Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 11.11.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPSKIR rannsakend-ur verða sífellt sannfærð-ari um að flugræningja-hópurinn, sem framdihryðjuverkin í Bandaríkj- unum 11. september, og stuðnings- mannanet hans í Evrópu, hafi verið vandlega valinn og vel einangraður hópur sem hafði lítil sem engin tengsl við aðra hryðjuverkahópa al- Qaeda-samtakanna í Evrópu. Þegar hópurinn hafi lagt á ráðin um 11. september hafi hann tekið með í reikninginn mistök er gerð hafi ver- ið við fyrri tilraunir til hryðjuverka. Betur menntaðir, minna áberandi vegna þess að þeim leið vel á Vest- urlöndum, og um árabil staðráðnir í því að vinna verkið voru flugræn- ingjarnir öðru vísi hópur en þeir ungu, ómenntuðu menn sem ólu á hatri sínu í evrópskum fátæktar- hverfum en tókst aldrei að gera al- vöru úr fyrirætlunum um voðaverk í París, Róm, Los Angeles og Strass- borg. Lögmæt störf Mohamed Atta, sem talinn er hafa verið forsprakkinn í flugrán- unum, var menntaður í borgar- skipulagningu, altalandi á þýsku, ensku og arabísku og langskóla- genginn. Árin sem hann bjó í Ham- borg framfleytti hann sér með ýms- um lögmætum störfum. Meðlimir hryðjuverkahóps, sem leystur var upp í Mílanó, framfleyttu sér marg- ir hverjir með glæpum á borð við fíkniefnasölu, að því er ítölsk yf- irvöld segja. Þessi einangrun flugræningj- anna, jafnvel innan al-Qaeda, gerir rannsakendum erfiðara um vik að átta sig á því hvernig lagt var á ráð- in um hryðjuverkin 11. september og hvernig koma megi í veg fyrir frekari hryðjuverk. „Þetta er eins og að kljást við draug,“ sagði hátt- settur franskur embættismaður. Vestrænir rannsakendur telja að áætlunin um 11. september hafi verið samþykkt af al-Qaeda, en þeir eru enn að reyna að púsla saman heildarmynd af henni. Hver átti hugmyndina? Hvernig hittust ræn- ingjarnir 19, sem komu hvaðanæva úr heiminum, og sumir voru þegar í Bandaríkjunum? Hvernig var inn- byrðis valdakerfi hópsins og hóps- ins gagnvart Afganistan? Hversu margir veittu aðstoð við aðdrætti og í hve mörgum löndum, þ. á m. Bandaríkjunum? „Það lá greinilega fyrir mjög góð greining á Bandaríkjunum og því sem hægt væri að gera þar,“ sagði Roland Jacquard, franskur sér- fræðingur í rannsóknum á hryðju- verkastarfsemi. Segir hann að gott skipulag hryðjuverkanna bendi til að í Bandaríkjunum og Evrópu sé vel falin skipulags- og aðdrátta- bækistöð al-Qaeda. Flókin stigskipting Eitt af því sem segir hvað mest um hryðjuverkin í Bandaríkjunum, að mati embættismanna, er þjóð- erni flugræningjanna, en 15 þeirra voru Saudar. Enginn var frá Norð- ur-Afríku, en þaðan koma flestir meðlimir íslamskra hryðjuverka- hópa í Evrópu. Norður-Afríkumenn voru einnig í fararbroddi hóps sem lagði nýlega á ráðin um tilræði sem mistókst, þ.e. að sprengja flugvöll- inn í Los Angeles í loft upp um aldamótin. Enn hafa engar vísbendingar fundist um tengsl á milli 11. sept- ember-hópsins og hópanna í Norð- ur-Afríku. Franskir embættismenn telja það benda til þess, að innan al- Úrvalssveit bin Reuters Osama bin Laden flytur yfirlýsingu sem sjónvarpsstöðin al-Jazeera sýndi 3. nóvember sl. Hvatti bin Laden múslima hvarvetna í heiminum til að ganga til liðs við sig í baráttunni gegn heiðingjum, kristnum mönnum og gyðingum. „Þetta stríð er fyrst og fremst trúarstríð,“ sagði bin Laden. Tilræði hryðjuverkamanna á vegum al-Qaeda-samtaka Osamas bin Ladens hafa orðið fágaðri með hverri misheppnaðri tilraun. Ferill væntanlegra tilræðismanna er vandlega athugaður áður en þeir fá að gerast með- limir samtakanna. 