Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jafnréttisráðstefna – Það læra börn… Snertir jafn- rétti kynjanna RÁÐSTEFNAN„Það læra börn ...jafnrétti í sam- starfi foreldra við fæð- ingu barns“ verður haldin á vegum Jafnréttisstofu á Grand Hótel Reykjavík á morgun, mánudaginn 12. nóvember. Fyrirrennarar ráðstefnunar eru þrjú málþing undir sömu for- merkjum, það fyrsta á Akureyri, það næsta á Reyðarfirði og það þriðja loks í Stykkishólmi. Katr- ín Björg Ríkharðsdóttir, sérfræðingur hjá Jafn- réttisstofu, heldur utan um ráðstefnuna og Morg- unblaðið ræddi við hana í vikunni. Hvert er tilefni ráð- stefnunnar? „Tilefni ráðstefnunnar og þriggja málþinga sem Jafnrétt- isstofa hefur haldið í ár, er átak til kynningar á lögum um fæð- ingar- og foreldraorlof nr.95/ 2000. En meðal þess sem mesta athygli hefur vakið, bæði hér- lendis og erlendis, er sjálfstæður réttur feðra til töku fæðingaror- lofs. Hér er á ferðinni mál sem snertir jafnrétti kynjanna, jafnt í einkalífi sem atvinnu. Til þess að safna sem mestum upplýs- ingum um áhrif laganna, álit á þeim og notkunarmöguleika, og til að miðla þeim möguleikum sem þau bjóða upp á, höfum við haldið þrjú málþing með sömu yfirskrift og ráðstefnan „Það læra börn ... jafnrétti í samstarfi foreldra við fæðingu barns.“ Það hafa spurningar vaknað á málþingum ykkar fyrr á árinu og verður að sögn tekið á þeim. Hverjar eru helstu spurningarn- ar? „Þátttakendur á málþingum okkar um fæðingar- og foreldra- orlofslögin hafa komið úr ýms- um áttum og í umræðum hafa því komið upp mörg sjónarhorn. Meðal þess sem rætt hefur verið eru spurningar heilsugæslu- starfsfólks um hvernig best sé að koma til móts við breyttar kröfur foreldra um fræðslu sem einnig beinir sjónum að feðrum og hlutverki þeirra. Þá hafa spurningar sem tengjast vinnu- markaðnum verið sterkar, þ.e. hverju breyta lögin um stöðu kynjanna á vinnumarkaði, verða t.d. karlmenn á „barneignar- aldri“ álitnir jafnóstöðugt vinnu- afl og konur á „barneignaraldri“ hafa verið álitnar? Hvaða áhrif hefur þetta síðan á launamun kynjanna? Spurningar og vangaveltur um áhrif laganna á börnin sjálf hafa einnig komið upp og því velt upp hvort tillit sé tekið til þeirra. Í framhaldi af því hafa vaknað spurningar um áhrif lag- anna á mismunandi fjölskyldu- gerðir og hvort betra sé fyrir barn, m.t.t. laganna, að fæðast inn í eina fjölskyldugerð en aðra. Langtímaáhrif laganna á komandi kynslóðir hafa einnig verið rædd og það hvort þau, með því markmiði sínu að stuðla að auknu jafnrétti foreldra við fæð- ingu barns, leiði til meira jafn- réttis hjá komandi kynslóðum sem hafa haft slíkar fyrirmynd- ir. Spurningar um áhrifin á hag- sæld þjóðarinnar hafa einnig komið upp og spurt hefur verið um áhrifin á þjóðarbúið. Spurn- ingarnar snerta því ýmsa þætti sem verða fyrir áhrifum af lög- unum og það er ljóst að mörgum þeirra verður ekki svarað nema með góðri og víðtækri rann- sókn.“ Þegar svo margar spurningar vakna hlýtur maður að spyrja á móti hvort það taki ekki mörg ár að slípa lögin til að þau virki? „Það hlýtur að vera eðlilegt ferli, þegar um svo miklar breyt- ingar er að ræða, að nokkur ár þurfi til þess að sjá hvernig lög- in virka í raun. Það er t.d. ekki fyrr en í janúar 2003 sem feður fá þriggja mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Það þarf því að fylgjast með áhrifum lag- anna á fjölskyldur og samfélag allan þennan tíma með rann- sóknum, t.d. á því hvernig mæð- ur og feður skipta á milli sín fæðingarorlofsmánuðunum sem hvort þeirra um sig getur tekið.“ Er eitthvað neikvætt í lög- unum sem þarf að uppræta að þínu mati? „Ég held það sé enn of snemmt að segja til um það. Við þurfum að bíða enn um sinn og sjá lögin virka í heild þegar þau eru að fullu komin til fram- kvæmda. En eins og ég nefndi áðan þá þarf að fylgja þeim eftir með rannsókn á áhrifum þeirra á hina ýmsu þætti og í framhaldi af því þarf að skoða hvort og þá hverju þarf að breyta. Ég geri ráð fyrir að þau sem koma til með að standa að slíkri rann- sókn muni koma með ábending- ar þar um.