Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 47
BRÉF TIL BLAÐSINS
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 47
Glæsilegur
samkvæmisfatnaður
allar stærðir
Mikið úrval af
brúðarfatnaði til leigu
Efnalaug og fataleiga
Garðabæjar
Garðartorg 3, sími 565 6688
Opið alla daga frá kl. 10-19,
laugardaga frá kl. 10-14.
Fallegar yfirbreiðslur eru
þægileg lausn til að lífga upp á
gamla sófa og vernda nýja
ATH! vikuna 11. til 16. nóv. seljum við eldri yfirbreiðslur með 20 % afslætti!
Smiðjuvegi 42, rauð gata,
200 Kópavogur, sími 551 7111 Sófalist
Barnamyndatökur
Laugavegi 24
Pantanir í síma 552 0624
Jólamyndatökur
Hverfisgötu 50,
sími 552 2690
María Auður Steingrímsdóttir
hársnyrtir
er byrjuð að vinna á Hár-Fókus
Tímapantanir í síma
568 2240
hárgreiðslustofa,
Grímsbæ, Efstalandi 26, sími 568 2240
Guðrún Arnalds, símar 896 2396 og 551 8439
Líföndun
Guðrún Arnalds verður með námskeið
í líföndun helgina 17.—18. nóvember
Gleði er ávöxtur innri friðar
Djúp öndun hreinsar líkama og sál, eykur bjartsýni
og lífsorku og blæs burtu kvíða og kvillum.
!" #
VERKFALL tónlistarskólakennara
hefur nú staðið í þrjár vikur og loks
er komið í ljós hver er helsta fyr-
irstaðan í lausn deilunnar. Það er
Reykjavíkurborg með borgarstjóra í
fararbroddi. Þegar tónlistarskóla-
kennarar færðu henni áskorun um
lausn deilunnar kom hún út úr
skápnum og fór að tala um breyt-
ingar á rekstrarformi tónlistarskól-
anna.
Rekstrarform tónlistarskólanna í
Reykjavík er annað en tíðkast úti um
land. Í Reykjavík eru tónlistarskól-
arnir reknir af einkaaðilum. Þeir
innheimta skólagjöld til að standa
undir rekstri á húsnæði og öllu því
sem til þarf, en laun kennara eru
greidd af borginni. Aðsókn í skólana
hefur stóraukist en ein af ástæðun-
um fyrir því er að í grunnskólum
Reykjavíkur er tónmenntakennsla á
undanhaldi, þ.e. þeim skólum sem
hafa starfandi tónmenntakennara
fer fækkandi. Því hafa tónlistarskól-
arnir í Rvík brugðið á það ráð að hafa
forskóla fyrir yngstu nemendurna.
Nú vill borgarstjóri færa þessa
kennslu inn í grunnskólana. Nokkuð
sem kemur kjaradeilu kennara ekk-
ert við.
Úti á landsbyggðinni er allt annað
rekstrarform á tónlistarskólunum.
Sveitarfélögin reka skólana og eiga
húsnæðið. Mörg sveitarfélög hafa
lagt háar upphæðir í uppbyggingu á
skólahúsnæði og tilheyrandi búnaði.
Á þeim stöðum þar sem ekki eru
starfandi tónmenntakennarar í
grunnskólum hefur víða verið brugð-
ið á það ráð að grunnskólinn kaupir
ákveðna kennslu af tónlistarskóla
staðarins og þannig fá grunnskóla-
nemar þá kennslu sem þeim ber
samkvæmt lögum. Almennt er
landsbyggðin því betur stödd með
tónlistarfræðslu barna á grunn-
skólastigi heldur en Reykjavík. Því
ætti landsbyggðin að vera stolt af.
Hver sá sem kynnir sér stöðu
mála í samningum tónlistarskóla-
kennara við sveitarfélögin sér að það
er borgarstjórinn í Reykjavík sem er
dragbítur á að samningar náist í
þessari deilu. Landsbyggðin á enga
samleið með Rvík í þessu máli.
