sem ég hafði nokkru sinni séð af lífi inúka í Alaska. Hann bað Stef að skrifa texta við þær. „Ég er of önnum kafinn vegna stríðsins,“ sagði Stef, „en hún Eve- lyn hérna er til í að skrifa bók. Hún getur það.“ Þetta varð tilefni þess að ég snæddi hádegisverð með Alice Dalgliesh, útgáfustjóra Freds hjá Scribner’s. Hún vissi að nafnið Stef- ansson á bók um norðurslóðir myndi vekja athygli og fullvissaði mig um að ég gæti skrifað bók um Alaska ut- an um myndir Freds er félli einkar vel inn í bókaflokk sem þau voru að gefa út. Ég sagði aftur og aftur: „Ég veit ekki hvort ég get skrifað bók. Ég hef aldrei skrifað bók.“ Nornaveiðar McCarthys Vilhjálmur átti stærsta heimskauta- bókasafn í Vesturheimi. Árið 1951 gaf hann safnið Dartmouth-háskóla og þau Evelyn fluttu til New Hampshire. Evelyn hóf störf sem bókavörður, en síðar varð hún háskólakennari. Brátt eru bestu vinir þeirra stimplaðir að- alnjósnarar Rússa í Bandaríkjunum. Þess var heldur ekki langt að bíða að ofsóknir McCarthys og óamerísku nefndarinnar næðu til Stefansson- hjónanna! Louis Wyman var dómsmálaráð- herra í New Hampshire 1954; hann var framagjarn maður og McCarthy- árin gáfu mörgum framagjörnum stjórnmálamönnum færi á að sanna sig. Hann tók nú að svipast um eftir kommúnistum í New Hampshire. Dag einn hringdi Wyman til Stefs í Hanover og spurði hvort hann ætlaði að vera samvinnuþýður. „Samvinnu- þýður um hvað?“ spurði Stef. „Sam- vinnuþýður við skrifstofu mína og segja það sem þú veist um komm- únista.“ Stef sagði að sér væri það sönn ánægja. Stef var einn þeirra fyrirles- ara sem færðust í aukana þegar grip- ið var fram í fyrir þeim og vissi að hann gæti snúið léttilega á Wyman í hvaða yfirheyrslu sem væri. Hann hafði reglulegt gaman af þessu. Wyman spurði hann hvort það væri rétt að hann væri prófessor í Dartmouth. „Þá stöðu hef ég nú ekki því miður,“ ansaði Stef sannleikan- um samkvæmt. Þá sagði Wyman: „Ég sé að þú ætlar að verða erfiður,“ og lagði á. Daginn eftir fór Stef í pósthúsið til að sækja póst sinn, en þar var þá fyrir stefnuvottur sem af- henti honum stefnu. Stef sagði Just- in Stanley frá þessu, er var lögmaður og aðstoðarrektor í Dartmouth; Stanley tók stefnuna alvarlegar en Stef og lagði til að Dudley Orr, stjórnarmaður í Dartmouth er bjó í Concord, væri rétti maðurinn til að fylgja honum til skrifstofu Wymans. Stef kom á vettvang með Dudley á tilsettum tíma og Wyman furðaði sig á því að hann skyldi hafa í fylgd með sér „besta manninn í Concord, í laga- legu eða félagslegu tilliti“. Wyman spurði hvort Stef þekkti eitthvað til kommúnista. „Að sjálf- sögðu geri ég það því að ég er gamall nemandi úr Guðfræðiskólanum í Harvard, þar líta þeir á Jesú sem kommúnista og við vitum sitt af hverju um Jesú.“ Þetta var nú ekki það sem Wyman átti við. Vissi Stef eitthvað um bandaríska kommún- ista? Hann kvaðst hafa búið árum saman með inúkum í Norður-Amer- íku, þeir voru allir kommúnistar áður fyrr en sumir voru nú orðnir býsna kapítalískir í hugsun. Dudley Orr tjáði Stef að Wyman væri ekki á höttunum eftir honum, hann væri á höttunum eftir mér. Þeir litu á hann sem aldraðan kjána sem hefði látið slóttuga konu hafa sig að ginningarfífli. Meðan Stef hafði verið frammi hafði Wyman sýnt Orr bréf frá uppljóstrara en það hafði vakið áhuga Wymans á Stefansson-hjón- unum. Ég var sögð hafa verið hátt- settur félagi í kommúnistaflokknum áður en ég fór frá Ungverjalandi og nú héldi ég uppi innrætingu á nem- endum í Dartmouth og hefði Stef að ginningarfífli en villti jafnframt heimildir á mér sem kennari í rúss- nesku. Orr hafði fullvissað Wyman um að rússneskan mín sem ég hafði lært í Middlebury væri býsna góð, en ég kenndi hana ekki. Wyman vildi samt hitta mig og fundartími var boðaður viku seinna. Ég svaf ekki ýkja mikið þessa viku. Rósir & rómantík Vilhjálmur lést árið 1962, en þá var Evelyn 49 ára. Evelyn fékk vinnu í Washington. 1964 er hún boðin til kvöldverðar í New York og er borð- herra hennar John U. Nef, þekktur pró- fessor og listaverkasafnari. Á svip- stundu hverfur einmanakenndin og þriðja hjónabandið er á næsta leiti. Það leið næstum yfir mig þegar ég var komin heim og tók utan af öskj- unni. Þarna voru hin dýrlegustu smábrönugrös sem ég hafði nokkru sinni séð, ekki bara eitt blóm til að næla á kjól, heldur tugir blóma sem nægðu í dýrlega blómaskreytingu. Ég var orðlaus af gleði. Var þetta einhver draumur sem hlaut að enda þegar ég vaknaði? Ég hafði tiltekna aðstöðu vegna stjórnunarhlutverks míns í Brook- ings Institution og því tók ég einka- borðsal traustataki og bauð John Nef í hádegisverð. Þar bað hann mín, fimm dögum eftir fyrstu kynni okkar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 23 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.