Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 37

Morgunblaðið - 11.11.2001, Side 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 37 Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Blómaskreytingar við öll tilefni Opið til kl. 19 öll kvöld Þegar ég fluttist til Reykjavíkur þrettán ára gamall, inn á heimili föð- ur míns og stjúpmóður, man ég glöggt að í mér var nokkur kvíði. Sögusagnir um misjafnar stjúpur höfðu borist mér til eyrna. En þessi ótti reyndist ástæðulaus með öllu. Anna tók mér strax mjög vel og ég fann að henni gat ég treyst. Er ég lít til baka núna um það bil fjörutíu og sex árum síðar fæ ég heildarmynd yfir samskipti okkar öll þessi ár. Persónuleiki hennar og öll fram- koma við mig leiddi til þess að mig langaði til að reynast henni vel, sem ég vona að mér hafi stundum tekist. Anna reyndist mér alla tíð sem besta móðir. Hún ráðlagði mér ætíð heilt og hennar ráðum hefði ég betur oft- ar hlýtt. Ég hafði ekki skilning á því þrettán ára gamall, að það hefur tæpast verið Önnu tilhlökkunarefni að taka mig inn á heimilið, og svo mikið er víst að ekki bar henni nein skylda til þess. Ég hef alla tíð borið mikla virð- ingu fyrir Önnu, og í allan þennan tíma man ég ekki til þess að okkur hafi orðið sundurorða. Vonandi mis- minnir mig heldur ekki mikið þegar ég rifja upp eina skiptið sem ég minnist núna að hafa verið óheiðar- legur við Önnu, en það kom til af því að ég vildi ekki særa hana. Eitt sinn að afloknum kvöldverði í Skipasund- inu á fyrstu árum mínum þar spurði Anna mig hvernig síldin hefði bragð- ast. Ég sagði að hún hefði bragðast prýðisvel. Þetta var ekki alls kostar rétt, mér fannst síld vond og ég hafði reynt að lauma henni í ruslafötuna svo lítið bæri á. Það er ýmislegt minnisstætt frá eldhúsborðinu í Skipasundinu. Sem dæmi má nefna þegar Björn föðurbróðir og Alla komu í heimsókn stundum að kvöld- lagi. Þá var mikið kaffi drukkið og Björn sagði reynslusögur svo magn- aðar að maður dró helst ekki andann á meðan, hvað þá meir. Mig rámar í að Björn hafi stundum eins og leitað fulltingis hjá Önnu með því að skotra til hennar augunum, þegar mikið lá við. Stuðningur frá henni var þýð- ingarmikill. Gegnum árin er mér minnisstætt við hinar ýmsu umræður um alls konar málefni, hversu réttsýn Anna var í hvívetna og umtalsgóð um fólk. Þá var hún einstaklega barngóð og tók börnum okkar hjónanna og barnabörnum sem væru þau hennar eigin. Ég og fjölskylda mín þökkum Önnu hjartanlega fyrir kynnin og samfylgdina gegnum árin. Við biðj- um henni blessunar guðs, og kveðj- um að sinni. Skúli Guðmundsson. Mig langar að minnast tengda- móður minnar í nokkrum orðum. Ég kynntist Önnu fyrir 23 árum og var mér tekið með hlýhug. Anna var um- fram allt góð kona sem vildi öllum vel, var hjálpsöm og hugsaði fremur um aðra en sjálfa sig. Bókelsk var hún og las nánast allar bækur sem hún komst í tæri við og hafði mikið dálæti á ljóðum. Einstaklega gaman var að heyra þegar hún rifjaði upp sögur úr barn- æsku og var að segja frá lífinu í gamla daga. Hún var ákaflega menningarlega sinnuð og fylgdist vel með öllu sem gerðist á því svið- inu. Hún hefði notið sín vel hefði hún átt kost á áframhaldandi skólagöngu eftir gagnfræðapróf, en ekki var eins sjálfsagt að konur færu í langskóla- nám á þeim tímum eins og það er