Vill kannski bæjarfélag eins og
Vestmannaeyjar, sem nýbúið er að
eyða tugum milljóna í nýtt húsnæði
tónlistarskóla, láta húsnæðið standa
autt og hafa nemendurna heima án
kennslu? Og foreldra, sem búnir eru
að borga skólagjöld, reiða og sára?
Nú hafa nemendur tónlistarskóla
Vestmannaeyja setið heima í þrjár
vikur. Og það er vegna þess að borg-
arstjórinn í Reykjavík vill breyta
rekstrarformi skólanna hjá sér.
Reikningsglaðir menn geta án efa
skemmt sér við að finna út hversu há
krafa okkar er í prósentum, ég tala
nú ekki um hversu mikill kostnaðar-
auki sveitarfélaganna er. Kaupkröf-
ur eru að okkar mati hógværar. Það
sem við förum fram á er leiðrétting
til samræmis við aðra kennara. Í
tveimur síðastliðnum samningum
hafa tónlistarskólakennarar verið
skildir eftir og er það ástæðan fyrir
hárri prósentutölu nú.
Við viljum einfaldlega sömu laun
og aðrir kennarar.
EGGERT BJÖRGVINSSON,
kennir við Tónlistarskóla
Vestmannaeyja.
Um verkfall tónlistarskólakennara
Frá Eggerti Björgvinssyni:
ÞAÐ er ekki mikil kæti í sinni þess
sjúkraliða er hér mundar penna.
Heill mánuður liðinn og ekkert hef-
ur þokast í deilu
okkar, þrátt fyrir
þreifingar.
Stóryrði hafa
fallið og sögu-
sagnir herma að
sjúkraliðar séu
að hafna sem
byrjunarlaunum
81% af byrjunar-
launum hjúkrun-
arfræðinga. Við
myndum taka slíku tilboði fagnandi
ef svo væri, en það er einfaldlega
ekki rétt.
Staðreyndirnar tala sínu máli,
byrjunarlaunin eru 89 þúsund krón-
ur, boðnar eru 106 þúsund krónur,
heilar 106 þúsund krónur! Sem er
langt frá því sem samið hefur verið
um, við t.d. eina af okkar viðmið-
unarstéttum sem eru lögreglumenn.
Báðar þessar stéttir vinna með fólk
og í vaktavinnu á öllum tímum sól-
arhringsins.
Við vitum að nú ríður á fyrir
landsfeðurna að sýna staðfestu í
peningamálum en getur það talist
heimtufrekja, þær kröfur sem fram
eru settar? Sjúkraliðanám tekur sjö
annir og síðan er því skellt framan í
okkur að sjúkraliðar séu með kröf-
um sínum að „semja sig út af mark-
aðnum“.
Margt hef ég tekið mér fyrir
hendur um dagana en sjúkraliða-
starfið tel ég vera eitt hið kröfu-
harðasta. En allt það góða fólk í
hópi sjúklinga sem ég hef kynnst á
þessum vettvangi og þakklæti þess
gera þessi störf þess virði að vinna
þau. Það er því hryggilegt að standa
álengdar og horfa á hvernig aðsókn
í nám innan hjúkrunar og umönn-
unar er í lágmarki vegna lágra
launa og stöðugra deilna um kaup
og kjör.
Vissulega hvarflar það að mér
hvað bíði okkar sjálfra þegar sjúk-
dómar eða Elli kerling gerir enn
áþreifanlegar vart við sig.
Ætla heilbrigðisyfirvöld bara að
mæta því þegar þar að kemur með
ódýru innfluttu vinnuafli, er það það
sem við viljum? Það er líka sorglegt
að þeir sem málið er skyldast, þ.e.
stjórnendur sjúkrastofnananna,
skuli ekki hrópa á lausnir tafarlaust,
að skorið verði á þennan hnút og að
viðurkennt verði mikilvægi þessa
hlekks í heilbrigðiskerfi okkar og að
hætt verði að „hróka“ endalaust til
örþreyttu starfsfólki í störf okkar
og það á margföldum taxta.
JÓN SÍMON GUNNARSSON,
sjúkraliði og leikari.
Hugleiðingar sjúkraliða
Frá Jóni Símoni Gunnarssyni:
Jón Símon
Gunnarsson