Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 27
*Ver›könnun Neytendasamtakanna á Akureyri 31.10.2001.
Apóteki› er ód‡rara en Lyf &heilsa í 53 af 57 lyfjategundum
samkvæmt ver›könnun Neytendasamtakanna.*
Lægra ver› á lyfjum
Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa
á 11 af 12 lausasölulyfjum.*
Apóteki› me› lægra ver› en Lyf & heilsa
á 27 af 28 lyfse›ilsskyldum lyfjum.*
Apóteki›
ód‡rast
Apóteki› og
Lyf&heilsa
sama ver›
Lyf&heilsa
ód‡rast
Lausasölulyf
Apóteki›
ód‡rast
Apóteki› og
Lyf&heilsa
sama ver›
Lyf&heilsa
ód‡rast
Lyf skv. lyfse›li
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
0
2
4
6
8
10
12
0
5
10
15
20
25
30
KAMMERHÓPUR Salarins í
Kópavogi heldur þriðju tónleika
sína í Salnum á heimavelli sínum,
Salnum, í dag, sunnudag, kl. 16.30.
Dagskráin hefst með tónleikaspjalli,
þar sem Mist Þorkelsdóttir tón-
skáld leiðir tónleikagesti til fundar
við tónskáld dagsins, Schubert. Að
tónleikaspjalli loknu, eða um kl.
17.00, hefjast sjálfir tónleikarnir,
þar sem flutt verða tvö stór verk
eftir Schubert, Píanótríó í B-dúr
D898 og Píanókvintett í A-dúr
D665, sem kallaður er Silunga-
kvintettinn, eftir samnefndu söng-
lagi Schuberts sem hann notar sem
grunnstef í einum þætti verksins.
Hljóðfæraleikarar á tónleikunum
verða Auður Hafsteinsdóttir og Sif
Tulinius fiðluleikarar, Þórunn Mar-
inósdóttir víóluleikari, Bryndís
Halla Gylfadóttir sellóleikari og pí-
anóleikararnir Miklós Dalmay og
Nína Margrét Grímsdóttir. Gesta-
leikari í Silungakvintettinum er Há-
varður Tryggvason kontrabassa-
leikari.
Nína Margrét Grímsdóttir er
annar tveggja listrænna stjórnenda
Kammerhóps Salarins.
„Píanótríóið er gríðarstórt verk
og vel þekkt og gerir miklar kröfur
til hljóðfæraleikaranna. Það eru all-
ir á fullu allan tímann og jafnræði
meðal hljóðfæranna. Silungakvint-
ettinn er líka stórt og mikið verk og
mjög vinsælt. Þetta er einn þekkt-
asti píanókvintett tónlistarsögunnar
og flaggskip meðal verka Schu-
berts. Verkið er í fimm þáttum, og
það má kannski segja að þótt það
sé hefðbundið kammerverk, sé það
líka eins og lítill píanókonsert. Ann-
ars semur Schubert svo vel fyrir
hljóðfærin að þau fá öll sín einleiks-
tækifæri.“
Vínarkaffi eftir tónleika
Eins og á öðrum tónleikum
Kammerhóps Salarins verður veit-
ingahúsakynning í tónleikalok. Að
þessu sinni ætlar kaffihúsið Rive
Gauche í Kópavogi að sjá um veit-
ingar í anda Vínarborgar og Schu-
berts. „Það verður sérstakt Vín-
arkaffi, súkkulaðikaka og fleira,
þannig að gestir ættu að geta notið
sunnudagssíðdegisins í Salnum eins
vel og kostur er,“ segir Nína Mar-
grét Grímsdóttir píanóleikari.
Morgunblaðið/Kristinn
Kammerhópur Salarins leikur verk eftir Schubert.
Schubert með
súkkulaði
KVEN-
SÍÐBUXUR
3 SKÁLMALENGDIR
Bláu húsin við Fákafen.
Sími 553 0100.
Opið virka daga 10-18,
laugardaga 10-16.