í dag. Fjölskyldan var í fyrirrúmi hjá henni og fór hún út á vinnumark- aðinn þegar hún var búin að koma börnum sínum vel á legg. Henni var annt um að þau gengju menntaveg- inn og studdi þau af alhug í námi sínu. Hún var jafnréttissinnuð og vildi veg kvenna engu minni en karla. Barnabörnum sínum var hún ákaflega góð og man ég að stelpurn- ar mínar rifust um að fá að vera hjá ömmu um helgar þegar þær voru litlar. Alltaf var hún boðin og búin að passa þau þegar á þurfti að halda. Anna stóð alltaf eins og klettur þó að skiptust á skin og skúrir í hennar lífi, einkum vegna veikinda Pálma Arnar sonar hennar. Hún var myndarleg í öllu sem hún tók sér fyrir hendur, garðurinn var hennar yndi og eyddi hún ófáum stundum í að fegra hann og snyrta, enda er hann mikið augnayndi í sum- arskrúða. Anna lumaði á góðum ráð- um þegar ég fór að planta í minn garð og eru ófáir sprotarnir frá henni komnir. Maður getur ekki sagt annað en að lífið sé óréttlátt. Hún fékk ekki að njóta elliáranna, því erfið veikindi settu strik í reikninginn síðastliðin þrjú til fjögur ár þótt hún fengi stund milli stríða. Ég vil minnast hennar sem heil- steyptrar konu sem ekki bar sorgir sínar á torg þótt á móti blési. Frem- ur hæglát en glöð í sinni og ánægð með sitt. Guðmundur eftirlifandi eiginmað- ur hennar var henni ómetanleg stoð og stytta í veikindum hennar. Var samband þeirra einstaklega kær- leiksríkt og gott. Vil ég biðja góðan guð um að styrkja hann og börn í sorginni en þau hafa misst mikið. Hafðu hjart- ans þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur í gegnum tíðina. Þórunn. Amma. Ég er svo langt í burtu, samt bara einu símtali frá þér. Við töluðum saman fyrir mánuði og töl- uðum um allt og ekkert. Þér leið vel. Þér leið alltaf vel. Ég kom inn í fjöl- skylduna þegar ég var eins árs. Ég hef heyrt margar sögurnar af okkar fyrstu kynnum og frá fyrsta degi var ég litla stelpan ykkar. Stundum fékk ég að gista hjá ömmu og afa, það var alltaf mikið til- hlökkunarefni. Enginn sagði betri sögur en amma. Sögurnar fjölluðu oft um pabba, systkini hans og vini, frá því að þau voru litlir krakkar. Þetta voru geysilega spennandi sög- ur, þær voru ekki beint svæfandi og má þakka það frásagnarlistinni sem þér var gefin. Í dag reyni ég að hafa þetta eftir þegar Hera dóttir mín biður um sögu og eitthvað hef ég nú lært af henni ömmu minni. Amma var alltaf að kenna mér eitthvað. Við gátum dundað okkur tímunum saman við að prjóna, sauma eða spila. Í kaffitímanum fékk ég að hjálpa ömmu við bakst- urinn. Hún kenndi mér leyndarmálið bak við pönnukökurnar mínar. Seinna gaf hún mér pönnu og spaða. Amma gaf okkur allan sinn tíma. Mér leið eins og prinsessu hjá ömmu og afa. Ég var prinsessan á bauninni. Á vorin þegar prófin gengu í garð fannst mér best að vera í Skrið- ustekknum að lesa. Amma vissi svo mikið. Ég gat alltaf spurt hana og hún kom með svarið. Og þolinmæðin sem hún hafði þegar hún var að hlýða mér yfir. Það er mér hulin gáta hvernig hún hélt ró sinni. En þolinmæði og góðmennska í garð annara manna var hennar eiginleiki. Ef maður kom í heimsókn á góð- viðrisdegi var afi oft uppi á þaki eða að slá blettinn og amma var að rótast í beðunum og við krakkarnir fengum að hjálpa til. Svo voru pullurnar teknar út og þau sögðu: „Velkomin til Kosta Del Minnst.