“ Hvernig er ætlunin að fara með niðurstöður ráðstefnunnar? „Vonandi verða nið- urstöður ráðstefnunn- ar til þess að hvetja yfirvöld heilbrigðis- og félagsmála til að standa fyrir rann- sóknum á áhrifum laganna. Einnig vonumst við til að starfs- fólk heilsugæslustöðva, stjórn- endur fyrirtækja og ekki síst foreldrar verði meðvitaðri um lögin, möguleika þeirra og áhrif og finni leiðir til að vinna með þeim. Svo treystum við því að við sem að henni stöndum verð- um einhverju nær um áhrifin á jafnrétti kynjanna.“ Katrín Björg Ríkharðsdóttir  Katrín Björn Ríkharðsdóttir er fædd í Reykjavík 20.ágúst 1976. Hún hefur BA-próf í sagn- fræði frá Háskóla Íslands árið 1992. Lauk síðan uppeldis- og kennslufræðiprófi frá Háskól- anum á Akureyri árið 1996 og starfar nú sem sérfræðingur á Jafnréttisstofu. Maki hennar er Örn Arnarson leikskólakennari og eiga þau soninn Darra sem er tíu ára gamall Þarf að fylgjast vel með áhrif- um laganna Uss, þú ættir nú ekki að gapa mikið, Grétar minn. Þú ert líka með staurfót og lepp, góði. ARTHUR Morthens, forstöðumað- ur þjónustusviðs Fræðslumiðstöðv- ar Reykjavíkur, segir að fræðsluráð Reykjavíkur hafi markað nýja stefnu í sérkennslumálum sem leggi áherslu á sveigjanleika og rétt fatlaðra nemenda til að fá sér- kennslu. Ennfremur sé í henni lögð áherslu á að foreldrar eigi meiri möguleika á að velja á milli al- menns grunnskóla, sérdeilda og sérskóla. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu síðustu helgi hefur fjöl- skylda búsett á Seltjarnarnesi höfð- að mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á hendur bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, formanni skólanefndar Seltjarnarnesbæjar og skólastjóra Valhúsaskóla. Ástæðuna má rekja til eindreginna óska foreldra um að dóttir þeirra, sem er þroskaheft, stundi nám í sínum heimaskóla Valhúsaskóla en skólinn veitti henni ekki viðtöku, að sögn foreldranna, vegna fötlunar- innar. Í Morgunblaðinu var greint frá því að foreldrar stúlkunnar hafi frá upphafi viljað að hún lifði sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir fötlun sína. Telja þau hana eiga rétt til þess, sbr. m.a. jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og grunnskóla- lög. Í grunnskólalögum segir að sveitarfélögum sé skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldrinum 6 til 16 ára. „Í grunn- skólalögunum tel ég einnig koma skýrt fram að einungis forráða- menn barns geti sótt um skólavist fyrir það í sérskóla,“ er haft eftir móður stúlkunnar í Morgunblaðinu en þar er hún að vísa til 37. gr. grunnskólalaga. Spurður um þetta segir Arthur m.a.: „Ef foreldrar vilja velja al- menna grunnskólann fyrir börn sín þá höfum við komið með ábend- ingar um að við teljum skynsam- legra fyrir barnið að velja sérskól- ann. En ef foreldrar velja þrátt fyrir það heimaskólann fyrir barnið þá höfum við litið svo á að það sé þeirra réttur skv. 37. gr. grunn- skólalaga.“ Arthur leggur þannig áherslu á að ábyrgðin sé foreldr- anna og að það geti enginn annar en foreldrarnir sótt um sérskóla eða sérúrræði fyrir barnið. Eigi kost á fleiri en einu úrræði Jóhanna Kristjánsdóttir sér- kennsluráðgjafi er á sama máli. Hún segir að sér finnist eðlilegt að foreldrar eigi síðasta orðið um það hvar barnið gangi í skóla. „Mér finnst eðlilegt að foreldrar ráði en jafnframt finnst mér að þeir eigi að eiga kost á fleiri en einu úrræði,“ segir hún í samtali við Morgunblað- ið. Telur hún að það eigi alls ekki að fækka úrræðum; sérskólar fyrir fötluð börn sem og sérdeildir innan hinna almennu skóla eigi áfram að vera raunhæfur valkostur. „Mér hefur alltaf fundist það eðlilegt að foreldrar eigi að ráða en þá verður að hjálpa grunnskólunum að bjóða upp á vandaða þjónustu og byggja upp kerfi sem getur tekið á móti fötluðum börnum. Það getur kallað á mikla faglega vinnu.“ Úrræðum varðandi skóla fyrir fötluð börn fækki ekki Foreldrar eigi síðasta orðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.