11. sept- ember-hópurinn er talinn hafa verið mjög einangr- aður, jafnvel innan al- Qaeda, og í honum voru bestu menn sem bin Laden átti völ á; menntaðir og upprunnir í sama heims- hluta og bin Laden sjálfur. París. The Washington Post. ÞÓTT herferð Bandaríkja-manna í Afganistan hafihingað til fyrst og fremstverið beint að norðurhluta landsins eiga Bandaríkjamenn litla möguleika á að hafa hendur í hári Osama bin Ladens, útrýma al- Qaeda-hryðjuverkasamtökum hans eða velta talibanastjórninni úr sessi nema því aðeins að þeir hafi sigur í suðurhluta landsins – þar sem er vagga valdsins í Afganistan, að því er sérfræðingar í málefnum lands- ins segja. Talið er að bin Laden sé í felum í Suður-Afganistan. Þar er höfuðvígi talibana. Og þar eru Pastúnar, stærsta þjóðin í Afganistan, í mikl- um meirihluta. Ólíkt því sem er í norðurhluta landsins – þar sem Bandaríkja- menn reiða sig á umfangsmiklar loftárásir, hersveitir stjórnarand- stæðinganna í Norðurbandalaginu og fámennar, bandarískar sér- sveitir – kann það að krefjast stór- sóknar af hálfu Bandaríkjamanna, þ. á m. landhers, að vinna sigur í suðurhluta landsins. Landhernaðar þörf „Til að ná suðurhlutanum þurfa Bandaríkjamenn að fara út í land- hernað,“ sagði Olivier Roy, sér- fræðingur í Afganistan-rann- sóknum við Vísindarannsóknamiðstöð Frakk- lands í París. „Eina leiðin til að losna við talibana er landhernaður.“ Allar hugmyndir um að ná bin Laden, sem talinn er hafa staðið að baki hryðjuverkunum í Bandaríkj- unum 11. september, hljóta að fela í sér að ráðist verði til atlögu í suður- hlutanum. Um þetta eru allir sér- fræðingar á einu máli. Bin Laden og aðrir leiðtogar al-Qaeda- samtakanna hafa fjölda felustaða í hellum og jarðgöngum á því svæði, að því er heimildamenn í Pakistan og Bandaríkjunum segja. „Bin Laden, undir vernd al- Qaeda, hefur gert þetta svæði að síðasta vígi sínu. Ef talibanar fallast ekki á að framselja hann verður að blása til umfangsmikils hernaðar í suðurhlutanum ef á að takast að hafa hendur í hári hans,“ sagði fyrr- verandi leyniþjónustumaður sem hafði Suður-Asíu sem sérsvið. Hann bætti við: „Áður en hægt er að lýsa yfir sigri verður að ganga úr skugga um að þessir menn hafi allir verið hraktir á brott frá suðurhlut- anum. Og sannleikurinn er sá, að það veit í rauninni enginn hvað þeir eru margir þar. Það kemur ekki í ljós fyrr en komið er á staðinn.“ Suðurhluti Afganistans er einnig höfuðvígi og hugmyndafræðimið- stöð talibana. Múllinn Mohammed Omar, leiðtogi talibana, hefur bæki- stöð í eyðimerkurborginni Kandah- ar, fremur en í höfuðborginni Kabúl sem er uppi í fjöllum og fjölmörg þjóðarbrot byggja. Kabúl var eitt sinn fræg fyrir svalt loftslag, heimsmenningu og líflega verslun. Taka þarf suðurhlutann Sérfræðingar segja, að eigi að takast að brjóta varnir talibana á bak aftur verði að taka suðurhluta landsins, ekki dugi að ná stærstu borgunum. Stjórnarandstaðan gæti náð borgum – t.d. Jalalabad, Herat og jafnvel Kabúl – og síðan fengið í bakið árásir frá talibönum sem þá létu til skarar skríða en hyrfu svo jafnharðan aftur út í sveitirnar, sagði Kenneth M. Pollack, sem átti sæti í bandaríska þjóðarörygg- isráðinu, og starfar nú hjá hugveit- unni Council on Foreign Relations. Það var þetta sem varð á end- anum til þess að Sovétmenn neydd- ust til að kveðja her sinn á brott frá Afganistan fyrir rúmum áratug. Sterk staða talibana í suðurhlut- anum byggist á víðtæku stuðnings- kerfi meðfram landamærunum að Pakistan. Í því eru um átta þúsund trúarlegir skólar Pakistan-megin landamæranna, og einnig þjálf- unarbúðir og aðdráttastöðvar sem geta flutt menn og vopn fram og til baka, segir Peter Tomsen, síðasti sérstaki sendifulltrúi Bandaríkja- stjórnar í Afganistan, sem starfaði þar frá 1989 til 1992. Hernaðarsérfræðingar gagnrýna áherslu Bandaríkjamanna á frelsun norðurhluta Afganistans Talibanar sækja vald sitt til suður Washington. Los Angeles Times.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.