Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 57
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 57 BRESKA hljómsveitin TheCure sendi frá sér sínaþrettándu hljóðversskífu ásíðasta ári og var almælt að platan væri sú síðasta; höfuðpaur- inn Robert Smith hygði á sólóferil. Menn sperrtu því eyrun þegar í ljós kom að á nýrri safnskífu væru tvö ný lög. Fyrir aldarfjórðungi setti Sussex- snáðinn Robert Smith saman hljóm- sveit sem hann kallaði The Easy Cure. Smith var ekki nema sautján ára og félagar hans í sveitinni álíka gamlir, en þeir voru þegar ákveðnir í að verða frægir fyrir eigin verk og á fyrstu æfingunni urðu til nokkur ný lög. Með þau í farteskinu tók sveitin þátt í hljómsveitakeppni og komst á samning hjá þýskri útgáfu. Minna varð þó úr samningnum, því það kastaðist í kekki með útgáfu og hljómsveit þegar í ljós kom að Þjóðverjarnir voru að leita að súkkulaðistrákum en ekki alvar- legum listamönnum. Smith og fé- lagar voru ekki af baki dottnir, styttu nafnið lítillega og komu sér á samning hjá bresku fyrirtæki. Af- rakstur þess var smáskífan Killing an Arab og eftir að liðsmenn færðu sig á milli fyrirtækja kom breið- skífan Three Imaginary Boys. Gamanið kárnar Þótt allir hafi verið vinir í bíl- skúrnum tók að kárna gamanið þeg- ar tónleikastúss byrjaði og ekki leið á löngu að kvarnaðist úr sveitinni. mannaskipti hafa reyndar verið til- tölulega ör í Cure í gegnum árin ut- an að Robert Smith hefur ævinlega verið við stjórnvölinn. Gekk svo langt reyndar að eftir að fimmta breiðskífa sveitarinnar, Pornog- raphy, kom út 1982 voru þeir tveir eftir í sveitinni Robert Smith og Lol Tolhurst og reyndar má segja að Smith sjálfur hafi nánast hætt því hann réð sig sem gítarleikara í ann- arri hljómsveit og sinnti Cure að- eins í frístundum. Pornography þótti erfið áheyrnar og ekki batnaði það með plötunni þar á eftir, The Top, sem kom út 1984, en þess má geta að Robert Smith lék á öll hljóðfæri á plötunni nema trommur, samdi lögin og söng og stýrði upptökum. Með The Head on the Door sem kom út 1985 var Smith aftur á móti búinn að finna fjölina sína og segja má að sveitinni hafi gengið allt í haginn upp frá því. Þríleikurinn ógurlegi Robert Smith hefur látið þau orð falla að Pornography hafi verið fyrsti þáttur þríleiks, Disintergra- tion annar hluti og lokin sé að finna í Bloodflowers sem kom út á síðasta ári. meðal annars sagði hann í viðtölum vegna þeirrar skífu að hann hafi verið að glíma við tregablandna fortíð- arþrá, opinskáa sjálfs- skoðun, máttvana reiði og loks örvæntingarfulla uppgjöf. Í Bloodflowers er aftur á móti að finna lausn á öllu saman að sögn Smiths, sem var ið- inn við að gefa í skyn að Cure myndi ekki gera fleiri hljóðversskífur. Þegar kom að því að kynna tilefni þessarar samantektar, safnskíf- una Cure Greatets Hits sem kemur út á morgun, var aftur á móti annað uppi á teningnum og nú segir Smith að hann sé fráleitt að hefja sólófer- il. Á Cure Greatets Hits eru átján lög frá ferl- inum, fyrsta lagið tit- illag Boys Don’t Cry sem kom út fyrir rúmum tuttugu árum, en nýjust eru tvö lög sem tekin voru upp á þessu ári, Cut here og Just Say Yes. Reyndar tók sveitin upp þrjú lög og verður þriðja lagið aukalag á Cut Here smáskífunni. Lagavalið vekur athygli þeirra sem þekkja sveit- ina, enda valdi Smith á plötuna eftir því sem honum sýndist sjálfur, en ekki endilega eftir vinsældum. Þannig eru menn nú að kýta um það á Netinu hvaða lög vanti og hvers vegna af miklum móð. Með fyrsta skammti af plötum verður að auki diskur með lögunum öllum af plötunni í órafmagnaðri út- gáfu, sem Cure-vinum þykir nokkur tíðindi. Cure lifir! Fyrir ári voru menn með það á hreinu að hljóm- sveitin góðkunna The Cure væri búin að syngja sitt síðasta. Árni Matthíasson hlustaði á nýja safn- skífu sveitarinnar og komst að því að frásagnir af andláti hennar voru stórlega ýktar. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.