“ Það er alltaf jafn yndislegt að koma í Skriðustekkinn. Það er viss ró sem fylgir því, viss værð. Eftir að ég flutti til Danmerkur hefur stundunum fækkað með afa og ömmu. Og nú er amma dáin og ég missti af samverunni við hana síð- ustu mánuðina. Amma er mikilvæg persóna í lífi mínu og ég mun aldrei gleyma henni. Rakel María. Elsku amma. ,,Þegar þú ert sorg- mæddur skoðaðu þá aftur hug þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem einu sinni var gleði þín.“ (Kahlil Gibran) Það er einmitt gleði sem einkennir stundir okkar barnabarnanna með þér og afa. Í Skriðustekknum var alltaf eitt- hvað um að vera. Á sumrin var setið SJÁ SÍÐU 38                                            !"#$ %&'((  )*   + %&'((  %( ,*  *&'((   %(  *%"    + ,-.  %&'((  %%( ( &#$ "# #$ - ✝ Arnbjörn Ólafs-son var fæddur í Keflavík 29. júlí 1922 . Hann lést á Heil- brigðisstofnun Suð- urnesja hinn 1. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar Arnbjörns voru Ólafur J.A. Ólafsson kaupmaður í Keflavík og Guðrún Einarsdóttir kaup- maður. Systkini Arn- björns voru Einar, f. 12. nóvember 1912, d. 23. febrúar 1988, og Þórunn, f. 9. maí 1916, d. 4. september 1993. Eftirlifandi eigin- kona Arnbjörns er Erna Vigfúsdóttir, f. 24. júní 1929. Börn þeirra eru Birna, f. 11. mars 1952, og Ólafur Jón, f. 10. desember 1953. Dóttir Ernu er Hrafnhildur Jó- hannsdóttir, f. 8.ágúst 1947. Útför Arnbjörns fer fram frá Kefla- víkurkirkju á morg- un, mánudaginn 12. nóvember, og hefst athöfnin klukkan 14. Þú hafðir fagnað með gróandi grösum og grátið hvert blóm sem dó. Og þér hafði lærzt að hlusta unz hjarta í hverjum steini sló. Og hvernig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin ljúf og góð. Samt vissirðu að Dauðinn við dyrnar beið. Þig dreymdı́ að hann kæmi hljótt og legði þig brosandi hönd á hjarta. Svo hvarf hann, en ljúft og rótt heyrðirðu berast að eyrum þér óm að undursamlegum nið. Það var eins og færu þar fjallasvanir úr fjarlægð með söngvaklið. Og dagurinn leið í djúpið vestur, og Dauðinn kom til þín. Þú lokaðir augunum – andartak sem ofbirta glepti þér sýn. Og um varir þér brá fyrir brosi þeirra, sem bíða í myrkrinu og þrá daginn, – og sólina allt í einu í austrinu rísa sjá. Og Dauðinn þig leiddi í höll sína heim þar sem hvelfingin víða og blá reis úr húmi hnígandi nætur með hækkandi dag yfir brá. Þar stigu draumar þíns liðna lífs í loftinu mjúkan dans. Og Drottinn brosti, hver bæn þín var orðin að blómum við fótskör hans. Hann tók þig í fang sér og himnarnir hófu í hjarta þér fagnandi söng. Og sólkerfi daganna svifu þar um sál þína í tónanna þröng. En þú varst sem barnið, er beygir kné til bænar í fyrsta sinn. það á engin orð nógu auðmjúk til, en ávarpar: Faðir minn! (Tómas Guðmundsson.) Í ljúfri minningu og með kæru þakklæti. Kveðja frá tengdadóttur. Margrét Soffía. ARNBJÖRN ÓLAFSSON                       !   "# $ %&& "$"                    !                "     # $"%   '$ ( )(  * )+)   )+) ,$ -    + .$ / #)$ % ) +  % " ( - $  ) ($% ) $ $0 $) $ $0+  $) $ $) $ $% )                                                   !"   #$ %    ! ""#"" $ #    %&'% % (##"" )#* %+ % % , + % - (   ."/ "+ % 0  ,(  %    1+ % %&'%  #"" "" %   -(2 ,#""   2-#"" % (#(  % $ #  %  % $ # #"" % %' (' Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.