Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 27 *Ver›könnun Neytendasamtakanna á Akureyri 31.10.2001. Apóteki› er ód‡rara en Lyf &heilsa í 53 af 57 lyfjategundum samkvæmt ver›könnun Neytendasamtakanna.* Lægra ver› á lyfjum Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 11 af 12 lausasölulyfjum.* Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa á 27 af 28 lyfse›ilsskyldum lyfjum.* Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lausasölulyf Apóteki› ód‡rast Apóteki› og Lyf&heilsa sama ver› Lyf&heilsa ód‡rast Lyf skv. lyfse›li H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA 0 2 4 6 8 10 12 0 5 10 15 20 25 30 KAMMERHÓPUR Salarins í Kópavogi heldur þriðju tónleika sína í Salnum á heimavelli sínum, Salnum, í dag, sunnudag, kl. 16.30. Dagskráin hefst með tónleikaspjalli, þar sem Mist Þorkelsdóttir tón- skáld leiðir tónleikagesti til fundar við tónskáld dagsins, Schubert. Að tónleikaspjalli loknu, eða um kl. 17.00, hefjast sjálfir tónleikarnir, þar sem flutt verða tvö stór verk eftir Schubert, Píanótríó í B-dúr D898 og Píanókvintett í A-dúr D665, sem kallaður er Silunga- kvintettinn, eftir samnefndu söng- lagi Schuberts sem hann notar sem grunnstef í einum þætti verksins. Hljóðfæraleikarar á tónleikunum verða Auður Hafsteinsdóttir og Sif Tulinius fiðluleikarar, Þórunn Mar- inósdóttir víóluleikari, Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari og pí- anóleikararnir Miklós Dalmay og Nína Margrét Grímsdóttir. Gesta- leikari í Silungakvintettinum er Há- varður Tryggvason kontrabassa- leikari. Nína Margrét Grímsdóttir er annar tveggja listrænna stjórnenda Kammerhóps Salarins. „Píanótríóið er gríðarstórt verk og vel þekkt og gerir miklar kröfur til hljóðfæraleikaranna. Það eru all- ir á fullu allan tímann og jafnræði meðal hljóðfæranna. Silungakvint- ettinn er líka stórt og mikið verk og mjög vinsælt. Þetta er einn þekkt- asti píanókvintett tónlistarsögunnar og flaggskip meðal verka Schu- berts. Verkið er í fimm þáttum, og það má kannski segja að þótt það sé hefðbundið kammerverk, sé það líka eins og lítill píanókonsert. Ann- ars semur Schubert svo vel fyrir hljóðfærin að þau fá öll sín einleiks- tækifæri.“ Vínarkaffi eftir tónleika Eins og á öðrum tónleikum Kammerhóps Salarins verður veit- ingahúsakynning í tónleikalok. Að þessu sinni ætlar kaffihúsið Rive Gauche í Kópavogi að sjá um veit- ingar í anda Vínarborgar og Schu- berts. „Það verður sérstakt Vín- arkaffi, súkkulaðikaka og fleira, þannig að gestir ættu að geta notið sunnudagssíðdegisins í Salnum eins vel og kostur er,“ segir Nína Mar- grét Grímsdóttir píanóleikari. Morgunblaðið/Kristinn Kammerhópur Salarins leikur verk eftir Schubert. Schubert með súkkulaði KVEN- SÍÐBUXUR 3 SKÁLMALENGDIR Bláu húsin við Fákafen. Sími 553 0100. Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.